Alþýðublaðið - 02.04.1968, Síða 7
Benedikt Gröndal
Kanadastjórn bauð nýlega tveim alþingis-
mönnum, þeim Sigurði Bjarnasyni og Benedikt
Gröndal, í heimsókn, og hafa þeir nýlokið því
ferðalagi. í Ottawa heimsóttu þeir kanadiska
þingið og voru kynntir á fundi Neðrideildarinn-
ar. Fprseti hennar, Lucien Lamoureux, minntist
við það tilefni Alþingis, elzta löggjafarþings
heims, með hlýjum orðum og tók þingheim-
ur undir það með því að herja hressilega í borð
sín, en á þann hátt láta menn í ljós ánægju
sína þar á hæ. Einnig heimsóttu þeir félagar
Ontario í Toronto, borgarstjóra þar og í Mon-
treal og ýmsa fleiri aðila.
Næstkomandi fimmtudag,
föstudag og laugardag mun
mikill hluti kanadiksu þjóðar
innar sitja við sjónvarpsiæki
og fylgjast af eftirvæntingu
með þingi Frjálslynda flokks-
ins, sem fram fer í Oltawa. Verk
efni þingsins er að velja nýj-
an flokksformann, sem jafn-
framt tekur við embætti for-
sætisráðherra landsins eftir
Lester Pearson, sem nú dregur
sig í hlé. Atkvæðagreiðsla fer
fram á laugardag og um síð-
ustu helgi var enn talið, að
úrslit væru algerlega óviss.
Kanadamenn hafa einu sinni
láður fylgzt með slíku flokks-
þingi í sjónvarpi. Þá kusu
íhaldsmenn (eða Framsóknar-
íhaldsflokkurinn eins og hann
heitir réttu nafni) Robert Stan-
field foringja sinn, og er hann
nú leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar. Vakti það sjónvarp
mikla athygli og sýndi alþýðu
manna inn í heim stjórnmála-
manna á nýjan hált-
Oft hafa leiðtogar Kanada
tekið hver við af öðrum án á-
taka. Svo var, er Pearson tók
við af St. Laurent og St. Laur-
ent af MacKenzie. En þeir hafa
líka háð flokksþing með tví-
sýnum átökum um foringja
stöðuna, eins og nú.
Fimmtán menn hafa boðið
sig fram til forustu í Frjáls-
lynda flokknum, en níu þeirra
eru kallaðir ,,alvarlegir“ fram
bjóðendur. Þeirra á meðal eru
margir núverandi ráðherrar
og í þeim hópi eru þeir, sem
mestar líkur eru taldar á að
komi til greina, er hl atkvæða
verður gengið á laugardag.
Undanfarnar vikur hafa
frambjóðendur ferðazt um Kan
ada þvert og endilangt til að
afla sér fylgis meðal þeirra
2.475 fulltrúa, sem flokksfélög
frjálslyndra hafa kosið til
þingsins. Ráðherrarnir þjóta
um þetta víðlenda ríki, frá
Vancouver á Kyrrahafsströnd
til Nýfundnalands við Atlants
haf. Þeir fljúga í lánuðum smá
þotum, halda fundi með þing-
fulltrúum, bjóða þeim í mat-
boð, kaffiboð eða síðdegis-
drykkjur,- svara spurningum
þeirra, ræða við blaðamenn,
embætið
Þeir koma helzt til greina í
W’inters Martin Trudeau
koma fram í hljóðvarpl og
sjónvarpi. Frambjóðendur eru
vandlega skoðaðir háU og lágt,
spurðir spjörunum úr og jafn
vel eiginkonur þeirra vegnar
og metnar.
Ýmsir þrautreyndir ráðherr-
ar koma mjög til greina sem
eftirmenn Pearsons, og þá
fyrst og fremst Paul Martin ut-
anríkisráðherra. En framar
öllu öðru hefur framboð dóms
málaráðherrans vakið athygli
og gert átökin spennandi. Hann
heitir Pierre Elliott Trudeau,
er ungur, glæsilegur, stórgáf-
aður og að öllu leyti maður
hins nýja tíma. Hann hefur
vakið áhuga, sérst-aklega meðal
unga fólksins 1 Kanada, á svip
aðan hátt og John F. Kennedy
gerði í Bandaríkjunum í fram
boði og forsetatíð (og bróðir
hans er nú að reyna að endur-
vekja).
Paul Martin er heimskunnur
maður fyrir störf sín sem ut-
anríkisráðherra Kanada und-
anfarin fimm ár. Hann var á
sínum tíma helzti keppinautur
Pearsons um forsætisráðuneyl
ið, en hlaut utanríkismálm
sem sárabætur. Var hann raun
ar vel að því embætti kominn,
þar sem hann er hámenntaður
lögfræðingur og hefur hvaö eít
ir annað verið fulltrúi Kanada
á alþjóðlegum vettvangi.
Heimafyrij- er hann hinn
„reyndi stjórnmálamaður11 með
gömul sambönd í tiokki sínum
um allt landið og hefur marg -
an greiða gert, sem hann -nú
fær endurgoldinn með stuðn-
ingi. En vandi hans er aldur-
inn. Hann er 64 ára, og það
þykir Kanadamönnum nú of
hár aldur, ekki sízt af bví að
yngri menn eru í boði.
Pierre Elliott Trudeau er
skæðásti keppinautur Martins
og hefur raunar undanfarna
daga verið talinn haía meira
fylgi. Hann er 46 ára, en hef-
ur aðeins selið á alríkisþinginu
í Ottawa í þrjú ár, svo að segja
má, að honum hafi skohð upp
eins eldflaug í pólitíkinni.
Hann hefur þó tekið mikinn
þátt í opinberum málum í
heimafylki sínu, Quebeck hinu
franska, um langt árabil.
Trudeau er fæddur í Montre-
al og var faðir hans írönsku-
mælandi, en móðir ensku.
Tungumálin voru notuð jöfn-
J
Þinghúsið í Ottawa
um höndum á heimilinu, og
ólst hann þannig upp bæði við
frönsku og ensku og talar mál
in jöfnum höndum, eins og
raunar flestir kanadiskir jptjórn
málamenn verða að gera. Tru-
deau er af auðugum ættum og
hlaut ágæta menntun í frönsk
um háskólum í Quebec, en síð-
an í Harvard og London. Hann
lauk fyrst lagaprófi, en lagði
síðan fyrir sig hagfræði og
stjórnvísindi. Ferðaðist liann
víða um heim, kynntist veröld
inni og rataði í ýms ævintýr.
Ógiftur er hann til þessa dags.
Þegar heim kom, sat að ríkj
um í Quebec hinn annálaði
Maurice Duplessis, sem bafði
verið umbótamaður í æsku,
komið Union Nationale flokkn
um (sem er hægriflokkur fylk
js’ns) til valda 1936, en síðan
snúið við blaði og slýrt ein-
hverri spilltustu fylkisstjórn í
sögu. Kanada. Trudeau og marg
iv nr>cr:r menntamenn tóku upp
baráHu gegn honum og tókst
úm síðjr að koma honum frá
völdum.
Trudeau er þó ekki í flökki
þjóðernissinna, sem vilia að-
skilnað Kanada og frjálst
Quebec, eins og það, er de
Gaulle ákallaði, sem frægt er
orðið. Trudeau er nú orðinn
helzti forustumaður „sam-
bandstefnunnar“ svonefndu,
sem byggist á því, að Quebec
eigi að treysta framtíð sína
innan kanadiska sambandsrík-
isins, en ekki með aðskilnaði.
Hann vill tryggja sérstöðu
hinna frönskumælandi Kan-
adamanna, auka ré't bejrra og
efla tungu þeirra og menningu.
En hann telur allt tal um skiln
að ábyrgðarlausa fásinnu.
Vegna þessarar stefnu er
Trudeau umdeildur í heima-
ríki sínu, Quebec, er nýtur því
meira trausts í hinum ensku-
mælandi héruðum, Má bó bú-
ast við, að hann hljóti allmik-
Framhald á 10. síðu.;
2. apríl 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J