Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 3
ENNAÐ i I Lagos, 20.9 (níb-reuter). K' Miö-vestur svæftið, — minnsta svæðið í sasði siff úr lögrum við sambandsstjórnina í nú framvegis lýðveldið Benin. sambandi Nígeríuríkja, Lagos í dag og heitir í maí i vor sagði Austur-svæðið sig úr lögum við sambandsstjórn ina og þá var stofnað lýðveldið Biafra. Leiðtogi hins nýja lýðveld is, Benin, er herlæknirinn Albert Okonkwo majór, sem var gerður að yfirmanni hers Mið-vestur- svæðisins, þegar Biafraher gerði árás á svæð\5 og lagði undir sig mikinn hluta þess í byrjun ágúst Okonkwo major er 35 ára að aldrei. Hann sagði í fjögurra mín- útna ræðu í úvtarpið í stærstu borg Benin, sem einnig heitir Ben in, að ríkið muni hafa hernaðar lega samvinnu við Biafra. Nýja lýðveldið vill einnig gjarnan vera áfram í brezka samveldinu og mun sækja um aðild að Samein- uðu þjóðunum. Ennfremur verður Átök við Súezskurð EGYPTAR Eeituðu í dag, að satt væri, það sem ísraelsmenn fullyrtu, að þrjú egypzk herskip hefðu verið á heræfingum á Súez skurði snemma í morgun og ísra- elskir hermenn hefði skotið á skip in og unnið tjón á þeim. Egyptar sögðu aftur á móti að skotárás ísraelsmanna hefði leitt til þess, að einn egypzkur hermaður lét lífið og annar særðist. Formæl andi egypzka hersins sagði, að engin egypzk skip hefðu verið á Elísabet 2. skíröi nöfnu sína ELISABET II. Bretadrottning skírði í dag við hátíðlega athöfn nöfnu sína, en hún er lúxusskip í eigu Cunard-skipafélagsins. Þeg- ar Bretadrottning braut kampa- vínsflösku og nefndi nafn skips- ins: Elísabet II. drottning, — lauk margra vikna langri spennu get- raunakappa, en efnt var til mik- illar getraunasamkeppni í sam- bandi við nafn þessa veglega skips. Margir gátu upp á því, að Iþað yrði látið heita Sir Winston Churohill, Margrét prinsessa eða Anna prinsessa, en margir voru líka á því að það yrði látið heita Queen Elisabetlh the Second, — ’og sú varð líka raunin. Skipið, sem er 58.000 tonna lúx- usskip, rann höfðinglega út á Clyde-á, en 9000 skipasmiðir og mörg íhundruð þúsund gesta hróp uðu húrra fyrir farkostinum. Súezskurði. Að því er fréttir frá Kairó herma, skutu ísraelsmenn á hafn arborgirnar Taw og Suez við suð urenda Suezskurðar, skothríðin stóð í um það bil 20 mínútur. í Suez eyðilagðist eitt hús og orku ver var lamað, segja egypzkar heimildir. Fyrr um daginn sögðu ísraels- menn, að ísraelskir landamæra- verðir hefðu skotið á sex egypzk herskip með hermenn um borð nálægt Tawfikurliöfn. Skipin voru þar í trássi við vopnahléssamning inn. ísraelskir hermenn hófu skot hrið á skipin og hittu þrjú þeirra, en nokkru seinna tóku iþeir eftir þrem til viðbótar og þá hófu þeir skothríð að nýju. Erlendir fréttaritarar telja, að átökin geti átt rót sína að rekja til mismunadni túlkunar á vopna- hléssamningnum. Egyptar telja, að aðeins séu bannaðar skipa- ferðir um sjálfan skurðinn, en ísraelsmenn segja, að bannið gildi , um allt hið svonefnda Súez-svæði. ísraelskir fréttaritarar segja, að tveimur skipum hafi verið sökkt, og hermennirnir á þesssum skip um hafi orðið að synda til lands. ; Egyptar segja, að þetta sé hreinn uppspuni. Engin skip hafi verið á þessu svæði og þess vegna hafi engu skipi verið sökkt. beðið um stuðning Einingarsam- bands Afríkjuríkja (oau). Fréttaritarar í Lagos benda á það, að burt séð frá því, að lýð- veldið hefur verið nefnt Benin, hafi ástandið lítið breytzt frá því Kortið er af Nígeríu. Strikaða svæðið er austurhlutinn, sem sleit að her Biafra náði þessu svæði sígr frá sambandsstjórninni í Lagos og' nefnir sig nú Biafra, en svo að segja öllu á sitt vald í skyggða svæðið vestan við Biafra er miðvestursvæðið, Benin, sem lýsti yfir sjálfstæði 1 gær. Nýtt metár í fiskmjöls- og lýsisframleiðslu Norðmanna VERKFALLI LOKIÐ. Bundinn 'hefur verið endir á kennaraverkfallið í New York, sem staðið hefur yfir í 10 daga. Borgarstjóri New York-borgar, John Lindsay, skýrði frá því i gærkvöldi, að náðst hefði sam- kcmulag beggja deiluaðiia, en ekki yrði skýrt frá samningum að svo stöddu. — Samningaviðræður höfðu staðið yfir í viku. Síða 3......................... Gífurleg aukning hefur orðið á' fiskimjöls- og lýsisframleiðslu Norðmanna á því, sem af er þessu ári. Á tímabilinu janúar — júní jókst framleiðslan um 50% mið- að við sama tíma á árinu 1966. Samkvæmt upplýsingum Norsild- en, en það er sú stofnun í Noregi, sem hefur umsjón með sölu fiski- mjöls og lýsis, er mestur hluti framleiðslunnar þegar seldur og kominn til kaupendanna, bæði innlendra og erlendra. Á umræddu tímabili hefur út- flutningur fiskimjöls nær tvöfald ast miðað við sama tíma 1966. Jafnframt þessu hefur verð á þess um vörum lækkað mjög. Fiski- mjöl hefur lækkað um 15% og fiskilýsi um 24% frá því í fyrra. Líkur benda til að ver muni Fulltrúar á Allsherjarþingi FULLTRÚAR íslands á Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna, sem hófst hinn 19. september verða: Einil Jónsson, utanríkisráðherra og Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytis- stjóri, auk þeirra embættismanna, sem starfandi eru í New York: Hannesar Kjartanssonar, am- bassadors, Kristjáns Albertsson- ar og Haraldar Kröyers, sendi- ráðunautar. Enmfreinur hafa stjcfcnjtnála-' flokkarnir titntiffntj eftlrfarandi fulltrúa af sinni hálfu í sendi- nefndina: Alþýðufl.: Stefán Hilmarsson, bankastjóra; Sjálfstæðisfl.: Auði Auðuns, alþingismaam; Alþýðu- bandal.: Finnboga Rút Valde- marsson, bankasti. og Framsókn- arfl.: Þórarin Þórarinsson, al- þingismann. Frá Utanríkisráðuneytinu. ganga að selja fiskimjöl og lýsi síðari hluta ársins 1967 heldur en á fyrri hluta þess. Stafar það iví hve framboð á þesum vör- um hefur aukizt mjög í heimin- um. Fiskafli Norðmanna hefur aldrei verið jafn mikill og á fyrri hluta ársins 1967. Nam hann í júnílok 13,4 milljónum hektólitra. Mestur liluti þessa afla er síld, makríll og loðna. Hefur þetta orð ið þrátt fyrir tíðar stöðvanir á veiðunum af ýmsum orsökum. Einkum hefur það valdið töfum að fiskivinnsluverksmiðjur hafa ekki haft undan að vinna aflann, sem á land hefur borizt. Breytingar á gatnahremsun Hinn 1. oktöber n.k. verður breyting gerð á skipulagi gatna- hreinsunar í Reykjavík. Hefur Ingi Ú. Magnússon, gatnamála- stjóri samið tillögur um nýskipan á gatnahreinsun, sem borgarráð hefur fallizt á. Við samningu tillagna hafði gatnamálastjóri fulla samvinnu við ýmsa þá' aðila, sem fjalla um þetta svið starfsemi borgarinnar, svo sem deildarstjóra hreinsunar- deildar og forstjóra Vélamiðstöðv- ar. Sá háttur hefur verið á stjórn -ara mála, að viðhald og hreins un gatna hefur verið undir sam- eiginlegri verkstjórn. Nú verður sú breyting á, að þetta tvennt verður aðskilið og skipaður nýr yfirverkstjóri við gatnahreinsun. Teknir verða í notkun léttir hand vagnar af nýrri gerð og tækja- kostur allur aukinn. Gera tillög- urnar ráð fyrir því að keyptir verði tveir götuþVottabílar, en slík tæki hafa verið til hér á landi áður. Þá er lagt til, að keypt ir verði 1 — 2 gangstéttarsópar og vélsópar endurnýjaðir. Munu út- gjöld vegna þessara tækjakaupa til hreinsunar nema um 5 milljón- um króna. Að lokum má geta þess, að í athugun er, hvort unnt sé að gera húseigendum skylt að hreinsa fullfrágengnar gangstéttir fyrir framan hús sín, svo og hvort ekki megi setja strangari reglur í lög- reglusamþykkt um að ekki megi óhreinka götur borgarinnar, en erlendis munu gilda strangar regl ir þar um, og háar sektir ef um brot á þeim er að ræða. Strákar stela í Hafnarfirbi Lögreglan í Hafnarfirði hafði nýlega hendur í hári nokkurra piltunga, sem grunaðir voru uin ýmiss innbrot og þjófnaði, en undanfarið hefur verið um óvenju Iega mikið af þvílíku í Hafnar- firði. Kom í Ijós við yfirheýrzlur að piltarnir höfðu á samvizkunni 10-15 innbrot og þjófnaði. 8 strákar hafa ált aðild að af- brotum þessum að einu eða öðru leyti, en einkum hafa þrír þeirra verið athafnasamir. Piltar þessir eru flestir á aldrinum 10-12 ára og hafa nokkrir þeirra komið við Framhald á 14. síðu. 21. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐNJ j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.