Alþýðublaðið - 12.10.1967, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 12.10.1967, Qupperneq 9
 ■i : vX-X;,:-.’::-- •--- : : Vesturlönd og predikað sálræna slökun og hugræna ró íyrir á- heyrendum sínum og kennt und irstöðuatriði hugleiðingar. — í ágústlok þessa árs var hann staddur í London og hélt nám- skeið fyrir fylgjendur sína á Hilton hótelinu þar sem hann 'bjó. Þkngað komu til hans dag nokkurn Bítlarnir fjórir og báðu um einkatíma í hugleiðingu. Og svo alteknir urðu þeir af aðferð- inni eða persónuleika fræðarans að þeir fóru með honum til Wal- es til að halda hugleiðingariðk- uninni áfram um tveggja vikna skeið. i Þar bjuggu þeir í litlu hóteli, gengu um í rósóttum skyrtum með periufestar um hálsinn að sið hippíanna, borðuðu hrísgrjón og karrí eins og Indverjar og æfðu hugleiðingu af kappi und- ir umsjón fræðarans. Maharishi Mahesh ráðlagði þeim eindreg- ið að leggja hughvarfalyfin á hilluna og hætta neyzlu-LSD og lofaði þeim betri árangri ef þeir einbeittu sér að hugleiðingariðk unum 'í staðinn. Þeir vory í Wales, þegar fregn in um dauða Brians Epstein barst þeim. Það var mikið reið- arslag fyrir þá, en láhrif ,,hans heilagleika" eins og fylgjendurn ir kalla fræðara sinn urðu sorg inni yfirsterkari. Þeir fóru til London, en voru ekki við jarðar- för Epsteins samkvæmt. beiðni móður hans sem óttaðist múgæs ingu aðdáenda þeirra og vildi ógjarnan að samkunduhúsið fylltist af óðum Bítlalýð meðan sonur hennar væri jarðsunginn. Að sjálfsögðu voru blaðamenn afar forvitnir að heyra um hug- leiðingariðkun Bítlanna. ,,Hans heilagleiki hefur bjargað lífi okkar“, sagði Paul McCart'ney. ,,Við vorum að verða að vélum. En nú eygjum við réttu leiðina til að losna við sálarflækjur og óhamingju“. Og Ringo Starr bætti við: „Líf okkar hefur verið rótlaust og órólegt. Við höfum getað veitt okkur allt sem kaupa má fyrir peninga, en þegar þvi stigi er páð sér maður hvað auðæfin eru lítis virði. Okkur langaði ekki lengur til neins, og munaðurinn var okkur einskis virði. Við próf uðum hughvarfalyf, en þau vpru ekki rétta svarið. Það er eins með þau og áfengi, að það er auðvelt að flýja raunveruleik- ann með aðstoð þeirra, en á eft- ir finnur maður aðeins til meiri leið^ en áður“. Daginn sem Brian Epstein var jarðaður tilkynnt John Lenn on blöðunum, að þeir félagar væru á förum til Indlands mjög bráðlega. „Þar ætlum við að dveljast í tvo mánuði til að halda hugleiðingariðkunum okk- ar áfram undir handleiðslu hans heilagleika", sagði hann. „Og þegar við komum aftur til Lond on ætlum við að stofna hugleið- ignarskóla, sem verður opinn öllum þeim er þrá að finna innri ró og heiðríkju andans, — Framhald á bls. 15. ER FLUTTUR að Laugavegi 10. HREIÐAR JÓNSSON, klæðskeri. Sími 16928. Fundarboð Aðalfundur FÉLAGS ÁHUGAMANNA UM FISKIRÆKT verður haldinn í Átthagasalnum Hótel Sögu, í dag fimmtu- daginn 9. nóvember n.k. kl. kl. 8,30 e. h Fundarefni: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins, 2. Lagabreytingar. STJÓRNIN. Sláturhús Hafnarfjarðar tilkynnir KJÖTSALAN ER í FULLUM GANGI. Fimm kjötverðflokkar. — Opið til kl. 10 þessa viku. , ^ ' SLÁTURHÚS HAFNARFJARÐAR. Guðmundur Magnússon. Hótel Selfoss verður starfrækt í vetur. Tek á móti fastafæðis- kaupendum sem öðrum gestum. STEINUNN HAFSTAÐ. Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík. Til sölu tvær þriggja lierbergja íbúðir í II. og X. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem neyta vilja forlsaupsréttar að þeim, sendi umsóknir sínar í skrifstofu félagsins Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 18. október n.k. STJÓRNIN. Aðalendurskoðandi Staða aðalendurskoðanda pósts og síma er laus til umsóknar. Umsækjendur hafi lokið prófi í viðskiptafræði eða endurskoðun. Laun sam- kvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir berist póst- og símamálastjórninni fyrir 20. október n.k. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir hag- deiidarstjóri pósts og sím'a. Reykjavík, 11. október 1967. Póst- og símamálastjórnin. 12. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.