Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 9
FLUGSAMGÖNGUR SST-vélin mun fljúga með hraðanum Mach 2,7-3, en það er 2900 og 3000 km á klst. í sömu hæð. Sú vél tekur 240 — 300 farþega. Ferðin frá London til New York 5750 km), sem nú er farin á ca. 7 klst., verður þá farin á 3 klst. og 17 mín. með Con- corde og 2 klst. og 40 mín. með SST. — o — En að baki alls þessa liggur mikið tæknilegt starf og háar fjárupphæðir til starfsins. Það þarf að leysa vandamálin á þann hátt, að öllum öryggiskröf- um sé fullnægt. Það mikilvæg- asta er ekki hraðinn (þegar eru til sprengjuflugvélar, sem geta náð hraðanum Mach 3) heldur er það öryggið, sem er aðalat- riðið. Og öryggið verður að vera meira en í þotum nútímans, af því að í framtíðarvélunum munu hundruð þúsunda farþega fljúga 'á þeim hraða og í þeirri hæð, sem aðeins nokkrir herflugmenn þekkja nú. Vissir hlutar í flugvélunum, er fara hraðar en hljóðið, hitna upp í 250 — 300 gráður og það skapar ýmsar hættur fyrir far- þegana, einnig verður vélin fyr- ir sterkri geimgeislun ef hún þarf skyndilega t. d. að lækka sig úr 20 þús. m í 15 þús. m. En farþegar eiga að komast hjá að finna neitt fyrir slíku. Mismunurinn á hraða þessara tveggja tegunda flugvéla er at- hyglisverður: Að hraðanum Mach 2,2 er hægt. að þekja flugvélarskrokkinn að utan með sömu málmtegund og gert er í dag og þó stenzt hann hita þann sem myndast við mótstöðu lofts- ins. Ef að hraðinn er meiri er nauðsynlegt að nota ryðfrítt stál eða titanium, og það eykur kostnaðinn geysilega. y Áætlanir eru líka gerðar um ,,vagna“ eða ,,ferjur“ á milli jarðar og geimstöðva. Bygging þeirra verður að vera alveg sér- stök, þær verða að geta skipt sér í nokkra hluta í mikilli hæð, þar sem hver hluti hefur sitt sérstaka verkefni. Annað vandamál eru þær geysilegu drunur, sem heyrast, er vélin fer í gegnum hljóðmúr- inn, en þær orsakast af loft- þrýstingnum. Þær taka á sig keiluform og æða til jarðar með þvílíkum hávaða að alla mundi æra og einnig verður svo sterk- ur titringur í sameindum lofts- Framhald á 15. síðu. Alþýðuflokkskonur Rvík Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík gengst fyrir málfundaæfingum sem hefjast í kvöld 31. okt. kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu v. Hverf isgötu. Leiðbeinandi verður Björgvin Guðmundsson. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif stofu Alþýðuflokksins í síma 16724. Kvenfélag Alþýðuflokksins. Bazar Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur BAZAR á morgun, miðvikudag 1. nóv. kl. 2 í Góðtemplarahúsinu, uppi. NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ GERIÐ GÓÐ KAUP Bólstrub húsgögn raðsófasett, 2ja sæta sófi, borð og stólar, sem hægt er að raða upp á marga vegu. BÓLSTRARINN, Hverfisgötu 74. Laust starf Samband sÝeitarfélaga í Austurlandskjördæmi óskar -að ráða sér framkvæmdastjóra frá næstu áramótum, eða síðar. Umsóknir um starfið, ásamt launakröfum og upplýsingum um fyrri störf, sendist formanni sambandsins, Sveini Jónssyni, Egilsstöðum, fyrir 1. des. 1967. ________________ Stjórnin. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Skrifstofustúlka óskast til starfa í skrifstofu skólans nú þegar. ÁSKILIÐ: Vélritunarkunnátta, góð rithönd og nokkur kunnátta í ensku og einu Norður- landamáli. Eiginhandar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu skól- ans eigi síðar en 7. nóvember. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi opinberra starfsmanna. SKÓLASTJ ÓRINN. AugKýsið í AlþýðubEaSinu 31. október 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.