Alþýðublaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 4
jmmmmgmM) Kltstjórl: Benedlkt GrBndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasfmi: 14906. — Aðsetur: AlþýSuhúsið vlð Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiðja AlþýðublaBsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lausa- sölu kr, 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn. Slökkviliðið og eldvamk ¦' Brunamál í borginni bar á góma á síðásta fundi Jborgarstjórnar Reykjavíkur, og þarf engan að furða á hví, þar sem á þessu ári hefur þegar orðið tugmilljóna króna tjón í tveim eldsvoðum í Reykjavík. Eftir þessa tvo stórbruna hefur margsinnis verið á ,það bent í blöðum, hve illa slökkvilið Reykjavíkur- 'borgar er búið tækjum. Til dæmis er bílakostur þess að meginstofni eftirlegukindur frá stríðsárunum, sem þrátt fyrir gott viðhald, henta varla lengur til slökkvi ,starfa, né svara þeim kröfum, sem í dag eru gerðar. Vanmáttur slökkviliðsins í viðureign við stórbruna kom hvað berlegast í ljós, þegar brann í Borgarskála og einkabifreiðir voru notaðar til að lýsa upp á bruna staðnum, vegna þess að slökkviliðið skorti hentug ljós. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík var ný slökkvistöð vígð með bægslagangi og ræðuhöld :,um. Bygging hennar var löngu orðin tímabær, en við 'vígsluna gleymdist hins vegar að geta þess, að inni- ;haldið væri ekki sem skyldi. Þá furða margir vegfar- ;endur sig á brunabyggingunni við Slökkvistöðina, sem vandséð er hvaða tilgangi þjónar, frá leikmannssjónar -miði að minnsta kosti, og sjálfsagt hefur kostað á yið heila slökkvibifreið. En það er þó ekki það eina, sem komið hefur í ljós að undanförnu, að Slökkvilið Reykjavíkur sé illa búið að tækjum, heldur eru eldvarnamálin almennt, ekki í sem beztu lagi. Sem betur fór varð ekki manntjón í þeim stórbrun- um, sem orðið hafa á þessu ári, en hvað hefði skeð, ef eldur hefði komið upp í húsakynnum Gagnfræða- skóla verknáms, sem eldvarnaeftirlitig hafði lýst á- hæft kermsluhúsnæði, en yfirvöid létu áig það engu skipta og kennslu var haldið þar áfram þrátt fyrir yf- irlýsingu og kæru til sakadómara? Hver hefði viljað taka á sig ábyrgðina, ef þar hefði illa farið? Það hefur sýnt sig á þessu ári, að ástand í þessum málum er langt frá því að vera eins gott og skyldi. Vi«5 Iiöfum ekki efni á því að hafa illa búið slökkvilið sem þrstt fyrir góða starfskrafta, getur ekki sinnt verkef-ii sínu sem skyldi vegna tækjaskorts. Við höf- um heldur ekki efni a því að fara ekki eftir eldvarna- regluir o<* fá hlutaðeigandi embættismönhum vald til aS sjá um að reglunum sé framfylgt, en á það virð- ist bresta eins og nú háttar málum. Þessum málum verður að kippa í liðinn áður en til fleiri óhappa af þessu tagi kemur. 4 29. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ DANSSKÓLI ASTVALDSSONAR Síðasti innritunardagur Reykjavík í símum 20345, 10118 og 38162 frá kl. 10-12 og 1-7. Kópavogur og Hafnarf jörður í síma 38126 frá- kl. 10-12 og 1-7. Keflavík í síma 2097 kl. 3-7, AFHENDING SKÍRTEINA Keykjavík: Að Brautarholti 4 laugardaginn 30. september frá kl. 1-7 og sunnudaginn 1. október frá kl. 1-7. Kópavogur: í Félagsheimilinu (efri sal) súnnudaginn 1. október kl. 1-7. Keflavík: í Ungmennafélagshúsinu mánudaginn 2. október kl. 1-7. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS ^HNK á krossgötum • LISTAMAÐUR AF GUÐS NÁÐ. Ósvald Knudsen er listamaður af guðs náð. Hann hefur unnið merkileg afrek á kvikmyndasviðinu og meiri en nokkur annar ís-' lendingur hingað %1. Afrek hans á þessum vett- vangi «ru þó kannski ennþá meiri heldur en þau virðast fljótt jtx Jitið, þegar tekið er tillit til þess, að um algert tómstundastarf er að ræða og að- staðan á margan hátt hin erfiðasta. Kvikmynda- taka er bæði tímafrek og fjárfrek, tæki og annað sem til þarf dýrt, en hinn ódrepandi áhuga hefur fleytt honum yfir allar torfærur. Kvikmyndir Ósvalds Knudsens hafa aflað honum frægðar víða um lönd, nú síðast hefur hann hlotið yiðurkenningu fyrir Surtseyjar- myndina, Með svigá lævi, á Heimssýningunni í Montreal. Aftur á móti hefur minna farið fyrir opinberri viðurkenningu hér heima honum til handa, þótt almenningur hafi jafnan tekið mynd- um hans tveimur höndum. Sú nefnd, sem farið hefur með úthlutun listamannafjár á íslandi, hef- ur aldrei séð sér fært að veita honum viður- kenningu eins og öðrum listamönnum þjóðarinn- ar af þeirri ástæðu, skilst mér, að í hefinar orða- bók finnst ekkert, sem ljósmyndalist eða kvik- myndalist heitir. Listamenn af þeirri tegund eru ekki til samkvæmt hinni gömlu og hefðbundnu reglu, sem farið er eftir við úthlutunina. ¦ ji • VERÐLAUN OG VIDUR- .KENNING. ! 'i Mér liefur hins vegar alltaf geng« ið illa að kyngja því, að t. d. laglega hagorður vísnasmiður eða þokkalega skrifandi rithöfundur, vteru óumdeilanlega meiri listamenn en kvik- myndatökumaður, sem æ ofan í æ hefur fengið verðlaun og viðurkenningu á sýningum meðal milljóna þjóða. — Ég tel slíkt viðhorf orka mjög tvímælis. — Eða öllu heldur: Ég tel ekki orka tvímælis, að ljósmyndalist og kvikmyndalist eigi að sitja við sama borð og aðrar listgreinar, þegar til úthlutunar listamannafiár kemur. Ekkert er eðlilegra í menningarþjóðfélagi en að nýjar listgreinar bætist í hóp þeirra, sem fyrir eru, og ástæðulaust að láta gömul og úrelt sjónarmið ráða afstóðu um stuðning við þær. List er alltaf viður- kenningarverð hverju nafni sem hún nefnist. Ég held, að úthlutunarnefnd listamannalauna, sem skipuð er hinum ágætustu. mönnum, ætti að end- urskoða afstöðu sína í þessum efnum og viður- kenna í verki, að Ósvald Knudsen er ekki síður verðskuldunarmaður listamannalauna en þeir, sem öðrum listgreinum sinna og hlotið hafa náð fyrir augum nefndarinnar. — S t e i n n .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.