Alþýðublaðið - 09.02.1968, Page 5

Alþýðublaðið - 09.02.1968, Page 5
ÞORSTEINN THORARENSEN MÖÐGUN VIÐ MIG OG BÓK MÍNA ÉG þakka Alþýðublaðinu og Ól- afi Jónssyni gagnrýnanda fyrir tvær viðamiklar greinar, sem birtust í síðustu viku um bækur mínar að Hetjuhöll og Eld í æð- um. Sem höfundur ætti ég engu þar við að bæta, en þó eru at- riði í seinni greininni, er fjallar um Hetjuhöllina, sem mér finnst ég tilneyddur að svara. Þar ger- ir gagnrýnandinn á tveimur stöð- um samanburð á minni bók og hinsvegar hinni víðkunnu bók ameríska blaðamannsins Willi- ams Shirers um ris og fall þriðja ríkisins. Á fyrri sfaðnum segir Ólafur: „Sama efni og þó meiru til gerir Shirer skil í „fyrstu bók“ sinn- ar sögu, um það bil 150 bls. í Pan-útgáfu bókarinnar." Og á síðari staðnum segir Ól- afur: „Saga Þorsteins . . miðlar lesandanum svo sem engu, sem ekki er auðsóttara hjá öðrum höfundum. Frásögn Þorsteins er miklu ýtarlegri, sjálfsagt réttari í smá'atriðum en Williams Shir- ers til dæmis; en þrátt fyrir það veitir Shirer á 150 bls. miklu gleggri hugmynd um upphaf Hitl ers en Þorsteinn á 462.“ Það er þessum samanburði, sem ég vildi leyfa mér að mót- mæla á kröftugasta hátt sem röngum og ósanngjörnum. Til að sanna það, er ég neyddur til að sýna nokkuð nánar fram á, hverskonar sagnaritun bók Shir . ers er, sem sumir virðast álíta æðstan dómstól um sögu Hitl- ers. Ég hef haft við hendina hina stóru heildarútgáfu Seckers og Warburg af bók Shirers. í henni er því lokið af á 79 bls. að segja þá sögu, sem tók mig 462 bls. En þarna er líka ólíku saman að jafna. Við skulum taka eitf. dæmi um þetta. Á bls. 33 lýsir Shirer bylt- ingu Eisners í Múnchen og ráð- stjórnarlýðveldi Bolsévika, sem á eftir fylgdi, með svofelldum orðum: „Hann (Hitler) sneri aftur til Múnchen í lok nóvember 1918 og fannst fósturborg sín varla þekkjanleg. Bylting hafði líka brotizt út þar. Wittelsbacha kóngurinn hafði líka lagt niður völd. Bæjaraland var í höndum Sócial-Demokrata (sem er rangt hjá Shirer, því að hún var í höndum Óhúðra sósíalista og bolsévika), sem höfðu stofnað bæjerskt „Alþýðuríki" (líka rangt hjá Shirer, það var ekki fyrr en fjórum mánuðum síðar, sem „Alþýðuríki” var stofnað) undir Kurt Eisner, vinsælum Gyðinga rithöfundi (Eisner var blaðamaður og gagnrýnandi, sem hafði verið fæddur í Berlín (rangt hjá Shirer, hann var fædd ur í Póllandi). 7. nóvember liafði Eisner, sem var kunnur maður í Múnchen með sitt mikla gráa skegg, lonjettur, risavaxinn svartan hatt, dvergur að vexti, táfað (undarlegt orðval hjá Shir er, því Eisner þusti um göturn ar í óskaplegum eldmóði) í for ustu fyrir nokkrum hundruðum manna, og án þess að skoti hefði verið hleypt af, tók hann undir sig hús þings og stíórnar og lýsti yfir lýðveldi. Þremur mán- uðum síðar var hann myrtur af ungum hægrisinnuðum liðs- foringja, greifa Anton Arco- Valley. VetKamenrtirnir stofn uðu þvínæst sovétlýðveldi, en það varð skammlíft. 1. maí 1919 komu hermenn úr hjnum reglu lega her, sem hafði verið send ur frá Berlín og bæjerskir ,,frí liðar” (Freikorps) - sjálfboðalið- ar inn í Múnchen og veltu komm únistaveldinu og myrtu nokkur hundruð manns, þeirra á nneðal marga, sem ekki voru kommú Þorsteinn Thorarensen nistar, tfl hefnda fyrir það að sovétin höfðu skotið tylft gísla. Þó að hægfara stíórn Sósíal Demokrata undir Jóhannesi Hoff mann hafi að nafninu til verið komið aftur á fót í bili, hafði hið raunverulega vald í bæjersk um stjórnmálum fallið í hendur Hægri-fylkingunni.“ í þessari klausu Shirers eru að minnsta kosti 4 nótórískar villur. Þó er það ekki þeirra vegna, sem ég tek málsgreinina hér upp, heldur vegna hins, að þetta er allt, sem hann heíur að segja í bók sinni um byltingam ar í Múnehen. Það tekur 19 línur í bók hans að útskýra atvik, sem urðu ein mikilvægasta og bein asta orsök vaxandi gyðingahat- urs og uppkomu nazistaflokks- ins. Margt má afsaka mcö því að tilætlunin hafi verið að þjappa efninu saman, en handahófs leg, lítilfjörleg og villandi lýs- ing Shirers á byltingarástandinu í Múnchen verður með engu móti afsökuð, því þeir atburðir eru kjarni málsins, skilningur á þeim er alger undirstaða að síð ari ævisögu Hitlers og þó kannski ennþá mikilvægari í riti sem á að heita stjórnmálasaga Þýzkalands, eins og bók Shirers á að vera. Það er ekki rúm í blaðagrein til að taka þannig upp fleiri heil ar málsgreinar úr bók Shirers, sem vitni um það, hvernig hann sieppir og gerir ekkert úr mörg um höfuðatriðum málsins. En því miður er þessi ófullkomna lýsing með hálfum eða engum sann- leika ekkert einsdæmi í bók Shirers, heldur miklu frcmur regla. Lýsingar hans á stjórnmálaá- standinu í Austurríki eru svo ófullkomnar, að lesandinn er í rauninni engu nær, hann minn- ist hvergi á áratuga baráttu lýð ræðisaflanna í Þýzkalandi, ekki eyðir hann einu orði á tillögurn ar um Sáttafrið. Hann talar um „rýtingsstunguna í bakið“, en hvergi á hergagnaverkfallið 1918, sem þó var upphaf og forsenda þeirrar hugmyndar. Lesandinn er jafnnær og áður um gyðinga- vandamálið, því að Shirer virð- ist ekki hafa nokkurn áhuga á að lýsa því, nema í hæsta lagi eitt- hvað sem hafði staðið í fræðirit um eins og hjá Stewart Cbamb erlain, en að hann leiði álvktan ir af því niður í líf alþýðunnar. til dæmis í Vínarborg, eða að hann skýri áhrif hinna nýju erfðakenninga og starfsemi Lancz von Liebenfels, - bví er ekki að heilsa. Hvergi í bók hans er minnzt á Thule-félagið né morðsamtökin Consul. Þar er aðeins villandi frásögn um að „Hægri öflin" í heild hafi átt sök á morðununi á Erzberger og Rathenau.Hvergi er að því vikið hjá honum, að þýzkir Social Demokratar hafi einróma greitt atkvæði með styrj aldaryfirlýsingu 1914, hvergi er heldur minnzt á það, að lýðræðis flokkar voru í meirihluta á Rík- isþinginu, né hvernig Luden- dorff hrifsaði einræðisvald í síri ar hendur. Þannig er stjórnmála saga Þýzkalands áður en Hitler kemur fram á sviðið ekki aðoins ófullkominn hjá honum, heldur gersamlega í molum. Og ekki tekur betra við, þeg- ar hann fer að lýsa uppliafi nas- istahreyfingarinnar, þar morar allt í missögnum, villandi og hlut drægum lýsingum og ályktunurh. Hann minnist sáralítið sem ekki á baráttu Hitlers og nánustu fé- laga hans fyrir að koma á cin- ræði lians í flokknum, hann nefn. ir ekki mikilvægustu og frægusfu atburði í fiokksstarfseminni svo sem Salslaginu og förina til Co burg. Hann gefur ekki nokkra minnstu hugmynd um stöðu hins uppvaxandi nasistaflokks í hóp- um þjóðernissinnaðra flokkssapii taka. Hann nefnir ekki að Kurt Ludecke sé til á þessu tímabili. Hann gerir ekki nokkra minnstu. grein fyrir þeim stóra greiða sem Julius Streieher gerði Hit) er á þessum tíma, er hann inn- limaði þýzksósíalíska flokksbrot ið í nasistaflokkinn. Þannig mætti halda lengi áfram að telja óteljandi þýðingarmikil atriði, sem Shirer sleppir og það versta við það er, að það cr bersýmlegt að þessum atriðum er ekki sleppt einungis til þess að þjappa efninu saman, he)dur beinlínis í þeim tilgangi að af skræma söguna með blekkingum í söguskoðun, til að troða fram sem fastast engilsaxneskum á- róðri sem varð til í hita styrjald aráranna, en menn ættu að vera vaxnir upp úr nú áratugum oftir lok heimsstyrjaldarinnar. Til viðbótar vildi ég tilgreina tvö lítil dæmi sem sýna berlega furðulegan og þroskalítinn skiln -Framliald á bls. 10. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR verður haldinn n.k. laugardag í Átthagasal Sög.u kl- 12,15. „Verða byggingarframkvæmdir í Breiðholti of kostnaðarsamar?" FUNDAREFNI: Jón Þorsteinsson alþingismaður, formaður fram kvæmdanefndar byggingaráætlunarinnar talar. Alþýðuflokksfólk er hvatt til þess að taka með sér gesti. Þátttaka tilkynnist skrifstofu Alþýðu- flokksins fyrir hádegi á föstudag. STJÓRNIN. 9. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ §

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.