Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 3
Kommúnistar, sem eiga sæti í ríkissdjórn Finnlands, hafa lýst sig andstæða gengislækkuninni, en ekki er talið að sú afstaða iþeirra leiði þó tii stjórnarkreppu. Áður en ákvörðunin um gengis- lækkunina var tekin ræddi ríkis- stjórnin málið við Kekkonen for- seta og stóðu þær viðræður yfir í eina klukkustund. Gengisfallið tafði flugið Flugvélar gátu ekki haldið áælun í utanlandsflugi frá Finnlandi í gær vegna geng islæktSunarinnar. Gengis- lækkunin hafði það nefni- lega í för með sér að all- ir fai’miðar hækkuðu í verði og farþegar urðu að gréiða viffhótargjald, áður en þeir fengu að stíga út í flugvél- arnar. Þetta þoldu margir illa og kom iðulega til deilu mála milli flugfarþega og afgreiðslufólks út af þessu gjaldi. Segja fréttasofu- gjaldi. Segja fréttastofufregn ir, að allra veðra hafi verið von í Helsinki í gærmorgun. Ríkisstjórn Finnísnds ákvað á miðvikudagskvöldið að fella gengi finnska * marksins um 31,25%. Segir í tiikynningu, sem ríkisstjórnin gaf út um þessa ákvörðun, að hún sé gerð eftir tillögum frá ríkisbanka Finnlands og að fengnu samþykki alþjóða gjaideyrissjóðsins. Tilgangur gengislækk- tmarinnar er sá að skapa grundvöil fyrir aukna þjóðarframleiðslu. Finnsk tolöð rituðu talsvert um gengislækkunina í gærmorgun og segir Huvudstadbladet meðal ann ars að það komi á óvart að geng- islækkunin sé sVo mikil og að hún sé ákveðin á þessum tíma, þótt hitt sé ekki undrunarefni til geng íslækkunar hafi dregið. Málgagn jafnaðarmanna teiur að gengis- lækkunin muni tvímælalaust leiða til hagstæðari greiðslujafnaðar og telur ákvörðunina réttmæta, en mlálgagn miðflokksmanna bendir á að gengislækkunin ein nægi ekki til að koma efnahagslífi landsins á réttan kjöl, heldur verði aðrar aðgerðir að koma til líka, eins og ríkisstjórnin hafi boðað. Blað kommúnista telur að gengislækk- unin sé auðmýkjandi fyrir þjóð- ina og hægt hefði verið að kom- ast hjá henni, he|iu viðeigandi ráðstafanir verið gerðar í tíma; nú sé hins vegar of seint að breyta nokkru rnn málið. Koivisto fjármálaráðherra Finn lands gerði í gær grein fyrir á- kvörðun stjórnarinnar um geng- islækkunina og sagði að megintil gangur hennar væri að hleypa nýju blóði í avinnulífið, stjórna fjármagninu þannig að það ýti undir aukna þjóðarframleiðslu og hvetji til þeirra breytinga á at- vinnulífinu, sem aukin framleiðni og bætt samkeppnishæfni atvinnu veganna krefjist. Aðalbankastjóri Finnlandsbanka, Klaus Waris, tók í sama streng. Framhald bls. 10. Birgir Finnsson tekur við fundarstjórn í Sameinuðu þingi í gær. irgir Rnnsson kjörinn forseti Sameinaðs þings BIRGIR FINNSSON var í gær endurkjörinn forseti Sameinaðs þings með 32 atkvæðnm stjórnar- flokkanna, en Framsókn og AI- þýðubandalagið höfðu kosninga- bandalag og tefldu fram Eysteini Jónssyni, sem fékk 28 atkvæði. Fyrsti varaforseti var kjörinn Verð hækkar á landbúnaðar- vörum, áfengi og tóbaki Allmiklar verffhækkanir urðu á ýmsurn; najuðsynjavörum í gær. Smjör og ostur hækkuðu um 25— 30%, mjólk hækkaði um 2 kr., súpukjöt um tæpar 6 kr. og á kart öflum vai-ð' 6 kr. liækkun. Enn- fremur hefur orðið 13% hækkun á flestum vörum þeim, sem Áfeng is- og tóbaksverzlun ríkisins sér um sölu á. Ástæðan til hækkunarinnar á fyrrtöldum nauðsynjavörum, er sú að ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður eða draga úr niður- greiðslum, sem á vörunum hafa verið, og hækka vörurnar þess vegna um það sem niðurgreiðsl- unum nemur. Þannig voru t.d. felldar niður niðurgreiðslur á osti og kostar nú kilóið af 45% osti 133.10 kr., en kostaði 106.70 áður. Kíló af Smjöri kostar nú 108.20 Bridgespilarar í Tvfmenningskeppni hefst n.k. iaugardag 14. október ki. 2 * (stundvísiega) í Ingólfskaffi, gengið inn frá Ingólfsstræti. Stjórnandi: Guðmundur Kr. Sigurðsson. ÖLLUM HEIMIL ÞÁTTTAKA. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. 4 e. h. kr. og kíló af súpukjöti kr. 75.50. í fyrradag, áður en hækkanirnar komust til framkvæmda, kvisað- ist eitthvað ut um þetta og olli talsverðri hömstrun hjá fólki. Einkum jókst smjörsala mikið og í sumum verzlunum seldust allar smjörbirgðir upp á skömmum tíma. Frá deginum í gær að telja not ar Áfengis- og tóbaksverzlun rík isins nýja verðskrá, þar sem flest ar vörur eru með hæn'a verði en áður. Brennivínsflaskan kostar nú kr. 315.00 og flaskan af Vodka kr. 395.00. Þá hækka allar síga- rettutegundir talsvert og sama er að segja um reyktóbak og eldspýt ur. Að sjálfsögðu ná hækkanirnar á landbúnaðarvörunum ekki til þeirra vara, sem ekki hafa ver- ið niðurgreiddar, svo sem skyrs, rjóma og nautakjöts. Olafur Björnsson, en annar vara- forseti Sigurður Ingimundarson. í Neðri-deild var kjörinn Sigurð ur Bjarnason, fyrsti varaforseti Benedikt Gröndal, annar varafor- seti Matthías Á. Mathiesen. í Efri deild var kjörinn forseti Jónas Rafnar, fyrsti varaforseti Jón Þor steinsson og annar varaforseti Jón Árnason. ★ KJÖRBRÉF SAMÞYKKT Fundur í Sameinuðu þingi hófst á atkvæðagreiðslu um kjörbréf Steingríms Pálssonar. Var það samþykkt að viðhöfðu nafnakalli i með 28 atkvæðum gegn 1, en 31 : sat hjá. Alþýðubandalag og Fram. ■ sókn greiddu bréfinu atkvæði og ' er það því samþykkt með innan við helming atkvæða á þingi. Gegn I því greiddi aðeins einn atkvæði, Pétur Benediktsson, og gerði grein fyrir afstöðu sinni í jómfrúræðu sinni á þingi. Önnur kjörbréf voru samþykkt án frekari athugasemda, einnig bréf Hannibals Valdimai'S sonar, sem segir hann vera utan flokka. Þá var kosið í kjörbréfanefnd og til Efri-deildar, en þangað fara 20 af 60 alþingismönnum. Fjárlagafrumvarp með nýju snibi FJÁRLAGAFRUMVARP fyrir árið 1968 var lagt fram á Al- þingi í gær, og er það 225 blaðsíðna bók — hin stærsta til þessa. Hefur frumvarpið verið sett upp á algerlega nýjan hátt og er nú í því að finna aragrúa af upplýsingum, sem þar voru ekki áður. Af þessum sökum er ógerningur að bera niðurstöðu tölur saman við tölur á fjárlögum fyrri ára. Samkvæmt hinni nýju reikningsaðferð verða heildarútgjöld ríkissjóðs 6.120 milljónir króna og nokkru betur, en heildar- tekjur 6.195 milljónir. Tekjur umfram gjöld eru því 74,8 millj- ónir. Lánahreyfingar ut eru 37,5 milljónum meiri en inn, og verður því greiðslujöfnuður frumvarpsins hagstæð'ur um 37,3 milljónir. í fjárlagafrumvarpi þessu er útgjöldum haldið í skorðum svo sem framast er unnt og ekki aukið við þau, nema enginn kostur sé að komast hjá því, svo sem vegna fólksfjölgunar eða skuldbindinga. Hins vegar er gert ráð fyrir þeim f jármun um, sem tryggja á með þeim ráðstöfunum, sem forsætisráð- herra tilkynnti. 13. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.