Alþýðublaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 10
Þorsteinn Th.
Framhald af 5. síðu.
ing.Shirers á þýzkri stjórnmála-
sögu:
Á bls. 53 segir Shirer, að ef
Socíal Demokratar hefðu viljað
leggja undirstöðu varanlegs lýð-
ræðis í Þýzkalandi 1918 hefðu
þeir átt m.a. að banna varanlega
eða að minsta kosti að takmarka
varanlega starfsemi fríliðasveita.
Hér er um svo fáránlega og
barnalega staðhæfingu að ræða
að hreinlega undrum sætir og
held ég að menn geti séð það
með því að lesa mína lýsingu á
þessum atburðum.
Á bls. 61-62 segir Shirer um
óðaverðbólguna 1923: „Það hafði
verið hægt að stöðva verðbólg-
una einfaldlega með því að
ganga frá greiðsluhallalausum
fjárlögum, sem var erfitt en ekki
óvinnanlegt verk.“
Um þessa setningu gildir hið
sama, að hún er svo barnaleg,
að engu tali tekur. Og auðvitað
sér Shirer ekkert samband milli
hernáms Frakka á Ruhr-hérað-
inu og verðbólgunnar. Hann sér
yfirhöfuð hvergi að ástaridið í
Þýzkalandi á þessum tímum hafi
verið nein eðlileg afleiðing af
hörku og hefndarlöngun Vestur-
veldanna.
Um Versalasamninginn og við
horf Shirers til hans ætla ég ekki
að ræða hér, því að þar er víða
um svo mikil matsatriði að ræða,
sem engin óyggjandi niðurstaða
fæst úr. En svo mikið er víst, að
Shirer fer með algerlega rangt
mál, þegar hann segir, að Sósíal
demokratar einir hafi viljað bera
ábyrgðina af Weimar lýðveldinu,
því að tveir aðrir stórir lýðræðis
flokkar stóðu þar við hlið
þeirra .
Fyrir utan þessa ófullkomnu
og villandi lýsingu Shirers á
flestum meginatriðum þýzkrar
stjórnmálasögu á þessu tímabili
er bók hans svo morandi af ein-
földum staðreyndavillum, að
undrun sætir. Margt af því eru
að vísu atriði, sem skipta iitlu
máli í sjálfu sér, en liinsvegar
var aðgangur að réttum upplýs-
ingum, strax meðan Shirer skrif-
aði bók sína, svo auðveldur. að
hann hefur enga afáökun fyrir
slíku krjábulli. Skal ég nú telja
upp nokkur af þessum atriðum,
tekin aðeins af handahófi en
oft eru slikar staðreyndavillur
á blaðsíðu eftir blaðsíðu og
stundum margar á síðu.
Á bls. 7 segir Shirer að Jo-
hann George Hiedler hafi komið
fram 84 ára gamall í bænum
Weitra, þá kallað sig Hitler og
mætt fyrir notariusi publicusi
og viðurkennt í viðurvist þriggja
votta að hann væri faðir Alois
Schicklgruhers. Þetta getur
varla passað, því að maðurinn var
dáinn 20 árum fyrr, kallaði sig
aldrei flitler og mætti aldrei fyr
ir notariusi.
Bls. 8 segir Shirer að þau Mari
anna móðir Alois og Jóhann Ge-
org virðist aldrei hafa búið sam-
an eftir að þau giftu sig. Þetta
er alveg öfugt við staðreyndir,
því þau voru saman eftir að þau
giffu sig, en líklega aldrei áð-
ur en þau giftu sig.
Á sömu síðu er fósturfaðir
Alois kallaður Johann von Nepo
muk Hretler og sagt að hann hafi
verið af tékkneskum ættum. Itétt
nafn hans var Johann Nepomuk
Hiedler og hann var af þýzkum
ættum að langfeðgatali.
Rétt er að þau bjuggu saman í
Smíðum allskonar innréttingar
gerum föst verðtilboð, góð
vinna, góðir skilmálar.
Trésmíðaverkstæði
Þorv. Björnssonar.
Símar 21018 og 35148.
7ár bls.9 er sagt, að Alios hafi búið
16 ár með Önnu Glasl. Sömu síðu
er sagt, að Alios hafi, ,
fengið arf frá Johanni Nepomuk
þegar Klara Pölzl var 16 ára. En
Johann Nepomuk dó ekki fyrr
en 12 árum síðar.
Á sömu síðu segir Shirer, að Ad
olf Hitler hafi verið þriðja barn
hjónabandsins. Rétt er, að hann
var fjórða barnið.
Bls. 10 segir Shirer að Geli
Raubal hafi verið ljóshærð, en
hún var svarthærð.
Á sömu síðu segir, að Hitler
hafi gengið í _ klausturskóla í
Lambach, en þar í nágrenninu
hafi faðir lians verið búinn að
kaupa búgarð. Rétt er að fjöl-
skyldan flutti til Lambach, vegna
þess að faðir hans seldi búgarð
sinn.
Á bls. 14 er frásögn sú sem
Ólafur Jónsson minnist á í grein
sinni um að Leopold Pötsch hafi
verið í SS-sveitum Austurríkis.
Frásögu þessar hefur Shirer eftir
Kubizek, og fyrir henni eru
engar aðrar heimildir. í bók
minni ræði ég einmitt all ýtar-
lega um sannleiksgildi frásagn-
ar Kubizeks og þessi saga heyrir
einmitt undir þann þátt frásagn
ar hans, sem hann hafði enga
persóriulega þekkingu á, enda
eru engir aðrir stafir fyrir lienni,
þó að Shirer taki hana ómelta.
Sömu síðu segir, að Alois Hitl
er hafi fengið slag á morgun-
göngu, og verið borinn á veit-
ingastofu. Rétt er að hann íékk
slag í bjórkrá.
Sömu síðu segir Shirer, að
ekkjan hafi eftir dauða Alois
flutt til Urfahr. Það er rangt,
liún flutti inn í miðborg Linz.
Sömu síðu segir, að Hitler bafi
eftir veikindi sín farið aftur til
náms i Steyr. Hann gerði það
aldrei.
Bls .16 segir að Hitler hafi
óskað skýringa af rektor lista-
akademíunnar, í seinna skiptið,
SMURT BRAUÐ
SNITTUR-ÖL - GOS
Opið frá 9 til 23.30. - Pantið
tímanlega í veizlur.
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25. Sími 1-60-12.
F.U.J. F.U.J.
Ráðstefna sú um a-ðstöðu ungs fólks til áhrifa
á stefnu Alþýðuflokksins, sem áformað var
að halda s.l. sunnudag, en var frestað vegna
veðurs, verður haidinn sunnudaginn 11. febrú
ar n.k. kl. 2 e.h. að Félagsheimili múrara og
rafvirkja, Freyjugötu 27.
Til ráðstefnunnar hefur verið boðið sérstak-
lega stjórnum F.U.J. félaganna í nágrenninu,
stjórn S U.J. auk ýmissa 'annarra ungra jafn-
aðarmanna. —
Gestur ráðstefnunnar iverður Jón Þorsteins-
son, alþingismaður.
i STJÓRN F.U.J. í REYKJAVÍK.
Jón Þorstcinsson
sem hann féll á inntökupiófi.
En það var í fyrra skiptið.
Sömu síðu segir hann, að móð
ir hans hafi þá verið að dej'ja
af krabbameini, en hún var
þegar dáin fyrir 9 mánuðum.
Á bls. 18 segir Shirer, að Hitl-
er hafi í fjögur ár lifað í húsnæð
isleysingjaskýlum og „næstum
því eins eymdarlegu húsnæði á
karlmannagarðinum í Melde-
mannsstrasse og forðað ?,ér frá
hungri með því að þiggja súpu-
gjafir góðgerðareldhúsa. Allt er
þetta tómur misskilningur.
Mestu vandræði Hitlers stóðu
stóðu varla nema nokkrar vikur
og þó ekki sé fallizt á hugmynd
ir Jetzingers að hann hafi haft
fullar hendur fjár, þá er víst,
að hann átti í engum vandræð-
um nema örstuttan tíma og það
er fjarstæða að Karlmannaheim-
ilið hafi verið eymdarlegt, á það
var litið sem nokkurskonar lúx-
us í þá daga.
Á þessum síðum gerir Shirer
mikið úr því, hve Hitler hafi ver
ið það þvert um geð að fá sér
fasta vinnu, haft viðbjóð á
henni. Ilann skilur ekki, það sem
er svo augljóst, að Hitler var að
reyna að lifa sem listamaður, svo
að allt tal um andúð á vinnu
verður villandi, nema það gildi
um alla listamenn.
Á bls. 19 staðliæfir Shirer, að
Josef Greiner hafi verið persónu
lega kunnugur Hitler. Það verður
að teljast hæpið og er í rauninni
furðulegt að Shirer skulj geta
tekið nokkuð mark á bók Grein
ers, eins og hún er úr garði
gerð.
Á bls 27 ber hann Greiner fyr
ir sögunni um herkyldusvik Hitl
ers. Hafði Greiner fengið þessa
sögu hjá Jetzinger, en því ckki
að taka hana beint eftir Jetzing
er, sem vann það afrek að varð
veita þá frásögn og langt bréf
Hitlers. Bók hans var komin út
árii áður en Shirer gaf út sina
bók.
Á bls. 30 segir Shirer, að Hitl
er hafi verið hækkaður í tign í
hernum upp í Corporal. Þetta er
misskilningur.
Á bls. 31 segir Shirer, að Lud
endorff hafi óskað eftir vopna-
liléi 28. sept. 1918. Þetta er svo
sem ekkj mikil villa, en fuvðu-
legl að geta samt ekki farið með
það rétt, að það var degi síðar
29. september.
Á sömu síðu segir hann, að
Hindenburg hafi ítrekað kröfuna
um vopnahlé á krúnuráðsfundi í
Berlín 2. október. Hið rétta er,
að Hindenburg gerðj það með
bréfi og það var líka degi síðar
eða 3. október.
Á bls. 32 segir Shirer, að hinni
borgaralegu ríkisstjórn undir
forsæti Max prins hafi ekki ver
ið sagt frá versnandi hernaðar-
aðstöðu fyrr en í lok september,
Hvernig átti það að vera liægt,
þegar Max prins myndaði ekki
stjórn fyrr en 3. qktóber?
Bls. 38 segir Shirer að Röhn
og Eckart hafi báðir verið flokks
menn Þýzka verkamannaflokks-
ins áður en Hitler gekk í hann.
Fyrir þessu eru ekki rök, þó því
hafi verið haldið fram í cldri
bókum.
BIs. 89 segir Shirer að Dietrich
Eckart hafi dáið af ofurölvun.
Sannleikurinn var sá, að hann
veiktist í fangelsi, þar sem hann
hafi sagt sig úr flokknum í sam-
og tókst rétt á síðustu stundu
að senda hann úr fangelsinu á
sjúkrahús til að deyja þar .
BIs. 40 segir Shirer ,að Barrer
hafi sa gtsig úr flokknum í sam-
bandi við stefnuskrárfundinn 24.
febrúar 1920. En hann hafði þeg
ar sagt sig úr flokknum í árslok
1919.
Hér erum við komnir aftur í
sjálfa flokkssögu nazistaflokks-
ins og enn á þetta eftir að
versna, blaðsíðu eftir blaðsíðu,
hver staðreyndavillan og vitleys-
an á fætur annarri, en vegna
takmarkaðs rúms í blaðagr. verð-
ég að láta hér staðar numið Eg
ætla aðeins að minnast á enn eitt
atriði á bls. 74.
Þar segir Shirer, að í upp-
reisnarsögunni að Hetjuhöll hafi
Ilitler haldið vinstri handlegg í
hægri handlegg Scheubners Rie-
hters og bætir við — „Það var
einkennileg og táknræn stell-
ing“ — mun Shirer eiga við, að
Hitler hafi verið svo hræddur,
að hann hafi með þessu leitað
trausts hjá Scheubner Richter.
Hið rétta er að Hitler hélt með
liægri handlegg í vinstri hand-
legg Scheubner Richters og það
var ekki af neinum ótta, heldur
gönguaðferð SA-sveitanna að
krækja þannig saman olbogun-
um, til að hindra að fylking riðl
aðist í átökum.
Þannig gæti ég haldið áfram
að telja villurnar í gegnum all-
ar 1143 blaðsíður í bók Shirers.
En ég læt þetta nægja til þess
að sýna fram á, hvers vegna ég
sætti mig ekki við þann saman-
burð, sem Ólafur Jónsson gerir
á bók Shirers og minni. Sá sam
anburður er svo móðgandi fyrir
mig um bók mína, að ef við Ól-
afur lifðum á öðrum tímum
hefði ég sennilega, til að vorja
mannorð mitt, orðið að gefa hon
um kost á að velja á milli sverðs
og pístólu. Ekki segi ég þar með,
að mín bók sé neitt frábær né
óskeikul. Ég efast ekki um, að
það megi finna margar villur í
henni. En það má líka mikið á
milli vera, en sá urmull af rang
færslum, villum og skilnings-
leysi, sem einkennir hina
„heimsfrægu" bók Shirers spjald
anna á milli.
Þorsteinn Thorarensen.
EIRRÖR
Kranar,
fyttings,
einangrun o. fl. til
hita og vatnslagna.
Burstafell
byggingavöruverzlun
Réttarholtsvegi 3. S. 38840.
‘10 9. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ