Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 8
RYK getur verið banvænt. Um allan heim deyja þúsundir verkamann^ árlega af áhrifum ryks á lungum, en það orsakar sjúkdóm er á vísindamáli nefn- ist pneumoconiosis. X kolanám- um Evrópu, Asíu og Ameríku, gullnámum Afríku og Indlands, asbestnámum Kanad'a og Suður- Afríku, sandsteinsnámum í Hong Kong, í verksmiðjum í Bret- landi og Japan, vefnaðarverk- smiðjum, járnverksmiðjum, við byggingar — jafnvcl framleiðslu breinlætisefna — hafa þessir menn unnið og rykið hefur or- sakað dauða þeirra. í Bretlandi er tiltölulega vel fylgzt með því, að rykmagn verði ekki of mikið, en á hverju ári deyja þar um þrjú þús. verkamenn af lungnasjúkdómum. Árið 1965 voru þeir 3.019. — í mörgum tilfellum hefur lungna- sjúkdómurinn verið aðaldánaror- sökin, en allir voru þessir menn með skemmdir í lungum og þær alla vega flýtt fyrir dauða þeirra. Þrátt fyrir góða læknishjálp hefur fjöldi þeirra, sem deyja af afieiðingum lungnasjúkdóma ekki mikið breytzt síðustu tíu ár í Bretlandi. En það skal haft í huga, að það tekur langan tíma íyrir sjúkdómana að vinna á lík- amanum og þeir sem í dag deyja vegna þeirra, hafa unnið við slæm skilyrði kannski fyrir 20 árum eða meira. Sjúkdómurinn er lengi að þró- ast og áður en komið er á hátt stig fylgja honum ýmis óþægindi svo sem þreyta, menn eiga erf- itt um andardrátt og getur það orðið svo alvarlegt, að þeir geti alls ekki stundað vinnu. RYK HEFUR ALLTAF VER- IÐ TIL. Síðan menn byrjuðu að gera smíðatæki hafa þeir alltaf skap- að ryk. Fyrstu tækin á steinöld voru gerð úr tinnu. í Norfolk í Englandi er staður, sem heitir Grimes Graves. Það eru gamlar tinnunámur og aðalgöngin þar eru álitin 20 þús. ára gömul. í borginni Brandon vinna enn menn við tinnuámur. Við vinnsl- una myndast silica ryk, sem á' nókkrum tíma getur myndað lungnasjúkdóm, sem kallast sili- cosis, ef ekki eru gerðar sér- stakar varúðarráðstafanir. Seinna gerðu menn svo trúar- leg minnismerki úr sandsteini og granít eins og í Egyptalandi. Siliearyk kemur einnig við þessa vinnslu og nú veikjast vafalaust margir af lungnasjúkdómum, sem vinna að byggingu Aswan stífl- unnar. Þegar leitað var lengra eftir efnum í vopn og til eldsneytis urðu námurnar sífellt dýpri og þá fór að koma fram sjúkdómur, sem kallaður hefur verið námu- mannasjúkdómur. Og með tækni núfímans í námu störfum og verksmiðjustörfum hefur rykið ekki minnkað; held- ur aukizt, það hefur orðið smá- gerðara, en engu að síður hættu- legt. Þó hafa orðið svo miklar fram- farir í læknavísindum og hrein- læti, að nú er hægt að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi. En það er ekki hægt að iækna sjúk- dóminn. Það er aðeins hægt að hindra hann. HVERNIG ERU LUNGNA- SKEMMDIRNAR ? Það fer eftir því, hvaða ryk er um að ræða. Sjúkdómúrinn er í lungnavefjunum og veldur því að þol þeirra minnkar og jafn- framt það svæði, sem vinnur súr efni úr blóðinu. Alls konar íungnasmitanir, t. d. berklar, auka sjúkdóminn til muna. Korn frá dýrum og jurtum geta orsakað asthma í þeim, sem eru næmir íyrir því. Þeir sem hafa hænsni fá oft asthma vegna ofnæmis fyrir fiðri og verka- menn, sem vinna við timbur fá asthma vegna ofnæmis á timbr- inu, t. d. tekki og rauðum sed- rusviði. í baðmullarverksmiðju nokkurri kom upp alvarlegur asthma faraldur og ástæðan var sú að fólkið hafði andað að sér ryki frá vissri frætegund, sem notuð var við iðnaðinn. Það er þó rykið frá málmun- um, sem veldur alvarlegustu lungnaskemmdunum. Og silica rykið er langverst. Asbest er silicate og það er allt- af notað í vaxandi mæli, í sem- ent, einangrunarefni o. fl. Og undanfarin ár hafa sífellt verið fleiri tilfelli asbesteitrunar í Bretlandi og í 16% tilfellanna fylgir iungnakrabbi. Það er tvenns konar lungnakrabbi, sem fylgir asbesteitrun. Önnur teg- undin er svipuð lungnakrabba- meini af völdum sígarettureyk- inga. Hin er sjúkdómur á yfjr- borði lungnanna og hefur verið sett í sambandi við sérstaka as- best-tegund, blátt asbest. Kolaryk skaðar lungun á sér- stakan h'átt. Og í löndum, þar sem mikið er um námagröft eru árlega skráð mörg tilfelli um lungnasjúkdóma af völdum kola- ryks. Áhrif ryksins á lungun fara eftir efnasambandi ryksins, stærð kornanna, og hversu lengi menn eru við vinnu. Stór rykkorn setjast á rakt yfirborð iungnanna. Aðeins smærri korn geta komizt í gegn um slímhúð lungnanna. í öllu ryki eru kornin mismun- andi stór og þess vegna er nauð-1 synlegt að mæla hversu mikið er af smáum kornum í rykinu. — Tæki hafa verið gerð, sem líkja eftir störí'um líkamans með því að sleppa stóru kornunum og draga að sér aðeins þau smáu. Við öndum öll að okkur ein- hverju ryki; líkaminn þolir þetta venjulega ryk, en ef að rykið fer yfir visst magn verður hættan á sjúkdómum mikil. Ef sjúkdómur af völdum ryks kemur fram í verkamanni er bezt að hann hætti að vinna þá vinnu er hann hefur haft. Og í mörg- um tilfellum hefur reynzt mögu- legt að stöðva sjúkdóminn, ef svo er. í öðrum tilfellum, sérstak- Iega þar sem sjúkdómurinn hef- ur orsakazt af silica eða asbezt, heldur sjúkdómurinn áfram, en magnast ekki eins og ef mað- urinn hefði haldið áfram vinn- unni. Frá læknisfræðilegu sjón- armiði ætti því að reyna að g 21. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.