Alþýðublaðið - 29.11.1967, Síða 10

Alþýðublaðið - 29.11.1967, Síða 10
Nýtt hefti Frarahald af 5. síð'u. sendiherra íslands hjá Samein- uðu þjóðunum og grein er eftir Jón Jónsson, fiskifræðing, um á- hrif fiskveiðanna á mikilvæga fiskistofna í hafinu umhverfis landið. Fylgja þessari grein góð- ’ ar upplýsingar um iþróun veið- anna undanfarpa áratugi og á- ganginn á stofnana. Prófessor Gahriel Turvielle- Petre skrifar um íslenzkunám í •: brezkum háskólum, en Turvielle- í Petre er einn af fremstu fræði- monnum á því sviði. Þá segir Ice- 1 land Review frá hinu nýja rann- ‘ sóknarskipi Árna Friðrikssyni og - Gösta von Matern skrifar um ís- 'lenzka síld á sænskum markaði, ^þróun innflutningsins til Svíþjóð far á undanförnum árum og mati 'Svía á íslenzku síldinni. Ennfrem íur birtir ritið allmargar upp- jskriftir sænskra rétta úr íslenzkri síld. ‘ Sagt er frá prjónastofunni Heklu á Akureyri, almennar ís- dandsfréttir eru í ritinu, frétta- ;þáttur frá sjávarútvegi, bókaþátt jur, fróðleikur um ferðamál o. fl. ;Með þessu hefti hefst 5. ár út- gáfunnar á Iceland Review, sem frá upphafi hefur verið í 'höndum ‘Haralds J. Hamars og Heimis íHannessonar. Ekki hrossakaup Framhald af 1. síðu. íega komið til mála, að fleiri iflokkar fengju hlutdeild í stjórn landsins, ef það í raun og veru jhefði getað stuðlað að lausn yandamálanna. En stjórng^mvnd un ' án samkomulags um ^ýrræðí 1 megindráttum gat ekki verið spor í þá átt. Gylfi benti á, að slíkar til- raunir til valdatöku hefðu verið reyndar fyrr, en þær hefðu ekki tekizt. Verk,alýðshreyfingin hefði ekki látið leiða sig til slíkra ævmtýra, en hefði í þeirra stað til dæmis gert júnísamkomulag- ið. Þá rakti Gylfi fyrri afstöðu Framsóknarflokksins til gengis- lækkunar, sem hefur verið ö)l önnur en nú. Gylfi fullyrti, að það mundi hægara að láta gengisbreyting- una ná tilgangi sínum án Fram- sóknarflokksins en með honum, Þess vegna látum við okkur í léttu rúmj liggja, þótt framsókn armenn tali gegn henni. Við vit- um, að hún var nauðsynleg. Við vitum líka. að það hefði verið auðvelt að fá framsóknarmenn í lið með henni. En við kærum oJckur ekkert um að greiða það verð fyrir fylgi Framsóknar- flokksiris, sem við þvkjumst vita, að hann mundi setja upp. Við kærum okkur ekkert um að taka upp þá afturhaldsstefnu í efnahagsmálum, sem Framsóknar flokkurinn aðhyllist. Gylfi sagði og í ræðu sinni, að ríkisstjórnin myndi leitast við að hafa sem nánast samband við stjórn Alþvðusambands íslands og önnur heildarsamtök atvinnu veganna til þess að gera byrðar gengislækkunarinnar sem Iétt- bærastar. Ríkisstjórnin sé líka reiðubúin að ræða um þessi mál -•■'* ctiórnarandstöðuflokkana, en slík samvinna megi ekki byggj- ast á hrossakaupum, heldur á sameiginlegum skilningi á vanda málunum og vilja til að leysa þau. Almenningur Framhald af 1. síðu. Mál sitt hóf Bragi með því að minna á nafn nýútkominnar bók ar, Suðaustan fjórtán, en þar er átt við Stórhöfða í Vestmanna- eyjum, þar sem ætla megi af veðurfregnum, að oft sé rok. Bragi sagði, að málflutningur stjórnarandstöðunnar væri likur þessu. Þar væri alltaf suðaustan fjórtán, eilífur stormbeljandi, allt er forkastanlegt, sem stjórn arflokkarnir hafa gert eða ætla að gera, núverandi ríkisstjórn er óalandi, og ætti að vera óráð- andi öllum bjargráðum, svo sem kveðið var að orði um skóggangs menn til forna. Bragi taldi, að þetta væri á- stæðan fyrir því, að stjórnarand staðan tapaði kosningunum sl. vor. Þar réði hinn eilífí storm beljandi verulegu um, að greina ekkert mill| þess, sem andstæð ingar þeirra höfðu vel gert og miður gert, heldur ráðast á allt jafnt með suðaustan fjórtán. Al- menningi féll ekki slíkt veðravíti. Hann sneri sér undan veðurofs- anum, leit á hann sem gjörninga veður. í ræðulok kvaðst Bragi ráð- leggja stjórnarandstöðunni heilt: Hættið þessum sífellda suðaustan fjórtán, hættið þessum eilífa stormbeljanda, reynið að hafa far sæl áhrif á málefni lands og þjóðar með ábyrgri afstöðu, með því að segja af fyllstu einlægni kost og löst á hlutunum að eig in dómi án hornauga á stjórnar stóla, því að til þess voruð þið kjörnir á þing. Nauðgun Framhald af 3. síðu. Þegar stúlkan var orðin ein með Dönunum tveimur skipti engum togúm, að sá eldri, sem mun vera fullorðinn maður, 42 ára gamall, réðist á stúlkuna, sló hana utanundir og síðan við gólf ið og slá hana út í vegg. Þegar maðurinn hafði yfirunnið stúlk- una, bar hann hana illa til reika í rúm, sem nærliggjandi var. Þar hjálpuðust mennirnir báðir til að afklæða stúlkuna og mun sá yngri hafa nauðgað henni. Yngri maðurinn, sem er 19 ára að aldri eins og áður er sagt, hefur játað við yfirheyrslu, að hafa haft kynmök við stúlk- una eftir að sá eldri hefði slegið hana og yfirunnið. Stúlkan kærði ekki atburðinn fyrr en á laugardag, en atburður inn átti sér sað á fimmtudag síð degis. Lögreglan handtók annan Danann á laugardag, en hinn á sunnudagsmorgun. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Menn- irnir eru báðir í gæzluvarðhaldi. Félagsheimili Framhald af 2. síðu. stóð til kl. 1 eftir miðnætti, en þá lauk þessari hátíðarsamkomu, sem staðið hafði frá kl. 15.45 um daginn. |_0 29. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Félagsheimilið Lyngbrekka er teiknað af Gísla Halldórssyni arki tekt. í því er stórt leiksvið, rúm- góður samkomu- og veitingasalur, forstofa, eldhús, safnherbergi, búningsherbergi, geymslur o. s. frv. Grunnflötur hússins er um 320 fermetrar og undir baðum endum aðalálmu eru kjallarar. — Húsið, sem nú er komið mjög langt í byggingu, kostar á fjórðu milljón króna. Smíði þess hófst árið 1959, og hefur verið unnið við það á hverju ári síðan. Yfir- smíður fyrsta árið var Eiríkur Davíðsson, en Sigurgeir Ingi- marsson síðan. Formaður bygg- ingarnefndar hefur verið öll árin Brynjúlfur Eiríksson, bóndi og bílstjóri á Brúarlandi. Var hon- um á vígsludaginn, ásamt konu sinni, færð blómakarfa frá eign- araðilum hússins, fyrir mikil og óeigingjöm störf. Tala vígslugesta mun hafa verið um þrjú hundruð og mættu þar til 'hátíðar, auk heimamanna, fjöl- margir burtfluttir Mýramenn, svo og ýmsir, sem komið hafa við sögu byggingarinnar og lagt henni lið. Meðal gesta var Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi. Hjaltalín 4. 1:! ★ Valur - Ármann 16:10. Leikur þessi var allsæmilega leikinn og sýndu Valsmenn oft og tíðum góða spretti, þar sem hraði var allsráðandi. Ármenn- inga vantaði í þennan leik Ást- þór, en hann hefur verið drjúg- ur í markaskorun í haust og það var einmitt það sem vantaði í leik Ármanns, fleiri skyttur. Flest mörk Vals skoruðu Her- mann 5 og Bergur, Ágúst, Jón Ág. og Jón K. 2 hver. Fyrir Ár- mann skoruðu flest mörk Hreinn og Guðmundur Sigurbjörnsson 4 hver. KR - ÍR 17:9. Þessi leikur var vægast sagt mjög lélegur, mikið um rangar sendingar og léleg skot. ÍR-vörn- in var í molum og hefði ekki komið til góð markvarzla Hall- dórs, 'hefði sigur KR getað orðið mun stærri. KR-liðið er að mót- ast og hefur sótt sig mjög í mót- inu og verður gaman að fylgjast með þeim í íslandsmótinu í vet- ur. Flest mörk KR skoruðu þeir Karl; Jó., Hilmar og Gísli Blön- dal 4 hver, en hjá ÍR þeir Vil- hjálmur, Þórarinn og Ágúst Svav arsson 2 hver. Námskeið Framhald af 2. síðu. í tryggingamálum og því mikils virði, að umboðsmennirnir um allt land geti leiðbeint því am helztu tryggingagreinar og aðstoð að það þegar tjón ber að hönd um. Samvinnutryggingar gera ráð fyrir fleiri slíkum námskeiðum síðar í vetur. Leirkeraverzlun Framhald af 3. síðu. skreytingar úr leir, sem víða erl endis prýða veggi kirkna, en eru hérlendis m.a. nokkuð vinsælar kringum arna. Allir munirnir eru hugmyndir Hauks, en ásamt því að vera til sölu að Bergstaðarstræti 4, má einn ig fá þá hjá íslenzkum heimilis- iðnaði að Laufásvegi 2. Giftist Framhald af 3. síðu. Konungsfjölskyldan hefur nú þegar flutt sig til Fredensborgar, til þess að undirbúa vigsluna og •móttöku 'hinna 100 gesta og fylgd arfólks þeirra, sem boðnir verða til brúðkaupsins, Gestirnir verða frá Svíþjóð, Noregi, Þýzkalandi, Bretlandi, Ilollandi og Belgíu. — Gestalistinn hefur ekki enn verið birtur, en í opinberri fréttatil- kynningu um brúðkaupð segir, að þeir verði allir af háum aðli. Iþrottir Framhald af 11. síðu. ekkert þeirra jafnaðist á við mark sem Guðjón Jónsson skor- aði á eigin spýtur, hann 'hrein- lega lék á alla varnarmenn Vík- ings með mjög skemmtilegri boltasveiflu. í seinni hálfleik hélzt að mestu sami markamunur, en þó kom- ust Víkingar í 8:10, en þá skor- uðu Framarar þrjú mörk í röð og sigurinn var innsiglaður. Flest mörk fyrir Fram skoruðu Guðjón 5 og Sigurður E. 4, en fyrir Víking Einar 5 og Jón Höfum jafnan til sölu fiskiskip af flestum stærðum. Upplýsingar í síma 18105 rtg i skrifstofunni, Hafnarstræti 19. Hátúni * a. 'soatunshúsið Simi Z187U ()rvai fasteitrnx 48 iUrt hæfl. Hilmar V aldiniarsson, fastelgnaviðsklpti lón Bjarnason bæstaréttarlögmaður. FASTE1 GtlAV IÐ SKI P T I : BJÖRGVIN JÖNSSON Fasteignir Til sölu Höfum ávallt til sölu tót- val íbúða af flestum stærðum og gerðum, ýmist fullbúnum eða í smíðum. FASTEIGNA 4 SKRIFSTOFAN i AUSTURSTRÆTI 17. 4. HÆÐ. SlMI: 17466 ian muiiKiaa FASTEIGNAVAL UBðlf vlð ollra hœfl Skólavörðustig in Q. frsiS, Símar 22911 og 19255 HÖFUM avalit m ,oiu úrval std 2ja-6 herb, íbúðun. einbýllshús- um og raðhúsum luilgerðum og í smíðum t Reykjavík, Kópa- vogi, Seltjarnamesi larðahreppi og víðar. Vinsamlegast hafið sam band vlð skrifstofu vora, ef þér ætlið að kaupa e.ða selja fastelgn lr_ JÓN ARASON hdl.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.