Alþýðublaðið - 29.11.1967, Síða 7

Alþýðublaðið - 29.11.1967, Síða 7
UPPRIFJUNARNÁMSKEfD A UNDANFORNUM árum hef- ur Bindindisfélag ökumanna oft haldið góðaksturskeppni sem jafnan hefur vakið töluverða at hygli. Á síðastliðnum vetri efndi Reykjavíkurdeild B.F.Ö. svo til tveggja upprifjunarnámskeiða sem segja má að séu að vissu leyti framhald góðaksturskeppn innar. Hið þriðja var haldið í haust. Alþýðublaðið hefur átt tal við Vigfús Hjartarson ritara Reykja víkurdeildarinnar, og segir hann að ætlunin sé að halda upprifjunarnámskeið í janúar og febrúar. Og tekur skrifstofa B. F. Ö. á móti þátttökutilkynning- um, en hún er opin milli 5 og 7 siðdegis, sími 17455. Upprifjunarnámskeiðin eru opin fyrir alla hvort sem þejr eru félagsmenn eða ekki. Efni (þeirra var að farið var í stórum dráttum yfir umferðarlögin, leiðbeint um akstur í umferð- inni, tekin fyrir einstök gatna- mót og skýrt hvað fyrir geti komið og !hvað gera skuli í hverju tilfelli, hálkuakstur og skyndibjálp ef slys ber að hönd um. Þar að auki var rætt um öryggi ökutækisins og trygginga mál. Skuggamyndir og aðrar myndir voru notaðar við fræðsl una, og segir Vigfús að ætlunin sé að nota skuggamyndir meira á þeim námskeiðum sem fram undan eru. Vigfús kvað höfuðtilganginn með námskeiðum þessum að bæta umferðarmenninguna yf- irleitt, en öll starfsemi B. F. Ó. beinist að þvi. Hann sagði að fé lagið væri þakklátt Slysavarna- félaginu sem ljær því jafnan húsnæði fyrir námskeið þess, svo og öðrum aðilum eins og Varúð á vegum sem fúslega hafa veitt hverja iþá aðstoð sem um er beðið. Aðspurður um hvort B. F. Ö'. hefði nokkrar sérstakar tillögur fram að bera — sem til bóta horfa í umferðinni í höfuð staðnum vísaði hann til sam- þykktar er aðalfundur Reykja víkurdeildarinnar gerði. Er hún svohljóðandi: Aðalfundur Reykjavíkurdeildar B. F. Ö. skorar á Umferðanefnd Reykjavíkur, lögregluyfirvöld, borgarverkfræðing og aðra hlut aðeigandi aðila: 1. að bætt verði nú þegar úr merkingu og lýsingu á gang- brautum, á þann veg, að merk ing þeirra sé ávallt sem greini legust. í því sambandi telur fund urinn, að bót væri að því, að settir verði upp kúplar með blikkandi Ijósum. 2. að bætt verði nú þegar úr <merkingu akreina. Akreinamerki verði sett upp yfir akreinar, svo sem mælt er fyrir um í reglu gerð um umferðarmerki, 9. gr. Akreinamerki þessi mættu vera stærri og greinilegri en nú er. 3. að reglur um aðalbrautir verði endurskoðaðar með tilliti til þess, að aðalbrautir verði ein- ungis þær götur, sem örugglega geta borið þá umferð, sem þeim er ætlað sem aðalbrautum. At- hugað verði hvort ekki sé æski- legt, að söfnunaræðar fyrir margar hliðargötur verði aðal- brautir, þótt þær víki fyrir stærri aðalbrautum. 4. að malbikun, viðgerðir og málning aðalbrauta verði ekki látnar fara fram á tímabilinu kl. 7 - 19 á daginn, og að götum verði aðeins lokað undir umsjón lögreglunnar. 5. að umferðarljósum verði fjölgað að mun og þau samstillt. 6. að ljós og hljóðmerki slökkvi sjúkra- og lögreglubifreiða verði breytt nú þegar, eins og slökkviliðsstjórinn hefur þegar lagt til. Blá ljós verði notuð og tveir ljóskúplar á hvoru fram- horni bifreiðanna. „Ba — Bú‘‘ hljóðmerki verði tekið upp.“ SJÖ ARA BARATTA SKQTA ENGLENDINGAR hafa löngum verið íhaldsamir í frímerkjaút- gáfum sínum. Upplögin hafa ver ið mjög stór og myndirnar á merkjunum hafa nær eingöngu verið af kóngum og drottningum landsins. England hefur því ver ið talið meðal hinna „'heiðarleg ustu“ frímerkjalanda, þ.e.a.s. það hefur ekki gefið út frímerki ótt og títt til þess eins, að seil- as djúpt í vasa frímerkjasafn- aranna, en, eins og kunnugt er, eru mörg lönd ekki saklaus af því athæfi. — Skotar hafa stund um staðið dálítið uppi í hárinu á Englendingum, einkum flokk- ur þjóðernissinna, og má í því sambandi minna á þann atburð, er þeir með leynd fóru inn í Westminster Abbey kirkju, tóku krýningarsteininn og fluttu norð ur í Skotland. — segja má, að síðustu 7 árin hafi staðið yfir kalt frímerkja-stríð milli þess- ara granna. Skotar eiga sér þjóð skáldið Robert Burns, en hann er dáinn fyrir rúmlega 160 ár- um. R. Burns fæddist árið 1759 í Alloway í Ayrshire-héraði og ólst þar upp við bústörf á bæ föður síns Williams. Öllum frí tímum sínum varði hann til bóklesturs. Gömul kona var á heimili hans, sem sagði hon um fjölda af ævintýrum, þjóð- sögum og draugasögum og ork uðu þessar sagnir mjög sterkt á húgmyndfeflug drengsins. Sextán ára byrjar hann að yrkja og hélt því áfram alla ævi. Hann er ótvírætt lýrisk- lasta ljóðskáld Skota og alls Eng lands. — Nokkru fyrir árið 1959 — en það ár voru 200 ár liðin frá fæðingu hans — tóku Skot ar að hreyfa því við ensku póst stjórnina að gefin yrðu út minningar frimerki um Robert Burns, en í það skipti fengu þeir algert afsvar. Þó leyfði póst- stjórnin það, að 25. jaöúar 1959 mætti pósthúsið í Atloway hafa opna afgreiðslu sína, þótt þenn an dag bæri upp á sunnudag, og gefin voru út sérstök minning ar-umslög, 29 þúsund að íölu, til þess að stimpla á, á þessum „The Cherry-season is over“ er nafn kvikmyndnrsem franski leikstjórinn Pierre Granier-Deferie hefur nýlega gert eftir skáldsögunni „Le grand Dadais“ eftir Bretann Poirot-Delpech. Kvikmyndin er þýzk.frönsk framleiösla. Aðalhlutverkið (Patricia) er leikið af þýzku leikkonunni Evu Renzi. Félagi lienn ar (Alain) er Ieikinn af Frakkanum Jacques Perrin Alain er óreyndur ungur maður, sem verður ást- fanginn af Patriciu, sem er ljósmyndafyrirsæt.a. Vegna ástar sinnar á Patriciu missir Alan vitið, fjármuni sína og frelsi. Eva Renzi er 23 ára og upprennandi leikkona sen vakið hefur mikla athygli á þessu ári. heiðurs- og afmælisdegi Burns. Þetta fannst þjóðernissinnun- um skozku ekki nóg. Þefr tóku nú það til bragðs að gefa út Burns merki, sem á vai; prent að verðgildið 2 plack, en plack var gömul skozk-mynt, sem svar aði til ]/á af pennyi og var í gildi á dögum Burns. Vitanlega var ekki hægt að nota þessi merki sem burðargjöld 'á póst sendingar, en títt sáust þ^u límd á bréf við hlið hinni ajlgengu frímerkja. i Árið 1964 skeður það rv(. á ævagömul venja í enskri frí- merkja-,,pólitík“ er rofin og gcf in eru út minningar-merki á 400 ára afmæli Shakespeares með myndum af ýmsu úri leikrit um hans, ásamt mynd drottn inj^arinnar, en eins /og áðúr er sagt, voru konunga- og drottn inga-myndir ætíð á merkjuni Breta fram að þessu. Aðdáend- ur R. Burns í Skotlandi brugð- ust þannig við þessu, áð þeir gáfu út sérstök umslög fyrir úl- gáfudag Shakspeares-frímerkj- anna með eftirfarandi áletrun:. „Við hörmum það, að þurfa að heiðra útlent skáld, en vera mein að að heiðra skáldið okkar, R. Burns, á sama hátt.“ — Og nú gat póststjórnin brezka ekki iengur hafnað kröfu Skota um Bnr^s-frímerki. — Sex skozkir listamenn voru fengnir til að teikna merkið. Og við sjáum e;‘t þeirra hér á myndinni. — Nokkrar aðfinnslur komu fram við þessa útgáfu. M. a. fannst mörgum Skotum að eitt af merkj unum hefði átt að sýna fæðing arstað Burns í Allovvay, en þar er nú safn allra verka hans. — En hvað um það, Skotar hafa nú fengið dálítinn plástur á sár sín. Keflavík Blaðberar óskast til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í Keflavík. Upplj|singar í síma 1122. 29. nóvember 1967 - ALÞYÐtJBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.