Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 1
Föstudagor 13. október 1967 — 48. árg. 229. tbl. — VerS 7 kr, Mikilvægast oð auka fjölbreytni atvinnuveganna Þungar byrðar verða Lágmark þess, sem gera verður í RÆöU SiNNI á Aiþingi í gær skýrði dr. Bjarni Benediktsson for sætisráóherra frá þeim ráðstöfunum, sem nú þarf að gera í efna- hagsmálum vegna verðhruns og aflaleysis. Til að gera ríkisbúskap- inn haiialausan vantar 750 milljónir króna miðað við síðasta ár, og er þetta um leið iágmark þess, sem gera verður til aðstoðar at- vinnuvegunum. Þessar nýju byrðar verður ekki unnt að bæta með uppbóturn á kaupgjald, ef þær eiga að ná tilgangi sínum. Eftirfarandi ráðstafanir verða nú gerðar: 1) Felldar niður þær niður- greiðslur, sem bætt var við vegna verðstöðvunar síð- asta ár, a!ls kr. 410 miiljón ir. Við þetta hækkar verð landbúnaðarafurða. 2) Tóbak og áfengi hækkar um samtals 75 milljónir. 3) Tryggingariðgjöld hækka, ella er fjárhag Trygginga- stofnunar ríkisins stefnt í voða, ails um 60 mllljónir króna. 4) Daggjöld sjúkrahúsa hækka, en ríkissjóður hefur haldið Jjeim niðri. 5) Söluskattur verður lagður á póst- og símagjöld og af- notagjöld hljóðvarps og sjónvarps. Tekjur 40 millíj- ónir. 6) Nýr skattur verður lagður á farmiða ttl útlandi, kr. 3.000 á hvern miða. Tekj- ur alls 60 milljónir. 7) Eignaskattur hækkar vegna hækkaðs mats, en það verð úr í þéttbýli 12-faldað, en hefur verið 6-faldað. Lág- mark skattskyldra nettó- eigna verður og tvöfaldað, svo að skatturinn lendi ekki á tiitölulega eignaUtlu fólki. Þá verður tekin upp ný vísi tala, sem byggð er á neyzlu- venjum þjóðarinnar 1965 og á að sýna réttaxi mynd af þeim en gamla talan. Nýja vísitalan tekur gildi 1. marz. Ráðstafan- irnar að ofan munu (hækka nýju vfsitöluna um 4—5%, hina eldri nokkru meira. Eftir þessar hækkunaraðger® ir verður enn haldið verðstöðv un og jþess freistað að forðast áframhaldandi verðbólgu. Nýr stjórnarsamningur var birtur á Albingi í gær EITT AF MIKILSVERÐUSTU MARKMIÐUM ríkisstjómarinnar í næstu framtíS verffur aff gera atvinnuvegina fjölbreyttari og óháðari sveiflurrt, jafnframt því sem markvisst verffur unnið a3 aukinni framleiðni, sagSi dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðberra í stefnuræðu þeirri, er han» íiutti Alþingi í gær. Forsætisráðherra minnti á mikla framleiðslu, hátt afurðaverð og vel- megun sfðustu ára, en kvað verkefnin framundan allt annars cðlis. Vegna verðhruns og afiatregðu yrði að bæta hag ríkissjóðs um 750 iirilljónir króna til að forðast haiia á árinu 1968, og væri þetta jafniramt lág- mark þess, sem gera þyrfti til aðstoðar atvinnuvegunum. Bjarni Bjarni Benediktsson Dr. Bjarni gerði grein fyrir 'þeim ráðstöfunum, sem nú væri óhjákvæmilegt að leggja á, en greindi einnig frá samkomulagi því, sem Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflókkurinn hefðu gert með sér um áframhaldandi stjórn arsamstarf. Auk efnahagsráðstaf- ana gat hann um eftirtalin mál, sem samið hefði verið um: Sjávarútvegur: Endurnýjun þorsk veiðiflotans og endurskipulagn ing fiskvinnslunnar til að tryggja betri nýtingu tækja. Landbúnaður: Stefnt að aukinni framleiðni, framleiðslu fyrir innanlandsmarkað og útflutn- ingi án uppbóta. Iðnaffur: Stjómin mun styðja að- lögun iðnaðarins að breyttum aðstæðum og efla sérstaklega iðngreinar, sem eðlilegastar eru við íslenzkar aðstæður, t.d. skipasmíðar og viðgerðir, og veiðafæraiðnaður, netagerð hagnýtingu auðlinda. Verzlun: Unnið að lækkun dreif- ingarkostnaðar og sett löggjöf um einokunarmyndun og sam- tök um verðlagningu. Ríkið: Tilkostnaður verði iækkað ur hjá ríki og í opinberum fram. kvæmdum eins og í atvinnuveg um. StóriíVia: Áfram verði unnið að upphyggingu stóriðju — í sam- starfi við erlenda aðila, ef þess verður þörf. Bent á sjóeínaverk smiðju og stækkun áburðarverk smiðju. Mark'aðsmál: Bæta veiður mark- aðsaðstöðu íslenzkra atvinnu- vega. Þrautkanna á aðild að Fríverzlunarbandalaginu, at- Ihuga samninga við Efnahags- bandalagið, en þar kemur aðild ekki til greina. Framhald á bls. 15. Lifskjorin nijota versna um sinn Er forsætisráðherra hafði flutt fhrtti við þær umræður svohljóðandi stefnuræðu ríkisstjórnarlnnar á þing yfirlýsinp fyrlr hönd flokksins: fundi í gær tóku formenn annarra; þingflokka til máls. Dr. Gylfi Þ. | Herra forsetí! Fyrir hönd Alþýðuflokksins vil ég Gfslason menntamálaráðherra, for- taka fram, að miðstjórn flokksins tnaður þingflokks Aiþýðuflokksins hefur samþykkt einróma að halda áfram stjórnarsamstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn á grundveiii þeirrar stefnuyfirfýsingar, sem hæstvirtur forsætisráðherra hefur nú lesið, og ennfremur að verkaskipting í ríkis i stjórninni skuli vera óbreytt. | Alþýðublaðið átti stutt tal við menntamálaráðherra að loknum þingfundi í gær. Fyrsta spurming blaðsins var um stjórnarsamstarf- ið og svaraði dr. Gylfi Þ. Gísla- son henni á þessa leið: — Alþýðuflokkurinn vann í sum ar einn mesta kosningasigur, sem hann hefur unnið í sögu sinni, og bætti við sig einu þingsæti. Kosn ingaúrslitin voru ótvíiæð trausts yfirlýsing til flokksins. Eitt hið á- nægjulegasta við kosningabarátt- Framhald á bls. 15.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.