Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 11
Hí Ststióri Örn Eidsson: Yfirlýsing frá Dómaranefnd KSI Fyrst drógust saman Keflavík ogr KR... Bikarkeppni KSÍ á iaugardaginn VEGNA umræðna í blöðum og manna á meðal um svonefnda ,,markmannsreglu“, sem íslenzkir knattspyrnuáhugamenn sáu fyrst í framkvæmd í leik Vals ög Lux- emborgarmeistaranna s. 1. sunnu- dag, vill Dómaranefnd KSÍ taka fram eftirfarandi: Nefndinni barst tilkynning frá F. I. F. A. um þessa breytingu þann 10. ágúst s. 1., en þar sem svo langt var þá liðið á keppnis- tímabil okkar, þá taldi nefndin ekki rétt að breyting þessi yrði gerð fyrr en frá og með næsta keppnistímabili. Nefndin taldi að tíma þyrfti til að kynna dómurum og leikmönnum þesSa breytingu, áður en væri farið að dæma eftir henni. Annað gæti skapað óþarfa mistúlkun og rugling. Nefndin verður að játa þá yfir- sjón sína, að láta ekki þau félög, sem þátt taka í Evrópukeppnum nú í ár, KR og Val, vita um þessa breytingu, sem mun hafa verið tekin upp hjá þeirn þjóðum, sem byrjuðu nýtt keppnistímabil í haust. Mönnum til fróðleiks er bér umrædd breyting, sem kemur í Framhald á bls. 15. Víkingur og „Gullaldarliðið" leika á Akranesi á laugardag Valur - Fram kl. 2 á sunnudag Úrslitaleikurinn í I. deild milli Vals og Fram verður háður á Laugardalsvellinum næstkomandi sunnudag og hefst kl. 2. Leiksins er beð ið með mikilli eftirvæntingu, eins og eðlilegt er. Óvarlegt er að spá nokkru, en telja má öruggt, að leikurinn vcrði mjög spennandi, því að liðin eru jöfn að styrk- leika. ► NU ERU aðeins átta lið eftir í Bikarkeppni KSÍ, þ.e.a.s. I. deild arliðin sex, Valur, Fram, KR, Akranes, Keflavík og Akureyri, á- samt B-liði Akurnesinga (gullald arliðinu svokallaða) og Víking. í gær var dregið um hvaða lið leika saman í næstu umferð, en niðurstaðan varð þessi: KR—Keflavík, Valur—Akranes (A), Víkingur—Akranes (b) Akureyri—Fram. Fyrsti leikurinn í áttaliða úrslit um fer fram á laugardag, þá leika Víkingar og B-lið Akurnes- inga á Akranesi. Leikurinn hefst kl. 4. Laugardaginn 30. september leika Fram og Akureyri fyrir norðan. Leikurinn hefst kl. 4,30. Daginn eftir leika KR og Kefla- vík á Melavellinum. Leikur Vals og Akurnesinga fer fram sunnu daginn 7. október á Melavellin- um. Leikur Vals og Akurnesinga fer fram sunnudaginn 7. október á Melavellinum. Víkingur - ÍBV i 4. flokk A LAUGARDAG leika Víkingar og Vestmannaeyingar til úrslita í 4. fl. íslandsmótsins. Þrjú félög urðu jöfn í þessum aldursflokki, tvö áðurnefnd félög ásamt KR. Tveir leikir hafa fárið fram, KR vann Víking 9:3 og Vest- mannaeyjar KR 2:1. Vestmanna- eyingum nægir því jafntefli í leiknum á laugardag, til að hljóta sigur í 4. flokki. FH sigraði og fap- aði / Danmörku MEISTARAFLOKKUR FH i hand knattleik er nú á, keppnisferðalagi í Danmörku. Liðið hefur leikið þrjá leiki, sá fyrsti fór fram gegn Skovbakken, sem er eitt af sterkari liðum Dana í handknattleik. Þess má og geta, að Skovbakken vann Fram eftir framlengdan leik í Evrópubikar- keppni fyrir nokkrum árum. Leik Skovbakken og FH lauk með jafn- tefli, 18 mörkum gegn 18. Næst var leikið við Fredricia og þeirri viðureign lauk með sigri danska liðsins 17 mörg gegn 16. Þriðji leikurinn var við Ny- borg og vann FH með yfirburðum, 30 mörkum gegn 19. Þess skal get ið, að tveir dómarar dæmdu þenn- an leik, en mjög hefur verið rætt um það, að framvegis verði tveir dómarar í handknattleik. EVRÓPUBIKARKEPPNIN í KNATTSPYRNU I GÆR í GÆRKVÖLDI fróu fram nokkrir leikir í Evrópubikarkeppn inni í knattspyrnu. Úrslit urðu þessi, í keppni meistararliða: Anderleeht, Belgíu vanri Karl Marx Austur-Þýzkalandi 3:1. Ol- ympiakos Piræus, Grikklandi, Juv entus, Ítalíu 0:0. Olympiakos, Kýp ur — Sarajevo, Júgóslavíu 2:2. Sparta, Tékkóslóvakíu vann Skeid, Noregi 1:0. í keppni bikarmeistara urðu úr slit þessi: Setabal, Portúgal vann Fredrik j stað, Noregi 5:1. Tottenham — Pai I Framhald á 6. síðu. Meistaraflokkur FH í handknattleik leikur í Danm jrku. 21. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,|;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.