Alþýðublaðið - 20.02.1968, Side 5

Alþýðublaðið - 20.02.1968, Side 5
Rætt við Soffíu Ingvarsdóttur sem lengst allra hefur veriö for- maöur félagsins KVENFÉLAG Alþýðu- flokksins í Reykjavík er á þessum vetri 30 ára= Það var stofnað 5. des ’37. Þá stóð yfir mikill um brotatími í Alþýðuflokkn um, innbyrðisdeilur og klofningur, og reyndist hið nýstofnaða kvenfélag eitt sterkasta vígi flokks- ins í þeim sviptingum. í tilefni af 30 ára starfi fé- agsins hefur fréttamaöur Al- þýöublaðsins átt tal við frú Soffíu Ingvarsdóttur sem lengst allra hefur verið formaður fé- lagsins. — Þegar ég lít til baka er ó- neitanlega margs að minnast, segir Soffía. Saga félagsins er aövitað bundin sögu flokksins, auk þess sem mér finnst hún að talsverðu leyti saga þeirra kvenna sem hafa starfað í fé- laginu. — Hver var aðdragandinn að stofnun félagsins? — Mér er ekki kunnugt um fyrsta aðdragandann að stofnun þess. Fyrir daga félagsins var ég alveg ókunnug starfi flokksins. En 27. nóv. 1937 var haldinn að Hótel ísland undirbúningsfund- ur að stofnun kvenfélags inn- an Alþýðuflokksins í Reykjavík. Fundarboðendur voru Jónína Jónatansdóttir, Þuríður Friðriks dóttir og Björg Guðnadóttir, og það var einmitt Bjöi-g sem heim sótti mig og bað mig að mæta þarna. Á fundinum mætíu tólf kon- ur, Þuríður var fmidarstjóri, en ég var gerð að ritara. Fundarkon ur voru tólf. Ég vissi lítil deili á fundar- konum, en þarna sá ég fyrst ýmsar þær Alþýðuflokkskonur sem ég síðan hef haft langa og góða samvinnu við. Áhugi birt ist ótvíræður á stofnum félags. Var samþykkt að halda stofn- fund 5. des. og leggja fram frum varp að lögum. — Og varð það sögulegur fundur? — Nei, allt í sátt og samlyndi deilurnar komu seinna. Þessi fundur var haldinn í Alþýðu- húsinu og 57 konur mættu. Það var samþykkt að stofna Kven- félag Alþýðuflokksins í Reykja- vík, og í lögum var tekið fram að aðaltilgangur félagsins væri að berjast fyrir lausn vanda- mála á grundvelli jafnaðarstefn unnar. Kosin var bráðabirgða- stjórn er starfa skyldi til aðal- fundar, og hana skipuðu: Jónína Jónatansdóttir formaður, Guð- rún Pálsdóttir (kona Héðins Valdimarssonar) varaformaður, Soffía Ingvarsdóttir, ritari, Val- gcrður Þórmundsdóttir gjald- keri, Kristín Ólafsdóttir lækn- ir meðstjórnandi, en í varastjórn Björg Guðnadóttir og Guðný Hagalín. Ekki var stjórnin kosin í einu hljóði, skrifleg atkvæða- greiðsla var um varaformann og gjaldkera. — Var það kannski óljós fyrirboði um þá ólgu sem þá grípa um sig í flokknum? — Vel getur það verið. Það var ólga innan Alþýðuflokksins um þessar mundir. Alþýðuflokk urinn tapaði í Reykjavík við kosn ingarnir vorið óður. Héðinn Valdimarsson var einn kjör- dæmakjörinn, og sumum þótti dólítið ónotaleg tilviljun, svo ekki sé meira sagt, að lagið „Buldi við brestur” var spilað í útvarpinu eítir að þau úrsiit voru kunn, en þar koma eins og allir vita fyrir orðin „Héðinn stóð enn, teptur við gallhlað osfrv.”. En ósigurinn virtist hafa þau óhrif á Héðin Valdimars- son, hinn mikilhæfa og kapp- gjarna varaformann flokksins, að honum þótti það eitt duga að stofna til sameiningar við kommunista. Eins og allir vita var þetta reynt, en strandaði ekki á Alþýðuflokknum, heldur á því að kommúnistar vildu halda sinni hlýðni við yfirstjórn rúss- neskra kommúnista. Brátt dró þó til stærri tíðinda. Alþýðuflokkurinn og kommún- 'istar gengu sameinaðir til bæj arstjórnarkosninga eftir óra- mót en guldu mikið afhrot. Þar á eftir klofnaði Alþýðuflokkur inn og Héðinn fór með nokkurn hluta yfir til kommúnista. — Orkuðu ekki utanríkismál eitthvað á pólitíska afstöðu manna á þessum árum. -— Jú, ég held að ótti við naz ismann hafi þjappað jafnaðar- mönnum saman. Þetta var á þeim árum er óveðurský heims- styrjaldarinnar voru að hrann- ast upp. Og um þetta leyti var öllum orðið ljóst sem vildu sjá og heyra að stjórn Stalins í Russlandi var hrein ógnarstjórn. Hann var á þessum árum að ryðja helztu forustumönnum byltingarinnar úr vegi, og vonir jafnaðarmanna um að í Rúss- landi hallaðist þróunin smátt og smátt til frelsis og lýðræðis voru brostnar. Sagan hefur sannað að jafnaðarmenn höfðu rétt fyrir sér þá. — Hvernig reiddi svo Kven félagi Alþýðuflokksins af á þessu umbrotatímabili sem líka var upphafsstími þess? — Þetta slampaðist allt af. Aðalflokksfélag Alþýðuflokks- Jónína Jónatansdóttir. ins í Reykjavík var Jafnaðar- mannaféiag Reykjavíkur. Það klofnaði og Alþýðrílokksfélag Reykjavíkur var stofnað í febrúar 1938 rétt fyrir aðalfund Kveníélagsins, sem haldinn var 8. marz uppi í Bánmni. Þar var vitað, að til átaka mundi koma enda smalað á fundinn af báð- um málspörtum. Þegar kvenfélagið var stofnað voru engin ákvæði í lögum flokksins um kvenfélög. Engar breytingar var hægt að gera í því sambandi fyrr en á næsta flokksþingi, og var félagið því upprunalega deild úr Jafnaðar- mannafélagi Reykjavíkur. En nú var jafnaðarmannafélagið klofið. í upphafi fundarins bar því formaðurinn, Jónina Jóna- tansdóttir, fram tillögu um að fé agið skyldi verða deild úr Al- þýðuflokksfélagi Reykjavíkur. Þar á móti risu til harðra mót- mæla ýmissar félagskonur. Eru mér minnisstæðastar þær Þur- íður Friðriksdóttir og Laufey Valdimarsdóttir. Þær voru báð- ar vel máli farnar og höfðu margt að segja um málefni flokksins, sem forvitnilegt var á að lilýða fyrir nýliða eins og mig. Síðan lýstu þær breyting artillögu þess efnis, að þar eð deilur stæðu í flokknum skyldi félagið standa utan Alþýðu- flokksins fyrst um sinn. En formaður neitaði að bera slíka tillögu upp. Hún bryti i bága við lög félagsins. Kven- félag Alþýðuflokksins gæti ekki staðið utan Alþýðuflokksins. Og nú skall yfir önnur hörð hrina og í það skiptið gegn breyt ingartillögunni. Man ég bezt eft ir þeim Guðnýju Hagalín og Elísabetu Jónsdóttur. Guðný beitt sinni kjarnmiklu vest- firzku mælsku eftirminnilega. En Elísabet sem var skínandi ræðukona tók dæmi úr Gísla sögu Súrssonar, er Eyjólfur grái vildi fá Auði til að svíkja Gísla mann sinn og hugðist freista hennar með sjóði miklum, en Auður svaraði með því að reka silfrið á nasir honum svo að blóð stökk um liann allan. Þeg- ar Elísabet var þar í sögunni, steig hún skref fram og ég man enn hvernig þá brakaði í gamla timburgólfinu í Bárunni. Eftir nokkurt þóf var tillagan svo samþykkt. En þar með gengu 42 konur úr félaginu. Síðan var stjórnarkjör, Jón- ína var kjörin formaður, Krist ín Ólafsdóttir læknir, varafor- maður, ég var áfram ritari, Elín borg Lárusdóttir gjaldkeri, Guð ný Hagalín meðstjórnandi. En í varastjórn: Odrífa Jóhann- dóttir og Bergþóra Guðmunds dóttir. — Hvernig vegnaði félaginu fyrstu árin? — Fyrstu árin voru erfið. Við vorum fáar, um helmingur féll frá í upphafi. Jónína var hríf- andi og glæsilegur formaður, en heilsan var farin að bila. Það var óeirð í flokknum þessi fyrstu ár eftir klofninginn, sumir töldu að kvenfélagið ættj jafnvel ekki rétt á sér, tilvera þess dreifði starfskröftum óþarflega. En það vann sér smátt og smátt örygg- an sess í flokknum. — Hvernig hagaði félagið starísemi sinni? Ég hygg að það sé fróðlegt að fá eitthvað að heyra um það. ___ Ég lield að okkur hafi tek izt að feta nýjar brautir í því efni. Við byrjuðum fljótlega á mikilli fræðslustarfsemi sem þá var að kalla óþekkt í kvennfé lögum nema þá helzt saumanám skeið. Mig minnir, að það hafi verið veturinn 1939, að við feng um Friðrik Brekkan rithöfund til að flytja erindi um fræðslu- starfsemi og leshringa. Um vor ið var svo lialdið námskeið í hjúkrun. Kristín Ólafsdóttir læknir var leiðbeinandi, en hún hafði haldið erindi á fundum um heilbrigðismál. Samtímis þessu var komið upp málfundaflokki innan fél- agsins. Ég tel mig geta sagt að fræðslustarfsemi hafi verið aðal hyrningarsteinn félagsins hjá okkur alveg fram á þennan dag. í fræðsluílokkunum höfum við tekið fyrir ólík efni. Fyfstu voru um tryggingamál og upp eldi barna. Leiðbeinendur voru þeir dr. Símon Jón. Ágúsfs son og Jóhann Sæmundsson pró fessor. í byrjun des. 1940 kom- um við upp sýningu á ritverk- um íslenzkra kvenna bæði vest an hafs og austan og fengum léð ar sjaldgæfar bækur hjá Lands bókasafninu. Sýningin vákti mikla athygli. Á hverju kvíildi voru flutt erindi um bókmenntir og voru fyrirlesarar þeir Guð- mundur Hagalín, Sigurður Einarsson og Sveinbjörn Sigur jónsson. Fáum árum síðar gekkst félagið fyrir liúsmæðraviku og voru fyrirlestrar þá á hverju kvöldi líka. Þá höfðum við á þessum árum haldið alls konar námskeið, t.d. í bókbandi, í hjálp í viðlögum og auðvitað mörg handavinnunámskeið. Einnig höfðum við haft sýninkennslu í mörgum greinum. En þótt fræðslustarfsemin væri veigamikill þáttur í fé- lagsstarfinu og notadrjúgur til þess að halda uppi lifandi starfi þá var stjórnmálafræðsla og um ræður um þjóðmál í rauninni að alatriði starfsins. — Já, segðu mér nú frá þeirri hlið málsins. Til þess hefur fé- lagið verið stofnað. — Já, til þess var það sannar lega stofnað. Jafnaðarstefnan var grundvöllurinn og ég vona að segja megi að félagið hafi tekið þátt í að móta stefnu Al- þýðuflokksins á þessum 30 árum til hagsbótar og menningarauka fyrir alþýðu manna. Við reyndum alltaf að halda reglulega fundi um þjóðmál, ræða það sem var að gerast, Framhald á 15. síðu. Soffía Ingvarsdóttir. 20. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.