Alþýðublaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 15
BRÚIN | EFIIR KAY WINCHESTER I I frú Bayfield órólega við Felix frænda. — Hún virðist eiga bágt með að þola hann, svaraði Felix og yppti öxlum, Melita byrjaði að laga til í bókaherberginu. Meðan hún var að bera bókahlaða upp að hill- unum hrasaði hún og missti þær allar í gólfið. Henni varð litið á' eina þeirra. Það var fjölskyldu saga Manbyanna og myndir af gömlum málverkum, sem voru löngu seld. Júlíus Manby hafði séð um það. Allar fyrri konur Manbyættarinnar, höfðu haft brúnt, liðað hár og blá augu, hátt enni og ákveðna höku — Me lita minnti mikið á' þær — að- eins ein var ólík þeim — eigin- kona yngsta sonar Júlíusar. Hún var lítil og grönn og frá henni hafði Laureen erft uppbretta nefið, smitandi brosið, rauð- brúnt hárið, brún augu og fagr an augnaumbúnað. Frá henni hafði Laureen líka erft þann hæfileika að fá allt sem hún þráði. Símon Aldridge skyldi fá þessa bók, hugsaði Melita. Hún ætlaði að sjá um það. Því hljóp hún með bókina upp á her bergi sitt og læsti hana þar inni í klæðaskápnum. Meðan hún var uppi á lofti kom leigubíll akandi, úr honum kom farþegi og tvær stórar ferðatöskur. — Það var ekki fyrr en Mel- ita var aftur komin niður í bóka- lierbergið, að hún hejrði barið að dyrum. Hún gekk til dyra og hlustaði og heyrði rödd Sím- ons Aldridge — Laureen syst- ur sinnar. En.hún heyrði elckert af sam- tali þeirra, því að um leið og liún opnaði dyrnar, sá hún á eftir Laureen og Símoni Aldrid- ge inn í dagstofuna. Hún fór fram í eldhús til Klöru frænku og beið þangað til að hún sá Símon aka á brott. Þegar Laureen kom inn, var þögnin óhugnanleg og Laureen virtist ekkelrt bérlega hri.íin, þegar hún slangraði inn gólfið. —. Hvað á það eiginlega að þýða, að koma okkur öllum svona að óvörum? spurði Klara frænka hreint út, þegar Laureen kom inn. — Vertu ekki móðguð, Klara frænka, sagði Laureen og kyssti frænku sína á kinnina. — Ertu ekki hrifin af að sjá mig, Mel- ly? Ég kom heim til að hvíla mig. Mér leið svo illa. — Misstirðu vinnuna, Laur- een? — Laureen fékk sér köku. — Kerlingin áleit ekki að ég hent- aði sér. Hún vildi fá rólega og kyrrláta stúlku, sem frændi hennar væri ekki að skjóta sig i. Það var gaman í fyrstu, en svo varð hann frekar erfiður viðfangs. — Áttu við, að frk. Bishop liafi ekki viljað, að frændi henn- ar daðraði við þig? spurði Mel- ita. — Eitthvað í þá áttina, sagði Laúreen. — Ég held annars, að okkur frk. Bishop hefði aldrei komið saman til lengdar. — Þú verður að fá þér atvinnu með herbergi, sagði Melita stutt í spuna. — Ég verð að gera það og hér verður ekkert pláss handa þér eftir söluna. —• Hvað liggur á? spurði Laureen. — Ég skildi það áðan, að hr. Aldridge hefur ekki hug- mynd um að eigendurnir eru tveir, en mér skildist einnig, að Klara frænka ætli að þykjast að vera ráðskonan hjá honum. — Það er ekkert að þykjast, sagði frú Bayfield reiðilega. „Ég verð ráðskona hjá hr. Aldrid- ge og eins og ég sagði við Mel- ly, hefði ég bara ráðið mig sem ráðskonu einhvers staðar ann- ars staðar, ef hann hefði ekki viljað mig. — Mér var líka sagt, að þið hefðuð stofustúlku, sagði Laur- een. — Hver er nú það? Melita fór hjá sér, þangað til að hún sá hvað tvíburasystir hennar var stríðnisleg á svip- inn. — Sagði hann það? Hann á víst við mig! Hjálpi mér ham- ingjan, hefur honum aldrei komið til hugar, að konur gerðu sjálfar verkin — eða hvað? — Hvenær ætlarðu að segja honum, hver þú ert, Melita? spurði Klara frænka hugsandi. Ég hugsa, að hann verði reiður og þá minnka líkurnar fyrir að þér takist að selja húsið. — Hvers vegna ætti ég að tala við hann? Jim Thurlow sér um þetta þangað til að-við þurfum að undirskrifa sölubréfið. Ég vona að ég sjái Símon Aldridge aldrei aftur. — Lízt þér ekkert á hann? Mér hundleiðist hann! — Ég kann vel við hann; ég skal þá leika húsráðanda, fyrst þú vilt það ekki. Ég fæ mér vinnu seinna, við fáum peninga fyrir söluna. — Bíddu ekki of lengi með það, sagði Meliía. Hvar ætlarðu að búa, þegar við höfum selt? — En þú, spurði Laureen. — Hún ætlar að giftast Jim Thurlow, sagði Klara frænka. —f Er það, tautaði Laureen og glotti. Símon Aldridge held- ur ég sé þú. — Sagðistu heita Melita Manby, sagði Klara frænka. eoKING EDWARD America'• Largest Selling Cigar — Auðvitað ekki, sagði Laur- een letilega. Ég bara mótmælti honum ekki þegar hann kallaði mig það. FIMMTI KAFLI. Daginn eftir, þegar Melita var úti að ríða, sá hún Símon Ald- ridge koma á eftir sér. Hún sló í hestinn, en hann tók slíkt við- bragð, að Melita datt af baki. Þegar hún var að standa á Föstudaginn 17. maí Ö-801 — Ö-850 Mánudaginn 20. maí Ö-851 — . Ö-900 Þriðjudaginn 21. maí Ö-901 - Ö-1000 Föstudaginn 24. maí 0-1001 — 'tV'- J Ö-1200 Bifreiðaeigendum ber að sínar til bifreiðaeftirlitsins koma með Vatnsnesvegi bifreiðar 33, og verður framkvæmd þar daglega kl. 9-12 13—16,30. og Aðalskoðun verður ekki framkvæmd á laugar- dögum. 'Festivagnar, tengivagnar, og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Einnig skal færa létthjól til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini, sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðaskattur og vátryggingariðgjöld öku manna fyrir árið 1968 séu greidd og lögboðin vá- trygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Þeir bifreiðaeigendur sem hafa viðtæki í bifreið- um sínum skulu sýna kvittun fyrir greiðslu af- notagjalda til ríkisútvarpsins fyrir árið 1968. Hafi þessi gjöld ekki verið greidd verður skoð_ un ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöld in eru greidd. Vanræki einhver að koma með bifreið sína til skoðunar á réttum degi verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum, og lögum um bifreiðaskatt, og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Keflavík, 8. apríl 1968. Alfreð Gíslason. Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnar- umdæmi Keflavíkur Aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur mun fara fram 16. apríl til 24. maí næstkomandi sem hér segir: Þriðjudaginn 16. apríl Ö-1 — Ö-50 Miðvikudaginn 17. apríl Ö-51 — Ö-100 Fimmtudaginn 18. apríl 0-101 — Ö-150 Föstudaginn 19. apríl 0-151 — Ö-200 Mánudaginn 22. apríl Ö-201 — Ö-250 Þriðjudaginn 23, apríl Ö-251 — Ö-300 Miðvikudaginn 24. apríl Ö-301 — Ö-350 Föstudaginn 26. apríl Ö-351 — Ö-400 Mánudaginn 29. apríl Ö-401 — Ö-450 Þriðjudaginn 30. apríl Ö-451 -v Ö-500 Fimmtudaginn 2, maí Ö-501 — Ö-550 Föstudaginn 3. maí Ö-551 — Ö-600 Mánudaginn 13. maí Ö-601 — Ö-650 Þriðjudaginn 14. maí Ö-651 — Ö-700 Miðvikudaginn 15. maí Ö-701 — Ö-750 Fimmtudaginn 16. maí Ö-751 — Ö-800 11. apríf 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.