Alþýðublaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símar: 14900 —
14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu,
Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Sími 14905. ~ Áskriftargjald kr.
120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf,
Umbúðabanniö
EIGENDUR hraðfrystihúsa
sýndu furðulega skammsýni, er
þeir settu sölubann á umbúðir
til að knýja frystihúsin til að
loka dyrum sínum. Þessir herr-
ar eru ekki lengi að grípa til
valdsins, ef þeir hafa það. Þeim
má ekki verða kápa úr því klæð-
inu. Slíkt sölubann til að stöðva
hejla iðngrein má ekki koma fyr-
ir aftur, og væri réttast að hindra
það með lagasetningu, ef þess
er nokkur kostur.
Það cr í fyrsta lagi óskilj-
.anl'egt, hvað frystihúsaeigendur
töldu sig vinna með slíkri lokun.
Þeir höfðu enga ástæðu til að
ætl'a, að ríkisstjórnin skyldi ekki
í ullkomlega aðstöðu þeirra. Samn
íngar höfðu engir átt sér stað, og
er það ranghermi hjá blöðumvút-
varpi og sjónvarpi, að svo hafi
verið. Tilboð voru engin gerð,
fyrr en ríkisstjórnin tilkynnti
SH og SÍS fyrir helgina, hvaða
upphæð hún hefði hugsað sér að
láta renna til aðstoðar húsunum.
Það er meginvandi íslenzka
lýðveldisins, hversu fámennir
hópar geta stöðvað starfsemi,
sem kemur þjóðfélaginu í heiJd
í erfiðleika. Þannig fá þessir fá-
mennu hópar óeðlilega mikið
vald, sem því miður er oft illa
.beitt. Framkoma frystihúsaeig-
enda að þessu sinni er glöggt
dæmi um þetta. Aðeins frystihús
bæjarfélaga og ríkisins stóðu ut-
an við .þessa óheillaþróun, er
þjóðin fordæmir sem einnmaður.
Það er súr biti fyrir ríkis-
stjórnina að þurfa að rétta frysti-
húsunum tæplega 200 milljónir
króna tveim mánuðum eftir geng
islækkun. Það væri hneyksli, ef I
sá þriðjungur húsanna, sem er
vel stæður, tæki bróðurpartinn
af þessari aðstoð, eins og áður
hefur komið fyrir. Það er ekki
ætlun stjórnarinnar að prútta
við frystihúsaeigendur. Þeir
verða að skilja, að staða þjóðar-
búsins í heild er í dag slík, að
slíkt kemur ekki til mála.
Vísitala og lán
ÞEGAR verkalýðsfélögin
fengu með júnísamkomulaginu
margumræddar vísitöluuppbætur
á kaupgjald, gengu þau inn á, að
vísitöluákvæði skyldi sett á hluta
af lánum Húspæðismálastjórnar.
Síðan hafa þessi lán hækkað
verulega vegna þessa ákvæðis,
en af einhverjum ástæðum hefur
vísitöluákvæði ekki verið sett á
önnur lán í þjóðfélaginu.
Það voru því gleðitíðindi, er
Eggert G. Þorsteinsson, félags-
málaráðherra, sagði á Alþingi í
fyrradag, að þetta ákvæði yrði
nú endurskoðað. Það væri ekki
réttmætt, þar sem vísitöluupp-
bætur giltu nú ekki lengur um
launin. ^
ÞEIR SEM GUÐIRNIR ELSKA...
Það var vor nefnist lítið kver
nýútkomið, nokkur ljóð og teikn-
ingar eftir Guðbjart Ólafsson.
Andrés Kristjánsson hefur tekið
ljóðin saman til útgáfu og ritar
hlýlegan inngang um höfund
þeirra sem lézt í fyrravetur, að-
eins 19 ára gamall.
Ætla má' að það sé einkum
í minningarskyni um hið unga
skáld að Ijóðin eru gefin út í
bók. handa -jáfnöklrum hans og
féJögum. vinum og vandanmnn-
um. Þau kunna þó að eiga erindi
við fleiri. ..Æskuljóðin eru oft-
ast yndislegri skáldskapur en
maðurinn yrkir nokkurn tíma
síðar á œvinni, jafnvel þó að
hann verði þjóðskáld og þroski
hans mikill,“ segir Andrés Krist-
jánsson í formála sínum fyrir
ljóðunum. ,,í æskuljóðum fclast
fegurstir draumar og bjartostar
vonir og ckkert gefur meiri sýn
í framtíðina en ljóð æskunnar.
Lúfir sá maður í fulluiji skiln-
ingi, sem ekki á þess kost
að lesa og njóta þeirra Ijóða
scm börn hans,og annarra, yrkja,
unglingarnir i gagnfræðaskólan-
um eða æskuíólkið í mennta-
skólanum?".
Ætli það ekki: ætli menn lifi
ekki nokkurnveginn til fults þó
þeir séu með öllu Ijóðlausir?
Það er margt lífið þó lifað sé.
Náttúrlega er það mælska Andr-1
ésar Kristjánssonar sem leiðir
hann í þessar gönur. Iiitt er
þar iyrir alveg rétt að Ijóða-
smámunir Guðþjarts Ólafsspnar
eru vitnisglöggir um skólaskáld-
skap eins og hann gengur og
gerist nú J dögum, heimildir
um orð og æði æskumanna,
æskuljóð almennt fremur en
skáldefni í uppvexti. Einhverj-
um kann að þykja það cftir-
tektarverðast að „formbylting“
Ijóðsins virðist gengin um garð
í skólunum. Guðbjarti Ólafssyni
hefur verið náttúrlegt að yrkja
í Iausu máli, órímað; sú hrynj-
andi sem ljóð hans leitast stund-
um við cr óháð hefðbundnum
bragreglum: og þar sem hann
reynir tii að ríma ferst honum
það l'remur óhönduglega. Ljóð
hans eru með eðlilegu tungu-
taki samtíðar sinnar. En af þcirn
má líka ráða hversu skammt
„íormbyltingin“ gengur sem slík,
tekur aðcins til yzta yfirborðs
kveðskaparins. Undir niðri er
viðborfið óbreytt við málinu,
Ijóðunum; þær hugsanir ungs
manns.sem ljóðin reyna til að
orða eru kunnuglegar úr skóla-
skáldskap fyrr og síðar, og-Guð-
bjartur Ólafsson orðar þær
hvorki betur né verr en almennt
gerist með skáldlega sinnuðum
ungum mönnum. Skólaskáld eru
jafnan sjálfum sér lík:
Eins horfum við
yfir heiminn í dag
og spyrjum:
Hvar verðum við á morgup?
Hver er tilgangur lífsins?
Það má vel vera að Guðbjart-
ur Ólafsson hafi verið skáld-
efni, hefði orðið gott skáld á
fullorðinsaldri; um það verður
raunverulega ekkert ráðið af
æskuljóðum hans. En þau bera
vott um samskonar handlagni
og teikningar hans að sínu leyti.
málskyn, ljóðskyn í uppvexp og
mótun, þau birta okkur, scm
lesum þessa Ijómandi snotru bók,
mynd geðfellds og greindarlegs
unglings sem eflaust hefði rcynzt
hinn sami góði drengur hvar sem
hann hefði skipazt í sveit full-
orðinn maður. Margur cr skáld
þó hann yrkj ekki. Og ma”gur
verður skáld eina örstund í lífi
sínu þó hann yrk; aldrei meir.
Ég veit ekki hvort Ijóðum Guð-
bjarts Ólafssonar er raðuð eftir
aldri, en í síðustu ljóðuuum í
bókinni kveður við máttugro og
mynduglegra tungutak en í hin-
um fyrri: þar er eins og skóla-,
skáldið hafi allt í einu öðlazt
eigin róm. Eitt líl' nefnist annað
þessara ljóða. Og það er ekki
einungis vitneskjan um sorgleg
örlög túns unga skálds scm verð-
ur til þess að lesandinn hvekkur
við þegar hann les þennan lát-
lausa texta:
I
Brennandi ljós.
Eitt ljós
, í myrkrinu
sem umveíur sálina
í byrjun
en smám saman
þrengja nokkrir geislar
sér inn í þetta myrkur
og þar sem áður
var myrkur
er nú ljós.
Þekking.
Og þetta ljós
veitir daufa birtu
í stuttan tíma
en þá
skyndilega
er blósið kröftuglega
ljósið slokknar.
Þar sem áður
var bjart
er nú myrkur.
Ö.J.
KJALLARI
Undanfarið hafa verift dag
legir fundir í ríkisstjórn og
þingflokkum Alþýðuflokksins
og Sjálfstæðisflokksins um
vandamál frystihúsanna ...
Að sjálfsögðu hefur það vald
ið miklum vonbrigðum, að
gengislækkunin skyldi ekki
duga betur, en ýmislegt hef
ur gerzt síðustu vikur og ann
að rcynzt erfi'ðara en talið
var áður ... Lausn þessara
mála virðist nú alvcg á næsta
leiti og verður heildaraðstoð
við bátaflota og frystihúsin
hátt á þriðja liundrað milljón
ir króna.
★
Það er önnur hlið á vanda-
málinu, hvernig afla á þessa
fjár í ríkissjóð . . . Þar eru til
yfir 200 millj., sem ætlunin
var að nota til tollalækkunar,
en hætt er við, að sú upphæð
minnki við þessi síðustu tíð*
indi.
★
Um sama leyti og þessl
fundarhöld stóðu yfir hér á
landi, var Norges Fiskarlag á
fundum með sjávarútvegs*
málaráðunéytinu í Osló vegna
vandræða norsku útgerðar-
innar vegna þess að Norð-
menn lækkuðu EKKI gengið
... Rækjuveiðar í Norður Nor
egi hafa méðal annars stór-<
minnkað og er þar atvinnu-
leysi ... Styrjöldin í Nigeríu
veldur Norðmönnum cnn
meira tjóni en íslendingum
... Síidarverksmiðjur eiga er£
itt en segja að ekkcrt sé að
gera nema endurbæta verk-
smiðjurnar, gera rekstur
heirra hagkvæmari og vöruna
betri.
★
Það eru miklar vangaveltur
um forsetaefni til framboðs
á móti Gunnari Thoroddsen
. . . Ef dæma má eftir pólitísk
um orðrómi virðist stjarna
Hannibals Valdimarssonar
vera lækkandi, en framsóknar
menn hugsa af vaxandi al-
vöru um Kristján Eldjárn, og
í öllum flokkum er talað um
Pétu/' Thorsteinsson í vaxandi
mæli.
★
íslenzku blaðamennirnir,
sem fóru til Egyptalands,
segja að íslendingar séu kunn
ir fyrir Gyðingavináttu, aðal
lega fyrir liinar tí’ðu heim-
sóknir l'orseta og ráðherra
okka/- til ísrael, og sé þetta
túlkað sem fjandskapur við
Araba um leið.
4 28. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐID