Alþýðublaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 10
UNGT FÓLK Á ATÓMÖLD
V ■' *
' '
Jón Engilberts:
Ávarp til ungra myndlistarmanna
L/oð eftir
gunnarr runólt :
hróp úr hópum
Jialló
grímsstaðir á fjöllum
norðnorðaustan 3
skyggni ágaett
sjór lítill
gráð 1001-millibar
ládautt
hiti 4 .stig
bína friðriksdóttir
ég gekk inn í beinaverksmiðjuna háeff
og sá svo gífurlega margt eins og til
dæmis:
a) vonlausa litdeyfð lífsins
b) lirikalega samsetningu þess bráðnaða í lífinu
c) tómlátt fólk við vinnu
d) mann með gallaðan bitakassa
ennfremur sá ég gamla konu vera að skúra hún
bauð mér 'tyggjó sem ég þáði
let's bingó
in the darkness I swere
it was people everywhere
in the lido there were more
of people than before
leysist úr læðingi vor
let’s bingó some more
LISTAMENN verða að fara sín-
ar eigin götur að námi loknu —
og auðvitað láta margt fjúka,
sem hneykslar og kemur fjöldan-
um á óvart; já, jafnvel gera stór-
hneyksli. Þetta á fólk með venju-
legan og borgaralegan þanka-
gang erfitt með að skilja og átta
sig á, en við verðum að muna
það, að allir skapandi andar eru
alltaf á undan sínum tíma.
Hinir ungu iistamenn þurfa að
hafa 99% hæfileika, 99% aga og
99% iðni.
Listamaðurinn má aldrei vera
ónægður með það, sem hann ger-
ir. Hann er sál eða vera, sem
knúin er áfram af guðum og djöfl-
um, og hann veit ekki hvers
vegna demonarnir hafa valið
hann. Þess vegna eru listamenn
ýmist hátt uppi eða langt niðri,
og kannski þess á milli eins og
„normalt” eða leiðinlegt fólk. —
Listamenn fórna oft öllu fyrir
þessi álög, sem á þeim hvíla; æru
sinni, stolti, friði, öryggi og ham-
ingju.
Nú til dags finnst mér ekki,
að myndlistin sé vitund háð um-
hverfinu. Að mínum dómi á hún
að innihalda kosmíska vitund, og
þannig hugsa ég mínar myndir.
Fyrst og fremst þarf listamað-
urinn að vera með öllu fjárhags-
lega sjálfstæður og hafa gott
næði. Annars gengur erfiðlega að
skapa list, og beztu ár mín og
flestra íslenzkra listamanna fara
í tómt basl og peningavandræði,
og er það ærið nógur starfi, þótt
maður bæti svo ekki listsköpun
ofan ó það.
Hér á landi kemur aldrei nein
stór myndlist til að rísa nema til
hinna reglulegu listamanna
verði veitt nógu fjármagni.
*
♦
uo ni
cu Q
I
Jóladag 1966 var stofnað Lista-
félag Verzlunarskóla íslands. For-
form. Ásgeir Hannes Eiríksson;
Tónlistardeild, formaður Magnús
Gunnarsson, og Myndlistardeild,
formaður Margrét Kolka Haralds-
dóttir. Tónlistardeild skiptist svo
aftur í þrennt; Þjóðlög, Jazz og
Sígild tónlist.
Bókmenntadeild sér um hvers
kyns kynningu og fyrirlestra, sem
varða hið ritaða orð, svo og leik-
því fyrra voru kynnt verk Matt-
híasar Johannessen og flutti einn
nemandinn, Gunnlaugur Briem,
erindi um höfundinn. Síðan lásu
nemendur úr verkum skáldsins.
Á seinna kvöldinu hélt Erlendur
Jónsson, bókmenntagagnrýnandi,
fyrirlestur um nýútkomnar isl.
bækur og ýmsar bókmenntastefn-
ur. Var gerður góður rómur. að
máli hans.
Myndlistardeild gengst fyrir
Framhald á bls. 15.
Love minus zero
-No limit-
. HRAFN GUNNLAUGSSON íslenzkaði.
Ástin mín er mild í orði
Án ofsa eða æði
Ei vekur traust með tryggðarlijali
En er trú í gleði og' sorg
Fólk ber rós í barmi
Og hristir loforð fram úr ermi
Ástin mín er glöð sem geizli á blómi
Gylliboöin geta hana ekki gleypt.
í stoppuskýlum og strætisvögnum
F^ólkið leitar eftir- fregnum
Lesa bækur, löngum þylja
Lausnarorðin bera á borö
Einhverjir tala um ókomna tíma
Ástin mín er mjúk í máli
Hún veit, að vægir sá er vitiff hefur meira
Þó undanhald sé engin lausn.
í rennusteinum skuggar skríða
í skjáum kvikna Ijósin víða
í götum betri borgaranna
Gera fötin útslagið
Gervimenni er gapa á torgum
Glúpna ef þyr.gist pressa
Astin mín er utan þessa
Hennar þekking neitar þrætu eða dóms.
Um nætur brýrnar braka
í byggðum læknar aka
Kjaftakerling í leit að æðri krafti
Veizlugjafir gleypa vill
Þó kniður hamri á húsi
í húmi regnið ögri
Ástin mín er fugl á flögri
Fjaðralaus við gluggann minn.
NB.: Kvæði þetta er endurort og þýtt, með þann frumtilgang
í huga að halda hrynjanda þess eins og á frummálinu og
ná merkingunni sem bezt. Allar bragreglur eru miskunnar-
laust brotnar í þessu skini og kvæðið því algjör háttleysa. Þýð
ingu þessa má auðveldlega syngja við samnefnt lag, H. G.
10 29. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
maður þess var kjörinn Valdimar húsferðir í samráði við formann
Olsen, en félagið skiptist í eftir- og forseta N.F.V.Í. Bókmennta-
taldar deildir: Bókmenntadeild, deildin hafði tvö kvöld í vetur. Á