Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 14
Stúdentaþing i*'ramhalU ai bls. I. ismálum stúdenta, svipaða þeirri, er gerð var 1964“. „Ennfremur ber að athuga, svo fljótt, sem unnt er, að ikoma upp vöggustofu og barnaheim- ili fyrir börn stúdenta“. Menntamál: Samþykkt var ályktun úm anenntamál. Helztu atriði henn- ar eru þessi: Náms- og starfskynning. „Með háskólanámi stúdenta leggja þeir og allt þjóðfélagið í mikla íjárfestingu. Það llilýtur því að vera allra hagur, að hér ■takist svo vel til, sem kostur er. Það verður hins vegar varla tryggt, nema námsmaðurinn geti í upphafi fengið sem ítarlegast- ar upplýsingar um nám, og störf og þarfir þjóðfélagsins fyr- ir hinar ýmsu greinar háskóla- menntaðra manna hverju sinni.“ „Ljóst er, að öflun slíkra upp- lýsinga krefst mikils tíma og fjármagns. Jafnframt eru þessar •upplýsingar það samslungnar, að eðlilegt er, að sami aðili hefði umsjón með þeim öllum. Það, sem stefna verður að, er því, að námskynningarstarf SHÍ-SÍSE þróist í náms- og starfskynning arstofnun, sem væri kostuð af því opinbera og starfaði í náinni samvinnu við stúdenta og t.d. Efnahagsstofnunina og mennta- íikólana. Hlutverk hennar verði m.a.:“ Fyrirgreiðsla með starffræðslu ikennslu í skólum. Öflun upplýsinga um þörf þjóð félagsins á háskólamennfuðu vinnuafli. > * Könnun nýrra námsbrauta fyr ir stúdenta og kynning þeirra. Söfnun allra tiltækra upplýs- inga um nám heima og erlendis og söfnun upplýsinga um náms kostnað og möguleika á lánum og styrkjum. Skipulagning og framkvæmd námskynninga, þar sem séð verði til að ofangreindum upp- 'lýsingum verði dreift. Undirbúningsmenntun og Itá- skóli íslands. Stefna ber að því, að lækka stúdentsaldurinn og verði það tekið til greina við endurskipu- iagningu íslenzka fræðslukerfis- ins. „Stúdentaþing hvetur til þess, að haldin verði menntamálaráð- stefna með framámönnum menntamála í landinu, m.a. til að samræma skoðanir þeirra á breytingum fræðslulöggjafar." Stúdentum verði gert kleift að velja úr greinar frá ýmsum deildum, þar sem því verður við komið og raunverulega skapað- ar nýjar greinar, ný próf og gráður úr þeim efnivið, sem til er, og hann þannig nýttur miklu ibetur. „Rannsóknarstofur eru hverj- um háskóla nauðsyn. Því ber að iharma þær breytingar, sem gerð ar voru á starfsemi Atvinnudeild ar Háskólans, svo og við stofnun Raunvísindastofnunar Háskólans, að rannsóknastofnanir þessar skyldu ekki verða hluti raunvís 34 21. september 1967 - ALÞÝÐUE indadeildar við Háskóla íslands, þar sem kennsla færi fram. Með þvílíkum aðgerðum er gerð örð ugri myndun nýrra deilda og bygging annarrar rannsóknaað- stöðu nemenda, svo og nýting vís indamanna þessara stofnana til kennslu við skólann". „Reynt verði að bæta aðstöðu kennara Háskólans þannig, að iþeir geti gefið sig óskiptir að starfi sínu. Ennfremur verði kennarar skyldaðir til að gefa út kennsluriþ þegar ekki eru til kennslubækur x kennslugreinum þeirra.“ „Húsrými Háskólans er ófull- nægjandi. í algert óefni er kom ið með lestraraðstöðu og bóka- söfn. Nokkur úrlausn hefur feng izt með því að taka á leigu hús- næði víðsvegar um borgina, en slíkar aðgerðir eru neyðarúr- ræði. Leggja ber áherzlu á, að nýbyggingum Háskólans verði hraðað, en þangað til þær eru komnar í gagnið er augljóst, að ieigja-verður fleiri hús.“ „Stúdentaþing telur það furðu legt, að það skuli vex-a regla hjá ríkisvaldinu, að veita ekki fé beint til byggingarframkvæmda Háskóla íslands. Væri a.m.k. Ihægt um vik fyrst um sinn að fella niður 20% skatt á nettó- gróða happdrættis H. í., svo sem verið hefur frá því til happdrætt isins var stofnað“. „Stúdentaþing fagnar stofnun Iháskólanefndar og væntir þess fastlega, að nefndinni verði séð fyrir nægum starfskröftum til að starf hennar megi bera fullan ár)angur. „Sú þróun, að þjappa námi stúdenta saman og binda það tímatakmörkunum hefur verið imjög ríkjandi undanfarin ár. Það er og sýnt, að í náinni fram tlð verður háskólaárið lengt þannig, að frítími stúdenta tii vinnu muni minnka. Stúdenta- þing leggur áherzlu á, að ekki er hægt að ganga lengra íá þess- ari braut, nema tii komi veruleg aúkning á fjárhagsaðstoð við stúdenta. Sé því skilyrði full- nægt, telur stúdentaþing stytt- ingu námstímans í ýmsum grein um æskilega“. (Frá samstarfsnefnd SHÍ og SÍSE). Styrkir Frh. af 2. síðu. skóla haustið 1967. 2. Guðni Á. Alfreðsson, B. Se., 40 þús. kr. til framhaldsnáms og rannsókna á sviði gerlafræði við St. Andrews-hásk., Queens Collége í Dundee. 3. Kjartan Pálsson, læknir, 40 þús. kr. til framhaldsnáms í hjartasjúkdómafræði við Yale- New Haven Medical Center, New Haven, Bandaríkjunum. 4. Oddur R. Hjartarson, héraðs- dýralæknir, 20 þús. kr. til að kynna sér heilbrigðis- og hrein- lætiseftirlit í sláturhúsum og kjötvinnslustöðvum í Bandar. 5. Ólafur Gunnlaugsson, læknir, 40 þús. kr. til framhaldsnáms í lyflæknisfræði við Mayo Gradu ate Sdhool of Medic., Rochest- er, Bandaríkjunum. 6. Páll Gíslason, yfirlæknir, 20 þús. kr. til ,að kynna sér um tveggja mánaða skeið framfar- ir á sviði æðaaðgerða í Banda ríkjunum. 7. Sigurður E. Þorvaldsson, lækn- ir, 40 þús. kr. til framhalds- náms í skurðlækningum við Mayo Graduate Scliool of Medi- cine, Rochester, Bandaríkj. 8. Sverrir Bjarnason, læknir, 40 þús. kr. til framhaldsnáms í geð og taugalækn. barna við 'barnasjúkráhús í Árósum, Dan mörku. 9. Tómas Á. Jónasson, læknir, 20 þús. kr. til að kynna sér nýj- ungar í meltingarsjúkdómafr. í Bandaríkjunum haustið 1967. 10. Þórarinn Stefánsson, eðlisfræð ingur, 40 þús. kr. til framhalds náms og rannsókna á sviði plasma- og kjarneðlisfræði við Tækniháskólana í Þrándheimi og Stokkhólmi. <Frá menntamálaráðuneytinu). IVIálverkasýiiing Framhald af bls. 2. sem á mjög skömmum tíma hefði náð viðurkenningu og-hylli þjóð- arinnar. Væri íslenzkum lista- mönnum heiður og ánægja að fá einnig tækifæri til að kynna sig erlendis. Gat hann þess, að það væri nú í þriðja sinn að íslenzk myndlistasýning væri haldin í Lúbeck, en fyrri sýningar liefðu verið 1928 — fyrsta yfiriitssýning íslenzkra málara- svo og 1962. í lok ræðu sinnar þakkaði ræðis- maðurinn borgaryfirvöldum Lú- beck, sérstakl. hr. senator Heine, en vegna hinna góðu undirtekta hans, vinsemd og áhuga á' íslenzk- um málefnum, svo og þersónlegs stuðnings senatorsins hefði sýn- ing Myndlistarfélagsins orðið að veruleika. — Sýningunni var mjög vel tekið af gestunum og er hún Mynd- listarfélaginu og íslendingum til sóma. Sýningin stendur yfir til 1. októ ber, og hefur hún verið vel sóft. Frá Lúbeck fer sýningin til Ber- línar og e.t.v. víðar. FiaHa-Eyvindur Frh. af 2 síBu barnaleikrit eftir Odd Björnsson, sem sennlega verður frumsýnt í nóvember. Leikritið heitir Snjó- karlinn okkar. Það er til nýlundu í verki þessu að Oddur vann hug myndirnar að einstökum atburð- um leiksins í samvinnu við nokk ur börn. Þau eru öll innan við fermingu og stunda nám í Mynd listarskólanum. Mun þetta í fyrsta skipti sem aðferðir af þessu tagi eru notaðar hér við leikritun, en í fyrra gerðu börn úr sama skóla leikmyndir við barnaleikrit það er þá var sýnt. Tónlistin við Snjó- karlinn okkar hefur Leifur Þórar insson gert, en þeir Oddur hafa áður unnið saman eins og kunn ugt er. Leikstjóri verður Eyvind- ur Erlendsson. Hann mun senni- lega einnig gera leikmyndir í sam ráði við höfundinn. Þá eru væntanlegir á svið um ióialeytið tveir einþáttungar eftir •Tónas Árnason. Þættirnir eru báð ir af léttara taginu og nefnast Tód og fjör og Drotlins dýrðar koppalogn. Leikstjóri verður Helgi Skúlason, en Steinþór Sig- urðsson gerir leikmyndir. Síðast skal talið njHt leikrit. eftir Jökul Jakobsson, sem tekið verður til sýrfngar í janúarmán- uði. Leikritið er enn óskírt, ger ist í Reykjavík, en mun ritað að stórum hluta í Grikklandi. Leikhússtjóri gat þess, að gert væri ráð fyrir a. m. k. tveimur verkefnum í viðbót á leikárinu en frá þeim yrði skýrt síðar. Hann vakti athygli á því, að af 5 leik ritum á haustmisserinu væru 4 íslenzk. Þá vék leikhússtjóri nokkuð að öðrum málum leikfélagsins. Hann kvað húsænðismálin bafa tekið á sig nýja mynd fyrir skemmstu, er fram hefðu komið í blöðum sterkar kröfur um að nýja leikhús félagsins yrði reist við tjörnina. Væri því ekkert hægt að segja að svo stöddu um endanlega stað setningu nýju leikhúsbyggingarinn ar, en engu að síður hygðust þeir leikfélagsmenn nú taka málið föst um tökum. Er nú í undirbúningi skemmtun til ágóða fyiúr húsbygg ingasjóð félagsins og verður hún haldin í Austurbæjarbíói í næstu viku. Það kom fram að leiklistarskóli L.R. mun hefjast 1. október. Kennsla verður með svipuðp snjði og verið hefur. Eitt nýmæli mun þó tekið upp. Hópur sá; sem út skrifaðist frá skólanum á síðasta vori var óvenju stór og er í ráðl að skapa hinum ungu leikurum aðstöðu til áframhaldandi sam- starfs og uppfærslu leikrita. Verð ur þeim gefinn þess kostur að halda sýningar í Tjarnarbæ. Þar hafa nú orðið framkvæmdastjóra- skiptí og lætur Pétur Einarsson af störfum, en hann hefur verið fastráðinn sem leikari, og við tek ur Kjartan Ragnarsson. Ekki verð ur unnt að bæta nýjum nemend- um í skólann í haust og verða Strákar stela . Framhald af 3. síðu. sögu hjá lögreglunni áður. Stærsti stuldur strákanna nam 16000 krónum, en annars hefur verið um minni upphæðir að að ræða. Náðu þeir þessu eink- um með innbrotum á vinnustaði, en einnig með því að leita í föt um fólks, þar sem færi gafst. Að öllum líkindum verður þéim piltanna, sem mest hafa á sam- vizkunni komið fyrir á hælum um einhvern tíma, en hinum sleppt með áminningu. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 82*101. Hjartans þakkir til ykkar sem sýndu mér kær- leika og vináttu á áttræðisafmæli mínu, 1. september s.l. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Eiríksdóttir, Hafnarfirði. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afl SIGFÚS BJARNASON forstjóri, lézt að heimili sínu, Víðimel 66, þriðjudaginn 19. þ. m. Rannveig Ingimundardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. JÓN BJARNASON, blaðamaður, Skjólbraut 7, Kópavogi, andaðist 19. september. Jóhanna Bjarnadóttir. Útför GUÐNÝJAR BENEDIKTSSDÓTTUR, frá íragerði, verður gerð frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 23. september kl. 2 e. h. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykja- vík kl. 12,30. Börn og tengdabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.