Alþýðublaðið - 07.04.1968, Side 8

Alþýðublaðið - 07.04.1968, Side 8
aðeins 2 árs Hjarta manns hennar slær þó áfram - en í brjósti ann- ars manns. Dorothy Haupt segir frá síðustu stundum manns síns, blökkumannsins Clive Haupt. Philip Blaiberg er farinn heim af Croote Schuur sjúkra húsinu og í honum slær hjarta sem í 24 ár sló í brjósH blökku mannsins Clive Haupt. Frú Eil een Blaiberg hefur heimt mann sinn úr helju, ef svo má að orði komast, en Dorothy er orðin ekkja, aðeins 21 árs göm ul og bað eina, sem hún hefur, eru minningarnar um þriggja mánaða hjónaband hennar og Clive. Þegar útför Clive Haupt fór fram frá kirkju heilags Lúkas- ar í Höfðaborg voru 600 manns samankomnir í kirkjunni — hvítir og svartir. Og úti fyrir kirkjunni stóðu um 20 þúsund manns og hlustuðu á ræðu prestsins úr hátalara. Það voru ekki liðnir nema rúmir þrír mánuðir frá því að Haupt íjölskyldan hafði síðast komið saman í þessari kirkju, en þá ríkti gieði en ekki sorg. Clive Haupt var að kvænast brúði sinni, Dorothy. Séra Carr hafði gefið þau saman — nú stóð hann í sömu kirkju og minntist hins unga manns. Clive var annar í hópi 11 syst- kina. Dorothy kom einnig úr stórum systkinahópi. Þegar Clive var aðeins 15 ára dó fað ir hans — drengurinn fór að vinna í matvælaverksmiðju og hver eyrir sem hann vann sér inn fór til móður hans og systkina Clive skipti um vinnu, til að fá hærra kaup og hann réði sig í spunaverk- smiðju og þar hitti hann Dorot hy. Clive bauð mér í bíó sama daginn og við hittumst fyrst, segir Dorothy. Ég man hvaða mynd við sáum, en eitt var víst að frá þessum degi var það hann — aðeins hann. Þau fóru að undirbúa brúð- kaup og þau dreymdi um að eignast böm. Þau keyptu sér svefnherbergishúsgögn fyrir nær 30 þúsund krónur — með afborgunum. Clive vann nú 12 stundir á dag og veitti sér engan mun að og sama var að segja um Dorothy. En þótt þau væru fá tæk og fjölskyldur þeirra hefðu ekki úr miklu að spila var haldin vegleg brúðkaups- veizla og boðið yfir 100 gest- um. Þessi dagur, 23. septem- ber, átti að verða þeim minnis stæður. — Þegar ættingjarnir kvöddu okkur þennan dag, segir Doro thy, sagði einhver í gríni: Næst þegar við hittumst verð ur það við skírn. En það liðu ekki nema rúmlega þrír mán- uðir þar til við hittumst aftur og þá við jarðarför Clive. Clive og Dorothy tóku sér frí frá vinnu daginn eftir brúð- kaupið — hveitibrauðsdagur- inn var aðeins einn. Á jólunum gaf Dorothy manni sínum myndavél og á þessa vél var tekin af þeim mynd á gamlárskvöld. Dorthy tók mynd af Clive, iþá fyrstu — og þá síðustu. Á gamlárskvöld fór Clive í kirkju, Þegar hann kom heim talaði hann lengi við Dorothy um hjartaígræðslu Barnards læknis og hve mikið hugrekki sjúklingurinn, Louis Wash- kansky, hafði sýnt til hins síð asta. Hann talaði líka af að- dáun um föður Denise Darvall, sem gefið hafði hjarta úr deyj- andi dóttur sinni svo að annar maður fengi tækifæri til að lifa svolxtið lengur. 'UMNeuiliiiiiiiiiiiiimiiiiiíuiiimniniuiiiiiimiiiiiiiiiiiinMi NÚ eru tízkubreytingarnar É örar, það er talað um Bonny = og Clyde stíl, Dandy stíl, en | minna er talað um Parísar- I tízku London- eða New York-. | Margt í tízkunni minnir á | hina góðu gömlu daga millj § heimsstyrjaldanna, og á É myndinni hér til Hliðar eru | sýndar hugmyndir um gerð \ og staðsetningu beltanna — É kannski að gamli kjóllinn I hennar ömmu sé einmitt | rétta flíkin um þessar mund | ir. , ----------- 23. september 1967 — brúð- hjónin væntu mikils af fram tíðinni. Barnard læknir við gröf Ciive Haupt. Öðru megin við hanrx er ekkjan Dorothy en hinum megin séra Carr, sem þremur mánuðum áður hafði gefið Dorothy og live saman í hjónaband. Á nýjársdag fór Clive, j Dorothy, Evelyne systir hennar [ og Richard maður Evelyne og i bróðir hans út á strönd í ná- j grenni Höfðaborgar. En þau I máttu ekki vera þar sem þeim i sýndist því lögin mæla svo fyrir að strandlengjunni á þess um stað skuli skipt í þrjú svæði, eitt fyrir hvíta, annað fyrir svarta og það þriðja fyr ir kynblendinga. — Við fundum stað, rétt hjá svæðinu fyrir hvíta fólkið, seg ir Dorothy, því þar er ströndin bezt. Við borðuðum úr matar- pökkunum okkar og síðan syntum við í sjónum og lékum okkur í sandinum — fórum í síðastaleik. Clive náði mér, ég féll í sandinn og þar veltumst við um en síðan reif ég mig lausa og hljóp af stað — Clive lá hreyfingarlaus. Við vorum svo kát og dönsuðum í kring- um Clive. „Hann þykist vera dáinn“, hrópaði ég, en þegar Clive hreyfði sig ekki beygði ég mig yfir hann og sá þá að hann var meðvitundarlaus. Ég vor gripinn skelfingu: ,,Clive“ hrópaði ég, „vaknaðu“, en hann vaknaði ekki. Ég hljóp af stað og hrópaði á hjálp. Clive var fluttur meðvitund arlaus á False-Bay sjúkrahús- ið en þar úrskurðuðu læknar að flytja yrði hann á annað stærra. Dorothy var viss um að Clive kæmist til meðvitundar á ný, en skyndilega kom læknir til hennar, þar sem hún beið í bið sal sjúkrahússíns, og spurði: Gætuð þér hugsað yður að veita okkur leyfi til að taka hjarta manns yðar og. Iþað í annan mann? Dorothy náfölnaði. — Fr maðurinn minn látinn? spurði hún. — Hann mun deyja, svaraði læknirinn. Það verður að fara með hann strax á Groote Schur sjúkrahúsið. Gagntekin af skelfingu beið Framhald » 10. síðu $ 7. apríl 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.