Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 6
■ •111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111, Ævar, Benedikt og Knstbjorg. Fengu styrk úr menníngarsjóði Sl. Iaugardag þann 20. apríl voru liðin 18 ár frá því ÞjóS- leikhúsið var vígt. Þetta um- rætlda kvöld var frumsýning á leikriti Guðmundar Kamb- ans, Vér morðingíar- Að lok- inni sýningu kvaddi, þjóðleik hússtjóri, Guðlaugur Rósin- kranz, sér hljóðs og veitti þremur af leikurum Þjóðleik- hússins styrk úr, Menningar- sjóði leikhússins. Sjóður þessi Var stofnaður fyrir réttum 18 árum, á vígsludcgi Þjóðleik- hússins. Þeir, sem hlutu styrk úr „Menningarsjóðnum“, að þessu sinni voru þessir leikarar: Kristhjörg Kjeld, en hún hef- ur nú starfað hjá Þióðleikhús inu í 10 ár og stundaði leiklist arnám í Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins. Hún hefur farið með þrjú aðalhlutverk á þessu leikári. Steinunni í Galdra- Lofti, Víólu í Þrettándakvöldi og nú síðast Normu í Vér morð ingiar. Þá hlaut Ævar Kvaran einn ig styrkinn, en hann hefur ver ið fastráðinn hjá Þióðleikhús- inu frá byrjun og mun hafa leikið þar fleiri hlutverk en nokkur annar eða alls nær því 100 þlutverk. Þriðji leikarinn, sem hlaut styrk úr Menningarsjóðnum, að þessu sinni var Benedikt Árnason. Nú eru Hðin 10 ár frá því hann stjórnaði fyrsta Sigurjón, ekki Birgir I Nýlega kom í blöðum og ; sjónvarpi frétt um hvarf á j sýnishorni 10 króna penings, j sem sleginn hefur verið, en j ekki ennþá settur í umferð. j Hefur nú komið í ljós, að j umrætt sýnishorn glataðizt j úr vörzlu Sigurjóns Guð- j mundssonar bankaráðs j manns,, en ekki Birgis Thor j lacius, ráðuneytisstjóra. leikritinu hjá Þjóðleikhúsinu, en alls hefur hann stjórnað þar 21 leikriti auk þess hefur hann leikið þar mörg hlutverk. Áður hafa 10 leikarar hlot ið styrk úr Menningarsjóði Þjóðleikhússinu- Styrkurinn er veittur í þeim tilgangi að leik arar geti aflað sér frekari menntunar í listgrein sinni. Myndin er af þeim er hlutu styrkinn að þessu sinni. Fyrirlestur Prófessor Seve Ljungman frá Stokkhólmsháskóla flytur tvo fyrirlestra í boði lagadeildar Háskólans þriðjudag 23. apríl og föstudag 26. april kl- 8,30 kl. 5,30 báða dagana í I- kennslustofu. Fyrri fyrirlesturinn fjállar um raunhæf úrlausnaratriði á sviði höfundarréttar, en hinn síðarnefndi um nokkur atriði á sviði einkaleyfislaga og lög gjafar um óíögmæta verzlunar háttu. Fyrirlestrarnir verða fluttir á sænsku, og re öllum heim- ill aðgangur. Leiðrétting í viðtali við Axel Kristjáns- son forstjóra, sem birtist í Al- þýðublaðinu sl. sunnudag var leiðréttingarlínu stungið niður á röngum stað, þannig að úr varð vitleysa, og var þetta því bagalegra, að þarna var verið að skýra frá tölum í sambandi við tollboðsupphæð. Þessi villa var efst í fjórða dálki á bls- 3, en réttur á sá kafli að vera á þessa leið: „Sambærilegar þiljur og nú hafa verið teknar hefðu kost- að hjá Rafha 305 þúsund krón- ur og hefði tilboði ð þá num- ið alls 3.035 þúsund krónum. Söluskattur af þessu -• verki hefði orðið um 200 þúsund krón ur og heildarverð því orðið 3.235 þús. krónur. 0 23. apríl 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Nýtt happdrættisár oá hefjast hjá DAS ióalvinningurinn í Happdrætti DAS, einbýl'ishús eða minni íbúð_ ir eftir vali fyrr 2 milljónir króna, afhentur 3. apríl s.I. Nýtt happdrættisár er að hefjast hjá Happdrætti DAS með sama sniði og nú er, þ. e. verð óbreytt, kr. 7500 á mán- uði, og 3000 stórir vinningar frá kr. 5.000 upp í kr. 2.000.000. 00. Veitir happdrættið jafn marga möguleika til stór- happs óg bæði hin flokkahapp drættin til samans, og er þó ódýrast- Verkefpi þau sem happdrætt ið vinnur að, að búa í haginn fyri aldrað fólk, fara ekki minnkandi þrátt fyrir bygg- ingar undanfarinna ára, held ur vaxandi og kalla eftir frek ari og örari framkvæmdum. Um s.l. áramót var hópur hinna 67 ára og eldri um 15.000 manns og sýnt er að um 10% þessa fólks þarf á elli heimilisvist að halda. Nú eru á öllu landinu 1050 ellivistar pláss og vantar því í dag um 500 ellivistarpláss og að 5 ár- um liðnum um 300 til viðbót- ar. Bara í Hrafnistu einni eru nú yfir 300 manns á biðlista Þessi hópur fólks, 65 ára og eldri, fer procentvís einna mest vaxandi með þjóðinni. Þetta sýnir glögglega þörf- ina fyrir örari framkvæmdum í byggingafnálum aldraðra um allt land á næstu árum, en ný lega var lögum Byggingasjóðs Aldraðs Fólks breytt á þann veg, að byggingar elliheimils og éllideilda út um land ættu aðgang að lánum úr þeim sjóði. En einu tekjur þess sjóðs eru 40% hagnaður Happ drættis DAS- Næstu verkefni Hrafnistu, þegar létt hefur verið á mest um skuldum og lóð lagfærð, eru byggingar lítilla sjálf- stæðra íbúða fyrir gömul hjón, sem geta hugsað um sig sjálf og sótt sinn mat í eld- hús Hrafnistu. Er einnig mjög mikið spurt um þessar ibúðir og beðið eftir framkvæmdum. Við skorum á þjóðina að gefa málum þessum gaum. Hver viðskiptamaður í Happdrælti D A S leggur sinn skerf til aðstoðar í málum aldraðra og öðlast um leið marga möguleika til stór- happs. (Frétt frá Happdrætti DAS). Oddvitanámskeið Framhald af 1- síðu kvæmd sveitarstjómarmálefna í dreifbýli. Að loknum hádegis- verði, sem þátttakendur snæddu í boði sambandsins, var enn gengið til dagskrár. Unnar Stef ánsson, ritstjóri fjallaði um samstarf sveitarfélaga og horf ur á samginingu. Sigurbjöm Þorbjömssdn, ríkisskattsstjóri, um hugmyndir um staðgreiðslu kerfi opinberra gjalda, Aðal- steinn Eiríksson, námsstjóri, um skólakostnaðarlög og fram- • kvæmd þeirra og loks ræddi Sigurður Þorkelsson, fulltrúi, um skólahverfi og fræðsluhér. uð. Erindi Gísla Kristjánssonar, ritstjóra, um forðagæzlu varð að fresta, vegna veikinda Gísla, en vonir standa til að hann geti flutt erindi sitt síðasta dag námskeiðsins, á morgun. í dag hefst námskeiðið kl. 9 f. h. og verður eftirfarandi á dagskrá: Guðjón Hansen, tryggirigafræðingur talar um al mannatryggingar, einkum sjúkrasamlög og héraðssamlög; Dr. Sigurður Sigurðsson, land- Iæknir, talar um læknaþjónustu í dreifbýli; Magnús E. Guð- jónsson, framkvæmdastjór; tal- ar um Lánasjóð sveitarfélaga og Bjargráðasjóð íslands og Valdimar Óskarsson, skrifstofu stjóri yfirfasteignamatsnefndar talar um nýja fasteignamatið. Að loknum hádegisverði talar Klemenz TryggVason, hagstofu s+ióri um samskipti sveitar- stjórna Við Hagstofu íslands; Ingimar Jónasson, deildarstjóri um Þjóðskrána og sveitarfélög* in og Hrólfur Ásvaldsson, við- skintafræðingur, um bókhald sveitarfélagá. Á morgun, síðasta dag nám skeiðsins, talar Ásgeir Ólafsson, forstjóri Brunabótafélags ís- ■ lands, um brunavarnir 1 sveit_ um; Þorsteinn Einarsson, í- þrótt.afulltrúi, um félagsheim- jli; Birgir Kjaran, formaður ná+túruverndarráðs, um náttúru vernd óg sveitarstjórnir, Stefán Júlíusson, forstöðumað- ur fræðslumyndasafns ríkisins. um kvikmyndasýningar í sveit um; Guðmundur G. Hagalín, bókafulltrúi ríkisins, um sveitar bókasöfn og héraðsbókasöfn og Vigfús Jónsson, oddviti, talar um framkvæmd sveitarstjórnar málefna í kauptúnahreppum. Þá verður umræðufundur hátttakenda um efni og árang- ur námsskeiðsins, og verða tvnir framsögumenn úr hópi þáttt.akenda. Loks slítur formað ^mboniis íslenzkra sveitar- félaga, Páll Líndal námskeið- ivni Stjórn sambandsins skipa nú: Páll Líndal, formaður, Ólafur G. Einarsson, sveitarstjóri Garðahrepps, Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, Vigfús Jónsson, oddviti Eyrarbakka og Ölvir Karlsson, oddviti Hálsa. hrepps, Rangárvallarsýslu. Gsinabreyt!ngar Framhald af 1. síðu. viðhaldi malargatna og þvotti á gangstéttum. Komið hefur ver ið fyrir umferðarljósum við Grensásveg og Álfheima og víða verið komið fyrir undir- stöðustólpum vegna væntan- legra breytinga í hægri akstur. Sú nýjung hefur verið tekin varðandi merkingu akgreina vegna breýtinganna 26. maí að keyptar hafa verið akgreina- merkingavélar frá Danmörku, sem fræsir raufar í malbikið, en fyllir síðar upp í þær með því að fylla þær hvítum asfalt massa og voru væntanlegir sér fræðingar frá Danmörku í gær kvöldi, sem munu kenna ^tarfs mönnum gatnagerðarinnar á vélarnar. Alls munu nú um 180 manns vinna við þessar fram_ kvæmdir. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMt 32-101.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.