Alþýðublaðið - 31.08.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 31.08.1967, Blaðsíða 15
5fD D= 0 0=0=0 MJÖG VEL MEÐ FARINN Land-Rover (disel) árgerS 1966. Upplýsingar í sima 2 4 8 1 1. Vegna plássleysis seljum við til helgar nokk- uð af ágætum skóm á niðursettu verði. Skóverzlunin í Domus EVSedica Egilsgötu 3. Ath.: Ávallt nóg bílastæði. Verð fjarverandi til 1. október. Jón G. Nikulásson gegnir sjúkra- samlagsstörfum mínum. Ófeigur J. Ófeigsson. Rafeindatækni Aðstoðarmaður óskast að Raunvísindastofnun Háskólans. Kunnátta í rafeindatækni nauð- synleg. Nánari upplýsingar í síma 21340. Alþýðublaðið óskar að ráða 2 drengi til sendiferða nú þegar. Skilyrði að þeir hafi reiðhjól til umráða. Uppl. hjá afgreiðslu blaðsins að Hverfisgötu 8-10. Keflavík Keflavík Börn óskast til að bera blaðið til áshrifenda í Keflavík. Talið við afgreiðsluna. — Snni 1122. Alþýðuhlaðið. Stígandi Framhald af 1. síðu. um borð í vélbátinn Ólaf Bekk, sem væri á veiðum við Langanes og mætti vænta komu hans til Ól- afsfjarðar seint í kvöld eða nótt. Snæfuglinn heldur hins vegar áfram ferð sinni til Reyðarfjarðar og er væntanlegur þangað í kvöld. Frjálsíþró-ttir Framliald af 11. síðu Katrín Ragnarsdóttir, UMSE 1,20 Kúluvarp: Emelía Baldursdóttir, UMSE 9,76 Sigurlína Hreiðarsdóttir, UMSE 9,05 Ingunn Jónsdóttir, UMSE 8,20 Sigrún Sæmundsdóttir, HSÞ 7,72 Kringlukast: Sigrún Sæmundsdóttir, HSÞ 27,92 Sigurlína Hreiðarsdóttir, UMSE 27,15 Emelia Baldursdóttir, UMSE 25,24 Þorbjörg Aðalsteinsdóttir, HSÞ 24,70 Gestur. Þorgerður Guðmundsd., UMSE 20,50 Úrslit HSÞ 97 stig UMSE 74 stig. Narfi I Framhald af bls. 3. sennilega aftur á veiðar í viku lokin. Þegar frystitækin voru sett í Narfa á sínum tíma hafði það mikinn kostnað í íör með sér, enda af stórhug gert. Er fróð- legt að vita hvað gert verður við þessi dýru tæki, ef úr breyt ingunni verður. Fangar Frh. af 2. síðu. voru annað hvort þjóðfrelsisher- menn eða fylgismenn þeirra. Flugvélar voru sendar á eftir þjóðfrelsishermönnunum og skot- ið var á þá úr lofti. Hoang Xuan Lam, yfirhershöfð- ingi í fimm norðlægustu héruðum Suður-Víetnam segir, að árá'sin á fangelsið sé tilraun til þess að spilla fyrir forsetakosningunum á sunnudaginn kemur. Síðan í apríl hafa þjóðfrelsishermenn þrisvar ráðizt inn í fangelsi í Suður-Víet- nam og hleypt út mjög mörgum föngum. Um það bil 10—15 þjóð- frelsishermenn voru drepnir í á- tökunum við fangelsið í dag, en stjórnarherinn beið lítið mann- fjón, að því er fyrrnefndur hers- höíðingi sagði. ICínverjar Frh. af 2. síðu verið tiltölulega í hóf stillti og undir strangri stjórn. Að því er júgóslavneska fréttastofan Tanjug segir, héldu 100 hermenn aftur af rauðu varðliðunum, og þeir fimm eða sex Bretar, sem voru „leidd- ir fram“ fyrir fjöldann nutu vernd ar hermannanna á meðan rauðu varðliðarnir mótmæltu atburðun- um í London, segir Tanjug. Bret- arnir minntu hermennina á, að það væri skylda þeirra að vernda erlenda sendiráðsstarfsmenn. Bretarnir afhentu síðar mót- mælaorðsendingu í kínverska ut. anríkisráðuneytið, en Kínverjam- ir svöruðu því til, að Hopson yrði að sætta sig við „mótmæli fjöld- ans“. Fyrr um daginn var Hopson boð aður í utanríkisráðuneytið til þess að taka við harðorðri mótmæla- orðsendingu vegna atburðanna í ! London i gær. Þeir atburðir leiddu til þess, að Kínverjar bönnuðu brezkum sendiráðsstarfsmönnum þegar í stað að yfirgefa Peking. Áður höfðu brezk yfirvöld tak- markað ferðafrelsi kínverskra sendiráðsmanna í London. í kínversku mótmælaorðsend- ingunni segir, að brezka stjórnin hafi að yfirlögðu ráði sent lög- regluna á stúfana til þess að fremja alls kyns óknytti gegn kín- verskum sendiráðsstarfsmönnum í London. Varautanríkisráðherrann Lo Ku- ei-Po sagði við Hopson, að þessar „villimannslegu aðgerðir" væru framhald „fasistískra glæpa“ gegn Kínverjum í hinni brezku krúnu- nýlendu Hongkong. Brezkir embættismenn segja, að með bréfi því, sem Brown utan- ríkisráðherra Bretlands, sendi ut- anríkisráðherra Kína hafi hann viljað undirstrika vilja Breta til að komast hjá því að slíta stjórn- málasambandi við Kína, — en Brown hafi ekki hugsað sér, að utanríkisráðherrarnir gerðu út um málin sín á milli, — heldur yrðu farnar hinar venjulegu dipló matísku leiðir til samkomulags u<m bætta sambúð. Dotorsritgerð Framhald af Ws. 2. og landafræði við hinn síðast nefnda. Jafnframt námi starfaði Jens að mannfræðirannsóknum sem að- stoðarmaður prófessora sinna. Ár- ið 1958 var hann valinn í stjórn heiðursstúdentafélags Kalifomíu- háskóla („The Honour Student So ciety of the University of Kali- fornia") og var gerður félagi í Phi Beta Kappa, hinu þekkta, gamla félagi framúrskarandi há- skólamanna í Bandaríkjunum. Síðan árið 1960 hefur Jens mest megnis starfað við Mannfræði- stofnun Mainzháskóla í Þýzka- landi, þó að öðru hvoru hafi hann verið við mannfræðiransóknir á íslandi, en hann er eini sérmennt aði mannfræðingurinn í „fysiskri“ mannfræði, sem ísland á. Hann hóf rannsóknir þegar á fyrstu há- skólaárum sínum og mun nú hafa rannsakað 20 þúsund íslendinga að meira eða minna leyti. Hann hefur m. a. hlotið styrki til vísindastarfsemi sinnar frá Al- þingi, Vísindasjóði íslands, Alex- anders von Humbolt-stofnuninni og Mannfræðistofnun Mainzhá- skóla í Þýzkalandi. Niðurstöður rannsókna hans hafa verið birtar í vísindaritum ; í ýmsum löndum. Árið 1964 flutti í hann fyrirlestur um íslenzka mann fræði, sem fulltrúi íslands á al- þjóðaþingi mannfræðinga í Moskvu. Heimilisfang hans er nú Im Lei men 33, Mainz-Weisenau, Þýzka- landi, en væntanlega fær hann og helga sig þar óskiptan mann- aðstöðu til að setjast að á íslandi fræðistörfum í framtíðinni. Reagen Frh. af 5. síðu. Kjósendurnir í Kaliforníu gleyptu við Reagan og hinni ó- ljósu, pólitísku heimspeki hans. Satt að segja virtist fólkl léttir að því að fá „venjulegan" mann í ríkisstjórahöllina eftir hinn 31. ágú frjálslynda Pat Brown. Hann, sem var aivarlega hugsandi ptj vinnustjórnmálamaður, var allt- af að tala um árin í kringum 1930, og missti tökin á unga fólk inu. Nú iðrast margir gerða sinna. Hin íhaldssama stefna - Reagans hefur sýnt sitt rétta andlit. Hann sá persónulega til þess að yfirmaður Kaliforníuhá- skóla var rekinn. Ástæðan til þessa var sú, að rektorinn hafði " leyf t mótmælagöngur gegii stefnu Bandaríkjamanna í Víet nam. Hann var auk þess all frjálslyndur, að iþví er Reagan fannst. Brottreksturinn vakti mikla úlfúð. Og ekki batnaði það, þeg- ar ríkisstjórinn ákvað að leggja niður allar fjárveitingar ríkisins til háskólans. ) Blóðþyrstur. Og Reagan virðist ætla að verða blóðþyrstasti ríkisstjóri í sögu Bandaríkjanna. — Ég á að deyja á miðviku- dgginn og ég lít á ríkisstjórann sem böðul minn, sagði hinn dauðadæmdi Dorman Talbot, þegar San Quentin-fangelsið var nýlega sýnt með endurbættum gasklefa. Og í kosningabaráttunni sagði Reagan: „Við höfum alltof lengi sýnt glæpamönnum linkind". — Nú á að innleiða dauðarefsingu að nýju. Reagan hefur ekki sýnt neina tilhneigingu til þess að vilja náða fólk. Margir fangar hafa endað líf sitt í gasklefan- um eftir að hann tók við emb- ætti ríkisstjóra og margir bíða þess að röðin komi að þekn. ' Reagan notar sjónvarpið íá sama hátt og Hitler notfærði sér útvaxp og kvikmyndir, segir demókratískur stjórnmiálamaður í höfuðborginni Sacramento. — Hann skákaði og mátaði lýðræð ið. ;, Þegar Reagan kemur fram í sjónvarpi, líður demókrötum í Kaliforníu illa. í kosningabar- áttunni lofaði Reagan að segja kjósendum jafnan, hvemig kom ið væri hverju sinni. Hann Iheld- ur þetta loforð með „fréttum til fólksins". Yfinmenn hinna 42 sjónvarpsstöðva í ríkinu vita, að þetta er efni, sem mikið er horft á. — Og stundum hefur þessum „fréttum“ ríkisstjórarss verið sjónvarpað yfir öll Bandaríkin. Tæknilega séð eru þessir þætt ir meistaralega gerðir. Reagan hefur góð sambönd í sjónvarps- heiminum og notar sér þau. En það er lítið á því að græða, sem hann segir. Það, sem mest er um vert er að koma vel íyrir — að töfra kjósendur upp úr skónum. Blaðamenn, sem bera fram óþægilegar spurningar, fá ekki að koma nærri þessum dag- skrárþáttum, Með því er stjórn- málaandstæðingum bolað burt. (Úr norska Arbeiderblaðlnu). AUGLYSID í Alþýoubíaðinu 1967 - ALÞÝ9UBLAÐIÐ 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.