Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 13
 Ný dönsk mynd, gerB eftir hinni umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg en kvinde". Bönnuð börnum lnnan 16 fira. Sýnd kl. 9. Jómfrúin frá Nurnberg Sýnd kl. 7. BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur að flest- um tegundum og árgerðum af nýlegrum bifreiðum. Vlnsamicgast látlð skrá blf- reíðina sem fyrst, BÍLAKAUP Skúlagötu SS við Bauðarfi Símar 15812 - 23800. Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. Burstafell byggingavöruverzlun Réttarholtsvegl 3. Síml 3 88 40. samt eitt — ertu fegin að sjá mig? . — Ó, Nigel! Það er ég og bó, ég . . . hún stamaði. eins og hrætt barn og geðshræringin litkaði kinnar hennar. Hún rétti honum hendurnar og hann tók um þær. — Býrðu hjá Myru? — Ég bý hjá Joss frænda, sagði hún varkárnislega. — Þegar ég hringdi fyrir fá- einum tímum sagði Myra að hún gæti reynt að senda bréf til þín en að hún gæti ekki komið mér í samband við þig. Þess vegna áleit ég, að þú værir þar ekki og að hún vildi einhverra hluta vegna halda því leyndu hvar þú byggir. — Það var bekkur undir einu trénu og hún lagði til að þau settust þar. — Við getum svo sem gert það, sagði Nigel kuldalega. Hann tók upp sígarettuveski sitt og bauð henni. Hönd hans sem hélt á kveikj aranum var róleg. Hönd hennar titraði og skalf. Hún leit ekki upp þegar hann kveikti í sígarett unni þó að hún vissi að hann horfði stöðugt á hana. — Ég held, sagði hún, að þú ættir að byrja útskýringarnar. Þú fórst. Þú lofaðir að skrifa... — Já. Hann krosslagði fæt- urna og lét vinstri hönd hvíla á hnénu. Um leið og Vonnie leit á hönd hans sá hún ör, sem lá eftir öllu handarbakinu. Ljótt rautt ör. Hann sá á hvað hún horfði og kinkaði kolli. — Er það ekki ljótt? En mér er sagt að það hverfi með tímanum. Þess vegna skrifaði ég þér ekki Vonnie. Heldurðu að mig hafi ekki lang- að til þess? Veiztu ekki að ekk. ert er mér dýrmætara en ein- mitt það? Hann leit á hana næst um grimmdarlega. —• Hvers vegna heldurðu að ég hafi ekki látið mér nægja að hlusta á blekkingar Myru í símanum? Ég var öskureiður í dálítinn tima og svo þoldi ég ekki meira. Ég fór heim til hennar. Og svo varst þú þar! Og þú leizt á mig eins og ég væri draugur, afturganga og bannaðir mér að kalla þig Vonnie. Hversvégna? Vonnie horfði á gráan hvolp, sem hljóp eftir stígnum. Hún hugsaði ákaft. Fyrst verður hann að segja sögu sína! Hún sagði eins rólega og henni var unnt: — Eigum við að b.vrja 'á byrjuninni? Þegar þú kvaddir mig og lofaðir að skrifa. Svo út- skýri ég mitt mál seinna. Hann hikaði og leit á hana og rödd hans breyttist og varð blíð- leg eins og hún hafði verið í Kanada. — Þú ort nákvæmlega eins og mig minnti að þú værir! Vonn- ie, hversvegna hittumst við svon- a? Hann tók um hönd hennar og fann að liún var honum fráhverf. —Fyrirgefðu. Ég gat ekki væn.'t þess að þú varpaðir þér í faðm minn eftir allan þennan tíma! Gott og vel! Hann dró höndina til sín og slökkti í sígarettunni með því að kremja hana með Suzanne Ebel: iiiiiiiiiiiiiiiii,i,i,,,i,,,,,,,,,,,,,,,,,,",,,,,,,,,,,,,,,,,,,',,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,m,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,m,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,l,,i,,,,^< hælnum. — Vav rangt af mér að leita þig uppi, Vonnie? — Fyrst vil ég fá' að heyra útskýringu þína, sagði hún og gerði sitt ýtrasta til að virðast róleg. Tilfinningar okkar verða aldrei þær sömu og fyrr nema við vitum allt — og skiljum hvort annað. — Þú átt við þangað til að þú skilur og veizt allt! Það er ekkert um þig, sem ég þarf að vita, nema vitanlega það, hvers vegna Myra lét svona undarlega og hvers vegna þú varðst svona skelfd þegar þú sást mig. Jæja, ég skal segja þér söguna. Hann þagnaði augnablik eins og hann væri að hugsa sig um. Vonnie virti hann fyrir sér út undan sér. Hún sá ljóst hárið — karlmannlegan hliðarsvipinn og stórar vellagaðar hendurnar með Ijóta örinu á. — Þegar ég fór frá þér, sagði Nigel, meðan hann horfði út á' spegilslétt vatnið, — ætlaði ég eins og þú veizt til Yellowknife. Ég átti að aka þangað með manni, sem ég hafði kynnzt í klúbb í Toronto. Þetta er eyði- leg leið, en það veiztu víst. .. — Ég hef heyrt það sagt. — Rétt fyrir utan Yeliowknife beygði vinur minn of snöggt fyrir horn. Bíllinn rann til, rakst á tré sem lá afvelta á veginum og lientist yfir í runna. Ég geri ráð fyrir að hefði vörubíll ekki kom- ið fram hjá' skömmu síðar hefði verið úti um okkur. Bílstjórinn ók'til næsta þorps og hringdi á hjálp. Ég. veit ekki hvað gerðist eftir þetta. Ég var meðvitundarlaus. Við vorum báðir illa meiddir. Ég hafði skaddast á höfði og var blindur í nokkrar vikur. Satt að segja efuðust læknarnir um að ég fengi sjónina aftur. Loksins skáru þeir mig upp og það gekk vel. Ég hef enn slæman höfuð- verk af og til, en hann lagast með tfmanum. — Svo þess vegna frétti ég ekki frá þér! sagði hún. — En Nigel ég hringdi á hótelin sem þú áttir að búa á bæði í Vancouv- er og Toronto, en þeir vissu ekkert um þig. — Nei, því sfarfi mínu þar var lokið og enginn vissi að ég fór til Yellowknife. Það var sent skeyti til móður mínnar í Lond- on og á skrifstofu mína í Deal. — En þú vildir ekki að ég vissi neitt, sagði hún sorgmædd yfir þögn hans. — Ég gat það ekki, Vonnie. Ekki fyrr en ég vissi að uppskurð- urinn myndi heppnast. Ef ég ætti að vera blindur allt mitt líf yrði ég að fara aftur til Englands og gieyma þér. — Og láta mig halda .... halda.... — Að ég hefði skipt um skoð- un? Að þú hefðir aðeins verið sumarást? Já, því ég á'leit að það yrði auðveldara fyrir þig að halda það en að vita að ég yrði aum- ingi allt mitt lif. — En þú sagðist hafa skrifað til mín .. — Sagði Myra þér það? Svo hún sagði þér, að ég hefði hringt í dag? Vonnie svaraði þessari spurn- ingu engu. — Skrifaðirðu mér? — Þegar ég var úr allri hættu og vissi að ég fengi sjónina aft- ur, skrifaði ég þér. — Ég beið og beið eftir svari og hugsaði: Hún er í sumarleyfi, hún fær bréfið seinna. Þegar ég fór aftur til Englands, fékk ég bréfið end- ursent og á þvi stóð: „Finnst ekki.” Þegar ég leit á heimilis- fangið sá ég að ég hafði skrif að til Vancouver Island í stað Vancouver City. — Skrifarðu ekki aftur? — Bréfið kom endursent fá- einum mínútum áður en ég átti að fara af stað. Ég sendi skeyti frá skipinu og ég skrifaði líka. Tvö bréf. — Sem öll liggja í íbúðinni í Vancouver, tautaði hún. — Einhver lilýtur að senda bréfin til þín. Þið getið ekki bara læst íbúðinni og farið. — Við neyddumst til þess. Ég vildi gjarnan iosna við allar minningar um Vancouver og .. — Og mig eða hvað? — Já, þú fórst án þess að segja orð við mig. Hún hnipraði* sig saman á bekknum. — En nú ertu orðinn heill heilsu. — Að mestu leyti. Ég lagði til í bréfinu mínu að annað hvort flygi ég til Vancouver til að hitta þig eða þú kæmir til Lond- on til að giffast mér. — Það var rangt að segja mér ekki frá slysinu! sagði hún titr- andi röddu. — Það hefði bjargað öllu. — Eins og hverju? — Eins og öllum misskiln- ingnum, vonbrigðum mínum og nú öllum útskýringunum — mín- um útskýringum. — Það er erfitt að taka rétta ákvörðun, sagði hann. — Vertu nú ekki svona reið. Ég var að hugsa um þig, Vonnie. En ég hafði aðeins þekkt þig í hálfan mánuð. Ég vissi ekki hvort það væri nægilega lengi til að reyna ást þína svo mjög .. ég vissi ekki nema ég yrði alltaf blindur. — Þegar kona elskar karlmann lítur hún ekki þessum augum á málið. Bara að ég hefði fengið bréfið! — Nú hefurðu mig! sagði hann. — Er það ekki enn betra? Hún leit undan. Nú þegar hún átti að útskýra sitt mál vissi hún ekki hvernig hann myndi taka því. — Vonnie, af hverju lét Myra svona í símann? Hún vætti þurrar varirnar með tungubroddinum. — Það var ekki Myra. Það var ég. — Þú? Talaði ég við þig í sím- ann? hrópaði hann. Hún gat ekki horft í augu hans, en hún vissi að augnaráð hans var vantrúað ag rödd hans. Ég skil þetta ekki. Ég sDurði um þig og mér var sagt — *,u sagðir mér — að skrifa. Þú sagðist vera Myra! — Hvað fi betta eiginlega áð þýðaj A peua c,o vera fyndið? —• wð» varstu svo reið við mig, að þú vildir ekki tala við mig? Var það ástæðan, Vonnie? — Nei, svaraði hún lágt. Það — það var dásamlegt að heyra aftur frá þér, Nigel. Það var eins og himinninn hefði opnazt. — Eins og ég trúi þessu! Það v.ar svo dásamlegt að þú gerðir þitt bezta til að neita að hitta mig! — Má ég ekki útskýra þetta? — Góða, reyndu það, sagði hann kuldalega. Hún hugsaði og hugsaði um það, hvernig bezt væri að útskýra Trúlofunarhrlngar Sendum gegn póstkröfu. Fljót afgrelðsla. Guðm. Þorsteinssois rullsmlður Bankastrætl 12. 21. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.