Alþýðublaðið - 03.01.1968, Qupperneq 5
t
Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands:
Góðir íslendingar,
nær og fjær!
ÉG óska yður öllum, hverj-
um um sig og þjóðinni í heild,
góðs og gleðilegs nýárs! Ég
þakka einnig innilega gamia
árið og öll árin síðan við seít
umst að hér á Bessastöðum,
góðvild óg vináttu, sem þeir
sem hér sitja, geta sízt án ver
ið.
Á þessum fyrsta degi ársins
1968 tilkynni ég, svo ekki
verði um villzt, að ég mun
ekki verða í kjöri við þær for-
setakosningar, sem fara í
hönd á þessu nýbyrjaða ári.
Fjögur kjörtímabil,. sextán ár
í forsetastól, er hæfilegur
tími hvað mig snertir, cg
þakka ég af liræðum huga
það traust, sem mér hefir
þannig verið sýnt.
Það er margs að minnast
frá þessum árum, þó það verði
ekki rakið í þessu stutta ára-
mótaávarpi, og hugljúfastar
eru endurminningarnar frá
þeim tólf árum, sem okkur
Dóru auðnaðist að búa hér
saman. Ég minnist hennar
og ég veit þjóðin öll, með að
dáun cíg vif ðinguj. Nóg um
það, að þessu sinni. Mér er
enn „tregt tungu að hræra“.
Það tekur nokkurn tíma að
venjast nýju umhverfi, og það
liðu nokkur ár þar til okkur
varð eðlilegt að segja ,,heim
að Bessastöðum“. En Bess-
astaðir eru tilvalið forsetaset-
ur, bæði jörðin, húsnæði og
kirkja. Helztu umbætur eru á
þessum árum Tjarnarstíflan,
skreyting kirkjunnar og ný-
byggð Bókhlaða. Er nú kirkj-
an og Bessastaðastofa komin í
það horf, að ég hygg að ekki
þurfi um að bæta né við nð
auka um langt skeið. En
minna vil ég þó á, að forsed.
þarf einnig að hafa athvarf í
Reykjavík, einkum að vetrar-
lagi. Það mun og til þess
draga um leið og sinnt verður
hinni ríku þörf Alþingis rík-
isstjórnar og ríkisstofnana
fyrir aukin húsakynni. Eru
það tilvaldar framkvæmdir, ef
þörf verður aukinnar atvinnu,
enda vísast til sparnaðar en
ekki útgjaldaauka.
Mér er það ljóst, að það
mun fæstum koma á óvart, að
ég hefi nú lýst yfir þeirri á-
kvörðun, sem er ekki ný, að
vera ekki oftar í kjöri. Ég
verð orðinn sjötíu og fjögra
ára fyrir kjördag, ef ég lifi.
Það hefði þótt hár aldur fyrir
hálfri öld. Ekki skaltu freista
drottins Guðs þín, og þá ekki
heldur þjóðar þinnar með þrá
setu. En það kalla ég þrásetu,
að sjá ekki sitt aldursmark.
Nýjar kynslóðir vaxa upp, en
vér sem erum á áttræðisaldri,
vöxum fram af.
Vér liöfum og lifað tvenna
tímana. En tímamótm myndi
ég setja nálægt upphafi hinn
ar fyrri heimsstyrjaldar, en
þó hafa stórfelldastar breyting
ar orðið frá hinni síðari styrj-
öld og til þessa dags. Hið
yngra fólk gerir sér vísast ekki
ljósa þá breytingu, sem orð-
ið hefir í íslenzku þjóðfélagi
og á kjörum fólks á einum
mannsaldri. Og vér, sem mun
um aftur fyrir aldamót, eigum
að sjálfsögðu erfiðara með að
laga oss eftir hinum nýja
tíma síðustu ára en yngri kyn
slóðin.
Ég minnist þess, þegar
stjórnin var flutt inn í land-
ið og hinn fyrsti íslenzki ráð-
herra steig af skipsfjöl. Ég
minnist fullveldisins 1918 og
að sjálfsögðu endurreistar lýð-
veldis árið 1944. Og þá minn-
ist ég ekki sízt Alþingishátíð-
arinnar 1930, sem átti ríkan
þátt í að efla sjálfsraust ís-
lendinga og athygli og álit er-
lendra manna á fámennri, af-
skekktri þjóð, sem, átti þúsund
ára þingsögu að baki. Einn
brezki fulltrúinn stóð að visu
fast á því, að brezka Parlia-
mentið væri móðir þjóðþing-
anna, en játaði fúslega, að AI-
þingi íslendinga væri þá amma
þeirra. Með slíka forsögu get-
um vér hvorki leyft oss né meg
um óvirða vort eigið Alþingi.
Því ber að halda í hæstum
beiðri. Allt eru þetta merkis-
atburðir, sem ég hefi rakið.
Úr nýlendu er orðin frjáls og
fullvalda þjóð. Vér höfum
ekki orðið fyrir vonbrigðum
um árangur sjálfstæðisbarátt-
Unnar. Jafnframt hafa orðið
stórfelldar breytingar í at-
vinnulífi og um búsetu. Fram
um aldamót má heita að hér
hafi verið bændaþjóðfélag. En
þess verður að gæta að bónd-
inn og hdns fólk lagði jafn-
framt stund á heimilisiðnað
og karlmenn fóru í verið á ver
tíð. Einn og sami maður við
orfið, árina og vefstólinn.
Vöxtur kauptúna og kaup-
staða er í rauninni eðlilég
verkaskipting, sem leiðir af
aukinni véltækni og batnandi
skipakosti. Þar sem ekki var
komizt á milli héraða áður
fyrr, jafnvel til hjálpar í hall-
æri, þá eru nú leiðir opnar að
kalla, bíllinn er kominn í stað
hestsins. Og enn hafa flug-
samgöngur þróazt bæði innan
lands og utan, svo að fjarlægð
ir hafa breytzt í nálægð. Ein
angrun lands og þjóðar er úr
sögunni. Það þarf bæði þrek
og góða greind til að aðlagast
slíkum stökkbreytingum á fá-
um áratugum. En þjóðarstofn-
inn hefir sýnt, að hann er
traustur og góður. Sú upplausn
sem rætt er um að sé í þjóð
félaginu, er vonandi bernsku-
brek, sem eiga eftir að hverfa
með vaxandi þroska.
Svo virðist sem ýmsir hafi
áhyggjur af því, að einangrun
íslands sé úr sögunni. Og ekki
er því að neita, að á þessari
öld tækninnar, kafbáta, flug-
véla og eldflauga er ísland,
eins og önnur lönd, komið
inn á hættusvæði ófriðartíma.
Atomöldin gengur og jafnt yf
ir alla. Og þá er að taka því
með skilningi og drengilegri
sambúð við aðrar þjóðir. Vér
búum við gott nágrenni. Ófrið
arhætta milli þeirra þjóða,
sem búa á ströndum norðan-
verðs Atlanthafs að vestan og
austan, er einnig úr sögunni.
Oss ber að rækja góða frænd
semi við skyldar þjóðir, og
vinskap við allar þjóðir, sem
vér höfum nokkur samskipti
og viðskipti við. Stórveldis-
draumar eru engin frcist-
ing fyrir vopnlausa fámenna
þjóð. En það getum vér
sýnt umheiminum, að smá-
þjóðir eiga rétt á.sér jafnt og
aðrar, og að skilyrði til mann
legs þroska séu þar sízt lak
ari en meðal stórþjóða. For
ystumaður eins og Jón Sig-
urðsson er fyllilega á borð viö
hvern annan leiðtoga milljóna
þjóða. Ég verð þess oft var
meðal erlendra þjóða, að ís-
lenzk þjóð hefir gott mannorð
að þeirra áliti, sem nokkuð
þekkja til, og er það hin
mesta þjóðarnauðsyn, að vér
varðveitum það og sýnum oss
þess maklega.
Sumir virðast og hafa aukn
ar áhyggjur um framtíð ís-
lenzks máls og menningar. En
þá væri hvort tveggja lítils
virði. ef það gæti ekki þrifizt
nema í einangrun, eins og við
kvæm jurt undir glerþaki eða
fornminjar á safni. íslenzkt
þjóðerni ér m'álið, hugsunar-
hátturinn og óslitin saga frá
upphafi íslands byggðar. Hrein
og svipmikil tunga stóð af sér
allar hættur nýlenduáranna
um margar dimmar aldir. Með
al allrar alþýðu manna hefjr
tungan lifað með litlum breyt
ingum frá upphafi sagna- og
Ijóðagerðar. Það stækkar fá-
menna þjóð að geta enn notið
alls þess, sem hugsað hefir ver
ið og skráð á þúsund árum og
einni öld betur. Og það sam-
einar íslenzka þjóð, að tungan
er ein og engar mállýzkur.
Tungan þekkir enga stétta-
skiptingu og verndar þjóðleg
an hugsunarhátt. Meðan henn
ar varnarveggur stendur, er
íslenzku þjóðerni borgið. ís-
lendingar eru enn hin mesta
bókmenntaþjóð.
Góðir íslendingar; Ég lýsti
því yfir, að ég verð ekki leng
ur í framboði. Á þessu ári eru
liðin fjörutíu og fimm ár síð-
an ég var kjörin 'á þing, sögu
ríkt. tímabil bókmennta og lista
framfara og kjarabóta.
Þetta er ekki kveðjuræða.
Enn er eitt miseri til kosninga
og mánuði betur til fardaga
hér á Bessastöðum. Nú á út-
mánuðum kjörtímabilsins
vænti ég að hitta margan
mann að máli, og láta eitt-
hvað til mín heyra.
Ég endurtek þakkir mínar
fyrir liðin ár, og óska þjóð-
inni árs, friðar og Guðs bless
unar.
Gleðlegt nýár
3. janúar 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ *$