Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 31.10.1967, Blaðsíða 13
INGMAR BERGMANS F0RSTE LYSTHPIL I FARVER 76LADE i ENKER FÖR ATT INTE TAl'ft OM AILA DESSfl KVINNOR HARRIET ANDERSSON BIBIANDERSSON EVA DAHLBECK JARLKULLE Aíiar þessar konur Skemmtileg og vel leikin gam anmynd. Sýnd kl. 9. ÓTTAR YNGVASON héraðsdómsIögmaSur MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ I • SÍMI 21296 BÍLAKAUF 15812 — 23900 Höfum kaupendnr «B flest- um tcgundum og árgerðum af nýlegum blfrelSum. Vinsamlegast látlð skrá bif- rciöina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 viS Rauðari Simar 15812 • 23901. • • OKUMENN Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. I 1 inn tncjcirAjyjoi c S.J./IS' villt og áhrifagjörn og auk þess mjög hrifin af honum. Hvernig hefði hún haft hemil á tilfinn- ingum sínum í sporum Janicear? En ég verð að ihafa hemil á mér, hugsaði Meg örvæntingarfull, ég verð að stía þeim í sundur. Ég verð. 12. kafli. i Hr. Smithers kom frá York- shire daginn eftir og fór til Pol zennor. — Mér skilst, að þú hafir ver ið að spyrja eftir mér, sagði lög fræðingurinn við Meg. — Hvað cr að þér vina mín? Hún brosti og hugsaði um öll vandamálin, sem hvíldu á herð um hennar. —Ég vildi gjarnan að þér ráðleggðuð mér eitthvað viðvíkjandi Tom og Janice. Ég er forráðamaður þeirra og mér finnst að þau ættu að fara aftur í skólann eins og pabbi vildi að þau gerðu. En þau neita að fara, hr. Smit'hers, og ég vil að þér segið mér, hvernig ég get fengið þau til þess. Lögfræðingurinn virtist hugs- andi. — í>ú -getur farið fyrir dómstóla og látið neyða þau tii þess Meg en þá myndi samkomu lag ykkar versna að mun. — t>að er ekkert við því að gera, sagði hún ákveðin á svip. Það er þeim fyrir beztu. Hvað iá ég að gera, hr. Smithers? Hann sagði henni það og hún hlustaði með athygli. Þegar hann hafði lokið máli sínu, spurði hann: — Hvernig gengur á Polzenór? Ég hef heyrt, að þú hafir útnefnt David Carevv ráðs mann. Hún andvarpaði. Hann fær verkamennina til að vinna bet- ur en nokkru sinni fyrr, hr. Smithers, en það virðist ekki skipta neinu. Peningarnir renna út úr höndunum á mér — í laun Christina Lafferty: ÖRLAGAVALDUR vélar og viðgerðir. Ég veit ekki, hvaðan ég á að taka peninga næst. Lögfræðingurinn lagði hönd ina um axlir hennar. — Seldu, Meg, þetta er vonlaust. Náman var ónýt löngu áður en faðir þinn dó ef hann hefði ekki hald ið áfram að ausa fé í hana hefð uð þið þrjú haft nægilega pen- inga til að lifa góðu lífi. Leyfðu mér að reyna að selja jörðina fyrir þig. — Náman er eina von okkar, sagði hún þrjózkulega. — Pabbi vissi lengra en nef hans náði og ég trúi því alls ekki, að hann hafi lagt alla þessa pen inga í vonlaust fyrirtæki. Ég.... Hún þagnaði, því að David Carvv kom inn með Janice við hlið sér og Tom fylgdi á hæla þeirra. Þau heilsuðu lögfræðingnum og eftir kurteislegar kveðjur, sagði hr. Smithers. — Ég ráðlegg Meg að selja húsið og námuna. — Það lízt mér vel á, sagði Tom. — Það hefði átt að selja fyr- ir löngu, sagði Janice. — Ég sel ekki, sagði Meg á- kveðin. Tom leit biðjandi á hana. — Ef við seljum Meg fæ ég nægi legt fjármagn í minn hlut til að kaupa bóndabæ. — Við seljum ekki, sagði Meg ákveðin. — En hvað það er líkt þér að láta svona, sagði Janiee reiðilega. Þú ert óþolandi. Þá tók David Carew til máls í fyrsta skipti. — Þar sem þið eigið Polzennor og námuna öll þrjú, finnst mér réttlátt að ganga til atkvæða um ákvörðun ykkar. — Þetta kemur þér ekki við, sagði Meg öskureið, en Janice greip fram í fyrir henni sigri- hrósandi. — Þú segir nokkuð, David. Ég legg til að við seljum og það vill Tom líka. Við erum tvö á móti einu og þú ert í minni-^ hluta, Meg. Hr. Smithers getum við ekki neytt hana til að selja? — Þið eruð undir lögaldri, sagði lögfræðingurinn gætilega, — en ég geri ráð fyrir, að þið getið neytt Meg til að selja ef málið verður lagt fyrir dómstól ana. Meg leit hvorki á bróður sinn né systur. Hún horfði aðeins á David Carew. Augnaráð ihennar var biturt. — Þú hefur víst sigr að aftur. Þú vilt að ég selji, þó að ég viti ekki hvers vegna. Svo leit hún á lögfræðinginn. — Gott og vel, hr. Smithers. Þér megið auglýsa eignina til sölu. 13. kafli. Þegar Meg sá auglýsinguna í dagblöðunum fann hún til ó- segjanlegs missis. Lýsing fast- eignasalans á Polzennor olli því, að henni fannst landið enn girnilegra en ella. Anna var sú eina, sem skildi hryggð Meg. — Þetta er skamm arlegt sagði hún. í 300 ár hafá Tregoranmenn búið á Polzennor. Við erum ekki Tregaron, hugs aði Meg. — Ekki alvöru Tre- garon ætt. Ef til vill er það á- stæðan fyrir því, að Tom og Janice eru svo ákveðin í að selja. Þau hafa ekki bundizt ættarsetrinu og munu ekki gera það, þó svo að þau búi hér alla ævi. Ég er sú eina, sem elska Polzennor. — Þá verð ég víst að flytja til frænku minnar í þorpinu, sagði Anna. — Hún er svo sem ágæt, en hún er ekki eins og ég vil hafa hana. Ég verð að venjast því. Meg tók utan um gömlu kon una. —• Heldurðu virkilega, að ég vilji losna við þig, Anna? Þú átt iheima þar sem ég TBý. Anna ljómaði, en spurði svo efagjörn: — Heldurðu, að Pet- er vilji hafa mig? — Peter .... Meg Þagnaði og leit undan svo að Anna sæi ekki svipbrigði hennar. Gat hún gifzt Peter i næsta mánuði? Var rétt að verða kona hans, þegar hún þráði annan mann? Hún leit út um gluggahn, það var laugardagur og náman var lok uð. Hún sá David Carew í fjar- lægð, hann gekk yfir heiðina með Janice. Hún deplaði aug- unum og leit á Önnu. — Peter gæti komið hvenær sem er, sagði hún. — Ég verð að setja ketilinn yfir. HARÐVIÐAR ÚTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi | sími 4 01 75 31. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.