Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 10
fcsRitstióri Örn Eidsson (T^þmSmomtXtXI Þorsteinn Björnsson varði af snilld í marki Fram •Á SUNNUDAGINN léku danska 1 liðið Stadion annan leik sinn hér ;og aS þessu. sinni gegn íslands- jmeisturum Fram. Leikurinn fór fram fyrir nær fullu húsi áhorf- ^enda, sem urðu fyrir nokkrum ;vonbrigðurn með leikinn. Allan tímann var hann leiðinlegur og ■ alls ekki vel leikinn. Framliðið '■vantaði Ingólf og Danirnir voru sýnilega þreyttir eftir ferðalag- ið og leikinn við Víking kvöldið áður. Fram byrjaði að skora og gerði það Gylfi Jóhannsson, síðan jafna Danir, en Guðjón Jónsson, sem aftur lék með Fram, skoraði tvö falleg mörk. Guðjón virðist vera kominn í góða æfingu og styrkir hann Framliðið verulega. Staðan í hálfleik var 8:5 fyrir Fram og í byrjun síðari hálfleiks komst Fram í 10:5, en Danirnir gerðu aðeins þrjú mörk í öllum síðari hálfleik. Bezti maður Framliðsins var Þorsteinn Björnsson í markinu, sem stóð sig frátoærlega vel og varði allan leikinn af hreinni snilld. Þá voru þeir Gunnlaugur og Guðjón góðir, aðrir stóðu sig sæmilega. Danska liðið var alls ekki upp- örvandi, en sennilega hefur þroyta háð leikmönnum liðsins. Síðasti leikur þeirra verðúr í kvöld við FH. Stadion leikur við FH í ii íþróttahöllinni í kvöld I kvöid kL 8,15 hefst leik- ur danska liðsins Stadion og FH sem er íslandsmeistari í úti- handknattleik. Eins og kunnugt er sigraði Stadion Víking á laugardag, en tapaði fyrir Fram daginn eftir. Búast má við mjög skemmtilegum leik FH og Stadion, en Hafnfirð- ingarnir liafa ávallt átt góða leiki geign erlendum liðum. Segja má, að þetta sé fyrsti al vöruleikur FH á keppnistíma- bilinu. Gunnlaugur Hjálmarsson í góðu skotfæri og þá er ekki að sökum að spyrja. (.Mynd: Bj. Bj.) STADION ÁTH EKKI í ERFIÐ- LEIKUM MEÐ VÍKING, VANN 26:19 Guðjón Jónssou lék vei í leiknum á sunnudag. Hann hefur brotizt í gegnum vörn Stadion og skorar. STADION, handknattleiksliðið frá Kaupmannahöfn, sem hér er statt á vegum Víkings lék við gestgjaf ana á laugardaginn. Stadion sigr- aði auðveldlega í leiknum með 26 mörkum gegn 19. Að vísu komst Víkingur í 2:1 í upphafi, en Dan irnir náðu fljótlega öruggu for- skoti og í leikhléi var staðan 12:6. Síðari hálfleikur var jafnari, en þó héldu Danir forystu í þeim hálfleik og einu marki betur, og munurinn var 7 mörk eða 26:19 eins og fyrr segir. Eins og oft áður bar mest á Einari Magnússyni og Jóni Hjalta lín í iiði Víkings, en aðrir leik- menn eru töluvert lakari. Danirn ir tóku fljótlega upp sérs^ika gæzlu á þessum tveimur leikmönn um, og þá var lítill kraftur í Víkingsliðinu. Það varð aldrei nein spenna í þessum leik, til þess var sigur Stadion of öruggur eiginlega frá upphafi. Skemmtifundur Frjálsíþróttadeildar ÍR ÍR-ingar! ÍR-ingar! — Frjáls- íþróttadeild ÍR heldur skemmti- fund fimmtudaginn 2. nóvember í ÍR-húsinu við Túngötu og hefst •hann kl. 20.30. — Sýndar verða íþróttakvikmyndir og Guðmund- ur Þórarinsson mun tala um þjálf un íþróttafólks. Mætið öll og takið með ykkur gesti. 10 31. október 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.