Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 15
Flugsamgöngur í'rainnaiu ur opnu. ins, að til aivanegs sRaða getur orðið. Þess vegna haía menn komizt að raun um, ao þegar flugvélin á að fai'a í gegnum hljóðmúrinn, verður þaö ao gerast i gífur- legri hæö og örugglega nógu langt frá borgum. Önnur vandamái eru í sam- bandi við risaíiugvélar af venju legri gerð. I byggingu þeirra er einnig við erfoieiKa að etja, en ekki eins marga. Þar er um að ræða að framieiöa þotu eða skrúfuþotu, sem getur flutt 700 — 1000 farþega iangar vegalengd ir til að verö feröanna lækki frá því sem er í dag. Þessar risaþotur yrðu með mörgum farrýmum, þar yrðu 30 flugfreyjur og þar yrðu 10 smá veitingahús. Þessar þotur myndu gjörbreyta feröavenjum okkar. Svo er það íiúgvéiin, sem fara á stuttar vegalengdir og getur hafið sig til fiugs og lent á stuttum torautum. Þegar tækni- leg vandamál við gerð hennar hafa verið leyst, munu flugvél- ar verða mún meira notaðar í fei ðir á miili stuttra vega- lengda. Vélarnar verða að geta lent á um 50 m braut og einn- ig þó að um sé að ræða gras og ójöfnur. Hætt hefur verið við í bili að gera tilraunir meö flugvélar sem geta hafið sig til flugs lóð- rétt eins og þyrlur. Slíkt mundi verða mjög dýrt og alls ekki hættulaust. Sennilega verður ekki farið út í að framleiða flugvélar er fljúga hraðar en sagt hefur ver- ið frá hér í greininni, því að næsta skrefið verða eldflaug- ar. Þeim verður skotið á loft líkt og geimförum, sem fara út fyrir gufuhvolfið og fara úm geiminn. Þær koma aftur inn í gufuhvoifið rétt áður en þær lenda, hinum megin á hnettin- um, eftir 40 mín. ferð. Þær fyr- irætlanir eiga að rætast árið 1980. Þegar um er að ræða flugvél- ar, knúnar atómkrafti, hafa tmenn frestað þeim tilraunum af ýmsum ástæðum. Þó eru nokkr- ir vísindamenn í Boston, sem vinna að hugmyndinni um að nota þessa oi-ku til að knýja geysistór loftskip. Ferðin frá Evrópu til Ameríku tekur þá heilar 36 klst., en farþegarnir munu hafa sama aðbúnað og væru þeir á skemmtaferðaskipi. í Þýzkalandi er verið að vinna að svipuðum athugunum, til þess að reyna að lækka far- mið'averðið eins og mögulegt er og því eiga loftskipin að taka sem flesta farþega. Farartækið verður að svipa til geimfaranna, sem þegar eru í notkun, en ólík að því leyti að hver hluti þess verður að geta snúið til jarðar. Farþegar og farangur, sem fara á tll geim- stöðvar, verða í aftasta og minnsta hluta farartækisins. En til að ná þessu takmarki verður að gera farartæki, sem getur farið með tuttugu og tvöföldum hraða hljóðsins, en siðan lent á venjulegum flugveili. Þegar hefur verið hafin und- irbúningur að slíku farartæki og sér NASA, bandaríka geimferða- stofnunin um stjórn rannsókn- anna. Þetta getur því orðið að veruleika eftir ca. 10 ár. — Fyrst verðdr'þetta notað til að flytja starfsmenn til geimstöðv- anna, geimfara, sem eiga að halda áfram til annarra hnatta, og einnig til að flytja varahluti og eldsneyti. Expo Framhald af 7. síðu. metanleg málverk, gítarinn hans Elvis Prestleys, hraunmola frá Surtsey og landslag á tunglinu. Við getum farið í reiðtúr á ind- verskum fíl eða spreytt okkur á því að tefla fram vitsmunum okkar gegn raJfeindaheiljÞ. — Hvað um skála okkar íslend- inga? Jú, hann er þarna á staðn um, en ekki hefur hann hlotið einróma hrós þeirra er séð hafa. Skal enginn dómur felldur um hann hér. Skcgrækt Framhald af 7. síðu. ur lands, og þar sem skógar væru, væri jarðveginum borgið. Sagði hann Það ekki sæma ís- lendingum að láta landið blása upp, en þjóðin væri fámenn og yrði því að gera meiri kröfur -til einstaklinganna en aðrar þjóðir gerðu. Að lokum árnaði hann Skógræktarfélagi íslands allra heilla. Að loknu ávarpi landbúnaðar- ráö'h erra tok Gunnlaugur Briem ráðuneytisstjóri til máls. Hann þakkaði þann sóma, sem honum hefði verið sýndur, er ‘hann var gerður að heiðursfé- laga. Árnáði hann félaginu allra heilla. Einar G. E. Sæmundsen gjald keri félagsins las upp reikninga þess. Niðurstöður á rekstrar- reikningi eru kr. 1.317.852, — en á efnahagsreikningi kr. 1.390. 512. Að loknum hádegisverði var fundi haldið áfram. Lagðar voru fram tillögur, er fundinum höfðu borizt, er fundinum ræður þar sem m.a. var rætt um: Skipulagningu á ræktun landsins, plöntuuppeldi og val, kynningu á skógræktarstarf inu, trjárækt við Þingvelli og verndun birkigróðurs. í umræð- unum tóku þátt: Sigurður Blön dal, Tryggvi Sigtryggsson, Ólaf- ur Á. Ólafsson, Daníel Kristjáns son, Guðleifur Sigurjónsson, Há- kon Guðmundsson, Hákon Bjarnason, Guðmundur Mart- einsson og Bjami Helgason. Að umræðum loknum voru reikningar bornir upp til sam- þykktar og voru þeir samþykktir samhljóða. Eftir fund á föstudag, skoð- uðu fundarmenn Laxeldisstöð- ina í Kollafirði, Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá og garð Sigurjóns Guðmunds- sonar í Kollafirði. Á laugardag hófst fundur að nýju kl. 10,— árdegis. í byrjun fundar minntist formaður Dan- íels Fjeldsted læknis, en hann andaðist 20. október. Var Daníel ötull skógræktarmaður, en auk þess hafði hann gefið Skógrækt arfélagi íslands eignarhluta sinn í Sandey í Þingvallavatni. Risu fundarmenn úr sætum til að heiðra minningu hans. Framhald var á almennum um ræðum, þar sem ræddar voru tillögur þær, sem fundinum höfðu borizt. Þeir, sem tóku til máls voru: Einar G. E. Sæm undsson, Sigurður Blöndal, Guð mundur Marteinsson, Snorri Sig urðsson, Oddur Andrésson og Hákon Guðmundsson. Hér á eftir fara nokkrar af þeim tillögum, sem fundurinn samþykkti: Aðalfundur Skógræktarfélags íslands haldinn að Hlégarði 20. 21. október 1967, beinir því til landbúnaðarráðherra, að hánn hlutist til um að fram fari athug’ un á því um land allt, hvernig sérhvert hérað og byggðarlag verði framvegis bezt nytjað með tilliti til hagkvæmustu skipt- ingu milli skógræktar, annarrar ræktunar og beitar. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands vill vekja athygli á því að innan fárra ára mun fullgróð ursett í mörg þau skógræktar- lönd, sem nú eru girt og friðuð og ber því ibrýna nauðsyn til að fá ný hentug lönd til skógrækt ar. Vill fundurinn því brýna fyr- ir héraðsskógræktarfélögunum að sæta tækifæri, ef kostur gefst á góðum landsspildum eða jörð- um, sem falla úr ábúð. Einnig beinir fundurinn þeim tilmælum til jarðeignardeildar ríkisins, að hún láti í té hent- ug lönd til skógræktar eftir því sem ástæður leyfa. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands táréttar tillögu þá, er samþykkt var á aðalfundi á Blöndósi 1965 um skipulagða skógrækt í Fljótsdal í N-Múla- sýslu og felur stjórn félagsins að vinna að því við rétt yfirvöld að fjármagn fáist til að hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands beinir þeim tilmælum til Þingvallanefndar, að láta girða og friða landið norðan núver- andi girðingar Bolabáss og um hverfi, helzt allt norður fyrir Sandkluftavatn. Nokkrar aðrar fundarsamþykkt ír voru gerðar, er varða störf skógræktarfélaganna. Að loklnni afgreiðslu tillagna var gengið til stjórnarkosningar. tlr stjóm félagsins áttu að ganga að þessu sinni Sigurður Bjarnason og úr varastj. Ólaf- ur Jónsson, og voru þeir báðir endurkjömir. í lok fundar þakkaði Hákon Guðmundsson fundarmönnum góð störf og mælti nokkur hvatn ingarorð til þeirra. Að loknum fundarstörfum skoðuðu fulltrúar og gestir garð Sveinbjamar Jónssonar í Ár- túnshöfða. Um laugardagskvöldið var full trúum og gestum boðið til kvöld verðar og kvöldvöku í Tjarnar- búð í Reykjavík í boði Skógrækt arfélags íslands og Skógræktar- félags Reykjavíkur. Við það tækifæri flutti Magn- ús Jónssón fjármálaráðherra á- varp, þar sem hann ámaði skóg ræktarfélögunum allra heilla í starfi. Á kvöldvöku var þeim Guð- mundi Bjarnasyni, Stykkis- hólmi og Sveini Jónssyni, R- vík afhentir silfurbikarar að verðlaunum fyrir vel unnin störf í þágu skógræktar. Bækur Framhald af 5. síðu. borga meðan ég tóri.” Allar eiga sögur Gúömundar Frímanns sammerkt í því að þær dragast mjög á langinn — og stafar það að verulegu leyti af viðleitni höfundarins að skrifa íborinn „ljóðrænan” stíl. Gott dæmi þessa frásagnarhátt- ar er lýsing vorkomunnar í Gam- alli krossmessusögu, þrálátt og langdregið umtal um kliðinn og niðinn í vötnum og vindum og þann margvíslega hljóðfæra- slátt sem vorkomu fylgi sem að langmestu leyti er öldungis óvið- komandi lýsing barnanna í sög- unni og sjálfri atburðarás henn- ar. Hins vegar megnar ekki þessi stílsháttur að vekja áhuga hvað þá ánægju lesandans, minnsta kosti ekki undirritaðs lesanda sagnanna, né stuðlar hann að á- hugaverðri mynd sögumanns „að baki” sagnanna sjálfra. Þó sögur Guðmundar Frímanns í Rauðu sortulyngi séu að vísu ekki eins ógeðfelldar og Svartárdalssólin var um árið, — vegna þess að nýju sögurnar eru ekki jafn- bernsklega klúrar að jafnaði, verða þær harla þreytandi af- Iestrar vegna þess vanmáttar stílsins. Af stílstefnu höfundar mun leiða notkun hans á sjaldgæfum orðum sem allvíða bér fyrir í bókinni. Sumpart eru þetta orð sem bundin eru liðnum tíma og búskaparháttum, nafnorðin fast- elja, torfkrókur til dæmis, en sum eru almennara eðlis, lýsingar- orðin, prompinn og hnókinn, sagnimar skvaka og bátróa til dæmis. Sumt orkar þó tvímælis. Hvernig fór hrafninn að á bls. 94 sem „beltaði sig á fluginu”? Er hægt að geyma harmóniku, þó hún sé ekki nema obbolítið kríli eins og á bls. 108, í .pússi’? Og sums staðar reynist vald höf- undar á máli sínu minna en skyldi. Á bls. 56 er þess getið að viðkoma varð furðulega mikil í sveitinni „hvað barneignir snerti,” bls. 57 talað um að „kenna kvenmann” — sem að vísu má vera prentvilla. — Ó. J. Rannsókn Framhald af 3. síðu. vert hafi komið fram. Þannig væri raunverulega ekkert að frétta af málinu nú sem væri. Áfengismagn ið væri að mestu leyti fundlð og væri málið farið að skýrast í stór um dráttum. Það er þó ekki nóg, sagði Jón, því að við viljum fá að vita bæði, hvemið þetr skip- verjar hafi ætlað sér að losna við áfengið og sömuleiðis vita tll fulls á hvern hátt þeir hafi komizt yfir þetta magn af áfengi erlendis. Mál inu er þannig hvergi nærri lokið, þó svo að það hafi skýrzt í aðal- atriðum. Húsgagnasmiðir mótmæla JUNDUR í trúnaðarmannaráði Sveinafélags húsgagnasmiða í Reykjavík, haldinn fimmtudaginn' 19. okt. 1967, mótmælir harðlega ráðstöfunum þeim í efnahagsmál- um, sem ríkisstjómin hefur ný- lega lagt fram á Alþingi. J Með þessum ráðstöfunum er ráðist enn á ný á þá þjóðfélags- þegnana, sem verst eru settir. , Fundurinn telur, að Alþýðu-. samband íslands eigi tvímælalaust. að beita sér fyrir kröftugum að- gerðum gegn þessum árásum rík- isvaldsins á launafólk. Nóbeisverðlaun Framliald af 2. síðu. í viðtali, sem haft er við Betlie j í gær, var hann m. a. spurður að. því, hvemig hann teldi, að al- - heimurinn hefði myndazt. Svar- aði hann því, að það hefði gerzt við afarmikla sprengingu. Heimur inn væri stöðugt að verða meiri að rúmmáli, en fyrir utan !hann væri tóm. Hvernig það tóm væri, ■ sagðist Bethe ekkert geta sagt um, en hann vonaðist til að svar við þeirri spurningu fengist í nán - ustu framtíð. Þá var Bethe spurð ur að því, hvort hann teldi iþess- ar efnabreytingar, sem gefa sól- inni orku, gætu orðið að gagni : sem orkulind á jörðinni. Kvaðst hann sannfærður um að slík orka yrði virkjuð hér á jörðinni, en það yrði ekki á næstu áratugum. Síldin Framhald af 3. síðu. Ólafur Magnússon EA 80 Ásgeir RE 100 Sigurvon RE 80 Keflvíkingur KE 80 Árni Magnússon GK 80 Vonin KE 130 Birtingur NK 130. Pétur Thorsteinsson BA 70, Höfrungur II. AK 60' Björgúlfur EA 30' Sólrún ÍS 80 : Jón Garðar GK 90 Þorsteinn RE 140 Viðey RE 90 Náttfari ÞH 140 Guðbjartur Kristján ÍS 70 Guðrún Þorkelsdóttir SU 75 í Dágóð síldveiði var í Jökuldjúp ■ inu í fyrrinótt. Allmargir bátar fengu þar góðan afla, aðallega í svonefndu Tungugati sem er um 20—25 sjómílur SV af Snæfells- jökli. Bátarnir lögðu afla ainn upp á SV-laiidshöfnum í gærmorgun og fór hann að mestu til frystingar, þó var eitthvað saltað í Keflavík. Síldin er sæmiieg. en nokkuð mik ið er af átu í henni og yfirleitt er hún nokkuð smá. Nokkur skip eru á ieiðinui vest- ur af miðunum fyrir austan. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 82-101. 31. október 1967 — ALÞÝÐU8LAÐIÐ |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.