Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 15
Hjartavernd
jr, er getið var um að framan,
munu taka nokkur ár, þar sem
gert er ráð fyrir að fylgja eftir
vissum hópum á þriggja ára
fresti. í höfuðdráttum mun rann
sóknarstarfsemi á vegum Hjarta-
verndar verða hagað þannig:
Á tímabilinu:
1. september 1967 til 31. ágúst
1968 verður rannsakaður þriðjung
ur aldursflokka þeirra karlmanna,
sem fæddir eru 1907. 1910, 1912,
1914, 1916, 1917, 1918, 1919, 1920,
1921. 1922, 1924. 1926, 1928, 1931
og 1934 samkvæmt þjóðskrá 1.
desember 1966 og höfðu búsetu á
Iteykjavíkursvæðinu, en þar er
átt við Reykjavík, Hafnarfjörð,
Kópavog, Bessastaðahrepp, Garða
hrepp og Seltjamarneshrepp.
1. september 1966 til 31. ágúst
1968 verður gerð sams konar rann
sókn á konum á Reykjavíkursvæð
inu.
1. september 1970 +11 31. ágúst
1971 verða rannsakaðir að nýju
flestir þeir hónar. er rannsakaðir
voru í 1967-19R8 rn’msókninni og
að auki annar hri«TT,-,gjm' sömu
árganga til samanburðar.
1. september 1971 til 31. ágúst
1972 verður gerð sams konar rann
sókn á konum o. s. frv.
Þannig verður fylgt eftir ár-
göngum eins leng= og burfa þykir.
í fyrsta áfanga verður rannsakað
ur þriðiungur hvers aldursflokks.
en gert er ráð fyrir, að allur ald
ursflokkurinn verði rannsakaður
í áföngum.
1. september 1969 til 31. ágúst
1970 verður aðaliega rannsakað
fólk utan Reykjavíkui'svæðisins.
Verður reynt að framkvæma þær
rannsóknir í heimahögum þátttak-
enda. Nánari áætlun um þær rann
sóknir birtist síðar. Svinaðar rann
sóknir verða sí«an endurteknar á
Þriggja ára fresti.
Auk þess verður tekið á móti
fólki utan fyrrgreindra aldurs-
flokka í Rannsóknastöð Hjarta-
verndar allt árið eftir því sem
geta stöðvarinnar leyfir.
Vert er að hvetja fólk til að
bregðast vel við, ef til þess verð
ur leitað, því hér er um að ræða
merka viðleytni í baráttunni við
hjartasjúkdómana, sem æ gerast
tíðari meðal vor. Sjúkdómar þess
ir leggja að velli allt að annan
livern íslending yfir fimmtugt, og
herja meira og meira á yngri
aldursflokka.
STARFSFÓLK.
Að stöðinni hefur verið ráðið
eftirfarandi starfsfólk: Ólafur Ó1
afsson, læknir, sérfræðingur í lyf
læknisfræði og hjartasjúkdómum,
er unnið hefur m. a. við hóprann
sóknir í Svíþjóð og kynnt sér
slíkar rannsóknir í London og
Edinborg.
Nikulás Sigfússon, læknir, er
stundað hefur sémám í lyflæknis
fræði í Svíþjóð og lcynnt sér fram
kvæmd hóprannsókna þar.
Þorsteinn Þorsteinsson, lífefna-
fræðingur, en Þorsteinn hefur sér
staklega kynnt sér notkun sjálf-
virks efnamælis í London.
Ottó Björnsson, tölfræðingur
(statistiker), sem séð hefur um
undirbúning rannsóknarinnar frá
tölfræðiiegu sjónarmiði.
Helgi Sigvaldason, verkfvæðing
ur, sem annazt hefur undirbúning
gagna til úrvinnslu í rafreikni.
Elínborg Ingólfsdóttir, hjúkrun
arkona, sem unnið hefur við
hjartarannsóknir í Svíþjóð.
Auk þess hefur verið ráðið að-
stoðarfólk á efnarannsóknastofu,
röntgendeild, til móttöku o. fl.
Við undirbúning rannsóknarinn
ar hafa samtökin notið aðstoðar
margra sérfræðinga. Má þar sét
staklega geta próf. Sigurðar Sam
úelssonar, próf. Davíðs Davíðsson
ar, Snorra P. Snorrasonar lækn
is, Ásmundar Brekkan, yfirlækn-
is, próf. Magnúsar Magnússonar,
Guðmundar Bjömssonar, læknis
Sigmundar Magnússonar, læknis
og fleiri.
Réðust þeir harðlega á hinar fyr-
irhuguðu ráðstafanir stjórnarinn-
ar og lýstu andstöðu við hana.
Austurstræti
Framhald af 2. síðu.
4 gangstéttinni fram að kvöldmat,
en þá verður það ryksugað og veg
farendum gefinn kostur á að
skoða hvemig teppið hafi staðizt
umferðina um daginn. Til þess
að vekja enn meiri eftirtekt á
teppinu, mun Lúðrasveit Reykja-
víkur leika á því um hádegisbilið
og Guðmundur Jónsson, söngvari,
skemmta og jafnframt verður tek
in auglýsingakvikmynd af öllu
saman.
Framleiðnistefna
Framhald af 1' síðu.
Áætlunargerð: Haldið lengra á
braut margvíslegra áætlunar-
gerðar.
Tryggingar: Almannatryggingar
verði bættar og leitazt við að
láta tryggingakerfi íslendinga
jafnan verða í fremstu röð mið
að við aðrar þjóðir.
íbú®ir: Aðstoð ríkisins við íbúða-
byggingar verði samræmd og
aukin á margvíslegan hátt.
Skólar: Menntunarskilyrði verði
•bætt, fjölgað í framhaldsnámi
og gerð allsherjar endurskoðun
á fræðslukerfinu.
Heilbrigðismál: Margvíslegar end
urbætur á löggjöf og fram-
kvæmd heilbrigðismálanna.
Vegir: Stóraukin vegagerð og öfl
un lánsfjár til hennar. Tollar
á nýjum hraðbrautum.
Landið: Landgræðsla og gróður-
vernd verða aukin. ,
Tcllar: Fjármálakerfi ríkisins
verður endurskoðað og stefnt
að lækkun tolla, þó þannig að
ekki valdi truflun innanlands.
S^óm landsins: Stjórnarskrá verði
breytt og Alþingi gert ein mál-
stofa. 20 lára kosningaréttur end
anlegur. Lög um stjórnarráð-
ið. Kosningalög endurskoðuð.
Varnir: Fram fari af íslands hálfu
sérfræðileg athugun á Iþví,
hvernig vömum landsins verði
bezt hagað.
Landhelgi; Unnið verður að auk
inni friðun fiskimiða og rétti
til landgrunnsins.
Ræða forsætisráðherra er birt í
heild í opnunni í dag og vísast í
texta hennar um nánara orðalag
á þessum atriðum.
Að lokinni ræðu dr. Bjarna tók
til máls Gylfi Þ. Gíslason, for-
maður þingflokks Alþýðuflokksins’
og segir frá ræðu 'hans á öðrum
stað í blaðinu. Ennfremur töluðu
Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jós-
epsson, íormenn þingflokks Fram
sóknar og Alþýðubandalagsins.
Lífskjörin
Framhald af bls. 1.
una var það, hve ungt fólk sýndi
Alþýðuflokknum og málstað hans
augljósan áhuga og má eindregið
gera ráð fyrir því, að aukið fylgi
flokksins í kosningunum hafi að
verulegu leyti verið nýtt fylgi
ungs fólks. Það þykir mér vænt
um. Stjórn flokksins hlaut að
túlka úrslit kosninganna á þann
veg, að flokkurinn ætti að eiga
áfram aðild að stjórn landsins, ef
viðunandi samningar næðust við
samstarfsflokkinn um samstarfs-
grundvöll. Samningaviðræður við
Sjálfstæðisflokkinn hófust fljót-
lega eftir kosningarnar, en vegna
óvissunnar i efnahagsmálunum og
þeirra erfiðleika, sem að hafa
steðjað, varð samkomulag um að
ljúka þeim ekki fyrr en í sam-
bandi við undirbúning þingmála
og þá sérstaklega fjárlagafrum-
varpsins. Miðstjóm, framkvæmda-
stjórn og þingflokkur hafa fjall-
að um þann samstarfsgrundvöll,
sem fólginn er í stefnuyfirlýsingu
þeirri, sem forsætisráðherra flutti
hér á Alþingi áðan fyrir hönd
ríkisstjórnarinnar, og var hann
samþykktur einróma af öllum
þessum aðilum.
— Var þá enginn ágreiningur
innan flokksins um að halda stjórn
arsamstarfinu áfram?
— í þau rúmlega 25 ár, sem
ég hefi nú starfað í Alþýðuflokkn
um, hefur einhugur í flokknum
aldrei verið meiri. Er þetta eitt-
hvað annað en ástandið á Alþýðu
bandalagsheimilinu. Ekki þykir
mér ólíklegt, að þeir Alþýðubanda
lagsmenn, sem áður voru í Al-
þýðuflokknum, sjái nú, að það var
misráðið að yfirgefa Alþýðuflokk
inn, hvort sem þeir treysta sér
til að snúa við' eða ekki. En Al-
þýðuflokkurinn er og á að vera
hin einu eðlilegu samtök lýðnæð-
isjafnaðarmanna.
— Hvað er að segja um efna-
hagsaðgerðirnar?
— Verðfallið og aflatregðan
hafa valdið þjóðarbúinu miklum
erfiðleikum. Með hliðstæðum
hætti, og verðhækkun erlendis og
vaxandi afli undanfarin ár átti
sinn þátt í stórbættri afkomu alls
almennings hlýtur verðfallið nú
og aflatregðan að bitna á öllum
almenningi. Því er ekki að leyna,
að lífskjör þjóðarinnar hljóta nú
um sinn að versna nokkuð, en
hið nýja samkomulag stjórnar-
flokkanna liefur það að höfuð-
markmiði að snúa þessari þróun
sem fyrst við með aukinni fram-
leiðni og lækkun kostnaðar á öll
um sviðum framleiðslu, viðskipta
og opinbers reksturs. Á þann hátt
vonar ríkisstjórnin, að hún geti
stuðlað að því, að þjóðartekjur
fari aftur að aukast og lífskjör
að batna að nýju.
— Ilvað er að segja um for-
mannaskiptin i þingflokki Alþýðu
flokksins?
— Það er mikill vandi að taka
við formennsku í þingflokknum
af manni etns og Emil Jónssyni,
sem allir viðurkenna, að er ein-
stakur forystumaður, enda hefur
hann notið sérstaks trausts í
flokknum og virðingar allra, sem
með honum hafa starfað. En ég
mun gera það sem ég' get til þess
að það góða samstarí, sem nú er
þingflokki Alþýðuflokksins,
haldist, og að þingflokkurinn
komi fram á Alþingi sem mestu
af áhugamálum Alþýðuflokksins.
Lýst eftir
ökumanni
Aðfaranótt þriðjudags var ek-
ið aftan á bifreiðina R-18035, þar
sem hún stóð fyrir utan húsið nr.
25 við Nóatún. Maður, sem svaf
í nærliggjandi húsi vaknaði við
áreksturinn og leit út um glugg-
ann. Sá hann þá bifreið koma að-
vífandi og virtist honum sú bif-
reið vera að elta hina, sem árekstr
inum olli. Eru það vinsamleg til-
mæli lögreglunnar að ökumaður
hennar gefi sig fram við lögregl-
una til vitnisburðar.
MUNID
HAB
foTV Bifrelðin
Hfólbar9averk»
stæðl
^esturbæiar
vnnast allar viðgerðtr « t»1ól-
'örðum óg slöngum
Við Nesve*.
Sjmi 23126
FRAMLEÍÐÍTM
ÁKLÆÐI
i allar ternnðir
OTU R
Hrlngbrau* v
ími 10659
'*r-
13. október 1967 - ALÞÝÐUBIAÐIÐ 15