Alþýðublaðið - 07.04.1968, Page 9

Alþýðublaðið - 07.04.1968, Page 9
Mont Blanc - eðo /ívoð? „Mont Blanc-turninn” er þessi bygging nefnd og virðulegt er nafn ið, það vantar ekki. „Mont Blanc- turninn” er í Olympíuleikjaborg- inni Grenoble í Frakklandi og í húsinu eru íbúðir, sem leigðar eru út. Er engin vafi á að ef „Mont Blanc-turninn” væri kominn inn í Laugarás væri slegizt um íbúðirnar en þær eru sagðar mjög skemmti- legar og útsýni gott úr þeim. HEITT OG KALT FOLK Eins og allir vita bregzt fólk misjafnlega við áhrifum hita og kulda og liggja til þess ýmsar ástæður. Finnski dósentinn Artturi Simalá hefur gert rannsókn- ir á þessu fyrirbæri og sú niðurstaða hans, sem hvað merkilegust mun þykja er sú að hjónahand „kuldamanneskju og „hitamanneskju“ eins og hann kemst að orði hefur heldur litla möguleika á að blessast. Kuldamanneskjan á' heimil- inu galopnar glugga og dyr til að fá ferskt íoft inn, en hitamanneskjan mótmælir því harðlega, klaeðir sig í ullar- föt og skríður undir teppi. Hitamanneskjan vill helzt iiggja og slappa af í sólarhita og sækir því suður á bóginn við hvert tækifæri, en kulda manneskjan vill halda til fjalla, þar sem loftið er hreint og kalt. Hvernig á slíkt að blessast? Bezta vörnin gegn kulda er aftur á móti að: — borða vel, svo að líkam- inn hafi nóg „eldsneyti“, — vera vel klæddur, í einni flík utan yfir annarri því að loftið á milli einangrar vel, — vera á hreyfingu, — vernda húðina gegn köldu lofti. Þet4a er ósköp einfalt — nokkuð sem allir vita. En það vill gleymast og því fipnst Sim ala full ástæða til að minna á þessi atriði, þar sem hann álít- ur að þau geti hjálpað „kulda fólkinu" í sambúðinni við ,,hitafólkið.“ Til þess að draga úr „árekstr ahættunni" biður Simala menn að hafa í huga að bezta vörn í miklum hita er að: — sneiða hjá erfiðri líkam- legri vinnu, — vernda sig gegn sólar- geislunum, einkum höfuðið, — vera léttklæddur og þann ig klæddur að uppgufunin frá líkamanum komist gegnum, fötin, — ganga hægt og rólega og ef að verið er við vinnu að hvíla sig oft. KAUPIÐ EKKI FERMINGARGJAFIR — án þess að líta á hinar nytsömu og kærkomnu ferming- argjafir frá okkur: Canadiskar veiðistengur, veiðihjól, hollenzkir svefnpokar, finnsk tjöld. — Allt kærkomnar fermingargjafir. Óðinsgötu 7. FERMINGAR FATNAÐUR YZT SEM INNST Klæðskerar við afgreiðslu tryggja góða þjónustu Velklæddir eru vand- látir HERRATIZKAN Laugavegi 27 Sími: 12303. Vinsæler fermingargjafir Skíðaútbúnaður Skautar frá kr. 770.—■ Útivistartöskur Svefnpokar Tjöld Ferðagastæki Veiðistangasett Instamatic ljósm. vélar Sjónaukar o.fl. VERZLIÐ ÞAR SEM URVALÐ ER. VERZLH) ÞAR SEM HAGKVÆMAST ER. Laugavegi 13. 1. apríl 1968 ALÞYÐUBLAÐTÐ 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.