Alþýðublaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 4
J .... TIL þess að ge'ta búið til þcnnan litla unga þarf þykkt. hvítt pappaspjald, vatnsliti, vaxliti eða blýantsliti. Fyrst er unginn teiknaður á rúðustrikað blað (hver rúða er 2x2 cm) og hann síðan Lítirl páskaungi klipptur út. Pappaspjaldið er brotið tvöfalt og unginn á rúðustrikaða blaðinu lagður á og útlínurnar dregnar. Síðan er unginn klipptur út og lit- aður og þá er hann tilbúinn að hoppa upp á borð. Páskaeggið J^ú líður að páskum og börnin eru farin eru farín að blakka til að vakna á páskadagsmorg un og gæða sér á súkkulaðiegg inu, sem væntanlega verður við rúmstokkinn. Hvort eggið verð ur stórt eða lítið fer eftir efn- um og ástæðum, en svo mikið er víst að allir ættu að geta fengið egg við sitt hæfi, því að nóg er á boðstólum. Kosta egg in frá 7 krónum upp í 500 krón ur og stendur stærðin í flest um tilfellum í réttu lilutfalli við verðið. Flestir eru orðnir svo vanir því að páskunum tilheyri páskaegg að þeir hugleiða ekki einu sinni hVers vegna eggjaátð tilheyrir aðeins páskunum, en ekki öðr- um trúarhátíðum. Það verður að fara nokkuð ; langt aftur í tímann til þess að komasí fyrir rætur páskaeggs- ins — allt aftur í lieiðni. Á vor- hátíðum gæddu menn sér á eggj um, nýjum eggjum úr lireiðrum villifugla. Eggin tilheyrðu vorinu og vaknandi lífi og það var litið á þau sem tákn frjóseminnar. Þeg- ar menn tóku kristna trú færð- ist eggjahátíð yfir á páskana, Menn voru fegnir að geta á ný snætt egg, því að á föstunni var eggjaát bannað. í kaþólskum sið var venja að láta prestinn blessa fyrir sig egg og gaf hvert sóknarbarn presti nokkur egg fyrir vikið, þannig að þau urðu allgóð bú- bót á prestsetrum. Prestarnir voru þó ekki þeir einu, sem fengu egg að gjöf, því að almenningur skreytti egg og skiptist síðan á þeim á páska- dagsmorgun. í Mið- og Austur- Evrópu varð eggjaskreyting mik il listgrein og lifir hún víða enn. Síðar var farið út í að blása egg (blása innihaldi úr skurn- inni) og mála þau því að það Framhald á bls. 14. Danir kaupa Danska stjórnín hefur ákveðið að festa kaup á 23 orrustuflugvélum af gerðinni Draken 35 XD, frá sænsku Saab flugvélaverksmiðjunum. Samanlagt verð vélanna er 250 milljónir danskra króna. Vegna hlutleysis Svíþjóðar og aðildar Dreka Danmerkur að NATO eru Danir öruggir um að geta fengið varahluti í vélarnar, og í framhaldl af samningunum um kaupin fá þeir tryggingru sænsku stjórnarinnar fyrir birgðasölu, einnig á ófrlðartímum. Seinna má gera ráð fyrir á- kvörðun um kaup á annarri flug véladeild, þar sem veittur verð- ur mikill afsláttur. Gert er ráð fyrir að samanlagt verð flug- deildanna tveggja verði um það bil 450 milljónir danskra króna. Af sænskri hálfu eru gefin loforð um hagstæð ríkistryggð láti vegna kaupanna. Ennfremur munu Saab-verksmiðjurnar setja í þotur sínar ýmis tæki framleidd af dönskum aðilum. Þá ætla Svíar að kaupa ýms- ar danskar iðnaðarvörur. Þessi framlög koma til með að innibinda 50—60% af 450 millj. króna verði vélanna. Þjálfun danskra flugmanna í meðferð „Drekans” mun fara fram í flugstöðinni í Angerholm, fyrir norðan Hálsingborg. Svíar geta gefið góð ráð viðvíkjandi eftirliti með vélunum, svo að danska viðgerðaþjónustan, sem byggð er upp fyrir bandarískar orrustuflugvélar, fær nægan tíma til að aðlaga sig nýjum viðfangsefnum. ★ 2000 KM. Á KLST. Drekarnir eiga að koma í stað Super Sabre F-100 orrustuflug- vélanna, en nú er tími til kom- inn að fengnar séu nýjar vélar í þeirra stað. Danski flugflotinn hefði fremur viljað fá nýjar Sup- er Sabre í staðinn, en Banda- ríkjamenn geta ekki látið þær af hendi vegna stríðsins í Viet- nam. Danski flugflotinn hefur nú 3 deildir orrustuflugvéla. Þegar 1. Drekadeildin verður afhent Dönum, eftir hálft annað til tvö ár verða Super Sabre vélarnar sem eftir verða, sameinaðar í 2 venjulegar deildir. Draken '32 XD kemur til með að verða út- flutningsútgááa af tegþmdinnl 4- hefur komizt hraðast um 2000 km. á klst. Vélarnar hafa stórt skotsvið og geta borið stóran farm af eldflaugum og sprengj- um. Drekadeild nr. 2 kemur í stað eftirlitsvéla af gerðinni RF-84 F, sem löngu eru orðnar úr- eltar, fremur en Super Sabre þoturnar. Þessi deild Drekanna er útbúin myndavélaútbúnaði eftir danskri fyrirsögn. ★ BARÁTTAN UM SÖLUNA. Að undanförnu hefur verið mjög hörð samkeppni milli Saab- verksmiðjanna í Svíþjóð og Mar- cel Dassault verksmiðjanna í Frakklandi, Mirage 5 D K, og Northrop- Norair verksmiðjanna í Bandaríkjunum, Northrop CF 5, um að tryggja sér framleiðslu á vélunum til Danmerkur. Fyrir skömmu var lagt fram tilboð frönsku aðilanna, þar sem boðið var jafnaðarverð á um 60% af kaupverðinu, gegn því að Danir framleiddu ýmsa hluti í vélarn- ar, ýmis vopn og flugvélarhluti fyrir franska ríkið, húsgögn o. fl. Boðin voru lán með 5-5Vá% vöxtum. I ★ NÝTT TILBOÐ. Pirre Francois, aðalritarl frönsku verksmiðjanna, sagði, að ef Danmörk keypti Mirage þoturnar, myndu þeir fá' trygg- ingu franska ríkisins um að flug vélarnar yrðu afhentar, jafnvel á ófriðartímum. Marcel Dassault verksmiðjurn ar framleiða nú vélar til S- Afríku, Ástrálíu, Líbanon, Sviss og Belgíu. Einnig er verið að semja um framleiðslu þotanna fyrir íran. Framhald á bls. 14. OPIÐ allan sólarhringinn ----★----- VEITIN GASKÁLINN GEITHÁLSI. VÉR MORÐINGJAR // ÞANN 20 þ. m. frumsýnir Þjóð leikhúsið leikfitið „Vér morð- ingjar, eftir Guðmund Kamb- an, en eins og kunnugt er, er 20. apríl afmælisdagur Þjóðleikhúss ins. Það eru nú liðin 18 ár frá því að Þjóðleikhúsið tók til starfa. Vér morðingjar er þriðji leik urinn, sem Þjóðleikhúsið sýn- ir eftir Guðmund Kamban, en Guðmundur Kamban. hin voru, Þess vegna skiljum við sýnt í Þjóðleikhúsinu vorið 1952, og í Skálholti, sýnt í Þjóð leikhúsinu árið 1950, á 10 ára afmæli leikhússins. Vér morðingjar, var fyrst sýnt á' Dagmarleikhúsinu í Kaup- mannahöfn, 2. marz árið 1920 og síðar á sama ári hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Árið 1927 stjórnaði höfundur- inn sjálfur sýningu á leiknum hér í Iðnó og lék þá' jafnframt sjálfur annað aðalhlutverk leiks ins. Síðar sýndi leikflokkur und- ir stjórn Gunnars R. Hansen, leikinn hér i Reykjavík og víðar út um land. Ennfremur var leik urinn sýndur hjá Leikfélagi Ak- ureyrar árið 1923. Þetta mun því vera í fimmta skiptið, sem leikurmn er settur á svið hér á landi. Fyrsta leikritið, sem Kamban skrifaði, var Hadda Padda. Leik urinn var fyrst sýndur í Kaup- mannahöfn árið 1914 og ári síð ar hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þar næst kom Konungsglíman sýnt í Reykjavík árið 1917, Sendiherran frá Júpíter sýnt hér árið 1927. Síðar lauk hann við skáldsöguna um Brynjólf biskup og samdi leikrit upp úr skáldsögunni, er hann nefndi í Skálholti, og hefur það verk orðið frægast af öllu því er Kamban skrifaði. Leikurinn var fyrst sýndur árið 1946 hjá Leik félagi Reykjavíkur og síðar hjá Þjóðleikhúsinu árið 1960. Árið 1915 fór Guðmundur Kamban til Bandaríkjanna og Framhald á bls. 14. BRIDGESTON E 11. apríl 1968 - ALÞYÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.