Alþýðublaðið - 23.04.1968, Side 9

Alþýðublaðið - 23.04.1968, Side 9
BREYTINGAR A VEGALÖGUM Greinargerð frá Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda um frum- varp til Saga frá 2. apríl s.I. Þann 2. apríl s.l. var lagt fram frumvarp til laga um breyt- ingu á vegalögum nr. 71, 30. des. 1963. Meginkjarni þessara laga er sá, að Iagður verður nýr skattur á bifreiðaeigendur, cr nemi árlega, miðað' við núver- andi verðlag, um 135 millj. kr. og verði tekjur ríkissjóðs af skatti þessum árið 1968 109 millj. kr. í athugasemd við lagafrum- varpið er gerð grein fyrir til_ drögum þessa máls og hvernig hugsað er að verja þessu fé í framtíðínni. í framsöguræðu samgöngumálaráðherra á Alþingi 3. apríl komu fram ítarlegri skýringar á þessari Iagabreyt- ingu og nýju skattlagningu. Frumvarpið sjálft, skýringar þess og framsöguræða samgöngu málaráðherra gefa tilefni ttl at- hugasemda. Breytingar á vega- löguim nauðsvnleg ar frá ypphafi. Frumvarp þetta er, eins og áður segir, breyting á vegalög- um nr. 71, 30. des. 1963. Þegar þau lög voru rædd á Alþingi í desember 1963 benti stjórn FÍB á ýmsa vankanta þeirra laga og sendi greinargerð til Alþing- is um málið. Sýnt var fram á, að lög þau sem þá' voru í smíð- um, mundu ekki koma að veru- legu gagni til þess að leysa að- kallandi vanda vegamála hér á landi, nema gerðar væru á þeim nauðsynlegar breytingar. Reynsla í vegamálum frá 1963 hefur sýnt bifreiðaeigend- um og sannað þjóðinni, að þessi ummæli'voru rétt, ástand fjöl- farinna vega í landinu hefur nær undantekningarlaust farið ár- lega versnandi frá 1963. Fjöl- farnir vegir eru ætíð illfærir og stundum bregður svo við, að þeir verða nær ófærir um há- sumar, þegar umferð er mest. Reykjanesbraut getur ekki tal- izt árangur af vegalögum 1963, því hún er gerð fyrir lánsfé, sem ætlunin er að greiða að verulegu leyti með veggjaldi, sem raun- ar er lagt á samkvæmt vegalög- um. Ef fyrirhugaður stórskattur til hraðbrautagerðar verður lagður á bifreiðaeigendur, virðist sann- gjarnt, að samtímis verði aflétt veggjaldi á' Reykjanesbraut, að minnsta kosti á meðan þessi nýi skattur stendur og ekki hefur verið tekin ákvörðun um veg- gjald á væntanlegum hraðbraut- um. Varðandi vegalögin frá 1963 Iagði FÍB megináherzlu á eftir- ' farandi atriði: 1. Alltof litlum hluta af tekjum umferðarinnar er varið til vegamála og alveg sérstak- lega er of litlu fé varið til vega- gerðar á fjölförnustu leiðum. 2. Viðhaldskostnaður á mal- arvegum á fjölförnum leiðum er orðinn óviðráðanlegur, hann er hrein sóun á fé, og slíkir vegir eyðileggja verðmæti hjá lands- mönnum, sennilega fyrir hundr- uð milljóna króna árlega. 3. Ekki var í lögunum frá 1963 tekið nægilegt tillit til lengingar þjóðvegakerfisins, sem varð, þegar sýsluvegir voru tekn- ir inn í það. 4. í vegalögum frá 1963 vantaði mjög veigamikinn þátt, en það er ákvæði um lagningu hraðbrauta, sem í tillögum FÍB eru nefndar hraðbrautir c, en það eru vegir með 200—1000 bifreiðir á dag. Alltof lítið fé var ætlað til rannsókna og und- irbúnings varanlegra vega. í vegalögunum frá 1963 var framlag ríkissjóðs til vega 47 millj. kr. og var því heitið, að það skyldi haldast áfram, sam- kvæmt samkomulagi stjórn- málaflokka. Gífurlegir skattar en Um vegafé. FÍB hefur lagt áherzlu á eft- irfarandi atriði: Framlag ríkis- sjóðs, 47 millj. ,kr., var lagt nið- ur á árinu 1966 og nýir skattar lagðir á bifreiðaeigendur, sem samsvaraði þessari fjárhæð, en vegir héldu áfram að versna, þrátt fyrir aukna skatta. Frá ársbyrjun 1960 til ársloka 1967 hafa bifreiðaeigendur greitt til ríkissjóðs liðlega 4.500 millj. kr. af bifreiðum og rekstrarvörum til þeirra. Á þessu tímabili hef- ur verið varið til vega tæplega 1.700 millj. kr., Reykjanesbraut innifalin. Þannig hefur á und- anförnum 7 árum runnið í ríkis- sjóð 2.800 millj. kr. frá bifreiða- eigendum, umfram það fé, sem notað hefur verið til vegafram- kvæmda. Virðist því sanngjarnf að líta þannig á, að nú sé kominn tími til þess að auka fjárframlög til vega án nýrrar skattaálagning- ar á rekstrarvörur bifreiða. — Þetta verður þeim mun ljósara, þar sem augsýnilegt er, að vega- gerð á fjölförnum leiðum lands- ins hefur dregizt meira aftur úr en framkvæmdir á nokkru öðru sviði á undanförnum ára- tugum. í samgöngumálum á landi erum við, þrátt fyrir allan okkar bílafjölda, meðal frum- stæðustu þjóða heims, okkar lé- legu vegir á fjölförnum leiðum valda gífurlegri verðmætasóun og standa atvinnuvegunum ó- bætanlega fyrir þrifum, svo ekki sé minnzt á óþægindi og sóða- skap, sem stafar af þessum herfilegu vegum. — Við þurfum ekki lengri og lélegri vegi, held- ur umfram allt hreinlegri vegi, með sléttu yfirborði á fjölförn- um leiðum; vegi, sem henta um- ferð okkar og framtíðar þörfum, og eru kostnaðarlega í samræmi við .fjárhagslega geíu okkar. Lækkun aSflutn ingsgjalda sam- fara nýjum skött- unt. Skattlagning á bifreiðir og rekstrarvörur til þeirra hefur verið svo stórkostleg undanfarin ár, að aukning á því sviði til nokkurra annarra þarfa en end- urbóta vegakerfisins á fjölförn- ustu leiðum, hljóta bifreiðaeig- endur að mótmæla sem óhæfu. Endurbygging vega á fjölförn- um leiðum er tvímælalaust með al mest aðkallandi framkvæmda í þjóðfélaginu og lífsnauðsyn fyrir atvinnu- og efnahagsþróun landsins. Til slíkra framkvæmda einna er ókleift að mótmæla við- bótarsköttum á umferðina. Eins og FÍB hefur oftlega bent á áður, þá er bæði fjárhagslega heppilegt fyrir þjóðfélagið og sanngjarnt gagnvart bifreiðaeig- endum, ef til nýrra skatta komi á rekstrarvörur bifreiða, þá komi jafnframt lækkun á að- flutningsgjöld nýrra bifreiða. Það skal tekið fram, að lækkun á tollum varahluta er ekki þjóð- hagslega heppileg ráðstöfun til jafns við lækkun á aðflutnings- gjöldum nýrra bifreiða. Einnig er eðlilegt og þjóðhagslega hagkvæmt að afnema afnota- gjöld af útvarpsíækjum í bif- reiðum, því slíkt er mikilvægt öryggisatriði, eins og Fram- kvæmdanefnd hægri umferðar hefur bent á'. Framfaraspor. Varðandi einstaka liði hins nýja frumvarps, þá er þar að finna mikilvægar endurbætur á vegalögunum frú 1963. Endur- bætur, sem eru í samræmi við þær tillögur, sem FÍB setti fram 1963, þegar vegalagafrumvarp var til umræðu á Alþingi. Er þar um að ræða ráðstafanir til að skattleggja bifreiðir með réttlátari hætti en áður. Tekið er með í reikninginn, að þungir bílar erú þau farartæki, sem fyrst og fremst slíta vegunum og eiga að greiða mest fyrir notkun þeirra. Niels Brestrup-Nielsen, Verk- fræðingur hjá Vegarannsókna- stofu danska ríkisins, hefur skýrt frá eftirfarandi niðurstöð- um af rannsóknum á saman- burði á sliti, sem bifreiðir valda Framhald á bls. 11. j/mseo DÆLURNAR meb gúmmíhjóiunum Ódýrar Afkastamiklar. i? Léttar í viðhaldi. •fá Með og án mótors. ÍZ Með og án kúplingar. Stærðir V4—2“. ÍZ Varahlutir jafnan fyrirliggjandi. Góðfúslega leitið upplýsinga hjá oss. Sisli <3. ©lofínsen l/. Vesturgötu 45. — Sími 16647. Eldhúsinnréttingar í litla eldhúsið er það tvi mælalaust OSTA OPTIMAL Allt pláss gjörnýtt einnig sökklarnir. Állir skápar útdegnir og innréttaðir af sérstökum hagleik. Litasamsetning mjög faíleg og stílhrein. HÚS OG SKIP HF. Laugavegi 11. — SímS 21515. TILBOÐ ÓSKAST í ca. þúsund tonn af brotajárni á Keflavíkur- flugvelli. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri, miðvikudaginn 24. apríl kl. 11 árdegis. Söiunefnd varnarliðseigna. óskast í nokkrar jeppa, fólks- og vörubifreiðir, einnig Mercedes Benz, dieselvél m. gearkassa. Bifreiðirnar verða til sýnis í porti bak við skrifstofu vora Borgartú’ni 7, föstudaginn 26. apríl kl. 1-4. Tilboð iverða opnuð kl. 5 sama dag. 23. aprtl 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.