Alþýðublaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 7
GÁMLA BIO sýnir: „Blinda stúlkan // GAMLA BÍÓ sýnir bandaríska Metro Goldwyn Mayer mynd, „Blindu stúlkuna”, áhrifamikla mynd, alvarlegs eSlis, byggða á' skáldsögunni „Be ready with Bells and Drums” eftir Elizabeth Kata. Aðalhlutverkin eru í höndum þekktra leikara, blökkumanns- ins Sidney Poitier, Elizabeth Hartman og Shelley Winters. NYJA BIO sýnir: Ofurmennið Flint -K // PÁSKAMYND Nýja Bíós að þessu sinni getur réttilega kall- ast nýstárleg, — hún heitir „Of- urmennið Flint” og fjallar um viðureign mjög fullkomins leyni- félagsskapar, sem GALAXY kall ast og hyggst ná völdum á allri jörðunni með því að geta stjórn- að veðrinu. En alheimsgagn- njósnakerfið ZOWIE œtlar sér að sporna við þvi. Allar tölvur eru settar í gang til að finna hinn rétta mann, sem getur leysí hið mikla vandamál og er það því enginn smáræðis leit, sem fram fer. Er myndin spennandi frá upphafi til enda. Aðalhlut- verk eru í höndum James Co- burn, Lee J. Cobb og Gila Colan. James Coburn fer með titilhlut- j verk myndarinnar, „ofurmennið Flint”, sem er sko enginn smá'- kall! I Úr „Blinda stúlkan. HAFNARBÍÓ:sýnir: „FLUFFY jj HAFNARBÍÓ sýnir á annan í páskum bráðskemmíilega ame- ríska kvikmynd í litum með hin- um bráðsnjalla gamanleikara, Tony Randall, í aðalhlutverkinu. Mótleikari hans er Shirley Jones, heldur ekki af lakari endanum, Þetta er ein hinna léttu banda- rísku gamanmynda, er aukið liafa á hróður Hafnarbíós hin síðari ár! Austurbæjarbíó sýnin Stúlkan með regnhlífarnar ✓ Hafnarfjarðarbíó: -Astir Ijóshærðrar stúlku" HAFNARFJARÐARBÍÓ sý'nir heimsfræga tékkneska verS- launamynd: „Ásíir ljóshærðrar stúlku”. Aðalhlutverk eru í höndum Hana Brejohová, Vladi- mir Pucholt og Vladimir Men- sik. Sagan gerist í ofurvenjuleg- um verksmiðjum og fjallar um venjulegt fólk — og eftir verð- launaveitingunni að dæma er það einmitt þannig.sem góðar myndir eiga að vera. Á undan „Ástun- um” er sýnd tékkneska „trick” myndin „Höndin”, sem hlaut Grand Prix werðlaunin við smá- filmukeppnina í Oberhausen. —' Sem sagt: Hér eru á ferð tvær verðláunamyndir! AUSTURBÆJARBÍÓ heldur áfram sýningu á hinni heims- frægu kvikmynd, „Stúlkan með regnhlífarnar", mynd sem víð- ast hvar hefur hlotið frábæra dóma og ágæta aðsókn. Með aðal- hlutverk fara frægir leikarar, og er franska leikkonan Catharine Deneuve í aðalkvenhlutverkinu. „Stúlkan með regnhlífamar" er mjög sérstæð mynd og hefur hlotið ágæta aðsókn það sem af er sýningartíma hennar hér á landi. BÆJARBIÓ: sýnin -Lénsherrann' • BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði sýn- ir á annan páskadag mjög at- liyglisverða stórmynd, „Lénsherr byggða á loikritinu „The ann” Lovers” eftir Leslie Stevens. Með aðalhlutverk fer hinn heimsfrægi kvikmyndaleikari Charlton Heston. ORÐSENDING Að marggefnu tilefni viljum við undirritaðir sælgætis- framleiðendur aðvara þá, sem kaupa eða selja söluturna eða verzlanir, sem verzla með okkar vörur. Fari sala fram án þess að áður hafj verið leitað samninga við okkur um greiðslu á útistandandi skuldum, munum við ekki afgreiða neinar vörur til liins nýja eiganda. Hlutaðeigendur eru beðnir að hafa þetta í huga nú og framvegis. Reykjavík, 15. jan. 1968. Sælgætisg. Freyja Sælgætisg. Víkingur Sælgætisg. Vala Linda hf. Sælgætisg. Opal Sælgætisg. Móna Efnablandan hf. Hf. Nói Mál og menning Ný félagsbók PAN eftir Knut Hamsun, í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Bókin hefur verið send umboðsmönn- um úti um íand. Félagsmenn í Reykjavík vitji hennar í Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. MÁL OG MENNING 11. apríl 1968 — ALÞYOUBLÁÐIÐ' J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.