Alþýðublaðið - 07.04.1968, Side 7
I
DR. JON E. VESTDAL
SEXTUGUR í DAG
Á TÆKNIÖLD er hverju þjóðfé-
lagi nauðsyn að eignast góða
tæknimenn. Þeir tileinka sér þá
þekkingu vísindanna og auka
við hana. Síðan finna þeir leiðir
til að beita vísindunum í þá'gu
framleiðslunnar og bæta þannig
lífskjör þjóðanna. Er nú miklu
fórnað til að mennta sllka menn
og þjóðirnar keppast um að fá
þá í þjónustu sína.
íslendingar hafa á undanförn-
um áratugum eignazt allmargt
ágætra vísindamanna á' ýmsum
sviðum. Sumir þeirra hafa af
ýmsum ástæðum ráðizt í þjón-
ustu arinarra þjóða og setzt að er
lendis, en aðrír hafa glímt við
verkefni sín hér heima, oft við
liin frumstæðustu skilyrði í
fyrstu. í síðari hópnum er dr.
Jón E. Vestdal, forstjóri Sem
entsverksmiðju ríkisins á
Akranesi, en hann verður sext-
ugur í dag.
Þegar Vestdal hafði lokið stúd
entsþrófi 1928, hélt hann til
Dresden í Þýzkaiandi og lagði
þar fyrir sig efnaverkfræði. Til
þess liefur án efa þurft nokkuð
hugrekki, þvi fátt var um góð-
ar stöður á íslandi í þeim vís-
indum fyrir kreppuna. Þó lauk
hann prófum efnaverkfræðings
1932 og hélt síðan áfram rann-
sóknum, lauk við prófritgerð
og hlaut doktorsnafnbót árið eft-
ir.
Að loknum þessum námsferli
hélt dr. Vestdal heim með þýzka
brúði sína Marianne Werner
sem var prófessorsdóttir í Dres-
den. Hlaut hann starf við mat-
vælarannsóknir á vegum heil-
brigðisstjórnarinnar og tók þátt
í samningu margvíslegrar lög-
gjafar á því sviði. Loks varð
hann forstöðumaður matvælaeft
irlitsins 1934-36. Var þar unnið
brautryðjendastarf á sviðum
hreinlætis og heilbrigðrar með-
ferðar matvæla. Stendur margt
af þeirri löggjöf enn, sem þá
várð til.
Á árabilinu 1936-55 var dr.
Vestdal sérfræðingur við iðnað
ardeild Atvinnudeildar Háskól-
ans. Var þar mjög hugsað um
framtíðarmöguleika íslendinga
á sviði iðnaðar og mikið undir-
búningsstarf unnið. Beindist at-
hygli dr. Vestdals í æ ríkari
mæli að sementsframleiðslu og
var honum falið hvert trúnaðar-
starfið á fætur öðru við undir-
búning þeirrar iðngreinar hér á'
landi. Árið 1949 var hann skip-
aður formaður nefndar til að
Ijúka rannsóknum og undirbún-
ingi sementsverksmiðju og sama
ár formaður nefndar til að gera
tfllögur um staðsetningu verk-
smiðjunnar.
Forustuhlut/erk dr. Vestdals
í sementsverksmiðjumálinu var
loks .staðfcst með skipun hans.
sem formanns í stjórn Sements-
verksmiðju ríkisins, en hann
gegndj þeirri formennsku í ell-
efu ár. Þegar verksmiðjan reis,
varð hann forstjóri hennar 1955
en lét þá nokkru síðar af stjórn
arformennsku.
Sementsverksmiðjan á Akra-
nesi er eitt myndarlegasta og
blómlegasta iðnaðarfyrirtæki í
landinu. Það hefur ekki aðeins
meginþýðingu íyrir Akranes
hvað atvinnu og afkomu ein-
staklinga og bæjarfélags snert-
ir, heriiur stórfellda þjóðhags-
lega þýðingu. Aldrei hefur
verið byggt eins mikið í land-
inu og á síðustu áratugum og
þeirri þróun mun lialda áíram.
Sementið er hentugasta bygging
arefnið við íslenzkar aðstæður,
og er því ómetanlcgt að eiga
Frainhald á 10. síðu.
*
Steingrímur skáld. Thorsteins
son ólst upp á Arnarsíapa á Snæ
fellsnesi. Þeir sem einhvem
tíma hafa komið þar í stórviðri
og hafátt, þegar útsynningsaldan
skellur á klettótíri ströndinni,
undra sig ekki á, þó.tt brimhljóðs
verði vart í kvæðum skáldsins.
Við hafið ég sat fram á sæv-
ar-bergs stall
og sá út í drungann,
þar brimaldan stríða við
ströndina svall
og stundi svo þungan.
Ströndin á Stapa ber þess
líka greinileg merki, að þar hef
ur ekki alltaf verið logn og lá-
deyða, enda er hún hreinasta
náttúruundur. Sléttar, grasivaxn
ar túngrundirnar liggja fram á
sjávarhamrana, en þar koma í
ljós hinir sérkennilegustu stap-
ar og stuðlabergsklettar. Mesta
athygli vekja þó fagurlega gerð
ir hellar og gjár, sem sjór fellur
inn í, en gínandj op eru á hell-
unum nokkuð ofan við bjarg-
brúnina, og sér niður í græn-
golandi hyldýisið. í stórviðrum,
þegar vindur stendur af hafi,
geysist sjórinn upp um opin af
þvílíkum heljarkrafti, að hvít-
ar brimsúlurnar ber liátt við
loft og. stórgrýtinu skolar upp á
gjárbrúnirnar eins og sauðaryöl-
um. Gjárnar lieita, talið aust-
an frá, HUNDAGJÁ, MIÐGJÁ
og MÚSAGJÁ, Talið var ólend-
andi á Stapa, þegar Músagjá tók
að gjósa, en hún gýs seinast. af
gjánum.
Mikið af ritu verpir. á bérg-
syllunum í gjánum, og gæti það .
virzt áhættusamt fyrirtæki, en
ritan er bjartsýnn fugl og íreyst
ir á veðurgæzkuna á vorin, enda
bjargast allt furðu vel. Á þéim
árstíma er haattan kannski ekki
miklu meiri en hjá bændum,
sem búa við rætur Heklu.
Nokkru utar er hinn nafntog
aði Gatklettur og Garðsendayík.
Það fara víst fáir ljósm. ,svo
um Snæfellsnes, að þeir ekki
festi á filmuna mynd af Gat-
klettinum á Stapa með þang-
gróinni stuðlabergshleininni í
baksýn. Að því rekur sjálfsagt
einhverntímann að þessi forkunn
arfallegi ldettur verður að láta
í minni pokann fyrir sjó og veðr
um, en varla þarf að óttast að
myndir verði ekki til af náttúru
fyrirbærinu.
Skammt austan við gjárnay er
lítill klettavogur, sem heitir
Pumpa. Þar var áður lending og
uppsátur fyrir 3-4 báta. Þessi
vogur sýnist æði þröngur, enda
varla árafrítt, eins og það var
kallað á máli gömlu ræðaranna
þar sem svona hagaði til. Nú
leitar enginn lendingar í Pumpu
lengur, enda hefur verið steypt
dálítil bátabryggja litlu norðar,
þar sem sjávargatan liggur úr
íjörunni heim að bæjunum.
Útræði og verzlun var lengi á
Arnarstapa og fjölmenni mikið.
Um 1707 voru þar auk aðalábú-
andans 28 hjáleigur eða búðir,
sumar með grasnyt aðrar ekki.
Um líkt leyti eða órið 1703 voru
147 lieimilisfastir menn á Arn-
arstapa. Nú er þar ekki svo marg
býlt sem áður, en eigi að síður
slendur staðurinn vel fyrir sínu.
•7. apríl 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ J