Alþýðublaðið - 20.02.1968, Síða 13
Hljóðvarp og sjónyarp
n SJÓNVARP 1
Þriðjudagur 20. íebrúar 1968.
20.00 Fréttir.
20.30 Erlend málefni.
Umsjón: Markús Örn Antonsson.
20,50 Hljófteinangrun.
Umsjón með þættinum hefur
Ólafur Jensson, fulltrúi. Gestur
þáttarins er Gunnar H. Pálsson,
verkfræðingur, sem mun skýra
ýmislegt varðandi hljóðeinangrun
íbúða í fjölbýlishúsuin.
21.10 Fyrri heimsstyrjöldin (24. þáttur).
Stríðið í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs.
Þýðanái og þulur: Þorsteinn
Thorarensen.
21.35 Frá vetrarólyinpíuleikunum i
Grenoble.
Dagskrárlok óákveðin-
HUOÐVARP
Þriðjudagur 20. febrúar.
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir. Tónleikar. 7.30
Fréttir. Tónleikar, 7.55 Bæn. 8.00
Morgunleikfimi. Tónleikar. 8.30
Fréttir og veðurfregnir. Tónleik-
ar. 8.55 Fréttir og útdráttur úr
forustugreinum dagablaðanna.
9.10 Veðurfregnir# Tónleikar. 9.30
Tilkynningar. Tónleikar. 9.50
Þingfréttir. 10.10 Fréttir. 10.15
„En það bar til um þessar mund
ir“: Séra Garðar Þorsteinsson pró
fastur byrjar lestur á bókarköfl.
um eftir Walter Russel Bowie.
Tónleikar.
12.00 Hádegisútvarp
Dagskráin. Tónleikar. 12.15 Til-
kynningar. 12.25 Fréttir og veð-
urfregnir. Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar,
14.40 Við, sem heima sitjum
Sigurlaug Bjarnadóttir ræðir við
Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt.
15.00 Miðdegisútvarp
Mantovani stjórnar flutningi laga
úr kvikmyndum og söngleikjum.
Eydie Gormé syngur þrjú lög.
George Martin og hljómsveit hans
leika lög eftir „Bítlana“.
Karle Gott syngur tvö lög.
16.00 Veðurfregnir. Síðdegistónleikar.
Ólafur Þ. Jónsson syngur lög eftir
Jón Þórarinsson og Sveinbjörn
Sveinbjörnsson.
Artur Schnabel leikur á píanó
Impromptu op. 142 eftir Schu.
bert.
16.40 Framburðarkennsla í dönsku
og ensku.
17.00 Fréttir.
Við græna borðið
Hallur Símonarson flytur bridge-
þátt.
17.40 Útvarpssaga barnanna: „Hrólfur**
eftir Petru Flagestad Larssen
Benedikt Arnkelsson endar lestur
sögunnar í þýðingu sinni (13).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir
19.20 Tilkynningar.
19.30 Daglegt mál
Tryggvi Gíslason mag. art. flytur
þáttinn.
19.35 Þáttur um atvinnumál
Eggert Jónsson hagfræðingur
flytur.
19.50 Gestir í útvarpssal: Samuel Fur-
er og Daissia Merkulova
frá Sovétríkjunum leika á fiðlu
og píanó
a. Rómönsu nr. 1 í G.dúr op. 40
eftir Beethoven.
b. Rondino eftir Kreisler.
c. Allegro-appasionato eftir
D’Avern.
d. „Viðkvæmnislegan vals“ eftir
Tjaikovskij.
e. Spánska rómönsu eftir Zara-
zate.
f. Gavottu eftir Mozart.
20.15 Álandseyjar _ ríki í finnska
ríkinu
Baldur Pálmason segir frá.
20.40 Lög unga fólksins
Hermann Gunnarsson kynnir.
21.30 Útvarpssagan: „Maður og kona“
eftir Jón Thoroddsen
Brynjólfur Jóhanuesson leikari
les (22).
21.50 „Rhapsody in Blue“ eftir Ger.
shwin:
Monia Liter leikur á píanó með
Melachrino-hljómsveitinni.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.15 Lestur Passíusálma (8).
22.25 Útigangshrossin
Árni G. Eylands flytur erindi.
22.40 Verk eftir tónskáld mánaðarins
Jón Leifs
Þriðji og fjórði þáttur Sögusinfóní
unnar op. 26. Leikhúshljómsveitin
í Ilelsinki leikur þriðja þátt:
Björn að baki Kára“; Jussi Jalas
stj. / Sinfóníuhljómsveit ísalnds
leikur fjórða þátt: „Gretti og
Glám“; höf stj.
23.00 Á hljóðbergi.
Björn Th. Björnsson listfræðing-
ur kynnir valda kafla úr „Justine“
eftir Markgreifann de Sade og
bréf skrifað í fangelsi til eigin.
konu hans. Patrick Magee les I
enskri þýðingu.
23.55 Fréttir og veðurfregnir.
Dagskrárlok.
SMURT BRAUÐ
SNITTUR-ÖL - GOS
Opið frá 9 til 23.30. - Pantið
tímanlega í veizlur.
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25. Sími 1-00-12.
Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl.
iDunhaga 19.
Viðtalstímar eftir sam-
komulagi.
Sími 16410.
SMURT BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐTERTUR
BRAUÐHUSlfí
SNACK BAR
Laugavegi 126,
sími 24631.
m
H/ ■ EFNl (
SMÁVÖRUR
TÍZKUHNAPPAR
SERVIETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
ÁUGLYSID
í Alþýðublaðinu
ÖSKUBUSKA
16
Úr peningaskápnum á skrifstof
unni eftir að liann fór að va.xa
úr grasi.
— Eruð þið að reyna að telja
mér trú um að Kevin sé þjófur?
spurði Rhona.
— Ég er hrædd um það, svar
aði Laura.
— Ég trúi þér ekki.
— Kevin er ekki aðeins þjóf
ur, sagði Steven. — Hann er
einnig afar eigingjarn og vill
eignast allt, sem honum lízt á.
Þú ert falleg og hann viltli eign
asf þig. Þess vegna kvæntist
hann þér. Ég veit ekki, hvers
vegna hann yfirgaf þig, sjálfsagt
hefur hairn verið hræddur við
bréfið frá veðmangaranum. En
þér er óhætt að trúa því, að
hann hafði ekkert samvizkubit
af að yfirgefa þig. Kevin kæmi
aldrei til hugar, að hann gæti
gert eitthvað rangt. Hann elsk-
aði þig.ekki, Rhona. Menn eins
og Kevin elska aðeins sjálfan
sig.
■»
Rhona sat lömuð og minntist
svipsins á andliti Kevins, þegar
hann sagði: — Nú ert þú konan
mín og ekkert getur aðskilið okk
ur. Hann hafði meint hvert orð
sem hann sagði. — Þetta er ekki
rétt. Þið eruð bara að reyna að
fá mig til að snúast gegn hon-
um og fá mig til að láta dæma
hjónabandið ógilt.
Laura hló. — Þú mátt vera
hreykin af trúnaðartrausti þínu
Rhona, en þú veitir ekki þeim
trúnað þinn sem ætci að eiga
hann. Veiztn, hvernig á því stóð,
að Kevin missti öll hlutabréfin
sín í fyrirfækinu? Steven komst
að því, að hann hafði íalsað
bókhaldið og rænt fleiri þúsund
undum punda frá fyrirtækinu.
Við neyddum hann til að af-
henda hlutabréfin og groiða
skaðann. Ég gæti sagt þér bæði
eitt og annað um hann bróður
minn.
Þú hefur sagt mér nóg. Rliona
reis á fætur í blindni og gekk
til dyra. Hún heyrði Lauru
kalla: — Bíddu, Rhona, við
borðum eftir augnablik. . . .
— Mig langar ekki í mat,
— En lögfræðingurinn kemur
til að ræða við þig um ógild
ingu hjónabandsins.
— Hjónaband mitt verður
aldrei ógilt. Hún sá í gegnum
tárin, að Steven hljóp til henn-
ar.
— Vertu hérna kyrr, vina
mín, sagði hann blíðlega. Ég
skal sjá um, að frænka mín verði
ekki óvingjarnleg við þig.
— Slepptu mér. Hún reyndi
að ryðjast fram hjá honum.
— Þú ert ekki með sjálfri
þér, Rhona. Þú getur ekki farið
svona. Þú mátt ekki fai-a aftur
til kofans . . Laura stökk fram
og þegar Steven leit á hana,
smeygði Rhona sér undir hand-
legg hans og hljóp út. Hún var
ekki aðeins að lilaupa á brott
frá Kevin heldur og frá efa-
semdum sínum. Kevin gat ekki
verið sá, sem þau sögðu hann
vera. Hún elskaði hann og hún
hefði vitað það, ef hann væri
slíkur þorpaiú.
Hún stytti sér loið gegnum*
skóginn og þegar liún kom að
rjóðri þar sem hún sá' til kof-
ans heyi’ði hún mannamál.
Hún stóð grafkyrr, lömuð af
áfallinu. Mennirnir voru að rífa
kofann. Þakið var þegar fallið.
Meðan hún stóð og horfði á við
urstyggð eyðileggingarinnar
féll einn veggurinn í rykskýi.
Þeir voru að rífa eina heimilið,
sem hún átti.
Hiin fór að hlaupa, jafnvel þó
að hún vissi, að það var til emsk
is. — Hvað eruð þið að gera.
Hrópaði hún til mannanna.
— Hættið. Æ liættið!
Mennirnir litu undrandi á
hana og einn þeirra gekk til
hennar. —Ég er verkstjóri hér,
ungfrú. Ég hef fyrirmæli um að
rífa kofann.
— Hvers vegna? Hver .. . . ?
— Herra Steven skipaði okk
ur að gera það. Ef þér eruð dam
an, sem á töskurnar þarna inni,
erum við búnir að taka þær út.
Húsgögnin voru einskis virði og
okkur var skipað að brenna þau.
Vilduð þér vera svo góðnr að
færa yður, svo að menn mínir
geti haldið störfum sínum á-
fram.
Rhona var sem mállaus yfir
þessu síðasta grimmdarlega
bragði Stevens og þessu áfalli.
Henni hafði aldrei komið til hug
ar að hann myndi gera annað
eins og þetta.
Mennirnir byrjuðu aftur á
störfum sínum og eftir smástund
stóð Steven við hlið liennar.
Hann hafði elt hana. — Þú
neyddir mig til að gera þetta,
sagði hann. — Þetta var eina
leiðin til að losna við þig héð
an. Kofinn var ekki mannabú-
s*aður.
Flugvél
Framhald af bls. 2.
nú höfðu orðið ósjálfbjarga á
ísnum. Menn fylgdust spenntir
með því, hvort þyrlunni myndi
takast að hefjast til flugs og viti
menn, hún hóf sig á loft eins og
ekkert hefði í skorizt. Þrátt íyrir
giftusamlega lausn fyrsta þáttar
þessa máls var þó enn eítir að
bjarga flugvélunum á jökiirum,
sem nú voi'u orðnar tvær.
Bandaríski flugherinn notaði
nú alla sína tækni til að bjarga
Visavél sinni; ný skíði voru sett
undir vélina, flugvöllur var vudd
ur í ísnum og eftir ýmsar lag-
færingar hóf hún sig á loft Á
ísnum var þó enn Aero Comand-
ei'flugvélin. í ágúst sl. gerðu svo
þrír Bandaríkjamenn tilraun til
að bjarga flugvélinni. Þeirri för
lauk á þann óheillavænlega hátt
að þeir rákust á fjall nálægt
Commanderflugvélinni. Einn
þeirra lét lífið, hinir tveir siös-
uðust alvarlega og flugvél þeirra
var gereyðilögð. í nóvember
gerðu svo enn hópar kanadískra
flugmanna tilraun til að bjarga
vélinni, en er þeir voru nýlagðir
af stað uppgötvuðu þeir að út-
búnaður þeirra var ófullnægj-
andi og snéru þeir því við kaln
ir og illa til reika til byggða.
í síðustu viku ákváðu þeir aö
freista gæfunnar á ný. Héldú
þeir af stað í snjóhíl og æt.luðú
ekki að brenna sig á sömu mis-
tökum á ný og bjuggu sig þess
vegna vel til fai'arinnar.
Komust Meiír klakkljaust að
Aero Commanderflugvélinni, sem
nú hafði legið heilt ár í isnum.
Hófust þeir þegar handa og
rnokuðu öllum snjó burtu frá vél-
inni, smurðu hana, reynslukeyrðu
báða hreyfla mótoranna og ruddu
bráðabirgðaflugbraut. Var á-
kveðið að einn þeirra skyldi setj-
ast í stjórnsæti hennar og koma
henni til næstu flugvallar-i xdar-
stöðvarinnar Dye III. Ræst; sá'
hreyfla vélarinnar og hóf vélina
á loft á magaflugtaki, hniiaði
nokki-a hringi yfir höfðum félaga
sinna, sem héldu að svo búnu
í snjóbílnum í átt til Dye III.
eftir Christina Laffeaty
Komust þeir þangað síðasta föstu-
dag og fengu þá að vita að ekk-
ert hefði spui'zt til ferðaféiaga
þeirra í Aero Commaínderflug-
vélinni, en í hana hafði okkert
loftskeytatæki enn verið sett. —
Bandariski flugherinn lét þegar
tvær flugvélar hefja leitarfiug,
en ekkert hefur spurzt til vélar-
innar ennþá og er leit lialdið
áfram.
20. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13