Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 5
MINNINGARORÐ:
Sveinn Valdimarsson
Sjómaður
TIL moldai' verður borinn í dag
Sveinn Kr. Valdimarsson, sjó-
maður og fiskeftirlitsmaður, til
heimilis að Háteigsvegi 20 hér
í Reykjavík.
Sveinn var fæddur 24. des.
1901 að Tungu í Önundarfirði
og var því tæpra 66 ára er hann
skyndilega féll frá þann 5. þ.m.
Foreldrar Sveins voru hjónin
Þórunn Sveinsdóttir frá Vífils-
mýrum i Önundarfirði og Valdi-
mar Eggertsson frá Stóru-Ávík
í Strandasýslu. Áttu þau • hjón
14 böm og ólu þar að auki upp
stúlku er þau tóku unga í fóst-
ur. Af þessum hópi eru nú 9
horfin til heimkynna feðra
sinna, en 6 eru á iífi, þau Özzur
Valdimar, og Margrét, sem öll
eru búsett á ísafirði. Friðrik og
Nilsína í Ytri-Njarðvík og Þór-
unn, búsett hér í Reykjavík.
Frá tveggja ára aldri ólst
Sveinn upp hjá móðurbróður sín
um, Sveini Kr. Sveinssyni á Flat
eyri og konu hans, Bjarneyju
Jensdóttur er einnig tóku í fóst-
ur annan systurson Sveins, Guð-
bjart Jónsson skipstjóra á ísa-
firði.
Sveinn heitinn Valdimarsson
fór snemma á sjóinn eins og títt
var um bráðgera drengi, er ól-
ust upp í sjávarplássum á þeim
tímum.
Aðeins 14 ára að aldri byrjaði
hann róðra og má segja að sjó-
mennskan haíi orðiö hans ævi-
starf. Fyrst stundaði hann róðra
á bátum frá Fiaíeyri og síðan
frá Ísaíiröi. Hann var éftirsótt-
ur á skipum og var með ýmsum
kunnum aflamönnum þess tíma
t. d. var hann lengi með Guð-
mundi Þorláki á ms. Jóni Þor-
lákssyni sem stýrimaður, þá var
hann og lengi á togurum, þar á
meðal Skallagrími, Hallveigu
Fróðadóttur og fleiri togurum.
Á ísafirði tók Sveinn heitinn
hið minna fiskimannapróf um
1920 og síðar eða 1929 og 1930
var hann í Stýrimannaskólan-
um og tók þá hið meira fiski-
mannapróf. Sveinn stundaði al-
farið sjómennsku um 35 ára
skeið eða þar til fyrir um 15
árum síðan að hann réðist til
Sölumiðstöðvar hraðfryslihús-
anna, þá sem hléðslustjóri á
fisktökuskipum og síðar sem
matsmaður. Til Reykjavíkur
fluttist Sveinn haustið 1930 og
giftist þá eftirlifandi konu sinni,
Elínu Theódórsdóttur frá ísa-
firði. Þau hjón eignuðust eina
dóttur, Halldóru, sem gift er
Oddgeiri Þorleifssyni, starfs-
manni á Raforkum'álaskrifstof-
unni. Þau hjón eiga tvær dætur,
sem nú eiga á bak að sjá ást-
ríkum afa greinarskil. Allir þeir
sem þekktu Svein heitinn náið,
eru harmi slegnir við hið svip-
Sveinn Valdimarsson.
lega fráfalli hans og sérstaklega
er dauði hans mikið áfall fyrir
konu hans, dóttur, dótturdætur
og eftirlifandi systkini einnig,
sem nú eiga á bak að sjá ástkær-
um bróður, en fjölskyldutengsl
voru alla tíð mikil og náið sam
band milli systkinanna, fóstur-
systkina, ættingja og tengda-
fólks.
Sveinn heitinn var drengur
hinn bezti, vei greindur, glaðvær
og hvers manns hugljúfi er hon
um kynntust.
Hann var góður verkmaður og
verklaginn vel og því eftirsó.ttur
til starfs, hvort heldur var á
sjó eða landi.
Félagslyndur var Sveinn með
afbrigoum og skipaði sér
snemma í sveit verkalýðssam-
takanria. — I Sjómannafélag
Iíeykjavíkur gekk hann árið
1921 og var félagi þar alla tíð"
síðan. Hann gegndi ýmsum trún
aðarstörfum fyrir félag sitt bæði
í trúnaðarmannaráði og samn-
inganefndum og í stjórn félagsr
ins átti 'hann sæti árin 1954 og
1955 sem gjaldkeri.
Þar vann hann störf sín af
sömu trúmennsku og kostgæfni
sem annars staðar og alltaf
reiðubúinn að taka svari Sjó-
mannafélagsins ef á það var
hallað í orðræðum manna í milli
þar sem hann var nærri.
Alþýðuflokksmaður var Sveinn
þegar ég kynntist honum fyrst
og vann flokknum hvar og hve-
nær sem hann mátti við koma
og tækifæri gafst.
Við félagar Sveins í Sjómanna
félagi Reykjavíkur munum lengi
minnast hans sem góðs manns
og félaga. Við þökkum honum
langa samfylgd og vel unnin
störf og vottum konu hans, dótt
ur og öðrum vandamönnum sam
úð okkar.
Jón Sigurðsson.
Leíkfimsbúm&sgar
BalSeftbúesingar
Leikfisnibíjxiir
Leikflmiskór
i¥AR
BilJ ÐEVÖLL
PRENTARI
F. 8. sept. 1908. D. 5. okt. 1967.
Á fyrstu árunum eftir síð-
ari heimsstyrjöldina komu
margir prentarar, norskir og
danskir, liingað til lands í
atvinnuleit. Hér var nóg
vinna í prentiðnaðinum á
þeim árum. Flestir þessara
manna fóru aftur utan eftir
skamma dvöl. — Einn þeirra
átti þó eftir að dvelja tæpa
tvo áratugi fjarri fósturjörð
sinni, Noregi, meðal frænd-
þjóðar í vestri. — Það var
Ivar Brudevoll prentari, sem
nýlega er látinn í Reykja-
vík, 59 ára að aldri. Á ann-
an áratug var hann búinn að
starfa sem umbrotsmaður í
Prentsmiðju Alþýðublaðsins.
Hann var einhuga í starfi.
fáskiptinn mjög og óáleitinn
samstarfsmaður. Honum fylg-
ir lilýr en . klökkur hugur
yfir í hið óræða við leiðar-
lok.
Meyvant Hallgrímsson.
STRlÐIÐ / ALSÍR
KVIKMYNDIN Stríðið í Alsír
(La Battaglia di Algeri) hlaut
gullljónið á kvikmyndahátíð-
inni í Feneyjum í fyrra. Hún
er gerð af ítalska kvikmynda-
snillingnum Gillo Pontecorvo,
sem einnig gerði Kapó, er
Austurbæjarbíó sýndi fyrir
nokkrum árum og mun seint
líða úr minni þeirra, er hana
sáu.
Kvikmyndin fjallar, eins og
nafnið gefur til kynna, uin ný-
lendustyrjöldina milli Frakka
og Alsírbúa, sem hófst á sjötta
tug aldarinnar og lauk ekk'i
fyrr en 5. júlí 1962, þegar Alsír
fékk loks viðurkenningu sem
sjálfstæð þjóð.
Það tók tvö ár að gera þessa
mynd, enda árangurinn eftir
þvi. Myndin er sögð vera mjög
sterk lýsing á þeim hörmung-
um, sem gengu yfir Alsírbúa á
þe.ssum tíma, svo að varla hef-
ur sézt á hvíta tjaldinu raun-
særri kvikmynd um djöfulleik
styrjaldar pg vitfirringu þess.
Einn aðalleikaranna í kvik-
myndinni, Yacef Saadi, var
meðal þátttakenda í þessum
hörmungum, og er hann jafn-
framt aðstoðarframleiðandi
þessarar myndar. Harni segir
svo:
— Ég hef sett kvikmynda-
tökuvélina í stað vélbyssunnar.
Sú hugmynd að lifa þessa daga
upp aftur og endurvekja þær
tilfinningar, sem við þá eru
tengdar, kom miklu róti á
huga minn. En ég fyllist ekki
hatri, þegar ég hugsa um þessa
daga. Ásamt mínum ítölsku
vinum ákváðum við að skapa
hlutlæga og jafnvægislega kvik
mynd; þetta eru ekki réttar-
höld fólks eða þjóðar, heldur
einungis einlæg ákæra gegn
hvers konar nýlendustefnu, of-
beldi og stríði.
Eflaust verður mikill fengur
í að fá að sjá þessa kvikmj ..ii
hér á landi.
13. október 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5