Alþýðublaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 6
KVIKMYNDIR A PASKUM Atriðj úr „Gullfingri“. HÁSKÓLABÍÓ Sýnir: „OUILLER - SKÝRSLAN STJORNUBIO sýnir: lávarður PÁSKAMYND Háskóla- bíós verður Quiller-skýrslan, sem þar hefur verið sýnd að undanförnu. Þetta er fræg litmynd með úrvalsleikurum, og hefur hlotið ágæta dóma. PÁSKAMYND Stjömubíós verður Jim lávarður, amerísk stórmynd eftir samnefndri sögu skáldsins Joseph Conard, er kunnur varð fyrir hinar ævin- týralegu skáldsögur sínar af sjó manna- og flökkulífi. í Jim lávarði fara þekktir leikarar með aðalhlutverk og nægir þar að nefna Peter O'Toole, Jam- es Masons, Curt Jiirgens, Eli Wallach, Jack Hawkins og síð- ast en ekkj sízt hina fögru leik konu Daliah Lavi. — Jim lá- varður, gerist á Viktoríutímabil_ inu, er verzlunarfloti Breta fór um öll heimsins höf. Úr „Quiller-skýrslunni“. KOPA- VOGSBÍÓ sýnir: Njósnarar starfa hljóðlega" NJÓSNARAR STARFA HLJÓÐLEGA, ævintýraleg njósnamynd, sem sannarlega ber nafn með rentu. Aðalhlutverk eru í höndum Andreu Bosch, Eriku Blanc, Emmu Darieli og Jose Bodalo, — leikstjóri er Mario Caiano en framleiðandi FILMES-ESTELLA FILMES. Myndin gerist í Englandi, á Spáni og víðar og er spenn- andi frá upphafi til enda, eins og heiti hennar ber með sér: „Njósn arar starfa hljóðlega". Curt Jiirges Peter O’TooIe jg 11. apríl 1968 - ALÞÝOUBLAÐIÐ ■V; " íi'-:- ; , TÓNABÍÓ sýnir: „GULLFINGUR" PÁSKAMYND Tónabíós er að þessu sinnj James-Bond-myndin „Goldfinger" með þeim Sean Connery, Honor Blackman og Gert Frobe í aðalhlutverkum. Þetta er ný ensk sakamálamynd gerð eft- ir samnefndri sögu rithöfundarins Jan Fleming, og hefur sagan verið þýdd á íslenzku. Er ekki að orðlengja það, að söguþráður er hinn ævintýralegasti, og hinir fjölmörgu aðdáendur 007 verða á- reiðanlega ekki fyrir vonbrigðum með myndina. Þess skal getið, að Honor Blackman, sú er fer með aðalhlutverkið í „Gullfingri" er ein af vinsælustu sjónvarpsstjörnum Breta. Lelouch hefir sérstakt yndi af að koma myndavélum .sínum fyrir á furðulegustu stöðum og þar sem hættan er mest. í „Maður og kona“ sjá menn enn einu sinni ást hans á að ,,súma“ og tilfærslu linsanna á vélunum. .. „Maður og kona“ er einkum hrífandi vegna notkunar á söngvum, tónlist og litum.“ — Berlingske Tidende. „Lelouch hefir sjálfur samið kvikmyndahandritið ásamt Pi- erre Uytterhoeven. Hann segir að þessu sinn; rómantíska. og heldur frumstæða og venjulega sögu og hefur gætt hana lífi með sérkennilegum frásagnar- stíl sínum. Þetta er sagan af karli og konu, sem hittust á vetrardegi. Þau hafa bæði verið gift áður og eiea hvort sitt barnið. Þau fá áhuga hvort á öðru, skilja, þegar fortfðin reis ir vegg milli þeirra, en finna hvort annað aftur. Þá kemur nýr vandi til sögunnar. Er hægt að sigrast á honum? ... Maður verður að dá það í far; Claude Lelouchs, að hann þorir að vera hversdagslegur og t.ilfinningavæminn. Sagan er hrífandi vikublaðs^aga ... ,.Mað ur ,og kona“ hrífur með því, að þar er beitt mörgum stíl- tegundum samtímis ...“. , Politiken. Nýlega kusu brezkir kvik- mvndagagnrvnendur Anouk Ai- mée, sem leikur aðalkvenhlut- verk myndarinnar, beztu er- lendu. kvikmyndaleikkonu árs- ins 1967. / / / LAUGARASBIÖ sýnir: Moði/r og kona Laugarásbíó: ERLEND BLÖÐ hafa skrifað mjög mikið um „Un homme et une femme" (Maður og kona), sem Laugarásbíó hefir fengið til sýningar nú " um páskana. Hér fara á eftir nokkrar glefs ur úr dönskum blöðum: „Leikstjórinn, Claude Lelo- ueh sem er 29 ára, er harla sérstæður í franskr; kvikmynda gerð. Eftir að þrjár eða fjórar fyrstu kvikmyndir hans höfðu verið bánnaðar í heimalandinu eða menn neituðu að sýna þær, vann hann í vor (1966) þann sigur í Cannes, að kvikmynd hans „Maður og kona“ hlaut 1. verðlaun sem bezta leikkvik- mynd. .. Heljarstökk hans í kvikmyndum eru ekki eins ofsa leg í „Maður og kona“. Claude

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.