Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 15
HelgafeSI Framhalri af bls. 2. Fagurt er í Eyjum, æskuminning- ar Einars ríka Sigurðssonar sem Þórbergur Þórðarson hefur fært í letur, og ljóðasafn Jóns úr Vör með formála eftir Einar Braga Sigurðsson, og Ijóðasafn Tómasar Guðmundssonar kemur í nýrri pi’entun. Þá gat Eagnar Jónsson þess við fréttamenn í gær að ný skáldverk væru væntanleg hjá forlaginu eftir Svövu Jakobsdótt- ur, Guðberg Bergsson, Ingimar Erl. Sigurðsson, Odd Björnsson, Kjörð P. Njarðvík og Þorstein Antonsson, sem er nýr ihöfundur, Ijóðabækur eftir Halldóru B. Björnsson og Jónas Svafár, og bókmenntaþættir eftir Sigurð A. Magnússon. Yfirlýsisig Eramhald af 11. síðu stað 5. töluliðar í XII. gr. knatt- spyrnulaganna, í lauslegri þýð- ingu: A. Þegar markvörður tekur 'meira en 4 skref með knöttinn, hvort sem iiann slær hann til jarðar eða kastar honum í loft upp, þ. e. sleppir ekki valdi á knettinum svo.honum verði leikið af öðrum leikmanni, eða b. Þeg- ar markvörður hegðar sér þann- ig að um leiktöf er að ræða, að áliti dómarans, ber að dæma ó- beina aukaspyrnu, sem taka skal á þeim stað, sem brotið er fram- ið á. Reykjavík, 19. sept. 1967. Dómaranefnd KSÍ. Viíl þýða Frh. al ö. siðu mér um vinnu í vetur og mun iiklega annað hvort reyna að .fá starf sem tungumálakennari eða þýðandi." Þess má að lokum geta. að prófessor Laslo er Bahai og dvel ur hann sem stendur hjá einum meðlimi íslenzku trúardeildar- innar. Kynni þeirra voru engin áður, en tengsl þeirra Bahai manna eru slík, að prófessor- inn gat fengið nöfn og heimilis- fang allra samtrúax-manna sinna á skrifstofu trúarbræðranna í New York. Minoingarorð Framhaid af bls. 7. S.veinn las mikið eftir því sem föng voi’u til og var víða heima. Hann var skemmtinn í viðræð- um og hinn ágætasti félagi. Og enginn maður, sem ég hef þekkt á lífsleiðinni, minnti meira á hina gömlu víkinga að allri gei’ð: áhuginn, dugnaðurinn, þraut- seigjan — og allt fas mannsins. Það fer ekki á milli mála, áð hjá þeim Þórheiði hafi oft verið þröngt í búi, en þau voi'u sam- hent og nægjusöm. En þau voru raunar hjón hamingjunnar. Þau áttu mörg og mannvænleg börn og þau lifðu stöðugt batnandi tíma og sáu þoi'p sitt bi’eytast úr fátæku fiskiþorpi með rnjög svo takmörkuðum möguleikum, í vel hýsta byggð, sem leitar á brattann. Við, nábúar þessara gengnu lijóna, þökkum þeim áratuga vináttu, og hjálpsemi er verst nu beraTVÆR bragðljufar sigarettur naf nið CAM E L ÞVf CAMEL — FILTER ER KOMIN Á MARKAÐINN FRESH gengdi hjá okkur. Þess má að lokum geta, að Sveinn er fæddur sama árið og kirkja var reist hér í þorpinu. Ný kirkja leysir hina gömlu af hólmi innan fárra vikna og verður því Sveinn með hinum síðustu, sem jarðsettir verða frá hinni gömlu kirkju. Ég þakka þér, Sveinn, langt og ágætt samstarf. Hvíl í friði. Ottó Árnason. 1 . MinningarorS Frarnhald af bls. 7. um dró hann til bana. En þótt hann gengi ekki heill til skógar var hann samt sístarfandi, því hugurinn bar hann jafnan hálfa- leið, og gekk að störfum með skyldurækni og trúmennsku sem einkenndi allt hans líf til hinztu stundar. Grétar var fundvís á geðfar manna og gætti þess vel í umgengni við aðra menn að gera 1 þeim e.hki getsakir hvorki í orð- uivi né athöfnum. Enda var hon- um nú að leiðarlokum gott heil- um vagni heim að aka. Ég sem þessar línur skrifa kynntist Grétari allmikið á tímabili og átti því kost á að fylgjast með áhugamálum hans og framtíðar- draumum. Mér er því ákaflega ljúft að fá tækifæri til að minn- ast þeirra stunda er við átfum saman í gleði og leik, og þakka honum samfylgdina á liðnum ár- um, þótt þau yrðu færri en efni stóðu til í fyrsfu og æskilegt að þau hefðu orðið fleiri, sem auðn- an þó ekki leyfði. Ég persónulega þakka Grétari fyrir ánægjulegar samveru- stundir ásamt tryggð hans og vin- áttu. Og nú þcgar vegir skiljast að sinni, þá kveð ég hann með kæru þakklæti fyrir góða kynn- ingu og tek mér í munn spak- mælið sígilda, til góðs vinar liggja gagnvegir, líka yfir landa- mærin ókunnu, sem hann nú hef- ur stigið yfir. Gamall {élagi. *£': 21. september 1%7 - ALÞYÐUBLADIÐ |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.