Alþýðublaðið - 02.04.1968, Síða 6
Washington, 1. apríl (NTB-Reuter).
— Eg mun elcki sækjast eftir ijé taka við útnefn-
ingu sem forsetaefni demókrata í forsetakosningun-
um í haust‘í, sagði Johnson Bandaríkjaforseti í lok
sjónvarpsræðu sem hann flutti um styrjöldina í Viet
nám í nótt. Akvörðun forsetans kemur öllum á ó-
vart, en hún staðfestir endanlega hinn sívaxandi á-
greining innan Bandaríkjanna sjálfra vegna styrjald
arinnar í Vietnam og þverrandi vinsældir forsetans.
Samkvæmt síðustu skoðanakönnun sem birt hefur
verið eru aðeins 36% þjóðarinnar ánægð með
frammistöðu forsetans.
Yfirlýsing Johnson í nótt rifj-
ar. upp sams konar ákvörðun Tru-
var Adlai Stevenson valinn fram-
bjóSandi demókrata en beið mik-
inn ósigur fyrir Eisenhower hers
höfðingja í forsetakosningunum.
Johnson forseti er nú 59 ára gam-
all. Hann tók við forsetaembætti
22. nóvember 1963, þegar John
F. Kenncdy var myrtur, og var
endurkjörinn forseti 1964 með
miklum yfirburðum.
Kona og dætur
Vcysstu forsetann
í ræðu sinni hvatti Johnson
bandarísku þjóðina til samheldni
og eindrægni með orðum Kenn-
edy forseta: „Okkar kynslóð
Yíirlýsing Kennedys
Robert Kennedy, sem nú er
talinn líklegasH frambjóðandi
Demókrataflokksins, hélt í
gær blaðamannafund og kom
ust færri að en vildu. Á fund
inum voru einnig stödd kona
Kennedys, Ethel og helzti ráð
gjafi Kennedys, Sörensen, en
hann var einnig náinn sam-
starfsmaður John heitins
Kennedys. Sagði Kennedy, að
hann hefði fundið til einlægr
ar óskar meðal bandarísku
þjóðarinnar um frið í Vietnam
styrjöldinni. Sagði Kennedy,
að úrslit forsetakosninganna
nú í haust myndu hafa úrslita
áhrif fyrir þróun mála á átt-
unda Hig aldarinnar og næstu
kynslóð. Vegna hagsmuna
Bandaríkjanna yrði að gera
allt sem unnt væri til að
stemma stigu við ofbeldi og
lögbrotum sem nú tröllriði
bandarísku þjóðfélagi. Banda-
ríkin yrðu að endurskoða af-
stöðu sína til þróunarlandanna
og til útbreiðslu kjarnorku-
vopna. Sagðist hann taka John
son forseta á orðinu, er hann
segðist ekki gefa kost á sér til
endurkjörs og hrósaði John-
son ákaft fyrir það viðsýni,
sem fælist í ákvörðun hans.
Kennedy lét í liós óskir um
að hitta Johnson að máli og
sagðist hann hafa sent John-
son skeyti, þar sem hann
stakk unp á að beir hittúst til
þess að kanna, hvort þeir gætu
sameiginlega fundið lausn á
þeim vandamálum, sem nú
steðjuðu að innantands og til
þess að friður næðist í Viet-
nam. Ennfremur sagði Kenne-
dy að hann vonaðist til að á-
6 2. apríl 1968 —
kvörðunin um að takmarka
loftárásir á Norður Vietnam
væri spor í rétta átt til að frið
ur kæmist á. Er Kennedy var
að því spurðu,r hvort ákvörð
un Johnsons hefði breytt áætl
unum hans um kosningabar-
áttuna, sagði hann; „Ég hef
hafið þáHtöku í kosningabar-
áttunni og ætla að halda henni
áfram“.
Bandaríkjamanna er reiðubúin
til að greiða hvaða verð sem það
kostar að taka á sig hverja
þá byrði, mæta hverjum örðug-
leikum, styðja hvem vin sinn en
verjast hverjum óvini — til að
tryggja að frelsið fái staðizt og
sigrað.” Forsetinn var með tárin
í augunum þegar kom að lokum
ræðu hans, en kona hans, sem
var viðstödd, hlýddi á hana með
mans forseta fyrir 16 árum. Þá
bros á vör. Að ræðunni lokinni
reis hún á fætur og faðmaði
mann sinn að sér, en dætur
þeirra tvær kysstu föður sinn.
„Ég er frjáls
maður..
Eftir ummæli Kennedys um
sigur frelsisins hélt Johnson for-
seti máli sínu áfram:
„Einu megum við aldrei
gleyma. Hvaða þolraunir sem við
eigum framundan, eiga Banda-
ríkin og málstaður þeirra ekki
mest undir vopnum né valdi né
óþrotlegum auðlindum landsins,
heldur samheldni þjóðarinnar.
Um þetta er ég fullviss. Á öllum
ferli mínum sem stjórnmálamað-
ur hef ég fylgt fram þeirri sann-
færing minni að ég sé frjáls
maður, Bandarikjamaður, þjón-
ustumaður almennings og flokks
maður — í þessarj og ævinlega
þessari röð. í starfi mínu sem
þingmaður, öldungadeildarmað-
ur, varaforseti og forseti Banda-
ríkjanna í 37 ár hef ég ævinlega
haft samheldni þjóðarinnar að
æðsta marki, og sett það mark
ofar öllum flokkadráttum. Enn
sem fyrr er það sannleikur að
hús sem sé sjálfu sér sundur-
þykkt, vegna flokkastreiíu, trú-
arbragða eða kynþátta, fær ekki
staðizt. Bandaríkin eru sjálfu sér
sundurþykk, við erum það öll nú
í kvöld. Og sem forseta landsins,
allrar þjóðarinnar, fær mér ekki
dulizt sú hætta sem vofir yfir
bandarísku þjóðinni, og yfir von-
um og horfum á friði meðal
allra þjóða. Því bið ég alla Banda-
ríkjamenn, hvað sem líður einka-
skoðunum þeirra eða áhyggj-
um, að varast sundurþykkjuna
og allan þann skaða sem af henni
getur leitt.”
Þsð sem vannst
má ekki glatast
Johnson hélt áfram:
„Það kom í minn hlut á harm-
sögulegri stund fyrir 52 mánuð-
um og 10 dögum síðan að rækja
skyldur þessa embættis. Ég bað
þá um hjálp guðs og þjóðarinn-
ar til að við mættum halda á-
fram á braut Bandaríkjanna, búa
um og græða sár okkar, halda
fram á veg í einni fylkingu, koma
nýjum stefnumálum fram og
standa við skyldu okkar við alla
bandarísku þjóðina. Sameigin-
lega höfum við rækt þessar skyld
ur og aukið við þær. Og ég trúi
því að Bandaríkin verði um alla
framtíð öflugri, þjóðfélagið rétt-
látara, tækifærin fleiri og meiri
í landinu, vegna þess sem við
höfum öll komið sameiginlega í
verk á þessum árum. Laun okk-
ar eru fólgin í lífi við frið og
frelsi og voninni um að börn
Framhald á bls. 14.
ÞRIGGJA ÁRA
Bandaríkjamenn vörpuðu í
fyrsta skipti sprengjum á
Norður-Vietnam í ágúst 1964,
en þá réðust bandarískar flug
vélar á norðurvíetnamskar
herstöðvar til að endurgjalda
árásir Norður-Vietnama á
bandarísk skip á Tonkinflóa.
Reglulegar loftárásir á Norð-
ur-Vietnam hófust síðan 7.
febrúar 1965, en þá var ráð-
izt á samgönguæðar og aðra
mikilvæga staði. í fyrstu
sprengjuárásinni vörpuðu 49
flugvélar, sem höfðu aðsetur
á flugvélamóðurskipi úr 7.
flota Bandaríkjamanna á
norður-víehiamskar herstöðv-
ar rétt fyrir norðan hlutlausa
beltið á landamærum víet-
nömsku ríkjanna tveggja.
Þessar flugvélar gerðu einnig
árásir á brýr, járnbrautir,
lestir og ferjur í suðurhluta
Noður-Vietnams. Fáeinum
dögum síðar var tilkynnt op
inberlega að árásirnar væru
gerðar vegna flutninga her-
manna og vopna frá Norður-
Vietnam suður yfir landamær
in-
Smám saman jukust
sprengjuárásirnar og tóku
til æ stærri hlula landsins, og
farið var að varpa sprengjum
á iðjuver og rafstöðvar. 29.
júní 1966 komust sprengju-
árásirnar á nýtt stig, en þá
varpaði bandarísk flugvél í
fyrsta skipti sprengjum nærri
borgunum Hanoi og Haiphong.
19. maí 1967 var sprengjum
varpað á raforkuver aðeins
hálfan annan kílómetra frá
miðborginni í Hanoi, og síð-
an má heita að allt Norður-
Vietnam hafi verið undirlagt
sprengjuárásum.
Hlé hafa verið gerð á loft
árásunum annað veifið, í
fyrsta skipti í maí 1965, en
lengsta hléið stóð í 37 daga
um áramótin 1965/’66. Og í
þessum hléum hafa ævinlega
verið gerðar tilraunir til að
koma á friði í Iandinu. Þær
tilraunir hafa þó ekki borið
neinn árangur, en Norður-
Vietnamar hafa ætíð sett það
sem skilyrði fyrir friðarvið-
ræðum að Bandaríkjamenn
hættu loftárásum að fullu.
Til þess hafa þeir hins vegar
ekki verið reiðubúnir hingað
til, en alls staðar á Vestur-
löndum og þar á meðal í
Bandaríkjunum sjálfum hafa
þær raddir stöðugt orðið há-
værari, sem hafa fordæmt
loftárásarstefnu Bandaríkja-
stjórnar í Vietnam, en ekk-
ert lát hefur virzt vera á
Bandaríkjastjórn þar til nú,
að Johnson forseti tilkynnir
í Iok embættisferils síns, að
hann hafi fyrir skipað að
hætía loftárásum á mest.allan
hluta landsins.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ