Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 8
FORSÆTISRÁÐ-
HERRA,
dr. Bjarni
Benediktsson, flutti
í gær alþingi stefnu-
ræðu ríkisstjórnar-
innar. Greindi hann
þar frá samkomu-
lagi Alþýðuflokksins
og Sjálfstæðis-
flokksins um áfram-
haldandi stjórnar-
samstarf. Ræðan
er .hér birt í
heild.
starfi sínu áfram, enda hafa
þeir ákveðið að gera það.
Verkefni þau, sem nú blasa
við, eru hins vegar mjög ólík
þeim, sem verið hefur við að
etja á undanförnum árum. Verð-
fall á helztu útflutningsvörum,
erfitt árferði víða um land og
aílatregða hafa á síðustu miss-
erum gerbreytt viðhorfum í ís-
lenzkum efnahagsmálum. Vegna
þess, að allur almenningur hef-
ur að undanförnu fengið hlut-
íallslega meira en fyrr af stór-
auknum þjóðartekjum, verður
ekki hjá því komizt, að samdrátt
ur þeirra um sinn leiði nú til
minnkandi tekna launþega jafnt
og annarra. En aðalviðfangsefn-
ið hlýtur að verða að koma í veg
fyrir, að þessir örðugleikar leiði
til atvinnuleysis og varanlegrar
kjaraskerðingar. Til þess, að það
takist, þarf að gera ráðstafanir
til að ná jafnvaegi í tekjum og
gjöldum ríkissjóðs, helztu at-
vinnugreina og þjóðarbúsins í
heild.
Verðfailið, sem hófst fyrir
75 millj. kr. Óhjákvæmilegt er
að fallist á tillögu Trygginga-
stofnunar ríkisins um hækkun
iðgjalda um rúmlega 60 millj.
króna því að ella væri fjárhag
stofnunarinnar stefnt í voða.
Leyfð verður hækkun daggjalda
sjúkrahúsa, sem frestað var í ár
með sérstökum greiðslum úr rík-
issjóði. Þá munu afnumtíar und-
anþágur sem í gildi hafa verið
um greiðslu söluskatts af póst-
og símagjöldum og afnotagjaldi
áf hljóðvarpi og sjónvarpi. Eyk-
ur það tekjur ríkisins um 40
millj. kr.
Jafnhliða fjárlagafrumvarpinu
mun ríkisstjórnin leggja fyrir
Aiþingi frumvarp um sérstaka
tekjuöflun og aðrar nauðsyn-
legar ráðstafanir vegna efna-
hagsörðugleikanna. Ætlunin er
að leggja skatt á farmiða til út-
landa, 3000 krónur á hvem miða
og er gert ráð fyrir að þessi
skattur afli ríkissjóði um 60
millj. kr. tekna á ári. Ennfremur
verður lagt til, að við álagningu
eignaskatts verði fasteignamat í
hækka um 4—5% í kjölfar þeirra
ráðstafana, sem nú hefur verið
lýst. Á hinn bóginn er fullvíst,
að atvinnuvegir landsmanna
geta ekki eins og nú horfir
greitt hækkað kaup. Þess vegna
er nauðsynlegt að koma í veg
fyrir, að þessi hækkun fram-
færslukostnaðar valdi tilsvar-
andi kauphækkun, og eru því í
frumvarpinu ákvæði um það, að
kaup skuli ekki hækka vegna
þessara ráðstafana. Að frátöld-
um slíkum óhjákvæmilegum
verðhækkunum eins og þeim,
sem taldar hafa verið, mun rík-
isstjórnin áfram fylgja verð-
stöðvunarstefnu, og er gert ráð
fyrir, að ákvæði núgildandi verð-
stöðvunarlaga séu framlengd
með því frumvarpi, sem áður
er getið um. Jafnframt er ætl-
unin, að hin nýja vísitala taki
gildi 1. marz næstk. og miðist
kaupgjald framvegis við hana
á sama hátt og verið hefur sam-
kvæmt eldri vísitölu.
Þær ráðstafanir, sem nú hafa
verið taldar eru tvímælalaust
Alþýðuílokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn hafa nú haft
samvinnu í ríkisstjórn síðan
haustið 1959 eða í 8 ár. Hefur
þetta samstarf staðið lengur
samfleytt en nokkur önnur sam-
vinna um stjórn landsins. Við
upphaf þess mótuðu flokkarn-
ir nýja stefnu í efnahagsmálum.
Markmið hennar var að styðja
að aukningu þjóðartekna og
bættum lífskjörum með því að
beina framleiðslu og viðskipt-
um inn á hagkvæmar brautm,
rétta við greiðslujöfnuð við
önnur lönd og endurvekja láns-
traust þjóðarinnar erlendis. —
Stefna sú, sem fylgt hefur ver-
ið, hefur ásamt mikilli fram-
leiðslu og hagstæðu útflutnings-
verðlagi sjávarafurða hin síðari
ár fram á árið 1966 orðið þess
valdandi, að þjóðartekjur hafa
á undanfömum árum vaxið
meira en á nokkru öðru sam-
bærilegu skeiði, þannig að lífs-
kjör þjóðarinnar jafnt til sjávar
og sveita hafa að undanfömu ver-
ið betri og batnað örar, en
nokkru sinni fyrr. Þetta á sinn
þátt í því, að þjóðin hefur vott-
að stjórnarflokkunum traust
í þeim tvennum Alþingiskosn-
ingum, sem háðar hafa verið
frá því að þeir gengu saman í
rikisstjórn. Alþingiskosningarn-
ar nú í sumar leiddu i ljós, að
stjómarfÍQkkarnir hafa meiri
hluta kjósenda að baki sér og
hiutu meiri hluta í béðum deild-
um alþingis. Það er þess vegna
ótviræður vilji kjósenda, að
stjórnarflokkarnir haldi sam-
rúmu ári, gerði að verkum, að
augljóst var, að útflutningsat-
vinnuvegirnir gætu ekki risið
undir aukningu framleiðslu-
kostnaðar. Ákvað ríkisstjórnin
því að beita sér fyrir verðstöðv-
un, í trausti þess, að launþegar
æsktu þá ekki launahækkunar. í
þessu skyni varð ríkisstjórnin
að stórauka niðurgreiðslu vöru-
verðs samfara öðrum ráðstöfun-
um jafnframt því, sem aðstoð
við sjávarútveginn var aukin.
Var þetta kleift í bili, án nýrr-
ar tekjuöflunar, vegna mikils
tekjuafgangs ríkissjóðs á árinu
1966, enda voru þá taldar horfur
á, að verðfallið yrði ekki varan-
legt. Nú hefur raunin orðið önn-
ur svo bersýnilega er ekki unnt
að minnka fyrirgreiðslu við
sjávarútveginn og ef halda ætti
öllum þeim niðurgreiðslum, sem
eiga sér stað, auk fjáröflunar
til þess að greiða óhjákvæmi-
legan kostnaðarauka ríkisbúsins
vegna fólksfjölgunar og skuld-
bindinga, sem þegar hvíla á rík-
inu, þyrfti á næsta ári að afla
um 750 milljón króna nýrra
tekna til þess að ríkisbúskapur-
inn yrði hallalaus.
Þess vegna hefur ríkisstjóm-
in ákveðið, að fella niður þær
niðurgreiðslur á íslenzkum land-
búnaðarv., sem ákveðnar hafa
verið vegna verðstöðvunarinnar.
Er hér um að ræða niðurgreiðsl-
ur að upphæð 410 millj. kr. á
ársgrundvelli. Þá' hefur verð á-
fengis og tóbaks nú verið hækk-
að fallast á tillögu Trygginga-
tekjiur ríkissjóðs á næsta ári um
kaupstöðum og kauptúnum tólf-
faldað í stað þess, að það er nú
sex-faldað, en sex-faldað í sveit-
um, þar sem engin matshækkun
er nú, og verður þessi hækkun
þó lægri en hins nýja fasteigna-
mats.
Jafnframt verður lágmark
skattskyldra nettoeigna tvöfald-
að til þess að hækkun fast-
eignamatsins komi .ekki niður á
fólki, sem er tiltölulega eigna-
lítið. Auk þess munu verða gerð-
ar ýmsar ráðstafanir til sparn-
aðar í opinberum rekstri.
Með framangreindum ráð-
stöfunum á ríkisbúskapurinn að
geta orðið hallalaus á næsta ári,
en það er frumskilyrði þess, að
hægt sé að ráða við þá efnahags-
örðugleika, sem nú steðja að.
Þessar ráðstafanir og þá auð-
vitað fyrst og fremst niðurfell-
ing þeirra niðurgreiðslna, sem
upp hafa verið teknar, síðan
verðstöðvunin komst á, hljóta
að auka .framfærslukostnað.
Kauplagsnefnd og Hagstofan
hafa reiknað út tvær vísitölur
um breytingar á framfærslu-
kostnaði. Samkvæmt gildandi-
lögum breytist kaupgjald í sam-
ræmi við breytingar á eldri vísi--
tölunni. Það verður hins vegar
ekki véfengt, að nýrri vísilalan
er réttari mælikvarði á breyt-
ingu raunverulegs framfærslu-
kostnaðar, því að hann' er mið-
aður við neyzluvenjur á árinu
1965, - en ■ ekki 1953—1954 eins'
og hinn fyrri, þegar lífskjör al-
mennings voru miklu lakari en
nú. Nýrri visitalan er talin munu
lágmark þess, er gera þarf at-
vinnuvegunum til styrktar. Á
undanförnum árum hefur ávallt
þurft að framkvæma öðru hvoru
aðgerðir af því tagi, sem nú eru
ráðgerðar. Slíkt er auðvitað ó-
æskilegt. Til þess að eyða nauð-
syn þvílíkra skyndiaðgerða ætíð
öðru hvoru, þarf að gera at-
vinnuvegi þjóðarinnar fjölbreytt-
ari og síður sveiflum háða, jafn-
framt því, sem markvíst verði
að því unnið, að auka framleiðni
í öllum atvinnugreinum sem og
hagkvæmni í rekstri ríkis og
sveitarfélaga. Stjórnarflokkarn-
ir eru sammála um, að þetta sé
á meðal mikilvægustu verkefna
næstu ára, og mun ríkisstjórnin
Ieggja höfuðáherzlu á, að árang-
ur náist í þessum efnum.
í þessu skyni mun ríkisstjórn-
in beita sér fyrir, að fram-
leiðslugeta atvinnuveganna
verði nýtt sem bezt . enda verði
þessa gætt bæði í rekstri og
fjárfestingum.
í sjávarútvegi verði lögð sér-
stök áherzla á endurnýjun þorsk-
veiðiflotans og þá endurskipu-
lagningu fiskvinnslunnar, sem
nú þegar er hafin, þannig að
betur nýtist þau tæki, sem þeg-
ar- eru fyrir hendi.
• í landbúnaði ■ verði-stefnt að
því að auka framleiðni og fjöl-
breytni framleiðslunnar, þannig
að.-hantt veröi: í-framtíðinni fær
um að fullnægja margbreyti-
legum þörfum . innlends mark-
aðs- og- flytja út- vörur án upp-
bóta úr ríkissjóði.
í iðnaði verði haldið áfram
að styrkja viðleitni fyrirtækja
til að laga sig að þeim breyttu
aðstæðum, sem,frjáls innflutn-
ingur og lækkandi tollar skapa.
Sérstaklega verði stefnt að efl-
ingu þeirra iðngreina, sem eðli-
legastur starfsgrundvöllur er
fyrir hér á landi svo sepi iðnað
í tengslum við framleiðsluat-
vinnuvegina þ. á. m. skipasmíð-
ar og skipaviðgerðir, veiðarfæra-
iðnað og netagerðir, og stuðlað
verði að stofnun iðngreina til
hagnýtingar náttúruauðlinda.
í viðskiptum verði lögð á-
herzla á að efla nýja verzlunar-
hætti, er lækki dreifingarkostn-
að, jafnframt því, sem sett
verði eftirlit með einokunarverð-
myndun og samtökum um verð-
lagningu.
Um opinberan rekstur og
franikvæmdir mun ríkisstjórnin
leggja áherzlu á, að gerðar séu
hliðstæðar ráðstafanir og í at-
vinnurekstri til lækkunar til-
kostnaðar. Fjárlaga- og hag-
sýslustofnunin mun hafa forystu
um að beita sér fyrir þessu í
samvinnu við einstök ráðuneyti,
stofnanir og sveitarfélög..
Jafnframt því sem unnið
verði að framleiðniaukningu
hvarvetna sem við verður kom-
ið, telur rikisstjórnin, að halda
beri áíram stóríðjuframkvæmd-
um, svo að öll landgæði, þ. á. m.
fossa-afl og jarðhiti nýtist þjóð-
inni allri til heilla. í því skyni
telur ríkisstjómin að leita beri
samvinnu við erlenda aðila eft-
ir því, sem þörf er á, jafnframt
því, sem úrslitayfirráð íslend-
g 13. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐID