Alþýðublaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 7
Mirmingarorð: GARÐAR JÓNSSON Einn af ókostum er því fylgir að verða gamall er sá, að verða að sjá á bak góðum vinum og samstarfsmönnum. Einn af þeim beztu, Garðar Jónsson verkstjóri, fyrrverandi form. Sjómannafélags Reykja- víkur er fallinn í valinn og verður jarðsettur í dag. Garðar var fæddur 6. nóv. 1898 á Tind- riðastöðujn í Suður - Þingeyjar- sýslu og var því tæplega 69 ára gamall þegar hann andaðist að Hrafnistu, dvalarheimili aldr- aðra sjómanna, að morgni 17. þessa mánaðar. Garðar fluttist til Akureyrar þegar hann var 4ra ára gamall ásamt foreldrum sínum Jóni Indriðasyni og Sigurveigu Jón- atansdóttur og þar ólst hann upp. Það var svo um Garðar sem aðra unglinga þess tíma, að hann fór snemma að vinna enda fljótt burðamikill og duglegur vel, eftir því sem kunnugir liafa sagt mér. Aðeins löára hóf hann sjómennsku á þilskípum norðan- lands en vann almenna verka- mannavinnu þess á milli að skipin voru gerð út. í Verka- mannafél. Akureyrar gekk Garð ar þegar hann var 16 ára og tók því snemma virkan þátt í verka- lýðshreyfingunni ,og hélf órofa tryggð við hana æ síðan. Árið 1921 stofnaði Garðar ásamt fleir um áhugamönnum, Sjómannafú- lag Akureyrar og var kjörinn formaður þess, en það félag lifði skamma stund, enda unnið á móti því á allan hátt af hálfu útgerðarmanna og samheldni sjómanna ekki alltof mikil á þeim tímum. Fyrir það að hafa stuðlað aO myndun samtaka sjó- manna og hafa forystu fyrir þeim, lá við að hann yrði útilok- aður frá skiprúmi, en það sem hjálpaði þá, var, að hann hafði um nokkur ár verið á norskum bát og skipstjórinn sem kunni að meta dugnað og liæfileika Garðars, lét ekki skipa sér fyrir verkum um það, hverja hann réði á skip sitt. Árið 1924 tók Garðar fiskimannapróf og var stýrimaður á norðlenzkum skip- um um tíma og árið eftir gerðist hann farmaður á skipum Eim- skipafélags íslands þann tíma árs sem fiskiskipin voru ekki gerð út. Athafnaþrá Garðars varð ekki fullnægf með vinnunni einni, heldur stundaði liann iþróttir einnig og var lengi félagi í íþróttafélag. Þór á Akureyri og gerður að heiðursfélaga þess, fyrir vel unnin störf og góð í- þróttaafrek. Um 13 ára skeið var farmennska aðalstarf Gárð- ars eða frá 1930 —1943 og var hann allan þann tíma á strand- ferðaskipum ríkisins og þá lengst af sem bálsmaður. Eftir sjómannastörf í 28 ár réðist hann árið 1943 sem verkstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins og var við þau störf að mestu meðan heilsan entist. Árið 1920 giftist Garðar Jónu Sigurvinu Björnsdóttur úr Svarf aðardal. Eignuðust þau hjónin fimm dætur, sem allar eru á lífi. Konu sína missti hann á sl. ári og var það mlkill missir fyrir hann, þar sem hann var þá orðinn sjúkur og mikið ást- ríki með þeim hjónum svo af bar, enda hrakaði heilsu hans er hann naut ekki lengur um- önnunar sinnar góðu konu. Þau hjónin fluttust til Reykja víkur árið 1933 frá Akureyri. Garðar heitinn gekk í Sjómanna félag Reykjavíkur árið 1926 en þá var félagið ekki bundið við Reykjavík og nágrenni eins og nú er, og voru sjómenn víðsveg- ar að af landinu í félaginu. Garð ar naut ótvíræðs trausts félaga sinna og var kosinn í stjórn fé- lagsins árið 1942, þá sem vara- gjaldkeri, en 1945 var hann kos inn ritari og gegndi því starfi til ársins 1950 að liann var kos- inn formaður og var í því trún- aðarstarfi til ársins 1960 að hann varð að hætta heilsunnar vegna. Starfsmaður félagsins var hann mest allt árið 1947 og nokkuð fram á árið 1948. Ég átti því láni að fagna að starfa með Garðari sem ritari félagsins öll þau ár,' sem liann var formaður þess og lærði þá að meta mannkostj- hans er voru miklir. Garðar iheitinn var maður gjörfulegur svo af bar, prúð- menni í allri framkomu og hvers dagslega hægur en fastur fyrir ^m bjárg ef á félagið var leit- að. Garðar var gerður heiðurs- félagi Sjómannafélagsins á 50 ára afmæli félagsins árið 1965. Alþýðuflokksmaður var Garðar þegar ég kynntist honum fyrst og alla tíð síðan og þar voru honum sem annars staðar falin trúnaðarstörf, sem hann innti af höndum með sömu festu og trúmennsku, sem allt annað er hann tók að sér. Persónulega þakka ég Garðari langa samfylgd og gott samstarf og allir þökkum við félagar hans í Sjómannafélagi Reykjavíkur honum mikill og gifturík störf í þágu þess og vottum dætrum hans, barnabörnum og öðrum að- standendum samúð okkar. Jón Sigurðsson. t í DAG er til grafar borinn einn af fremstu mönnum í íslenzkri sjómannastétt, Garðar Jónsson, sem í mörg ár átti sæti í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur, — lengstum sem formaður. Tók hann við af Sigurjóni Á. Ólafs- syni alþingismanni, er lengst allra var formaður félagsins. — Létust þeir báðir af svipuðum hjartatilfellum fyrir aldur fram. Lífsbarátta íslenzkra sjó- manna 'hefur lengi verið bitur og hörð, enda hefur afhroð þeirra af slysförum verið hlut- falslega meira en meðal stór- þjóða í grimmustu styrjöldum. Þvílíkur fjöldi eru þeir ekki samferðamennirnir af sjónum, sumir yngri, aðrir eldri eða þá jafnaldrar, sem fyrir löngu eru horfnir af sjónarsviðinu langt fyrir aldur fram. Hvað margir eru þeir ekki, sem aldrei hafa séð feður sína bræður nema þá sem ómálga börn? En þótt hafið og válynd veð- ur höggvi stærstu skörðin, þá ná sviptibyijirnir oft til manna í landi. Istenzk félagsmálasturf- semi hefur oft byljótt verið svo líkja má henni við barning í c- veðri, og þótt þeir byljir gangi ekki af mönnum dauðum á staðnum, þá hefir reyndin orð- ið sú, að þeir sem lengi standa heilshugar í þeirri baráttu, falli oft fyrir aldur fram. Slíkan liðsmann og félagsleg- an foringja tél ég Garðar Jóns- son hafa verið, að |hann hafi fórnað lengri líldögum fyrir fé- lagsmálabaráttu sína, ósérhlífni og sérstaka samvizkusemi við erfið verkefni. Næstum því þrír áratugir eru nú liðnir frá því að við Garðar urðum fyrst skipsfélagar á e.s. Súðin (járnbraut smáliafnanna). Skömmu seinna brauzt seinni heimsstyrjöldin út, og okkar litlu og hægfara fleytu var beint inn á aðathættusvæðið, þar sém við urðum að þola súrt og sætt saman næstu árin. Oft má segja að hurð hafi skollið nærri hæl- um, þó vildi það þannig til, að við vorum báðir víðsfjarri, í sumarleyfi, er Súðin lenti í verstu árásinni af ófriðarástæð- um, þar sem margir skipsfélag- ar okkar voru særðir og tveir skotnir til bana, annar þeirra gegndi bátsmannsstarfi Garðars. Súðin var vopnuð tveimur fast- tengdum vélbyssum. Við vorum Úreir, sem sérstaklega voijjm æfðir í meðferð þessara tækja, en báðir í sumarleyfi þessa ferð skipsins í innanlands siglingum Hefðum við verið á réttum stað, hefði varla þurft að leiks- lokum að spyrja, -því Gondor- vélin, er árásina gerði, var út- búin 8—10 hríðskotafallbyssum er sumar skutu sprengikúlum og hlaut einn maður 143 sár eftir flísar. Margt í lífinu er eins og til- viljun háð. Viðgerðin á Súðinni tók svo marga mánuði, að Garð- ar Jónsson varð að sjá sér út annað starf. Sem margra ára bátsmaður og lestarstjóri á skip inu, var bann þaulvanur að taka á móti vörum í skipið og af- greiða þær á öllum hinum ólíku höfnum. Var það ærið vanda- verk árekstralaust, og vissi ég að skipstjórinn áleit hann ekki eiga sinn jafningja hvað það snerti. Var Garðar því ráðinn verkstjóri hjá Skipaútgerð rík- isins til að sjá um lestun skip- anna í Reykjavík, starf, er hann rækti sem öll sín störf af frá- bærum dugnaði og samvizku- semi meðan heilsan entist. Garðar Jónsson var sterk- byggður maður og mikill íþrótta maöur á yngri árum. Hann var t. d. formaður íþróttafélagsins ,,Þór“ á Akureyri. Vann hann glímuskjöld Akureyrar til eign- ar og var í hinu sigursæla knatt spyrnuliði Þórs á árunum kring um 1920. Mesta baráttu mun þó Garðar hafa háð fyrir hagsmunum ís- lenzkrar sjómannastéttar. Árió 1921 stofnaði hann Sjómanna- félag Akureyrar og varð fyrsti formaður þess. Slík framtaks- semi var ekki vel séð af atvinnu rekendum i þá daga, og varð hann að leggja starf sitt í söl- urnar og fá sér vinnufjær heima högum, en sjómennskan varð hans aðalstarf frá 15 ára aldri og þar til hann fór í lahd og gerðist verkstjóri. Garðar Jónsson er Suður-Þing eyingur að ætt, fæddur að Tind- riðastöðum í Hvalvatnsfirði. — Hverfi út við yzta haf, sem margan hraustan mann hefur al ið, en er nú orðið eitt af óbyggð um íslands. — Foreldrar hans voru hjónin Jón Indriðason sjó maður.og Sigurveig Jónatans- dóttir. Þau fluttu síðar til Ak- ureyrar meðan Garðar var barn að aldri og þar ólst hann upp og var sjómennskan hans aðal- 'starf eins og 'áður er sagt. Hann hafði hið minna fiskiskipstjóra- próf og var um tíma stýrimaður og skipstjóri á norðlenzkum síld arbátum og þegar þeir voru ekki gerðir út að vetri til, réðist hann á skip Eimskipafélags íslands þann tíma, og var hann lengst- um á Goðafossi og þegar Kjar- an stýrimaður 'þar var ráðinn skipstjóri á Súðina, réði hann Garðar til sín sem/bátsmann og var hann með honum i að sækja skipið til Svíþjóðar og jafnan síðan, þangað til hann fór í land og hætti á sjónum'. Garðar kvæntist 1920 Jónu Björnsdóttur úr Svarfaðardal, mestu indælis og myndarkonu, sem látin er fyrir rúmu ári. Þau eignuðust 5 dætur, sem allar eru giftar og eiga börn og er þeim öllum og tengdasonunum mikill harmur kveðinn, því öll voru þau bundin mjög traustum l'jölskylduböndum. En eins og fjölskyldan hefur mikils misst, þá hefur og íslenzka sjómanna- stéttin misst vinsælan og merk- an fcrustumann, er lét sér hags- munamál hennar og velferð miklu skipta og sem naut óskor- aðs trausts stéttarinnar, bæði íyrir störf sín á sjónum og sem leiðtogi í félagsm'álum. Einhver. myndi hafa notað þá hylli og mikla fylgi er Garðar naut til að lyfta sér til meiri áhrifa og valda. Sjómannastéttin er margra hluta vegna, sterkasta aflið í þjóðfélaginu undir góðri forustu ef í odda skærist. Því er það nauðsynlegt að til forustu velj- ist þar hófsamir menn með ríka ábyrgðartilfinningu. Slíkur maður var Garðar Jóns son. Hann var ákaflega grand- var og háttprúður maður. Sum- urri fannst hann jafnvel vera of hlédrægur, en í því lá einmitt styrkur hans. Menn gátu treýst því, að ekkert af þvi sem hann átti að gæta 'myndi hann for- djarfa. Garðar var kjörinn heiðursfé- lagi íþróttafélagsins Þórs á A.k- ureyri ungur að aldri, og á hálfr ar aldar afmæli Sjómannafélags Reykjavíkur var honum sýndur Framhald á bls. 15. 29. septemtier 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.