Alþýðublaðið - 12.10.1967, Page 4
æD^mo)
Rttstjórt: Benedlkt Gröndal. Sfmar 14900—14903. —- Auglýslngaslml:
14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsiö vIC Hverfisgötu, Evlk. — Frentsmlðja
Alþýðublaðslns. Síml 14905. — Askriftargjald kr. 105.00. — t lausa'
aölu kr. 7.00 elntakið. — Útgefandl: Alþýðuflokkurlna.
Siæm byrjun Framsóknar
TÍMINN birti í gær eins konar stefnuskrá, sera
blaðið segir, að Framsóknarflokkurinn ætli að fylgja á
því þingi, sem 'nú er að hefjast. Eru framsóknarmenn
^þannig að reyna 'að verða á undan forsætisráðherra,
.sem mun flytja stefnuræðu fyrir hönd stjórnarflokk
anna strax og formsatriðum þingsetningar lýkur.
■ Framsóknarmönnum verður þó ekki kápa úr því
klæðinu, því að tillögur þeirra eru gamall óskalisti,
þar sem algerlega er sneitt framhjá þeim raunveru-
legu vandamálum, sem Alþingi nú verður að leysa.
]?að er lítill vandi fyrir stjórnmálaflokk að krefjast
hringvegar um landið, nýrrar skipunar heilbrigðis-
mála, aukinna skólabygginga og sjónivarps, þegar
flokkurinn leiðir algerlega hjá sér 'að nefna einu orði,
hvernig á að afla fjár til þessara framkvæmda.
Framsóknarmenn hafa verið alllengi utan ríkis-
stjórnar, en forystumenn þeirra hafa samt sem áður
svo mikla reynslu og svo mikinn þroska, að þeir hljóta
að vita, hvaða vandamál Alþingi verður að leysa
fyrst á þessu hausti. Þeir skilja auðvitað, að það verð
ur að afla ríkissjóði tekna til að mæta óhjákvæmi-
legum gjöldum, og það verður að veita atvinnuveg-
unum þá grundvallarhjálp, að framleiðslukostnaður
haldi ekki áfram að hækka.
Um þetta segja framsóknarmenn þó ekkert. Þeir
ætla að mæta erfiðleikum efnahag^lífsins, verðhruni
afurða og minnkandi afla, með því að stórauka opin-
herar framkvæmdir, án þess að nefna einu orði,
hvernig afla eigi fjár til þeirra — hvað þá annarra
þarfa ríkissjóðs.
Það er ósköp vandalítið að segjast ætla að berjast
fyrir endurreisn atvinnulífsins og leggja svo aðeins
til, að allar atvinnugreinar verði rannsakaðar ofan í
kjölinn. Það er sífellt verið að framkvæma slíkar
rannsóknir, svo að stefna framsóknarmanna er lítið
nema innantcm orð.
r jcðiivm er ljóst, að heildartekjur hennar hafa rýrn-
að verulega, og þessi tekjurýrnun hlýtur að koma ein
hvern veginn niður á flestu landsfólki. Þjóðin er
viðbúin fórnum, en bíður eftir stefnuræðu forsætis-
ráðherra til að heyra tillögur ríkisstjórn'arinnar. En
framscknarmenn eru á annarri bylgjulengd. Þeir við-
urkenna ekki, að við slíka erfiðleika sé að etja —- og
tillögur beirra bera þess ljósan vott, hve óraunhæft
mat þeirra er.
Oskalisti framsóknarmanna cr ekki heildarstefna,
sem hæ»í er að bera saman við stefnu ríkisstjórnar-
innar. Þeir mundu framkvæma allt aðra stefnu, ef
þeir væru við vökl. Þess vegna er þetta snemmbæra
plagg Tímans slæm byrjun á þingstörfum Framsókn-
arflokksins.
SKODAEIGENDUR!
SKODAVERKSTÆÐI HÁLFDÁNS ÞORGEIRSSONAR er viður-
kennt af Skodaverksmiðjunum og annast allar viðgerðir á
Skodabifreiðum.
^ Viðfferðarmenn sérhæfðir í viðgerðum Skodabifreiða og lærðir
hjá Skodaverksmiðjunum.
Verkstæðið hefur öll fullkomnustu tæki og „special“ verkfæri til
viðgerða Skodabifreiða.
Til hagræðingar fyrir Skodaeigendur sækjum við bifreið yðar
heim og skilum lienni aftur að lokinni viðgerð.
Önnumst allar „body“ viðgerðir.
LÁTIÐ YFIRFARA BIFREIÐ YÐAR FYRIR
VETURINN.
FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA.
SkodaverkstæSi Hálfdáns Þorgeirssonar
Dalshrauni 5, Hafnarfirði — Sími 51427.
krossgotum
★ RJÚPNAVEIÐITÍMINN
FRAMUNDAN.
Áður en langt um líður hefst
rjúpnaveiðitíminn. Samkvæmt fugiafriðunarlög-
unum er heimilt að veíða rjúpu á tímabilinu frá
15. okt. til 22. des. ár hvert. Ekki er gert ráð fyrir
mikilli rjúpnaveiði í ár, jafnvel þótt veðurskil-
yrði og snjóalög yrðu hagstæð veiðimönnum, þar
sem rjúpnastofninn var í hámarki í fyrra, en þó
engin uppgripaveiði neins staðar á landinu. Þetta
fer reyndar nokkuð eftir því, hvernig ungunum
liefur reitt af í vor, en á því kunna fuglafræðingar
eflaust góð skil, því þeir fylgjast nákvæmlega með
vexti og viðgangi rjúpunnar. Þrátt fyrir takmark-
aða veiðivon má þó gera ráð fyrir, að rjúpnaskytt-
ur fari að hugsa sér til hreyfings, þegar líður að
því, að friðunartíminn renni út. Margir stunda
rjúpnaveiði sem íþrótt og sport, en einnig kann
að vera svolítil hagnaðarvon í bakhöndinni, ef
heppnin er með. Og svo þarf auðvitað að tryggja
sér rjúpur í jólamatinn, eins og venjulega.
Sá siður var ríkjandi fyrrum,
meðah rjúpnaveiði var liöfð að atvinnu, að veiðin
var nær eingöngu stunduð á rúmhelgum dög-
um, og var ekki talið gæfusamlegt að bregða
út af þeirri reglu, enda gerðu það fáir. Nú er
þessu alveg öfugt farið, flestir fara á veiðar um
iielgar, enda eiga margir ekki heimangengt á öðr-
um tímum vegna vinnu sinnar. Þá leggja Reyk-
víkingar leið sína til fjalla í rjúpnaleit, upp á
Uxahryggi og Kaldadal eða í Skjaldbreiðarhraun,
jafnvel austur á Bláfellsháls, ef svo ber undir,
en erfitt getur verið að hitta á’ rjúpuna, sérstak-
lega framan af hausti, meðan snjór er lítill f
fjöllum. j
★ NÁMSKEIÐ FYRIR
RJÚPNASKYTTUR.
Það hefur oft viljað við brenna,
að rjúpnaskyttur færu afvega eða villtust af réttrl
leið, ef eitthvað hefur borið út af með veður, sem
einatt kemur fyrir á haustdögum, ekki sízt upp
til fjalla. Má segja, að stundum hafi ekki mátfc
tæpara standa, að veiðimenn heimtust til byggða,
og ýmsir jafnvel átt líf sitt að launa hinum dug-
andi björgunarsveitum, sem ávallt eru reiðubún-
ar að koma til hjálpar, ef á þarf að halda. Það er
þess vegna ekki úr vegi, nú þegar rjúpnaveiðitím-
inn er framundan, að brýna sérstaklega fyrir öll-
um rjúpnaveiðimönnum að fara að öllu meS
gát og tefla ekki í tvísýnu að óþörfu.
Menn ættu t. d. að hafa í huga hið
fcrnkveðna, að fáir kunna sig í gfiðu veðri heim-
an að búa. Sjálfsagt er líka að stinga á sig dá-
Jitlum nestisbita, og enginn ætti að fara á' rjúpna-
veiðar án þess að hafa með sér landnkort og átta-
vita, enda þarf liver og einn að kunna að notfæra
Framhald á bls. 15.
4 12. október 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ