Alþýðublaðið - 08.10.1967, Side 13

Alþýðublaðið - 08.10.1967, Side 13
 Sunnudags AlþýSublað — 8. október 1S67 13 Ný dönsk mynd, gerð eftlr hinni umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg en kvinde“. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum tnnan 18 ára. G©g og Gokke Sýnd kl. 3. sejisationelle danskesextllin ÓTTAR YNGVASON héraSsdómslögfhaSur MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLfÐ 1 • SÍMI 21296 BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur að flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamiegast látið skrá bif- BÍLAKAUP Skúiagötu 55 við Rauðará Símar 15812 - 2390». HARÐV EÐAR OTIHU RDIR TRÉSMIÐJA P. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 GIULINI HLJÓMSVEIT ARSTJÓRINN HÓGV l Cario Maria Giulini, ítalskur hljóm- sveitai’stjóri, fæddur 9. maí 1914 í Barletta. Stundaði nám í Tónlistarháskólanum í Róm (fiðla og tónsmíðar), stjórnandi útvarps- hljómsvéitarinnar í Miianó, stjórnar nú við La Scala. Þetta er allt og sumt sem hægt er að finna um Giulini í mörgum uppsláttar- bókum um tónlist og er það í samræmi við hógværð mannsins. En eins og oft á sér stað um menn, sem ekki er tamt að trana sér fram, er ekki öll sagan þar með sögð. — Toseanini dvaldist um hríð í Mílanó, þegar hann kom heim til Ítalíu eftir styrjöldina. Þá var Giulini stjórnandi útvarpshljóm- sveitarinnar þar og bjó svo að segja í næsta húsi við Toscanini. Ýmsir hefðu í Giulinis sporum knúð dyra hjá honum við Via Dur- ini, eða að minnsta kosti talað utan að því við einhvern að fá að heimsækja hann. En slíkt var víðs fjarri Giulini. Hann leit á Toscanini sem eins konar guð og svo gerðú margir menntaðir ítalir. Hann hefði aldrei haft „hugrekki” til að nálgast guð sinnar •eigin listar. En fyrst að Múhameð vildi ekki koma til fjallsins kom fjallið til Múhameðs. í marz 1951 stjórnaði Giulini nýfund- inni óperu eftir Haydn, II mondo della luna í útvarpið. Tveimur dögum síðar var hringt til hans og í símanum var Wally, dóttir Toscaninis, greifynja af Castelbarco. Hún sagði: „Faðir minn heyrði Haydn hjá' yður í úvarpinu og var mjög ánægður með flutn- inginn. Hann langar til að hitta yður. Gæt- uð þér komið heim kl. fimm í dag?” Giulini þáði boðið og hjarta hans sló ör- ara, er liann gekk heim að húsinu. Tos- canini faðmaði hann að sér og bros breidd- ist um munn hans undir úfnu akeggi hans og augun glömpuðu í þéttvöxnum augna- brúnunum. Toscanini talaði látlaust í tvær klukkustundir. Hann sagði meðal annars að hann hefði ekki þekkt nótu í II mondo della luna, en hann væri viss um að túlkun Giulinis hefði verið hárrétt, hvað snerti —- hraða, þrótt, anda, tilfinningu, sér- kenni, það er skilningur hans á verkinu eins og það lagði sig. Vinát.tan, sem þeir bundust, eða öllu heldur sambandið milli meistarans og iærisveinsins hélzt allt til dauða Toscaninis. Þessi saga er höfð eftir Giulini sjálfum ekki sem sjálfshól, heldur til að rifja upp kynni þeirra Toscaninis — in memoriam. Toscanini var einn af snillingum veraldar- innar, vegna þess að hann var Toseanini, en ekki af því að hann uppgötvaði Giulini. Giulini vildi leggja áherzlu á mikilleik Tos- caninis. Þetta kemur einnig fram í afstöðu hans til tónskálda, sérstaklega Verdis. Sögð er saga um einn af Requiemkonsert- um þeim, sem hann stjórnaði í Festival Hall í London. Honum iauk með látlausu lófa- taki í 20 minútur og allir stóðu á fætur. — Áheyrendur voru að fagna Giulini sjáifum, en hvað eftir annað hafði hann vilja þeirra að engu og leiddi fram einsöngvarána og lét hljómsveitina standa á fætur — þar til ein- söngvararnir gengu í lið með áheyrendum og hálfbáru hann upp á hljómsveitarpall- inn. Þar hneigði hann sig fyrir áheyrenda- skaranum, sem ætlaði að ærast af fögnuði — ekki fýldur eða geðvondur, .heldur hlé- drægur, eins og hann vildi segja: „Stjórn- andinn er aðeins þjónn þjóna tónlistarinn- ar. Sá' sem þér eigið að hylla er sá, sem vér höfum verið að þjóna hér í kvöld: Giu- seppe Verdi.” Þetta er satt svo langt sem það nær. Þeg- ar áheyrendur láta hrifningu sína í ljósi við hljómsveitarstjóra, eru þeir ekki að van- meta verk höfundarins, heldur er hljóm- sveitarstjórinn orðinn fulltrúi jafnvel per- sónugervingur hans og ef hann er trúr verk- inu og höfundi þess, á hann vissulega þakk- ir skilið, því að hann vekur það af dvala og blæs í það lífi. Annar eiginleiki Giulinis er heiðarleik- inn, sem er honum í blóð borinn, heiðar- leikinn við starf sitt og tónlistina. Frá unga aldri hefur tónlistin átt hug hans allan og langan starfsdag. Þegar hann var enn í tón- listarháskólanum lék hann á fiðlu í Ágúst- usarhljómsveitinni gömlu í Róm. Þá' fór hann oft á fætur klulckan sex til að sinna verkefnunum í kontrapunkti áður en hann byrjaði fimm til sex stunda hljómsveitar- æfingar og að þeim loknum las hann sér aftur til um kontrapunkt, og þar að auki lék hann einleik og í kvartettum með skóla- félögum sínum í frístundum. Hann komst sjaldnast í háttinn fyrr en klukkan eitt. Meðan hann lék þarna með hljómsveit- inni stjórnuðu henni flestir evrópskir hljóm- sveitarstjórar að undanskildum Toscanini, sem í mótmælaskyni fór í útlegð sjálfvilj- ugur. Bruno Walter og Klemperer eru þeir sem hann taldi sig hafa lært mest af. Þeir kenndu honum það, sem hann hefði annars aldrei lært svo fljótt, það, sem allt annað hvílir á: formið. Giulini lauk ágætis prófi í hljómsveitarstjórn eftir þriggja ára nám og eftir að hafa barizt gegn Þjóðv. lá' leið hans af tilviljun til hljómsveitar Accademia di Santa Cecilia eins og Ágústusarhljómsveit- in hafði verið skírð nú. Frumraun hans stóð í Teatro Adriano að morgni friðardagsins. Hvert sæti var fullskipað er hann gekk fram á sviðið fuliur kvíða og efasemda og stjórn- aði hlj'ómleikum þar sem 4. symfónía Brahms var þungamiðja. Hljómleikarnir tók- ust með afbrigðum vel og þaðan lá frama- braut hans um hljómleikasali Lundúna og Chicago til Tokyo og Tel Aviv, söngieika- hús um víða veröld, m. a. La Scala, þar sena hann tók við aðalhljómsveitarstjórn af Sa- bata 1950. Auk þess hefur hann leikið inn á fjölmargar hljómplötur við góðan orðstír. Vandvirkni hans er viðbrugðið. Hann tek ur ekki í mál að taka til flutnings verk fyrr en hann hefur komizt fyllilega til botns í því, og það tekur sinn tíma. Það hefur í för með sér að breidd hans í því verkavali er takmörk sett. Um fimmtugt hafði hann ekki sett upp nema um 20 óperur. En fá verk á efnisskrá þarf ekki endilega að þýða einhæft efnisval. Á hljómleikum á hann það til að skipta yfir frá klassískum verkum Brahms og Tschaikovskis til gjörólíkra tón- verka svo sem Les Noces t. d. eða hljóm- sveitarkonserta Bartoks — eða forleiksifis að Þjófótta skjánum. Og aldrei verður Gui- lini fótaskortur er hann skiptir á milli.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.