Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 7
Ályktanir stúdentaþings 1967 Stúdentaþing var haldið dag- ana 2. og 3. september á vegum Stúdentaráðs Háskóla íslands og Sambands íslenzkra stúdenta erlendis. Fulltrúar voru 30. 20 frá SHÍ og 10 frá SÍSE. Á þinginu voru ræddar og samþykktar ályktanir um sam- starfsmál, hagsmunamál og menntamál. Samstarfsmál: Stúdentasamtökin ihafa undan farið eflt margháttað samstarf sín í milli og samþykkt var reglu gerð, sem formfestir það sam- starf. Stúdentaþing 1967, fagnar þeim árangri, sem náðst hefur í samstarfi íslenzkra háskólastúd- enta heima og erlendis. Stúdentaþing ályktar, að sam starfi SHÍ og SÍSE verði hagað þannig: 1. Stúdentaþing verði haldið árlega. 2. Starfað verði í sameiginleg um nefndum um menntamál og hagsmunamál. 3. Sameiginleg stjórnarnefnd samræmi aðgerðir beggja samtak anna milli stúdentaþinga. Á grundvelli þeirrar reynslu, sem fæst af samstarfi með þess- um hætti, verði á næsta stúd- entaþingi mörkuð stefna um frekara samstarf, með hliðsjón af framkomnum áætlunum um stofnun sameiginlegs stúdenta- sambands. Hagsmunamál: Samþ. var ályktun um hags- munamál. Helztu atriði hennar eru þessi: í upphafi ályktunarinnar seg- ir: ,,Rök, sem mæla með opinber- um lánum og styrkjum til náms- m., eru annars vegar þörf þjóð- ins við námsm.. Öllum ber sam. an um, að mesti auður hvers þjóð félags sé vel menntuð æska og það hlýtur einnig að vera tak- mark hvers velferðar-þjóðfélags að hver og einn eigi þess kost að afla sér menntunar, eftir hæfi- leikum sínum.“. Eftirfarandi upplýsingar sýna þó, að þessu marki hefur eigi ver ið n'áð hér á landi og að einhvers staðar er brestur í menntakerfi okkar. Skv. skýrslu frá Efnahagsstofn MINNINGARORÐ; GRÉTAR S. BJÖRNSSON Húsasmiður F. 5. Maí 1930 D. 14. sept. 1967 í DAG er til moldar borinn Grétar S. Björnsson húsasmiður, Suðurlandsbraut 113. Hann and- aðist í Borgarsjúkrahúsi Reykja- víkur þann 14. september síðastl. cítir langa vanheilsu. Grétar Sigurður eins og hann hét fullu nafni var fæddur hér í Reykja- vík þann 5. maí 1930. Foreldrar hans voru þau Björn Jónsson verkstjóri og kona hans, Jó- hanna G! I’orvaldsdóttir, nú bæði látin. Grétar ólst upp á heimili for- eldra sinna ásamt þremur bræðr um sínum, og fékk hið bezta upp eldi, þar sem gætt var hinnar ýtrustu ráðdeildar og reglusemi í hvívetna. Og nú er hann horfinn okkar sjönum þessi hugljúfi og síglaði drengur, og mun flestum sem þekktu hann nokkuð að ráði vera að honum söknuður og eftirsjá, og hugsa með innilegri samúð og hlýju til eftirlifandi konu hans. Grétar var dulur í skapi og hæggerður, en hvers- dagslega var hann glaður og reif- ur, og afskiptalaus um má'lefni annarra og svo orðvar að af bar, og væri hann í glöðum kunn- ingja hópi og margt látið fjúka eins og gengur og leitað væri á- lits hans, en honum þá fyndist hann ekkert geta lagt gott til málanna, þá þagði hann fremur en að segja eitthvað það sem orð- ið gæti manni eða málefni til óþurftar. Grétar var fríður mað- ur sínum og bauð af sér einstak- lega góðan þokka; ljúfmenni í allri viðkynningu og vingjarn- legur í viðmóti, enda vinfastur og naut hylli þeirra sem kynnt- ust honum. — Grétar var kvænt- ur góðri konu, Soffíu Svein- björnsdóttur, ættaðri vestan úr Arnarfirði, þau áttu ekki börn saman. — Það er mikið sem heimilið hefur misst og stór er sá harmur, sem kveðinn er konu hans, ungum stjúpsonum og aldraðri tengdamóður. Grétar var heimilisrækinn með afbrigð um og var heimilisbragur allur til fyrirmyndar, enda voru þau hjónin samhent um að prýða og bæta heimili sitt eftir því sem efnin leyfðu; fór það mjög að skaplyndi Grétars, svo hóglátur maður sem liann var að eðlis- fari. Fordild öll og yfirdreps- skapur var honum mjög fjarri skapi. Sjúkdóm sinn bar Grétar með stökustu hugprýði og þol- gæði, en mun þó að öllum líkind- um hafa verið hvíldinni feginn. Það er skaði hverju þjóðfélagi er röskir hagleiksmenn falla skjótt í valinn á bezta manndóms- aldri. Grétar hafði um árabil kennt þess sjúkdóms, er að lok- Framhald á bls. 15. uninni um námsferil stúdenta við HÍ sést, að af stúdentum þeim, sem innrituðust í Hí 1950- 58 luku einungis 46,7% karla kandidatsprófi og 9,9% kvenna, eða alls 35,7%. „Stúdentaþing ályktar því, að kanna beri: Hver áhrif litlar eig intekjur hafa á nám stúdenta, hversu margir hverfa frá námi vegna fjárskorts og ekki sízt ihvort ástæður fyrir lágri útskrift artölu ísl. kvenna úr háskól- anum séu að miklu leyti efna- hagslegar". „Skuldir vegna n'ámskostnað- ar eru stúdentum oft þungur baggi að námi loknu og styrkir til hins almenna stúdents við HÍ eru engir. Það er því nauðsyn- legt að iétta stúdentum skulda- byrðina til að stuðla að hækkun útskriftartölunnar“. í ályktuninni er fjailað um Lánasjóð íslenzkra námsmanna, en ný lög voru sett um hann í marz s.l. Þar segir m.a.: „Stúdentaþing vill undirstrika ánægju sína með setningu nýrra laga um lána- sjóð og þakkar þann skilning yf irvaldanna á fjárhagsástæðum stúdenta, sem virðist koma fram í þeim. Þó sér stúdentaþing á- stæðu til að minna á, að aðstoð við stúdenta er ekki fullnægj- andi, fyrr en hún mætir allri umframfjárþörf þeirra og að nauðsynlegt er að taka sérstakt tillit til þeirra, sem bæklaðir eru og að tillit sé tekið til erfiðrar fjárhagsaðstöðu stúdenta í hjú- skap eða, sem hafa fyrir börnum að sjá.“ „Stúdentaþing ályktar, að tak- izt ekki að mæta allri umfram- þjárþörf einstakra stúdenta, er nauðsyn að gefa þeim kost á láni úr viðbótarlánasjóði, sem mundi þá ef til vill veita lán til stúdenta með lakari kjörum“. „Stúdentaþing treystir því, að þrátt fyrir núverandi örðugleika í gjaldeyrismálum þjóðarinnar muni hið opinbera ckki gera nein ar þær ráðstafanir, er bitna myndu á íslenzkum n'ámsmönn- um erlendis". „Stúdentaþing telur æskilegt, að álagning opinberra gjalda á stúdenta verði tekin til gaum- •gæfilegrar athugunar og kannað, hvort miða beri námsfrádrátt við niðurstöður námskannana, sem framkvæmdar verða af Lána- sjóði íslenzkra námsmanna". „Stúdentaþing fagnar þeim á- fanga, sem næst með Félagsstofn un stúdenta og þakkar þeim að- ilum, sem stuðlað hafa að fram- gangi málsins og þá sérstaklega h'áskólarektor, sem stutt hefur málið með ráðum og dáð. Stúd- entaþing væntir þess, að Alþingi hraði afgreiðslu þessa mikla nauðsynjamáls á hausti kom- anda. Telur stúdentaþing, að fyrsta verkefni stofnunarinnar verði að hefjast handa um bygg ingu Stúdentaheimilis og láta framkvæma athugun á húsnæð- Framhald á 14. síðu. MINNINGARORÐ: • SVEINN EINARSSON Sjómaður í DAG er til moldar borinn Sveinn Einarsson frá Gilsbúð í Ólafsvík. Sveinn var fæddur í Ólafsvík 10. janúar 1892 og var því rúmlega 75 ára er hann lézt hinn 13. september síðastliðinn. Hannvvar sonur hjónanna Sæ- unnar Jónatansdóttur og Einars Guðmundssonar í Gilsbúð í Ól- afsvík. Sveinn missti föður sinn og bróður, Stefán, 8. marz 1913, er þeir fórust í fiskiróðri með Guðjóni Jónssyni frá Brekkubæ, og voru tíu menn á bátnum og fórust allir. Eftir það stóð Sveinn fyrir búi móður sinnar. Hann kvænt- ist Þórheiði Einarsdóttur, Þor- kelssonar, 5. ágúst 1916, hinni mætustu konu. Þau eignuðust 11 börn, 7 drengi og 4 stúlkur, og eru níu þeirra. á lífi, allt hið mætasta fólk. Auk þess ólst upp hjá honum bróðurdóttir hans, Þóra Stefánsdóttir, nú búsett í Reykjavík. Ekki man ég eftir Einari, föð- ur Sveins, en ég man eftir Sæ- unni, og það var mikil reisn yfir þeirri konu. Hún dó á heimili sonar síns 1923. Hinn 27. septem ber 1947 varð Sveinn og fjöl- skylda hans fyrir miklu áfalli, er tveir synir hans, Lárus og Sig- urður, örukknuðu hér á höfninni. Lárus var þá formaður á mb. Framtíðinni, en Sigurður vél- stjóri hjá honum. Þeir voru í kolauppskipun er þetta var og bátnum hvolfdi rétt utan við liafnarmynnið og fyrir augum þorpsbúa. Þrátt fyrir það þó þegar væri brugðið við til hjálp- ar, varð aðeins tveimur piltum — sem verið höfðu farþegar á bátnum . — bjargað, en þeir bbæður fórust þar, svo og báts- verji, sem með þeim var, Magn- ús Jóhannsson úr Fagurhól. — Allir voru þetta dugandi sjó- menn og Lárus ágætur afla- maður. Sveinn missti konu sína 6. júní 1964. Var sambúð þeirra með ágætum. Sveinn dvaldi á I-Irafnistu síðastliðin tvö ár tæp og andaðist þar. Sveinn Einarsson fór snemma á sjóinn. Byrjaði á árabátum 12 ára gamall og hafði sjó- mennsku að aðalatvinnu um 40 ára skeið. — Hann var á þil- skipum og á togurum allmargar vertíðir. Hann réri öllum miss- erum á árabátum, síðan á trillubátum og loks á þilbátum, eftir að þeir komu til sögu. — Sveinn var mikill áhuga- og dugnaðarmaður og oftar í liinum betri skiprúmum og fylgdi hon- um jafnaðarlega aflasæld. Ár- ið 1920 varð hann fyrir því slysi að lærbrotna. Hann hafði, sem fleiri þorpsbúar, nokkrar kindur — og var að huga að þeim, er þetta skeði. Brotið var slæmt og bar hann þess menj- ar æ síðan. Sveinn var mikill félagsmað- I ur. Hann tók ungur þátt í starfi bindindisfélaganna í þorpinu, en þau störfuðu þá af miklum krafti. Sveinn tók þátt í þessum félagsmálum af áhuga æskumannsins Og þar mun hann hafa byrjað á ræðu- mennsku sinni á félagsfundum. Stúkurnar gengust fyrir leik- sýningum á þessum árum og varð Sveinn þar vel hlutgengur, lék meðal annars nokkrum sinnum titilhlutverkið í Skugga- Sveini — og með ágætum. Er verkalýðshreyfingin ruddi sér til rúnts, var Sveinn einn af frumherjum hennar í þorpinu. Sveinn var einn af stjórnarmönn- um fyrsta verkalýðsfélagsins í byggðinni, en alla tíð í farar- broddi þeirra samtaka og leið- andi maður meðan kraftar ent- ust. Sveinn Einarsson skipaði sér snemma í raðir Alþýðuflokks- ins. Sjálfsagt er það með ýmsu móti, sem stjórnmálabaráttan hefur verið háð á hinum ýmsu slöðum. Umræður í stjófnmál- unum hjá 'okkur fóru mjög fram fyrir opnum tjöldum, í sölubúðunum eða undir Götu- hússhorninu, eða hverjum þeirn stað öðrum, sem atvikin völdu. Ég man það, að okkur strákun- itm, sem þá vorum á mótunar- skeiði, þótji mtkið til um það, er þeir Elinius Jónsson, sem þá var kaupfélagsstjóri og forusta íhaldsmanna í byggðinni — og Sveinn Einarsson leiddu saman hesta sína. Það voru átök, sem enginn sveinn i þorpinu vildi láta fram hjá sér fara. Við vor- um hrifnir„af þessum sjómanni, sem átfi hið hvassa tungutak, þekkingu á málefnum lands og þjóðar — og kunni skil á framá- mönnum þjóðarinnar og hinum pólitísku straumum. Það voru einmitt þessar sennur, sem mót- uðu okkur hina yngri, og þessi mótun réði pólitískri stöðu okk- ar til frambúðar. Þau hjónin, Þórheiður og Sveinn, voru ágætlega gefin. Þórheiður var indæl kona og mjög vel látin í sínu umhverfi. Framhald á bls. 15. 21. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.