Alþýðublaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 1
Föstudagur 9. febrúar 1968 — 49. árg. 32. tbl. — VerS kr. 7
Nærri lá, að til átaka kæmi við dyr sjúkrahúss
ins á ísafirði í gær, þegar menn frá brezka blað-
inu Tbe Sun birtust þar með frú Ritu Eddon,
eiginkonu stýrimannsins af Ross Cleveland, sem
liggur þar á sjúkrahúsinu. Reyndu aðrir brezkir
blaðamenn að komast inn í sjúkrahúsið með
frúnni og uppstóð talsvert þóf þar í dyrunum, og
munaði litlu að til handalögmáls kæmi. Úlfur
Gunnarsson, læknir sagði í símtali við Alþýðu-
blaðið síðdegis, að flestir brezku blaðamannanna
hefðu þó verið prúðir^ en sumir þeirra þó hagað
sér eins og villidýr.
Rita Eddon, eiginkona skip-
brotsmannsins aí' Ross Cleve-
land, kom til ísafjarðar á há-
degi í dag. Fylgdu blaðamenn
frá ,,The Sun” hennj fast eftir
sem í'yrr. Frúin fór fyrst á hót-
el á ísafirði, en eftir hádegið
hélt hún til fundar við mann
sinn sem liggur á sjúkrahúsinu
á' ísafirði.
Fyrir utan sjúkrahússbygg-
inguna vappaði herskari
brezkra blaðamanna sem dvalizt
hefur á ísafirði undanfarna sól-
arhringa. Er frúin birtist við
sjúkrahúsið varð mikili handa-
gangur í öskjunni og vildu
fréttamennirnir ryðjast inn í
sjúkrahúsið til að vera viðstadd-
ir er hjónin hittust. B
Blaðið hringdi í gær til Úlfs
Gunnarssonar yfirlæknis við
við sjúkrahúsið á ísafirði. Sagði
Úlfur að hann hefði átt í mikl-
um erfiðleikum með frétta-
mennina. Blaðamennirnir frá
,,The Sun”, sem bauð frúnni til
landsins ásamt ættingjum höfðu
í hótunum við Úlf, er hann ætl-
aði að hindra inngöngu þeirra
í sjúkrahúsið. Brezki konsúll-
inn liafði samband við Úlf og
bað hann hleypa konunni inu
ásamt tveimur mönmtm frá
„The Sun.” Úlfur kvaðst hins
Framhald á 11. síðu.
Myndin hér til hliðar var tek.
ín á ísafirði í gær, er móðir
Eddons stýrimanns heilsaði
syni sínum á sjúkrahúsinu þar,
en neð'ri myndin sýnir er frú
Eddon stígur út úr bifreið
við sjúkrahúsdyrnar umkringd
fréttamönnum.
ANNAÐ AÐ F
Á ÍSLANDS
Öllum brezkum togara-
skipstjórum hefur nú ver-
ið skipað að fará burt af
Islandsmiðum. Hefur
beim verið sagt að halda
sig frá miðunum hér við
land þangað til móðurskip
frá brezka sjóhernum
verðtir sent á miðin síðar
í þessum rnánuði. Hafa
togurunum einkum verið
bannaðar veiðar á strand
^"wiunni frá ísafirði til
Langaness.
Togaraeigendur f Bretlandi
hpfa setiS á stöðugum fundum
með brezku ríkisstjórninni
v-jgna sjóslysanna. í gær, eftir að
bvezka ríkisstjórnin, togaraeigend
ur og fulltrúar sjómannasamtak-
anna höfðu þingað um ráðstaf-
anir, til þess að bæta öryggi
brezkra togara á hafi úti var á.
kveðið, að brezkir togarai skyldu
halda hið bráðasta af miðunum
hér við land. Ákveðið var að öll j
skip, sem eru yfir 140 fet séu
skylduð til að hafa loftskeyta- j
mann um borð, þannig að ekki
sé það undir hælinn lagt, hvort
skipstjórinn sinni skeytaútsend-
ingum. Var ákveðið að lögleiða
skyldi tilkynningakvöð og eiga
öll skip, sem eru yfir 140 fet í
framtíðinni að tiUcynna sig til
Framhald á 11. síðu.
Sjúkrahúsii
fær
Brezk blöð hafa látið mikið út af skipssköðunum hér við
land að undanförnu, og liafa óspart boóVð brezku sjómönnun-
uro. fé fyrir að fá einkarétt til birtingar á frásög-.im þeirra.
Alþýðublaðið' hefur sannfrétt að Burkes skipstjóri á Notts
County hafi nú selt brezku blaði einkarétt á frásögu sinni
fyrir 500 sterlingspund, en hann hafi sett það' skilyrði að
féð rynni til sjúkrahússins á ísafirð’i.
oknu