Alþýðublaðið - 02.04.1968, Page 15

Alþýðublaðið - 02.04.1968, Page 15
samt hagarðu þér svona sjálfur. Við verðum að finna okkur eitt- hvað til — en við verðum að fá nægan tíma til að átta okkur. En tíminn var naumur. Þegar búið var að setja sjúklinginn á börurnar, kom foringinn aftur og krafist þess að sjúklingnum batnaði eins fljótt og unnt væri og í síðasta lagi áður en sól risi hæst á himni daginn eftir. — Um hádegið á morgun, sagði Mike, þegar þau Sandra gengu á eftir börnunum að lyf- lækningadeildinni. — Guði sé lof fyrir að ég er nýbúinn að fá nýtt meðal gegn malaríu, sem verkar sex sinnum hraðar en kín ín. Maðurinn með byssuna virti þau grunsamlegum augum fyrir sér meðan sjúki vinur hans var lagður í rúmið. Sandra stóð og horfði á þetta án þess að hafast nokkuð að en gremjan sauð í henni. — Getum við ekkert gert? tautaði hún. — Ekki getum við látið þá komast undan með öll þessi dýrmætu lyf þó að maður- inn lifi þetta ekki af. — Hann verður að lifa það af, sagði Mike, annars er úti um okkur. Ég verð að finna upp á einhverju öðru. Mike tók um hönd hennar og gekk að lyfjaskápnum þar sem hann tók fram þrjár töflur, muldi þær og gaf veika mannin- um. — Nú ætti hitinn að lækka innan tuttugu og f jögurra klukku BERCO er úrvals gæðavara á hagstæSu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 — SÍMI 10199 stunda, sagði hann við foringj- ann. Dagurinn var lengi að líða. Allt gekk sinn vanagang á' sjúk- rahúsinu jafnvel þó að lífið virt ist óraunverulegt. Hvar sem Sandra steig niður fæti sá hún varðmann með byssu og grun- semdasvip. Sjúklingarnir voru hræddir og starfsmennimir reið ir. Nokkrir þeirra hefðu án efa hætt lífi sínu til að flýja, ef Mike hefði ekki skipað þeim að sleppa öllum flóttatilraunum. Hann sagði þeim, að hann gæti ekki hætt á að einhver af starfs liði sjúkrahússins dæi, heldur skyldi hann reyna að gera eitt- hvað til að hindra óvinina í að ræna öllu áður en þeir færu. Gavin, sem þegar hafði liðið svo mjög í höndum skærulið- anna, hefði án efa gert örvænt- ingarfulla tilraun til að hefna sín, ef Sandra hefði ekki fengið hann til að lofa sér að hætta við það. — Þó að þú slyppir héðan, sagði hún blíðlega, — kæmistu aldrei til Lanatau til að senda hermenn hingað. Þú ert alltof veikur enn til að geta það. Láttu Mike um þetta. Hann gerir það ef það er mögulegt. Gavin sá blíðublæinn sem kom á augnaráð hennar, þegar hún minntist á Mike og hann spurði rólega: — Hugsarðu oft um Derring lækni? Hún roðnaði. — Það gera víst allir hér, sagði hún. — Hann er mikilmenni. Þau sátu inni í herbergj Gav- ins, en þangað hafði Sandra laumast rétt fyrir háttatíma. Gavin reis á fætur cg gekk eirð- arlaust um gólf í herberginu. — Það hefði allt gengið bet- ur ef ég hefði aldrei komið aft- rr inn í líf þitt, Sandra. Hvers vegna taldirðu hann á' að gera úf björgunarleiðangur og bjarga mér? Af skyldurækni? Hún mótmælti ákaft, þó að hún vissi innra með sér, að hann hafði getið sér rétt til. Þetta var sannleikurinn. — Ég er enn konan þín, sagði hún að lokum. — Þegar þér er batnað tökum við upp þráð- inn þar sem frá var horfið. Þeg ar við komum til Englands gleym um við íljótlega sjúkrahúsinu og öllum hérna. Það var ósatt, hún vissi það sjálf að Gavin gat sér þess til. Hún var fegin þegar hann rauf þögnina og sagðist vera þreyttur og ætla að hátta sig. Hún kyssti hann blíðlega og augu hennar voru full af tárum. Það var dimmt og drungalegt fyrir utan. Hún stóð kyrr augna blik meðan augu hennar voru að venjast myrkrinu og reyndi að bæla niður grátinn, sem virtist ætla að ná yfirtökunum. Svo sá hún móta fyrir manni framundan í myrkrinu og gaf ERCO BELTI og BELTAHLUTIR áBELTAVÉLAR BERCO Keðjui* Spymur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi frá sér skelfingarstunu. — Vertu ekki hrædd, Sandra. Þetta er bara ég. Sterk hönd lagðist um axlir hennar og Mike stóð við hlið hennar. — Ert það þú, stundi hún feg insamlega. — Þú gazt ekki kom ið á betri tíma, ég var svo ósegj anlega hrædd. Hún þrýsti sér ó sjálfrátt að honum. — Ég bjóst við því og þess vegna beið ég hérna eftir þér. Ég verð feginn þegar við höfum losnað við þessa villimenn. Svo hann hafði vitað, að hún var inni hjá Gavin. Þegar hún fór að hugleiða mál ið nánar sá hún að hann hafði birzt á ólíklegustu stöðum allan daginn rétt eins og hann hefði verið að gæta hennar. Elsku hjartans Mike. Ef hann bara vissi . . . Þrá hennar eftir að hvíla í faðmi hans var svo sterk að hún varð magnvana. Handleggur hans um axlir hennar brann eins og eldur við liúð hennar og þegar hönd hennar snart hönd hans, langaði hana mest til að grípa um hana og þrýsta henni að vörum sér. Það var engu líkara en hann fyndi hverjar tilfinningar henn- ar voru því að hann þrýsti henni að sér og kyssti hana eins og hann hafði aldrei kysst hana fyrr. Jafnvel Gavin hafði aldrei kysst hana svona. Það var tilhugsunuin um Gav- in sem eyðilagði þessa dásam- legu stund og kom henni til að slíta sig lausa úr faðmi hans. — Slepptu mér. Mike, ■— Hvers vegna? Þú veizt sjá'lf, að þú elskar mig. Þú getur ekki fórnað okkur báðum á alt- ari fortíðarinnar — vegna manns, sem þú elskar ekki leng- ur. — Gavin þarfnast mín svo mjög. Ef ég væri ekki, myndi hann ekkert reyna til að verða heilbrigður. Hann á aðeins mig, hvíslaði hún vansæl. Hann næstum hrinti henni frá sér og sagði dauflega: — Ég fylgi þér til herbergis þíns. Við vitum ekki nema fylgzt sé með ferðum okkar. Þau gengu til herbergis henn- ar þegjandi. Hann kveikti ljósið þar inni til að fullvissa sig um að þar væri engan að sjá, svo snérist hann um hæl og gerði sig líklegan til að fara. Hún hafði búizt við að hann gerði tilraun til að kyssa hana aftur en hann leit aðeins lengi á hana en augnaráð hans var kjassandi. — Læstu, sagði hann. — Við sjáumst á morgun. Hann beið þangað til að hann hafði heyrt hana snúa lyklinum í skránni. Hún svaf betur en hún hafði gert ráð fyrir, en varð skelfingu lostin er hún vaknaði. Leið mal- aríusjúklingnum betur eða hafði honum versnað um nóttina? Það var engin ástæða til að óttast, því að lyfið, sem Mike gert kraftaverk og um hádegis- hafði gefið sjúklingnum hafði bil gat hann sagt foringja skæru liðanna að sjúklingurinn mætti fara af sjúkrahúsinu. Foringinn var greinilega hrif inn og hann heimtaði að fá slík- an skammt handa öllum félög- um sínum og sjálfum sér og svo byrgðir, sem hann gæti tekið með sér. — Þú verður að bíða þangað til að ég hef litið á hina sjúkl- ingana, sagði Mike. — Þá hef ég tíma til að afhenda þér öll þau lyf sem þú þarfnast. Það gat ekki verið að Mike myndi gefast svona snögglega upp .hugsaði Sandra, en hún fékk ekkert tækifæri til að tala einslega við hann. Hún varð að láta sér nægja þá' trú sína, að hann hefði ákveðna ráðagerð í huga, sem hann myndi fram- kvæma á síðustu stundu svo að hermdarverkamennirnir slyppu ekki úr greipum þeirra. Það var foringinn sjálfur sem olli því að framkvæmdunum var lokið áður en ráð hafði verið gert fyrir. Mike og Bob voru á skrifstofunni, þegar Sandra kom inn til að segja íáein orð við Mike. Hún var iiaumast komin þangað inn þegar foringinn kom með alla sína menn. EFTIR: GILLIAN BOND „Aðalskrifstofa Loftleiða verður lokuð í dag frá kl. 1. e.h., vegna jarðarfarar Elíasar Dagfinnssonar”. 2. apríl 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ J5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.