Alþýðublaðið - 28.04.1968, Side 3

Alþýðublaðið - 28.04.1968, Side 3
á Húsavík SÍÐASTA vetrardag hafði Leikfélag Húsavíkur frumsýn- ingu á leikritinu Hjónaspil eftir Thornton Wilder í samkomuhús- inu á Húsavíki Húsfyllir var og leiknum mjög vel tekið. Leik- endur fóru yfirleitt mjög vel með hlutverk sin og var ákaft fagnað. Skorti kannski frekast á að sumir þeirra virtust eiga í nokkrum erfiðleikum með að ná sambandi við hvíslarann. Þetta er gamanleikrit í 4 þátt- um, að vísu ekki sérlega vel uppbyggt, t. d. nær atburðarás- in hámarki sínu í 2. þætti leiks ins, en fer síðan niður á við og er vægast sagt mjög rislág í leikslok. Leikstjórar eru þeir Páll Þ. Kristinsson og Ingimundur Jóns- son, báðir mjög vel þekkíir af leikfjölunum í Húsavík. Samkomuhúsið á Húsavík hef- ur tekið mjög miklum breyt- ingum til hins betra. Upphækk- uð sæti hafa verið sett í það og það teppalagl';., Ftamúegis verður samkomuhúsið eingöngu notað fyrir leik- og kvikmynda- sýningar auk tónlistarlialds. — Fréttaritari. Blaðamenn Aðalfundur Blaðamannafélags íslands verður haldinn í dag að Hótel Sögu og hefst kl. 2 síff- degis. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Eina slysavarna- deildin erlendis Viðtal við Ólaf Albertsson frá Kaup> mannahöfn fulltrúa Gefjunar á þingi S.V.F.Í. Á þingi Slysavarnafélags Islands sat nú í fyrsta skipti fulltrúi slysavarnadeildar- innar Gefjunar deildar SVFÍ á Norðurlöndum, en hún starfar í Kaupmannahöfn og er eina deild félagsins á erlendri grund. Við hittum fulltrúann, Ólaf Alberts- son kaupmann í Kaup- manahöfn snöggvast í gær og spurðum hann um starf deildarinnar. — Slysavarnadeildin Gefj- un var sfofnuð 29. janúar- 1953 á 25 ára afmæli Slysa- varnafélags íslanids. Aðal- hvatamenn að stofnun deild arinnar voru Malthías Þórð- arson, sem var fulltrúi Slysa varnafélags íslands á Norður- löndum og Jón Helgason kaup maður. Svo hef ég verið með- stjórnandi frá byrjun. Aðrir í stjórninni eru formaðurinn, séra Finnur'Tuliníus, sem er mikill íslandsvinur, séra Jón as Gíslason, Pétu1' Jónasson magister og Ernst Petersen. — Gefjun starfar á nokkuð öðru sviði en deildir félags- ins hér heima. í deildinni eru ekki beinlínis fastir félagar, en viðvsendum árlega út bréf til allra íslendinga, sem við vitum um í Danmörku og nokkurra Dana og minnum á Ólafur Albertsson. Slysavarnafélagið. Höfum við tvisvar gefið út bæklinga til að kynna SVFÍ og höfum við sent þá til ýmissa félaga og verzlunaraðila á Norðurlönd um sem samband hafa við ís- land. Höfum við þannig feng ið nokkurn fjárhagslegan stuðning frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Færeyjum — einkum frá útgerðarmönnum. Á þeim 15 árurn, sem Gefj- un hefur starfað höfum við Framhald á 14. síðu Garðar Halldórsson stendur hér fyrir framan íbúffar húsa teikninguna er hlaut 2. verðlaun. Hann var að- stoðarmaður Ingimundar Sveinssonar cand, arch er var höfnndur tillögunnar. Ef myndin er skýr, má sjá að byggingarnar eru settar inn í kunnuglegt umhverfi, þ. e. með Esjuna í baksýn. Vinnumiðlun Stjórn skólafélags Kennara- skólans hefur ákveðið, að gang- ast fyrir vinnumiðlun, kennara- nemum og vinnuveitendum til hægðarauka. Skólafélagið hyggst koma þessu "4 frjar^kvæmd á þann hátt, að fá menn úr sínum hópi til að veita vinnuveitendum og kennaranemum fyrirgreiðslu í síma 32-290. Mánudaga kl. 1—3 e. h. Þriðjudaga kl. 1—3 e. h. Miðvikud. kl. 1 — 3 e. h. til 20. maí í vor. Stjórn skólafélagsins vonast til þess, að vinnuvieitendur, sem Framhald á 14. síðu. Rýmingarsala vegna breytinga á húsbúnaði. 20% AFSLÁTTUR á eftirtöldu: Sófasett. Sófaborð. Svefnsóíar Svefnbekkir. Innskotsborð. Símabekkir og margt fleira. BÓLSTRARINN Hverfisgötu 74. — Sími 15102. Aöalfundur NÝLEGA var haldinn aðal- fundur í Alþýðuflokksfelagi Garðahrepps. Formaður félags- ins Viktor Þorvaldsson flutti skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári og kom fram að hún hafði verið með miklum blóma. Mikil vinna var lögð fram í und- irbúningi kosninganna á síðasta sumri, og skilaði góðum ár- angri. Samvinna var tekin upp við Alþýðuflokksfélag Kópavogs um sameiginleg spilakvöld, sem voru vel sótt og þóttu heppn- ast vel. Félagsfundir tóku til meðferðar ýmis mál sem uppi voru á alþingi, svo og mál, sem vörðuðu sveitarfélagið og þóttu fundir þessir hinir gagnlegustu. Að loknum aðalfundarstörfum skýrði Óskar Halldórsson, hrepps nefndarfullírúi frá ýmsum sveiaarstjórnarmálum og svar- aði fyrirspurnum. Stjórn félagsins skipa nú: Viktor Þorvaldsson, form., Framhald á 14. síðu. Tilkynning til viðskiptamanna. Bankarnir og neðangreindir sparisjóðir hafa ákveðið að loka afgreiðslum sínum á laugar- dögum á tímabilinu frá 1. maí til 30. septem- ber 1968. Jafnframt er vakin athygli á því, að 'afgreiðsl ur þeirra opna kl. 9,30 árdegis, en sá háttur var tekinn upp fyrra vor til hagræðis fyrir viðskiptamenn. 26. apríl 1968. Seðlabanki íslands Landsbanki íslands Útvegsbanki íslands Búnaðarbanki íslands Iðnaðarbanki ísl. hf. Verzlunarbanki ísl. hf, Samvinnubanki Islands hf. Sparisjóður Hafnarf jarðar Sparisjóður Reykja- víkur og nágr. 28. apríl 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.