Alþýðublaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 16
Nu er komið haust og allt sem haustinu fylgir. Bændur liaía smalað og rekið fé sitt í rétt, og slátrun mun vera hafin, þótt ekk ert kjöt sé enn komið á markað, af því að sexmannanefndin er ekki búin að reikna út verðið á því. Það er verðstöðvun í landinu, eins og allir vita, en hvað kjötið snertir, virðist líka vera um verð útreikningastöðvun að ræða. Enda nær það líka engri átt að leyfa fólki að fá nýtt kjöt, mcð- an enn er til gamalt kjöt, sem vel er hægt að svæla í sig. Það er þó skárra að það myndist kjöt- fjall úr nýju kjöti, heldur en úr gömlu kjöti, ef kjötframleiðslan skyldi fara á sömu leið og smjör framleiðslan sællar minningar. En það er víðar en í sveitum sem göngur og réttir fara fram. í bæjunum er líka smalað, ekki venjulegu sauðfé, heldur eru það skólaunglingarnir, sem eru rekn ir hver í sína rétt og dregnir í dilka. Og síðan upphefst vetrar- langt strit við bækur og leiðin- lega kennara og vafasamt eítir- tekju. Það er kannski vegna hausts- ins að skólamál hafa verið óvenju mikið á dagskrá að undanförnu. Heilt tímarit ver me/stöllu rúmi sínu undir þau mál, og þar er ekki verið að hefla orðbragðið alls staðar. Þar kemur fram sú merkilega árátta, sem margir virðast vera haldnir, að skella alltaf og ævinlega allri skuld á kerfið. Yfirleitt virðast allir vera sammála um að skóla- kerfið sé með öllu óhafandi, og það má vel vera satt, en hitt er þó mikið álitamál, hvort eitthvert annað kerfi gæti reynzt betur þeg ar tillit er tekið til sumra lcenn- aranna. En auðvitað er það ákaf- lega þægilegt að liafa jafn óper- sónulegan aðila eins og heilt kerfi bera ábyrgð á öllu því, sem mið- ur fer. Þá er ekki við neinn sér- stakan að sakast, kerfið er nefni- lega eins og náttúruöflin við það ræður enginn. Og fleiri er smalað á haustin en sauðfé og unglingum. Þing- mönnum er smalað saman og þeir látnir upphefja sín endalausu fundarhöld bak við dýrustu dyra- hurð landsins. En það er önnur saga, sem bezt er að fara ekki út í að sinni. r Ls pau — Nú verður gaman, þegar þcir fara að efnagreina smákökurnar, sem konan mín bakar... TSorcfen’s Það er komið fimmtudags- kvöld, og ennþá höfum við liægrihandarakstur í Sví- þjóð. Tíminn. Þetta þykir mér r.ú ekkcrt tiitökumál. Ég átti aldrei von á því að Svíar tækju aftur upp vinstrihandarakstur, svcna á fyrstu vikunum eftir breytinguna. Kellingin sagðist í gær ætla að Iáta lita hárið á sér grátt. Það er nú fullseint, Iaumaði kallinn þá út úr sér. ítvað' er það, þessi heila- þvottur, sem fólk er stund- um að tala um? ’Er hann það sama og aö leggja höfuðið í bleyti?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.