Alþýðublaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Kjistján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 14903. - Auglýsingasími: 14906. _ Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið-Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. I FRÆÐSLUMÁLIN Mikl'ar umræður eru um skóla- mál tim þessar mundir, og er reynt að skapa þá mynd, að í þeim málum sé einhvers konar neyðarástand. Þetta er þó alls ekki rétt. í skólamálum hefur mikið verið gert á undanförnum árum. Þeir, sem leggja liðsyrði gagn- rýni í skólamálum, hafa yfirleitt ekki gert sér grein fyrir hversu mikið hefur verið gert á þessu sviði á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna, að árið áður en Gylfi Þ. Gíslason varð mennta málaráðherra var veitt til kennslumála 73 milljónum kr., en á árinu 1966 (síðasta ári sem ríkisreikningar eru til um) var upphæðin 560 milljónir króna eða um 800% hækkun. Verður af þessari upphæð séð, að ekki hefur verið dregið úr framlögum til fræðslumála á þessu tímabili á íslandi. Mikið hefur verið rætt um fræðslumálin undanfarin ár, og hefur stjórnarandstaðan ekki dregið úr gagnrýni sinni. Hefur verið rætt um fræðslulögin, fram kivæmd þeirra og hlut einstakra kennara. Er ástæða til þess að þakka þann áhuga, sem fram hef ur komið í málinu, en jafnframt er ástæða til að taka eftir orðum Tímans: .,Hitt er og athyglisvert, hve fátt hefur í raun og veru komið fram um það, hvað gera skuli. Umræðurnar eru enn býsna neikvæðar, en þegar að á- kveðnum tillögum kemur, verða skoðanir skiptar“. Ekki þarf að draga í efa, að fræðslusviðið er hið mikilvæg- asta fyrir framtíðina, því að við lifum í tækniþjóðfélagi og þess er framtíðin. Við höfum hingað til talað um, hvað verði í askana látið, en nú virðist það vera allt — ef rétt er á það litið. Æskan lætur til sín heyra í fræðslumálum, og er sannarlega ástæða til, að á hana sé hlustað. Unga fólkið segir, að það vilji betri kennslubækur — og get- um við ekki orðið við þeirri ósk? Unga fólkið segir, að það vilji fá betri kennsluaðferðir. Getum við ekki sinnt þeirri ósk? Það segist ivilja betri kennara. Hvað getum við gert til að verða við því? Við skulum hlusta á æskuna. Hennar er framtíðin. Sigvaldi Hjálmarsson: AÐ EIGA FRÍ ÞAÐ er mikið um hátíðis- daga og frídaga á islandi. Þyk ir sumum nóg um. En ef til vill kemur það ekki að sök ef vel er unnið aðra daga. Gamlir bændur töldu afköstin verða þeim mun betri um sláttinn se*n þeir styttu vinnutímann meira, og ég sé ekki að þær þjéðir sem alla tið eru eitt- hvað að dunda við vinnu komi meira í verk. Aðalatriðið er að vinna meðan vinna á, og eiga svo frí þegar frí á að vera. En á þessu vill verða misbrest ur. Um jólin er t.d. allt sett á annan endann, menn bókstaf- Iega þræla sig kúguppgefna við að halda hátíð og hvíla sig, og 2 U. apríl 1968 - svo eru þeir guðs lifandi fegn ir að koma í vinnuna aftur til að geta blásið mæðinni. Sumar frí verða stundum eitthvað svip uð. Og allt stafar þetta af því að mönnum finnst fyrirfram að frí séu til að gera eitthvað sérstakt, af því að það geri all ir eitthvað sérstakt í fríum, og komast því aldrei út úr vinnuvananum. Ég þekkti einu sinni gamlan mann sem sagði: — Æ, ég vildi að ég þyrfti ekki að fara í þetta orlof, þá veit ég ekkert hvað ég á af mér að gera. Og þótt menn séu ekki orðn ir að slíkum þrælum vinnuvan ans — og það er alveg, eins hægt að verða þræll vinnuvan ans eins og slæpingsháttarins — þá er það afar algengt • að r.- 'nn taki ekki annað í mál en að þeir eigi að gera eitthvað sérstakt £ fríum. Á páskum á ég að fara á skíði, en í sumar fríum eitthvað út í buskann með brauki og bramli, og svo á að halda maraþon-heimboð um jólin með þess konar ó- 'kjörum af mat að gestir kom ist með engu móti undan að vinna upp margra mánaða megrunartilraunir sem þeir höfðu lagt á sig af hræðslu við yfirvofandi hjartabilun. En er þá ekki frí hætt að vera frí ef mönnum finnst skylda að gera eitthvað sér- stakt í fríinu? Og ætli nú þetta sé meining in með fríum? Ég held ekki. Frí á fyrst og fremst að vera hvíld — sem alls ekki er sama og aðgerðaleysi, svefn- eða dvali, og ekki heldur endi- lega fyllirí eða skemmtanaó- læti. — Það sem menn gera eiga þeir að gera með slökum taugum og með það fyrir aug- um að þær verði slakari. Það er meiningin að þeir rétti úr bakinu, líka andlega, gleymi víxlum og afborgunum af palis- andermublum, bankarnir eru hvort eð er lokaðir og á meðan svo er þýðir ekki að liggja and vaka þeirra vegna. Það er mein ingin að þeir losni upp úr þeim farvegi sem þeir hafa verið í alla vikuna, kannski margar vikur. Það er meiningin að þeir andi rólega, gefi sér tíma til að vera til, gefi sér tíma til að taka eftir þeirri furðulegu staðreynd að vera til, gefi sér ’’ / tíma til að fylla lungun í blæn um og horfa á sólarlagið, gefi sér tíma til að vera svolítið nýir menn, frjálsir menn. Úr því ég minnist á sólarlag ið dettur mér í hug Tehús Á- gústmánans, sjónleikur sem sýndur var hér fyrir eitthvað rúmum áratug. Hann gerðist a japönsku eynn; Okinawa. Og þar var það bezta skemmtun manna að tylla sér niður um það bil er sól var að set.iast, drekka te og virða fyrir sér sólarlagið. Þeir töluðu lítið — enda í raun inni fátt að segja, því Það er búið að segja svo mikið í ver öldinni siðan mannskepnan fór að tala, og þess vegna góð til- breytni að þeg.ia — þeir bara drukku te og horfðu á sólarlag ið. Nokkru eftir að ég sá þenn an sjónleik kynntist ég amer- iskum blaðamannj sem hafði verið á Okinawa og komið í slík þorp sem leikurinn lýsir. Og hann sagði mér að þetta væri alls ekki tilbúningur. Svona væri þetta þama í þorp- unum. Mætti ekki slík einföld skemmtan við og við koma inn í líf manna á Vesturlöndum? Við getum látið eins og óðir menn alla virka daga fyrir því, kvalið okkur með áhyggjum, æst okkar þöndu taugar upp úr öllu valdi og belgt okkur yfirleitt udp á hvem þann máta sem okkur þykir við eiga til Þess að geta talizt menn með mönnum, En á sunnudögum og öðrum fridögum er ekki svo vjtlaust að vera bara manneskja sem leyfir sér að vera hún sjálf. Bréfa— KASSINN í páskaleyfinu ERU hinir mörgu leyfisdagar ársins að verða þjóðfélagsböl? Höfum við efni á að veita okk- ur þann dýra munað, sem felst í of mörgum frídögum? Eða eru þeir kannski alls ekki of margir — heldur hið gagn- stæða? ★ ÞESSAR og þvílíkar spurn. ingar vakna gjarnan á jólum og páskum — tveim aðalhátið um kristinnar kirkju — með sínum mörgu leyfisdögum. Og svörin við þessum spurning- um verða eflaust fróðleg, — en munu þó að líkindum skipt ast í tvö horn: afdráttarlaus ját un eða neitun! ★ ÞVÍ er ekki að neita að margr • ir Ieyfisdagar kosta þjóðarbúið mikið vinnutap og þar með f jár munajtap — en jafnframt fá þeir cinstaklingar er daglcga er þjakað með of Iangri og strangri vinnu — kærkomið smyrsl á sárin. Og hvers virði er Iöng og vinnusöm ævi, ef aldrei gefst tóm til að líta upp úr einhæfu strití hversdags- leikans? * NEI, sannleikurinn er sá, hér á landi langra vinnudaga og mikillar aukavinnu, að frídag- arnir, jól og páskar, hreinlega halda við heilsu fjölmargra manna og kvenna, — fólks sem aldrei gefur sér til Þess tíma hversdagslega að líta upp úr önn og amstri dagsins. Og heil- næm hvíld verður seint metin til f jár — heilsa manna er öllu öðru dýrmætara! ★ UÁTUM því eftir okkur að varpa öndinni Iéttar þessa frí- daga sem nú fara í hönd — þeir verða hvort eð er fljótar horfnir en maður hleypur fyrir horn. Köstum hversdagsmæð- inni, eignumst hátíðlega stund með vinum eða ættmennum, ök um okkur tíl ánægju um fagrar sveitir eða skundum óde/gir á fjöll og firnindi! Það er tími, sem ekki er til ónýtis eytt! STARKAÐUR. li

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.