Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 7
Frá aöalfundi Skóg- ræktarfélagsins FRÍMERKI EXPO 7967 DAGANA 20. - 21. október var haldinn aðalfundur Skógræktar- félags íslands í Hlégarði í Mos- fellssveit. Fundinn sátu, auk stjórnar og varastjórnar félags ins, 51 fulltrúi skógræktarfélag- anna um land allt, auk margra gesta. Hófst fundurinn föstudaginn iþ. 20. október kl. 10 árdegis með því að formaður félagsins Há kon Guðmundsson yfirborgar- dómari setti fundinn með á- varpi. í upphafi máls síns minntist hann C. E. Flensborg, fyrrver- andi forstjóra Heiðafélaþbins danska, en hann lagði grund- völl að íslenzkri skógrækt á ár unum, 1900 til 1906. Formaður ræddi síðan störf skógræktarfélaganna og í því sambandi vék hann nokkrum orðum að landgræðslu og gróð urvæðingu landsins, sem hann kvað margþætta. Einn þáttur hennar væri skóg ræktin, en hún fæli bæði í sér endurreisn hinna fornu birki- skóga og ræktun nýrra trjáteg- unda, sem eigi hefðu vaxið hér áður. Það væri markmið og stefna skógræktarfélaganna að vinna að þeim þætti hinnar gróðurfars legu endurreisnar. Þetta hlutv. þeirra kæmi fram í tvíþættu starfi. Annars vegar kappkost- uðu skógræktarfélögin að vek;ja áhuga manna ó. hinni almennu nytsemi skógræðslu og trjárækt ar, en hins vegar legðu þau fram krafta sína og orku við sjálfa skóggræðsluna. Þetta starf vinna skógræktun- armenn með fullum skilningi á annarri ræktun, hvort sem þar er um að ræða ræktun til gras framleiðslu í 'áður grónu landi, sandgræðslu eða aðra ræktun. Öll ræktun, sem að því miðar, að efla gróðurfar landsins er skógræktarmönnum að skapi. Hinsvegar er það afdráttarlaus skoðun þeirra, að skógrækt sé svo sjálfsagður þáttur í ræktun landsins, að taka beri fullt til- lit til hennar í endurreisn gróðursins og ræktunarfram- kvæmdum komandi ára. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri flutti þvínæst yfirlit um skógræktarmál. Skýrði hann frá afgreiðslu tillagna frá síðasta aðalfundi greindi því næst frá markverðustu atburðum, þar á meðal komu 70 Norðmanna til skógplöntunar í sumar, vígslu Rannsóknarstöðvar Skógræktar rikislns o.fl. Því næst vék Hákon að athug unum, sem gerðar voru á vexti og þroska nokkurra greniteg- unda norðanlands, en köld sum ur hafa verið þar að undan- förnu. Af vexti fjögurra greniteg- unda, rauðgreni, hvítgreni, sit kablendings og blágrenis virð- ist einstætt, að háfjallategund irnar, eins og blágrenið og brodd grenið, taki beztum þroska, þeg ar sumarhiti er lágur. Þessum tegundum væri ekki eins hætt við kali og rauðgreninu, og þær virtust nægjusamari hvað jarð- veg snertir. í þessu sambandi mætti ekki rugla saman trjásköðum af völd um vetrarhlýinda og frosts, eins og þeim frá aprílveðrinu 1963 og vor- eða haustkali trjáa, enda væru slíkir skaðar aðeins á síðustu árssprotum. í lok máls síns ræddi Hákon um rannsóknir sænsks veður- fræðings á veðurlagi í sambandi við veðurfar síðustu ára hér á landi, og sagði, að enda þótt dragi úr vexti einstakra tegunda í köldum sumrum, þá væri eng- inn skaði skeður með því. Snorri Sigurðsson erindreki gaf því næst skýrslu um störf skógræktarfélaganna á s.l. ári. Hann gat þess að á árinu 1966 hefði óvenju lítið verið unnið að nýjum girðingum, en því meira að endurbótum og viðhaldi á eldri girðingum. Á vegum félaganna voru gróð ursettar röskar 416.000 trjá- plantna 1966, en það er 74.000 plöntum færra en árið áður. Gróðursetning félaganna hefði því dregizt saman sakir fjár- skorts og hörguls á vinnuafli og hefði svo verið nokkur undan- farin ár. Þrátt fyrir minnkandi útplönt un gengi nú óðum á lönd félag- anna. Nauðsynlegt væri að gefa þessu gaum og hvatti hann fé- lagsstjórnirnar til þess að kanna möguleika á útvegun á nýjum löndum. Þá gat Snorri þess að félögin legðu nú meira af mörkum til; grisjunar og umhirðu plantna en áður. Þetta væri spor í rétta átt, en nokkuð vantaði á að fé lögin hefðu undan með þessi störf. Því næst gerði Snorri grein fyrir öðrum atriðum, sem snerta félagsstöríin s.s. leiðbeiningar og fræðslu meðal félaganna og þátt æskufólks í skógræktarstarf inu. Að lokum ræddi hann um fjár hag félaganna og sagði í því sambandi að ekki væri að vænta aukinnar gróðursetningar hjá félögunum nema því aðeins að þeim tækist að auka tekjur sínar verulega frá því se-rn nú er. Ingólfur Jónsson landbúnaðar ráðherra ávarpaði fundinn og sagði m.a. að verkefni skógrækt arfélaganna væri mikið. Nauð- synlegt væri að hefta uppblást- Framhald á 15. síðu. 31. október 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J KANADA er 100 ára og minn- ist afmælis síns myndarlega með heimssýningunni í Montreal — ,,EXPO 67“. — Það urðu marg- ir til þess að efast um að Kan- adamönnum tækist að ljúka und irbúningi að slíkri sýningu á tæpum 4 árum. Það hafði nefni- lega tekið 7 ár að koma upp þeim heimssýningum sem haldn ar hafa verið. — Vísindamenn lögðu þá spurningu fyrir tölvu, hvenær hægt mundi að opna sýninguna í Montreal og svar tölvunnar var á þá leið að það mundi ekki verða hægt fyrr en á árinu 1969! Þrátt fyrir spá- dóma raímagnsheilanna gengu Kanadamenn ótrauðir til verks og stóðust með prýði þá raun, að geta opnað eina beztu heims sýningu, sem haldin hefur ver- ið á afmælisárinu 1967. Sýning þessi stendur á tveim- ur eyjum og skaga í St. Law- rence-fljóti, en þessar eyjar og skagi eru að mestu leyti gerð af manna völdum. Undirbúnings starfið tók 15 mánuði og kostaði 40 milljónir dollara. — Því næst fengu Kanadamenn 70 þjóð ir til þess að taka þátt í fram- haldi á ,’,sköpun“ svæðisins með byggingum á því. Sýningin var opnuð í maí-mánuði s. 1. og stendur yfir til októberloka. ísland gaf út frímerki í til- efni þessarar sýningar og kom það út 8. júní s. 1. Það var að verðgildi 10 kr. og liturinn blátt og brúnt. Á merki þessu er mýnd af landabréfum frá ár- unum 1590 og 1907. — Mörg lönd önnur gáfu út heimssýn- ingarmerki. Hvað er svo að sjá á sýningu þessari? Þar getur að líta geysi mikla yfirlitssýningu á næstum öllum verkum „Homo Sapiens“ — eða hins viti borna manns. Stærsta sýningarhöllin er sú sem Kanadamenn sjálfir reistu. Hún kostaði 21 milljón dollara. og nær yfir 11 ekrur lands. Efst á henni er pýramídi á hvolfi, 109 fet á hæð. — í þessum skála sézt hvernig Kanada hefur þró- azt í velmegunarþjóðfélag á 100 árum. Við skulum næst líta inn í „Völundarhúsið" svokallaða til þess að taka þátt í „alskynjun- arkvikmynd“, sem hefur verið kölluð „furðuferð án skynopn- unarlyfja". — Okkur finnst m. a. sem við svífum gegn um geiminn á: meðan jörðin hverf- ur smátt og smátt burt í fjarska á geysistóru kvikmyndatjaldi á gólfinu 40 fetum fyrir neðan okkur. — Næst skulum við líta á stóru sambygginguna sem Hab itat heitir. Hún er teiknuð og skipulögð af ísraelska arkitekt- inum Moshe Safdie. Þessi bygg- ing er 12‘hæðir og er samsett úr mörgum steinsteypukössum, sem raðað er saman líkt og byggingakubbum og mynda þeir þá 158 1—4 herbergja íbúðir. — Hver íbúð hefur sinn einkagarð, sem er þakið á íbúðinni næst fyrir neðan. — Þessi bygging- armáti liefur vakið geysilega at- hygli sýningargesta og er það mál manna að minnst muni sýn ingarinnar Expo ’67 vegna stein steypukassanna hans Safdie líkt og fólk minntist sýningarinnar í París vegna Eiffelturnsins. Já, margt er að sjá þarna: ó- Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.