Alþýðublaðið - 23.04.1968, Síða 5
Þjóðleikhúsið:
VÉR MORÐINGJAR
Sjónleikur í þremur þáttum
eftir Guðmund Kamban
Leikstjóri: Benedikt Árnason
Leikmyndir og búningateikn-
ingar: Gunnar Bjarnason
Vafalaust er Vér morðingjar
fremsta leiksviðsverk Guðmund-
ar Kambans, það af hinum fýrri
leikritum hans sem sízt, eða alls
ekki, hefur tapaö gildi sínu fram
á þennan dag. Það er því hyggi-
lega ráðið í Þjóðleikhúsinu að
taka einmitt þennan leik til
sýningar í minningarskýni við
höfundinn vegna áttræðisafmæl-
is hans í vor. Og alveg vafalaust
er það rétt ráðið af leikstjóra,
úr því þessi leikur er sýndur,
að fylgja í einu og öllu eigin
gerð höfundarins, hrófla hvorki
við málfari leiksins né reyna til
við neins konar staðfærslu hans.
Hið fyrrtalda er raunar sjálf-
sagt. Guðmundur Ivamban mun
hafa samið mörg verk sín jöfn-
um höndum á íslenzku og
dönsku, og frásögn Kristjáns Al-
bertssonar í leikskránni sýnir
að Oss morðingja hefur hann
frumsamið að öllu leyti á ís-
Ienzku; Kamban skrifaði sjálf-
stæðan og persónulegan stíl á
íslenzku sem aðrir mundu ekki
bæta um, þó sumt í málfari þessa
leiks orki ankannalega á' skóla-
menn og skólasefjaðan mál-
smekk. Og það er ekki trúleg
saga að ný þýðing leiksins, þó
hún kynni að verða meðfærilegri
leikendum við minní áreynslu
og láta að því skapi eðlilegar í
eyrum áhorfenda, hefði þar fyrir
orðið snjallari né áhrifameiri
leiktexti.
Síðartalda atriðið er ekki eins
einsætt. Vér morðingjar gerist
að sönnu í New York árið 1920,
en efni leiksins er alls ekki
bundið stað né tíma; og í sýn-
ingu Gunnars Hansen, 1952, var
leikurinn staðfærður með góðum
árangri; slíkt sýningarlag þætti
kannski gera leikinn nærtækari
og áhrifameiri. Eftir sýningu
Þjóðleikhússins virðist engin á-
stæða til að samsinna þeirri hug-
mynd. Þar tókst mætavel að
gæða leikinn náttúrlegum staðar-
blæ, sem vel hæfði sérkenni-
legu málfari leiksins, búninga-
teikningar Gunnars Bjarnasonar
líklega enn betra verk en sjálf
leikmyndin; og varð það síður
en svo til að fjarlægja leikinn
og vandamál hans áhorfcndum;
þvert á móti naut sín hið sam-
tímalega og sammannlega í
leiknum sínum hið bezta við
þennan búnað, óþreifanlega fót-
festu tiltekins tíma.
Vér morðingjar er alvarlegt
leikrit, sálfræðilegur harmlejk-
ur, neikvæð og gagnrýnin sam-
félagslýsing. En alveg varð það
ljóst við þennan leikmáta hve
skammt er milli alvöru og kát-
ínu, harmleiks og farsa; hin
meinfýsna og hlálega lýsing
þeirra Dale-mæðgna í upphafi
leiks, öll viðureignin við og út
af Mr. Edward Rattigan í öðrum
þætti, jaðrar við hreinar og'
beinar skopöfgar, ótvíræðan
farsa, og varð þessi efnisþáttur
leiksins mjög svo spaugilegur í
sýningu Þjóðleikliússins með
Sigríði Þorvaldsdóttur, Guð-
björgu Þorbjarnardóttur, Erlingi
Gíslasyni í hlutverkunum. Það
er eitt með öðru til marks um
smekklega og vandaða leikstjórn
Benedikts Árnasonar að stílrof
urðu hvérgi að þessu, skopið
gekk hvergi of langt-né hnekkti
alvöru leiksins þegar sögu vék
að baráttu þeirra Mclntyre-
hjóna innbyrðis. En sannkallað-
an jafnvægisgang á mörkum ó-
sjálfróðs skops og einlægrar al-
vöru fór Gísli Alfreðsson í hinu
vanþakkláta hlútverki vinarins í
húsinu, jafn nauðsynlegur mað-
ur í svona lcikjum og hlutverk
hans er vonlaust að leika það;
en Gísla tókst reyndar að gæða
Mr. McLean því mannsmóti sem
til varð ætlazt.
Guðmundur Kamban komst til
manns sem rithöf. í Ameríku
dvöl sinni, 1915—17, og eru
þrjú með helztu verkum hans
afrakstur þeirrar farar. Meðan
enn er ekki til skipuleg ævisaga
Kambans er torvelt að gera sér
grein fyrir því hvern þátt hans
eigin persónulegu vonsvik og ó-
sigrar í Ameríku eigi í beiskju
og bölsýni þessara verka, en
auðsær er skyldleiki hins sjólf-
umglaða, sjálfgóða uppfinnara
Ernest Mclntyres í Oss morð-
ingjum, réttlætishetjunnar Ro-
berts Belfords í Marmara, og
hins gæfusnauða góða drengs,
Ragnars Finnssonar í sam-
nefndri sögu. Það þarf ekki til-
takanlegan ímyndunarkraft til að
gera sér í hugarlund að í þess-
um þremur persónum komi fyrir
drög vitaðrar/óvitaðrar sjálfs-
lýsingar, þar séu teknir upp og
ræddir nokkrir helztu þættir í
mangildishugsjón Kambans
sjálfs, og að gagnrýni hans á
amerískum lífs og samfélagshátt
um stafi að einhverju leyti af
lians eigin vonsvikum þar vest
ra. Mér virðist m. ö. o. ekki á-
stæða til að mikla fyrir sér þjóð
félagsgagnrýni Kambans í þess-
um verkum, og hún lýtur í þeim
öllum tilgangi sálfræðilegrar
lýsingar. Vér morðingjar er á-
hugaverðast þeirra allra vegna
þess að þar kemst Kamban næst
því að líta þessa mannshugsjón
sína af hlutlægni, jafnvel gagn-
rýni; þar er ádeila hans ein-
göngu sálfræðilegs eðlis, og sál
fræði hans raunsæjust.
En það er raunar ekki Mr.McInt
yre sjálfur sem mestan áhuga
vekur í leiknum; til þess er vel-
,Vér morðSngjar1
Atrioi úr leikritinu
þóknun höfundar á þessari per
sónu sinni eindregin um of. Em
est Mclntyre er vammlaus hal-
ur, það fer aldrei milli mála, gáf
aður, hjartahreinn, réttlátur,
flestum dyggðum prýddur í fæst
um orðum sagt. Hann sér það og
LEIKHÚS
skilur betur nokkrum öðrum
hvers vegna ást þeirra Normu,
konu hans fær ekki staðizt,
dæmd til að farast; sálskýring
hans á Normu er án efa ætlunin
að tekin sé í fyllstu alvöru, trú-
anleg lit í æsar. Hann kýs að
afsala sér ást sinni frekar en
vanvirða hana, saurga helgidóm
hennar svo notað sé hans eigið
orðalag. Ást hans á konu sinni
er hjartans helgidómur, — en
hvað um ást Normu á honum?
Enginn orðar hana við neinskon
ar helgi. Krafa hans til kopu
sinnar er öll um of, felur það í
sér að hún sé jafn góð og mikil
honum sjálfum, sem er eng-
um mannlegum mætti ætlanþi.
Og leikurinn leiðir það að vísu
í ljós að Ernest hlýtur að vera
í meira lagi erfiður eiginmað-
ur, kröfufrekur harðstjóri, sem
jafnan kann að færa háleit og
göfugmannleg rök fyrir smá-
smygli sinni. Hvers vegna festir
annar eins maður og Ernest Mc
Intyre ást á jafn lítilsigldri konu
og Norma er, eintómur hégóma
skapur, munaðarsjúk, köld, kann
engan greinarmun að gera á
sannleika og lygi? Og hvers
vegna gefur Norma honum ekki
góðfúslega eftir skilnaðinn, þeg
ar fjárhagur og framtíð hennar
eru tryggð, hvers vegna elskar
hún Ernest af þeim ofsa að
henni er fullkominn ógerningur
að láta hann af hendi, afsala sér
ást hans, vera án hans nokkra
stund? Þessa þverstæðu ástalífs-
ins í leiknum orðfærir Guðmund
ur Kamban, setur hana fram —
en það velíur til muna á með-
förum Normu hvort tekst” að
gæða hana lífi og lit, gera hana
trúanlega og trúverðuga í sýn-
ingu leiksins. Mr. Mclntrye er
hinsvegar alskapaður í sinni sjálf
umnægu fullkomnun í texta
hans.
Guðmundur Kamban var eng
inn íslenzkur Sírindberg, því
miður, og hjúskaparlýsing hans
í Oss morðingjum hefur ekki til
að bera snefil af demónískum
ofsa meistarans. Norma Mc Int-
yre er lítilsigldur ■ kvenmaður
því verður ekki breytt, það er
ekkert jafnræði í „hinni eilífu
baráttu kynjanna" í leiknum.
En markmið sýningar er ekki að
dæma þessa konu, og raunar
ekkj réttlæta hana heldur, ein-
ungis sýna fram á hana eins og
liún er. Fyrirfram virðist Norma
engan veginn sjálískrifuð handa
Kristbjörgu Kjeld, en Krist-
bjjjrg er leikkona í örum fram
förum um þessar mundir, og
henni auðnuðust mjög farsæl
tök á' þessu vandmeðfarna hlut-
verki. Það mætti ef til vill hugsa
sér leikkonu sem væri ýmislegt
ósjálfrátt betur gefið í hlutverk-
ið en henni; nokkuð skorti á að
kynþokki, náttúrlegir ósjálfráðir
persónutöfrar Normu, sem
hljóta að vera fyrsta skýríngin
á áhrifavaldi hennar yfir Ern-
est og öllu umhverfi sínu, væru
eins ljósir og vert væri. Fyrstu
atriði leiksins, þar sem Norma
dekurbarn, stofuskart er leitt
fyrir sjónir, tókust líklega lak-
ast til í leiknum, en þar sem al-
vara leiks og lífs þokar nær lán
uðust Kristbjörgu Kjeld full
komnari tök á hlutverki sínu,
vaxandi til loka með því, og
prýðisvel tókst lienni að lýsa geð
brigðum og sinnaskiptum loka-
þáttarins; enginn þurfti að ef-
ast um að ást hennar væru að
sínu leyti jafn einlæg og hún
er ósjálfráð, órökrétt. Kristbjörg
hefur margt vel gert undanfar-
ið, en Norma Melntyre mun þó
vera hennar mesta og bezta verk
um langt skeið.
Og Gunnar Eyjólfsson er vita
skuld réttkjörinn maður á móti
henni í hlutverki Ernest Mc-
Intyre, tókst í senn að vekja
samúð með honum í hans mein
legu örlögum, sem nauðsynleg
er, og sýna fram á suma veik-
leika og vankanta mannsins. Það
er ekkj neitt verulegt last um
Gunnar þó manni detti stundum
í hug að ekki muni hann alltépd
skilja mikið eða leggja óþarflega
upp úr öllu sem honum er fai-
ið að segja í hlutverkum si -
um; honum er allra maniv.i sýnst
um glæsibrag framsetningar og
framgöngu á sviðinu. Ernest Mc
Intyre er einmitt þessháttar
Framhald á 14. sjðu-
II
23. apríl 1968 - ALÞÝÐUBLAÐI9 5