Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 9
greina sjúkdóminn á byrjunar- stigi. En hvað tækni á vinnu- stöðum viðvíkur ætti að gera all- ar hugsanlegar mselingar til að finna út rykinnihald loftsins og með því að minnka það ryk, sem menn anda að sér. Og það er hægt að gera með því að hagnýta sér tæknilegar nýjungar á því sviði. í meira en 100 ár hefur verið kunnugt um lungnasjúk- dóm, sem hrjáir þá er vinna við postulínsgerð, en tinnu-korn voru nofuð við vinnuna. Rétt eftir 1920 var svo athugað, að það gæti verið orsökin fyrir sjúkdómnum og ál-korn myndu gera sama gagn. Það kom líka í ljós, að tinnu-duftið hafði orsak- að sjúkdóminn og það var bann- að með lögum í Bretlandi árið 1947. En þyí miður er það oft svo að orsökin er ekki í efnum þeirri, sem notuð ei-u við fram- leiðslu, heldur í þeim efnum sjálfum, sem verið er að vinna og dæmi um það eru kol og as- best. Þess vegna verður að gera allt sem hægt er til þess að verka- mennirnir séu ekki í rykmett- uðu lofti. Því aðaláherzla lögð á þrennt, að nota sem mest vélakraft, og að sjálfvirka vinnsl- an fari sem mest fram á lokuð- um svæðum, t. d. í jarðgöngum, og menn komi þar aðeins nærri, er nauðsynlegt er, og í þriðja lagi fullkomin loftræsting. Og góð loftræsting er raunar það, sem mest er notað alls staðar, þar sem hætta er á ryki í lofti, en það víll þó bregða við, að út af sé brugðið sums staðar, þar sem loftræsting á að vera góð. Það er almennur máti að nota vatn til að minnka ryk og í kola- námum er vatni sprautað til að minnka rykið við kolavinnsluna. Sama er að segja um gullvinnslu. Og í asbestiðnaði hefur það ráð einnig verið notað til að minnka rykið. En þegar allt annað bregzt, verður að grípa til þess ráðs að verkamaðurinn sér varinn sér- sfaklega sjálfur, og þess þarf sérstaklega við sum nákvæmnis- störf, þar sem vqrkamaðurinn verður fyrir óeðlilega miklu ryki. Til eru sérstök öndunartæki, þar sem rykið siast úr á leiðinni. En þau eru svo óþægileg í notk- un, að ekki er hægt að búast við að menn noti þau lengur en hálfa klukkustund í senn. Reglulegar læknisskoðanir á' verkamönnunum eru góð vörn, því að þá er hægt að finna sjúk- dóminn á frumstigi og það er sérstaklega nauðsynlegt fyrir þá einstaklinga, sem hafa ofnæmi fyrir ryki, því að þá er hægt að ráðleggja þeim að hætta vinn- unni og fá sér aðra. Nú hefur að mestu tekizt að vinna bug á þeim sjúkdómum, sem áður voru svo ógnvekjandi, svo sem bóluveiki, malaríu og taugaveiki. En Pneumoconiosis er veiki, sem ef eiginlega mönn- unum sjálfum að kenna og það er vitað mál, að ef farið er eftir öllum settum reglum um loft- ræstingu og allar varúðarráðsfaf- anir gerðar, er hægt að vinna gegn sjúkdómnum og segja má um þetta það sama og Edward VII sagði einu sinni um berkl- ana: Ef hæ^taer að komá í veg fyrir þá, þvl ekki að gera það? Grænmeíismarkaður Rófur Blómkál Gulrætur Tómatar Kartöflur Agúrkur Hvítkál Ný sending haust og vetrarkápur og dragtir. Kápu- og dömubúðin Laugavegi 46. Samkvæmiskjólar síðir og stuttir. Brúðarkjélar síðir og stuttir. Aðeins einn af hverri gerð. KJÓLASTOFAN, Vesturgöu 52. Starfsstúlka óskast Starfsstúlku vantar að vistheimili ríkisins í Bréiðuvík, V.-Barðastrandarsýslu. Allar nán- ari upplýsingar gefur forstöðumaður heimilis- íns. Sími um Patreksfjörð. Skrifstofa ríkisspítalanna. ÍBÚÐ 2—3 herb. íbúð óskast til Ieigu frá 1. okt. n.k. eða síðar. Upplýsingar í síma 38336 og 14906. BI aðburðarbörn vantar í Kópavog. Upplýsingar í síma 40753. AuglýsiÖ í AlþýSublaSinu 21. september 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.